Dagur - 09.05.1998, Síða 4

Dagur - 09.05.1998, Síða 4
í SL - r.oí i n n .0 b i) nsiavi t i 20 - LAV GARDAGVR 9.MAÍ 1998 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU \ Elias Snæland Jonsson ritstjóri bókaS HILLAN Retsinom reiðinnar Einn af athyglisverðari foringjum andófs blökkumanna í Banda- ríkjunum á sjöunda áratugnum er genginn til feðra sinna. Eldridge Cleaver, höfundur bók- ar sem hafði mikil áhrif á þeim tíma - „Soul on Ice“ - og fyrrum talsmaður samtakanna Svörtu hlébarðanna - lést á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, 1. maí, 62 ára að aldri. ai5 ím ÞJOÐLEIKHUSIÐ Stóra sviðið kl. 20.00 Grandavegur 7 - Vigdís Grímsdóttir Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guðmundsd. ( kvöid Id. - Id. 16/5 næst síðasta sýning - sud. 24/5 síðasta sýning. Óskastjarnan eftir Birgi Sigurðsson 9. sýn. á morgun sud. uppselt - 10. sýn. fid. 14/5 örfá sæti laus -11. sýn. Id. 23/5 örfá sæti laus - 12. sýn. mvd. 27/5 nokkur sæti laus. Fiðlarinn á þakinu- Boch/Stein/Harnick Föd. 29/5. Ath. aðeins þrjár sýningar eftir. Meiri gauragangur Ólafur Haukur Símonarson Föd. 15/5 næstsíðasta sýning - fid. 28/5 síðasta sýning. Smíðaverkstæðið kl. 20.00 Poppkorn - Ben Elton Á morgun sud. nokkur sæti laus - föd. 15/5 nokkur sæti laus - sud. 17/5 - föd. 22/5 - Id. 23/5 - fid. 28/5. Ath. sýningin er ekki við hæfi barna. Litla sviðið kl. 20.30 Gamansami harm- leikurinn - Eve Bonfanti og Yves Hundstad. [ kvöld Id. uppselt - sud. 1Q/5 uppselt - fid. 14/5 uppselt - Id. 16/5 uppselt - föd. 22/5 uppselt - Id. 23/5 laus sæti - fid. 28/5 uppselt. Miðasalan er opin mánud.- þriðjud. 13-18, miðvikud.-sun- nud. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. „Soul on Ice“ (1968) er djúp- hugsuð og raunsönn lýsing á stöðu bandarískra blökkumanna á sjötta og sjöunda áratugnum. Hún var skrifuð í bandarísku fangelsi, þar sem höfundurinn var fastagestur á yngri árum. Cleaver fæddist í Arkansas árið 1935. Fimmtán ára gamall var hann dæmdur fyrir að stela reið- hjóli og sendur á heimili fyrir unga afbrotamenn í Whittier í Kaliforníu. Þar fékk hann kennslu í glæpum hjá eldri drengjum. Hann slapp út árið 1953, en var fljótlega sendur til baka fyrir að selja maríjúana. Enn var honum sleppt og aftur tekinn nær samstundis með fíkniefni í fórum sínum. Nú fékk hann tveggja og hálfs árs fangels- isdóm og var sendur í ríkisfang- elsið í Soledad. Vistin þar gjör- breytti lífi hans. Ofbeldi sem vopn Eins og Cleaver lýsir svo vel í „Soul on Ice“ hófst sjálfsmennt- un hans í Soledad-fangelsinu. Hann sökkti sér niður í rit and- ófs- og byltingarmanna á borð við Thomas Paine, Voltaire, Karl Marx and W. E. B. Du Bois og fór að skilgreina kúgun blökku- manna i Bandaríkjum hvíta kyn- stofnsins. DEU 95c d _..0P|6SIN VWNT COVE»^OM.U.IONtOW® SOULonlCE CUHKR Soul on lce: bók sem hafði mikil áhrifá sjötta áratugnum. Aukin þekking á þessum bandaríska veruleika samtímans fyllti hann gífurlegri reiði. Þegar hann slapp úr fangelsinu gaf hann tilfinningum sínum lausan tauminn. Hann varð ofbeldisfull refsinorn reiðinnar í garð hinna hvítu og fékk einkum útrás íyrir hatur sitt með því að nauðga hvítum konum. „Nauðgun var byltingaraðgerð," skrifaði hann seinna um þetta tímabil í lífi sínu. Cleaver var handtekinn ári eft- ir að hann slapp út og dæmdur í tveggja til fjórtán ára fangelsi íyr- ir hastarlega líkamsárás. I San Quentin og Folsom fangelsunum fékk hann tækifæri til að endur- skoða afstöðu sína og komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði svikið sjálfan sig sem manneskju með hátterni sínu. „Þess vegna fór ég að skrifa. Til að bjarga sjálfum mér,“ segir hann í „Soul on Ice.