Dagur - 31.07.1998, Side 2

Dagur - 31.07.1998, Side 2
U-FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 SÖGUR OG SAGNIR rD^tr FRAMHAJJ) AFFORSEDU Bameignir fanganna Sunnefa var höfð í haldi á Skriðuklaustri, en sú breyting var orðin á húsbóndavaldi þar, að Jens var látinn en Hans, son- ur hans, tekinn við sýslunni. Þau systkini voru fyrst bæði í haldi á Skriðuklaustri og veturinn 1741 eignaðist Sunnefa sitt annað barn. Hún kenndi bróður sínum einnig það barn, en hann synjaði fyrir. Varð hún þá tvísaga og kenndi Hans sýslumanni barnið, en bar að hann hefði komið sér til hins fyrri framburðar, að kenna bróður sínum af hræðslu við sýslumann. Jón var þá sendur að Víðivöll- um í gæslu Sigurðar Stefáns- sonar sýslumanns í Austur- Skaftafellsssýslu. En slíkur kvennaljómi var Jón Sunnefubróðir, að hann eignað- ist barn með dóttur sýslumanns á Víðivöllum og annað barn með annarri stúlku á sýslumannssetr- inu. Fer ekki nánari sögum af þeim ástarmálum. Sýslumaður harðneitaði öllum sökum og árið 1743 voru þau systkin enn dæmd til dauða á Al- þingi en málinu skotið til kon- ungsnáðar sökum þess hve ung þau voru. Dróst málið enn á langinn í nokkur ár og sátu þau í varðhaldi fyrir austan á meðan. I lvað varð um börn Sunnefu fer fáum sögum og hafa þau að öll- um líkindum dáið ung. Enginn annar en Hans WÍIIIH Fljótlega eftir að Sunnefa varð þunguð í annað sinn komst sá orðrómur á kreik að Hans sýslu- maður væri barnsfaðirinn og trúðu flestir að svo væri þegar hún bar það upp á hann. Var málið tekið upp enn og aftur og stóð allt til ársins 1758. Sem fyrr segir stóð Hans í margvíslegu málavafstri við aðra valdsmenn og mun þeim hafa verið ósárt um að kelekkja á stór- bokkanum og því aldrei látið Sunnefumál niður falla. Til er frásögn af yfirheyrslu yfir þeim systkinum á Alþingi 1743, eða eftir að Sunnefa ól sitt síðara barn. Þar segir: Nú var Jón Sunnefubróðir kallaður inn í lögréttu og þar spurður, hvort hann ætti hið síðara barnið, er Sunnefa ól, eður hvernig Wíum hefði spurt hann. Jón kvað hann hafa spurt sig, hvort hann stæði við meðkenningu sína. Þá spurði lögmaður, hversu meðkenning sú hefði verið í héraði. Jón kvað sýslumann hafa sagt sér, að syst- ir sín Sunnefa, hefði alið barn að nýju, er hann Iýsti hann föður að. Kvaðst hann þá svarað hafa, að það mundi verða að vera, ef hún hefði lýst því, „en ég er ekki farinn að trúa því, að hún hafi það gert“, kvaðst hann sagt hafa. Var hann þá spurður hvort hann væri ekki oftar spurður hins sama og neitaði hann því. Þá var hann spurður, því hann játaði því við aflausn, eða hvort hann væri leystur. Hann svaraði að fyrir hvorugt brotið tók hann aflausn og hafi hann ekki komið til kirkju síðan hið seinna varð, „og aldrei hefur prestur talað við það um mig, og ég séð hann all- eina álengdar", kvað hann. Enn var hann spurður hvort hann vissi sig frían af holdlegu samræði við Sunnefu, síðan hið fyrra barnið var alið. Tók hann þá guð og meðvitund sína í vitni, að svo væri. Spurður var hann og hvort nokkur hefði nær verið, þá Wíum frétti hann um faðernið á Skriðuklaustri. Hann kvað eng- an nema konu sýslumanns og aðra