Dagur - 31.07.1998, Síða 1
Föstudagur 31. júlí - 64. tölublað 1998
Valdsmaður í
vondmn málum
Alþingi á Þingvöllum á 18. öld.
Lögberg er til hægri á myndinni og
þar fóru þingstörf fram og dómar
voru kveðnir upp. Öxará rennur út
í Þingvallavatn og eru tjaidbúðir á
hólmanum. Fyrir miðri mynd er
kirkjan og prestssetrið. Þarna voru
Sunnefa og Jón bróðir hennar
dæmd til lífláts og þarna voru
dómar miidaðir vegna ungs aldurs
þeirra. Máiastappið stóð yfir í tvo
áratugi og kom oftar til kasta Al-
þingis.
Týnd er æra, töpnð er súl,
tunglið veður í skýjum,
Sunnefunnar sýpur skúl
sýslumaðurinn Wíum.
Um uppruna þessarar alþekktu
vísu fer mörgum sögum. Ein er
sú, að hún hafi verið kveðin á
glugga yfir rúmi Hans sýslu-
manns Wíum, sem gerði saka-
konunni Sunnefu barn er hún
var í hans gæslu, dæmd fyrir að
eignast barn með bróður sínum.
Onnur segir að vísan hafi verið
kveðin í beinakerlinu á Kaldadal.
Hvernig vísan er til komin skipt-
ir ekki öllu máli, en tildrög
hennar eru kunn og lýsir hún vel
þeirri harmsögu sem að baki
liggur og kaldranalegum örlög-
um sem við hana koma.
Hans Wíum var fæddur um
1715, sonur Jens sýslumanns
Wíum og Ingibjargar Jónsdóttur.
Hann útskrifaðist úr Skálholts-
skóla og las lög í Kaupmanna-
höfn og var settur sýslumaður í
Vestmannaeyjum 1738. Tveim
árum síðan fékk hann veitingu
fyrir suður- og miðhluta Múla-
þings og hálft Skriðuklaustur og
síðar fékk hann það allt. Tók
hann við sýslunni af Jens föður
sínum. Eitthvað þóttu þær emb-
ættaveitingar vafasamar og átti
Hans í langvarandi útistöðum
við aðra sýslumenn og höfðingja
og stóð hann í illvígu málastappi
alla sína tíð.
Honum er svo Iýst, að hann
hafi verið mikill vexti, þrekinn,
harðger og óvílsamur, hvatur til
hvers hiutar og allra manna orð-
færastur, gefinn fyrir ölföng og
þá óstýrilátur. Páll Eggert segir
að talsvert hafi þótt til hans
koma, því þegar til stóð að stóls-
forráð á Hólum yrðu greind frá
biskupsembættinu, taldi Gísli
biskup Magnússon hann hent-
ugastan manna hérlendis til
stólsforráða, fyrir sakir ráðdeild-
ar og góðs efnahags. Hans sótti
um þetta embætti 1754. En þeg-
ar hann dó 1788 hrökk bú hans
ekki fyrir skuldum er það kom til
skipta.
Hans var atorkumaður og
bryddaði upp á nýjungum. Hann
gerði tillögu um að stjórnin
keypti hreindýr og sendi til Is-
lands og varð það síðar að ráði.
Þá gerði hann tilraun til að finna
hinar fornu leiðir um norðurör-
æfi, úr Oræfum til Möðrudals
um Ódáðahraun, en einhverra
hluta vegna fór það allt í handa-
skolum.
Upphaf Stumefuinála
Þjóðsögur og sagnir hafa mynd-
ast um Sunnefu og öll þau mála-
ferli sem um hana spunnust. Þá
eru dómabækur til \atnis um at-
burði. Þjóðsagan segir að
Sunnefa hafi verið kvenna fríð-
ust á þeirri tíð sem hún var uppi.
Gísli fræðimaður hefur eftir
sannorðum heimildarmönnum,
að Sunnefa hefði verið hand-
virðukona mikil, dökkeygð, svört
á brún og með síðu hári, langleit
og fölleit, en sómdi sér vel.
Svo er frá greint að á ofanverð-
um dögum Jens sýslumanns
Wíum sem hafði miðpart Múla-
sýslu 1723-1740, hafi tvö syst-
kin átt heima í Geitavík í Borgar-
firði eystra. Hétu þau Sunnefa
(sumir rita Sunnifa) og Jón Jóns-
son. Var Jón talinn „vel á sig
kominn að jöfnum aldri“. Hann
var tveim árum yngri en systir
hans, en bæði voru þau ung að
árum þegar Sunnefa ól barn
þeirra. Það var árið 1739.
Sunnefa var fædd 1723, en Jón
bróðir hennar 1725. Hann hefur
því verið 14 ára þegar barnið
kom undir og Sunnefa 16 ára.
I fyrstu kenndi Sunnefa Er-
Iendi nokkrum á næsta bæ barn-
ið og gekkst hann við því. Fjór-
um dögum síðar breytti Erlendur
framburði sínum og sagðist ekki
faðir barnsins og bauðst til að
sverja fyrir það. Þá kenndi
Sunnefa Jóni bróður sínum
barnið. Voru þau þá handtekin
og flutt til Jens Wíums sýslu-
manns. Hann dæmdi þau af lífi
20. apríl 1740.
Sökum ungs aldurs var kon-
ungi send bænaskrá um að
milda dóminn. A meðan voru
þau höfð í varðhaldi.
Framhald á bls II