“ Trúin réði einnig úrslitum um endurmat hans á sjálfum sér. Hann varð fylgjandi Malcolm X, eins helsta leiðtoga hinna svokölluðu Svörtu múslima sem aðhylltust Islam. Lögfræðingurinn Beverly Axel- rod fékk áhuga á máli CÍeavers og fékk hann loks látinn lausan úr fangelsi í desember 1966. Hún kom greinum hans og bréf- um á framfæri við útgefanda. Af- rakstur þess var „Soul on Ice“ sem kom út skömmu síðar. Með Svortu hlébörðimum Þegar Cleaver var laus úr fang- elsi kynntist hann strax leiðtog- um Svörtu hlébarðanna, sem þá voru fyrirferðarmiklir í kynþátta- átökunum; Huey Newton og Bobby Seale. Einnig Kathleen Neal sem varð eiginkona hans árið 1967. Cleaver særðist og var hand- tekinn í átökum viö lögregluna í þeim víðtæku mótmælum sem urðu í kjölfar morðsins á Martin Luther King. Hann fékk að ganga laus á meðan málaferlin gegn honum voru á leið gegnum dómskerfið og tók þá mikinn þátt í áróðri fyrir málstað þeirra blökkumanna sem vildu umbylt- ingu á bandarísku þjóðlífi: hélt meðal annars fyrirlestra í háskól- anum í Berkeley og fór í forseta- framboð árið 1968. Þegar dómstólar komust að þeirri niðurstöðu í nóvember 1968 að Cleaver yrði að fara aft- ur í fangelsi fyrir að hafa rofið skilorð, flúði hann Iand; fór fyrst til Kanada, þá til Kúbu, svo til Al- sír, þar sem hann bjó um nokkurt árabil, og loks til Parísar. Þar varð hann fyrir nýrri trúar- reynslu: frelsaðist eins og það heitir og ákvað sjálfviljugur að snúa aftur til Bandarikjanna árið 1975 ásamt konu sinni og tveim- ur börnum. Þar slapp hann með átta mánaða vist f fangelsi og var upp frá því fijáls ferða sinna. Cleaver sneri baki við flestum þeim róttæku stefnumálum sem hann boðaði á sjöunda áratugn- um, gerðist repúblíkani og skrif- aði bækur um Jesús. Æskudraumur rætist „Mig langaði til að fjalla um líkamann og hoidið og henda gaman að snyrtivörufárí og auglýsingamennsku nútímans. Það er alltaf verið að segja konum að þær eigi að vera unglegar og grannar og í og með er ég að ögra þeirri hugmynd, “ segir franski rithöfundurinn Marie Darrieussecq. Franski rithöfundur- inn Marie Darrieus- secq varstödd hérá landi á dögunum til að kynna bók sína Gylt- ing sem nýkomin erút í íslenskri þýðinguAd- olfs Friðrikssonar. Gylting er skemmtileg og áhuga- verð saga sem segir frá ungri stúlku sem starfar á snyrtistofu og verður fyrir þeirri óvenjulegu lífsreynslu að breytast í gyltu. Bókin varð metsölubók í Frakk- landi og hefur komið út í 35 löndum. BókLn gerði hana fræga og ríka „Eg þekkti enga útgefendur per- sónulega og sendi handritið að bókinni í pósti til sex forlaga. Fjögur þeirra vildu gefa hana út og ég valdi að gefa hana út hjá því forlagi sem var minnst þekkt,“ segir hin 28 ára gamla Marie. Gylting er ekki fyrsta sag- an sem Marie hefur skrifað því hún hóf að sinna ritstörfum strax sex ára gömul og hefur verið sí- skrifandi síðan. Þegar Marie skrifaði Gyltingu stundaði húh bókmenntanám við franskan há- skóla. Bókin hefur gert hana bæði fræga og ríka og nú þarf hún ekki að fást við neitt annað en skriftir. „Þetta er allt ævintýri líkast," segir hún um hinn óvæn- ta frama sinn. „Æskudraumur minn var alltaf sá að geta einbeitt mér að ritstörfum." Allt eins um giraffa En af hverju skrifaði hún um konu sem hreytist i svín? Er það vegna þess að henni finnist komið fram við konur eins og væru þær svtna? „Ég veit ekki af hverju ég skrif- aði um svín. Ég hefði allt eins getað skrifað um gíraffa," segir Marie og bætir við: „Mér finnst ekki að það sé komið fram við konur eins og væru þær svín. Mig langaði til að fjalla um lík- amann og holdið og henda gam- an að snyrtivörufári og auglýs- ingamennsku nútímans. Það er alltaf verið að segja konum að þær eigi að vera unglegar og grannar og í og með er ég að ögra þeirri hugmynd." Þegar Marie er spurð hvort hún líti á sig sem femínista segir hún: „Að vissu marki lít ég á mig sem femínista en ég er ekki rót- tækur femínisti. I Bandaríkjun- um hafa kvennasamtök litið á bókina sem femíníska skáldsögu sem sé innlegg í baráttu þeirra. Það er í góðu lagi þótt henni hafi ekki meðvitað verið ætlað það. Öðrum þræði er þetta skemmti- saga.“ Sökuð um ritstuld Önnur skáldsaga Marie, sem hún lýsir sem draugasögu, hefur fengið blendnar viðtökur fran- skra gagnrýnenda og Marie hefur jafnvel verið sökuð um ritstuld. „Ef maður slær í gegn með fyrstu bók þá eru margir sem bíða eftir því að fá að tæta þá næstu í sig. Og sumir gagnrýnendur voru harðir í dómum sínum, en þan- nig gengur þetta nú einu sinni fyrir sig. Svo er ég í eðli mínu kjaftfor uppreisnarmanneskja og mörgum Iíkar ekki \áð mig,“ seg- ir hún. „En framtíðin er ráðin. Ég á ekkert val,“ segir Marie Darri- eussecq. „Ég mun halda áfram að skrifa. Æskudraumur minn hefur ræst.“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.