kvensnift. Því næst var Sunnefa spurð, hvort hún meðkenndist að hafa lýst Jón bróður sinn, föður hins síðara barns. Hún játaði því. Spurð var hún þá, hví hún gerði svo, ella hvort það væri satt. Hún kveðst hafa gert það af hræðslu fyrir Wíum. Hefði hann hótað sér hörðu leynilega, þá hún hafi lýst hann sjálfan föður, og hann sagt sér að lýsa Jón, bróður sinn. Ekki væri þetta brot hærra en hið fyrra. Var hún þá spurð hvar það hefði skeð. Sagði hún það orðið hafa í baðstofunni á Egilsstöð- um, er enginn hefði við verið, því sá maður væri úti á hlaðinu, er fylgdi sýslumanni, en hinn, er hann hafði sent eftir væri ei kominn. Spurð var hún þá hvort hún væri leyst, eða prestur hefði spurt hana um faðernið. Hún kvað hvorugt verið hafa. Var hún að lyktum áminnt alvarlega að segja hið sanna og mælti hún þá: „Enginn annar en Hans Wíum sýslumaður er í þingum við þetta, og hann Iýsi ég föður að hinu seinna barni mínu og skýt því til hins alvitra guðs og með- vitundar minnar“. Verjandi þeirra systkina var Sigurður Stefánsson sýslumað- ur, sem tók Jón í sína vörslu með fyrrgreindum afleiðingum. En þau sátu í varðhaldi til 1748 þar til málin voru enn á ný tekin upp. Lát systkinaima Málastappið stóð með hléum í fleiri ár og var Hans vikið frá sýslunni 1751 og var skipuð sér- stök dómnefnd til að fjalla um mál hans. Dómur var loks kveð- inn upp þrem árum síðar og var sýslumaður dæmdur frá embætti fyrir hirðuleysi og afglöp og í miklar sektir, en íeyft að vinna synjunareið fyrir samfarir við Sunnefu og vann hann eiðinn þegar í stað. Málið var enn tekið fyrir á alþingisdómi 1756 og við- urkenndi Jón þar faðerni síðara barns Sunnefu systur sinnar, en Sunnefa stóð fast við framburð sinn að Hans væri faðir barns- ins. Var niðurstaðan sú, að mál- ið skyldi ganga til yfirdóms á Al- þingi 1757. En þá um vorið lést Sunnefa og leysti það úr ýmsum vanda sýslumanns. En Jón var dæmdur til að af- höfðast en konungur breytti dómnum í æfilanga þrælkun í Friðrikshafnarkastala. En Jón dó áður en til þess kom að flytja hann utan, eða árið 1758. Það að Sunnefa dó áður en hún fengi unnið synjunareiðinn gegn eiði sýslumanns, gerði það að verkum að mjög var misrætt um dauða hennar og hugðu margir að hann hafi borð að af völdum sýslumanns. Hans sýslumaður hafði skotið málum sínum til hæstaréttar og var hann algerlega sýknaður þar í dómi 1756. Skyldi hann fá embættið aftur og sleppa við öll fjárútlát og málskostnað. Tók hann þá aftur við sýslunni og hélt hana til 1778 er hann fékk lausn frá embætti. Hans var illa látinn, einkum eftir Sunnefu- málið og er greinilegt að Sunnefa hefur átt samúð sam- tímans sem og síðari tíma. En þega’r þau systkini slysuðust til að eiga barn saman var Stóri- dómur enn í gildi og erfitt að víkjast undan honum. Þó voru mildaðir dómar yfir þeim systk- inum vegna ungs aldurs þeirra þegar brotið var framið. Hans sýslumaður dó 1788. Þjóðsagait Sem vænta mátti voru mál þessi umtöluð á sinni tíð, og raunar allt síðan. Snemma urðu til þjóð- sögur um harmleik systkinanna og harðneskju sýslumanns. Hér fer á eftir þjóðsaga sem Einar Hjörleifsson, rithöfundur, skráði 1877. Voru þá Iiðin 120 ár frá því Sunnefumálum Iauk og má sjá hvernig sagan mótast í munnlegri geymd og er orðin að skáldskap: Hans sýslumaður Wíum var uppi um miðja 18. öld. Hann fékk orð fyrir að vera duglegt yf- irvald, en harður þótti hann f viðskiptum við alía menn og stundum eigi sem hlutvandað- astur. Um þann tíma sem Wíum var sýslumaður í Múlasýslum voru systkin tvö uppi í grennd við hann. Eigi er þess getið hvað bróðirinn hét, en systirin hét Sunnefa. Hún var talin fríðust kona á Islandi um þær mundir. Þá er bæði systkinin voru full- tíða, fékk bróðirinn óleyfilega ást á systur sinni, og þar kom, að hún varð vanfær af hans völd- um. Systkinin voru bæði tekin föst og sat Sunnefa í varðhaldi hjá sýslumanni. En það tókst eigi betur til en svo, að meðan hún var í varðhaldi hjá honum eftir barnsburðinn, fékk hann sjálfur ást á henni, og varð hún vanfær eftir hann. En þegar sýslumaður varð þess vísari, að hún fór eigi ein, þá tók hann hana eina nótt úr varð- haldinu, leiddi hana með sér ofan að Lagarfljóti, varpaði henni þar í hyl einn og kvað hana eigi skyldu verða sér til vandræða. En með því að Sunnefa var þunguð, þá flaut hún ofan á vatninu. Skammt fyr- ir neðan hylinn, er hann hafði varpað henni í, var ldettur eða hólmi í fljótinu. Straumurinn bar hana þangað, og skreiddist hún þá upp, nær dauða en lífi. Sýslumaður sá til hennar. Hann var syndur og kastar hann þegar af sér klæðunum og syndir út að klettinum. Drekkir hann Sunnefu þar og skilur eigi við hana fyrr en hún er dauð. Sömu nótt er mælt að konu sýslumanns hafi dreymt að kom- ið væri á gluggann uppi yfir henni, og kveðin þessi vísa: Sunnefunnar sýpur skál sýslumaður Wíum. Týnd er æra, töpuð sál. - Tunglið veður í skýjum. Aðrir segja svo frá vísu þessari, að hún hafi verið kveðin á glugga uppi yfir sýslumanninum sjálfum, þegar hann sat við drykkju með vinum sínum, og geta þess til, að einhver sem hafi grunað eitthvað um hvarf Sunnefu, hafi kveðið vísuna. Sunnefa hvarf úr varðhaldinu um vetrartíma. Næsta vor sigldi bróðir hennar og var hann tek- inn af erlendis. Er sagt að hann hafi heitast við sýslumann áður en hann sté á skip, því hann ken- ndi honum um hvarf systur sinn- ar eins og fleiri. Um haustið átti að hafa komið inn reimleiki með skipi einu. Það er sagt frá æfilokum Wíums sýslumanns, að hann hafi einu sinni næsa vetur eftir þetta farið upp á Fljótsdal og gist hjá bónda nokkrum, sem var ald- arvinur hans. Að morgni dags ætluðu þeir sýslumaður og bóndi að fara til næsta bæjar. Brast þá á bylur mikill um daginn, og leið svo dagurinn og næsta nótt, að þeir komu ekki aftur. Morgun- inn eftir kom bóndi heim og var þá dasaður mjög. Bað hann pilta sína í öllum bænum að koma með sér og leita að sýslu- manni. Fundu þeir hann loksins niður við Fljótið allan marinn og hræðilega útleikinn. Var hann þá örendur. Ekki vildi bóndi segja frá dauða hans, nema það væri hið hræðilegasta, sem hann hefði séð. En hvað sem satt er í þessari sögu, þá er það haft fyrir satt, að sýslumaðurinn hafi dáið mjög vofveiflega einhvers staðar fram í Fljótsdal.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.