Dagur - 31.07.1998, Síða 5
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998
MINNINGARGREINAR
X^MT
Angantýr Hjörvar Hjálmarsson
Angantýr Hjörvar Hjálmarsson
fæddist í Hólsgerði í Eyjafirði
þann 11. júní 1919. Hann lést
á heimili sínu, Vallartröð 5 í
Eyjafjarðarsveit, 22. júlí síð-
astliðinn.
Foreldrar hans voru Hjálmar
Þorláksson, f. 27. mars 1874,
d. 17. feb. 1957, bóndi á Þor-
Ijótsstöðum í Skagafirði, síðar
í Hólsgerði og í ViIIingadal í
Eyjafirði og Ingibjörg Jóns-
dóttir, húsmóðir, f. 18. maí
1879, d. 18. ágúst 1949.
Systkini Angantýs Hjörvars
eru: Þorlákur, f. 19. júní 1909;
Jón, f. 6. okt. 1912, d. 21. okt.
1982; Sigrún f. 28. sept. 1915.
Hálfsystkini samfeðra: Stein-
unn, f. 1. des. 1898, d. 28. júlí
1990; Snjólaug, f. 20. júlí
1901, d. 2. júlí 1936; Hjörtur,
f. 28. júní 1905, d. 17. nóv.
1993.
Eiginkona Angantýs Hjörv-
ars var Torfhildur Jósefsdóttir,
f. 6. ág. 1925, d. 25. júní
1993. Börn þeirra: 1) Sigfríð-
ur Liljendal, f. 18. mars 1945,
gift Pétri Brynjólfssyni. Þau
eiga þrjú börn, Fríðu, Pétur og
Hjörvar, og fjögur barnabörn.
2) Ingibjörg, f. 20. ág. 1951,
gift Hauki Karlssyni. Þau eiga
þrjár dætur, Lilju, Hildi Guð-
rúnu og Þórdísi Bjameyju og
eitt barnabarn. 3) Elinborg, f.
12. nóv. 1952, var gift Haraldi
E. Ingimarssyni en þau skildu.
Þau eiga þrjú börn, Ingimar
Guðna, Kristbjörgu Torfhildi
og Sigríði Jóhönnu.
Angantýr Hjörvar átti heima
í Villingadal frá 3ja ára aldri.
Hann kvæntist Torfhildi Jós-
efsdóttur frá Torfufelli þ. 11.
júní 1944. Þau bjuggu í Vill-
ingadal til ársins 1946 og í
Torfufelli til 1957. Angantýr
Hjörvar lauk kennaraprófi árið
1957. Hann var skólastjóri
Barnaskólans í Sólgarði til
1969. Framhaldsnám í KHÍ
1969- 1970. Kennari í Reykja-
nesskóla við Isafjarðardjúp
1970- 1971. Eftir það kennari
í Hrafnagilsskóla þar til hann
lét af störfum árið 1986. Árið
1987 fluttu Angantýr og Torf-
hildur í hús sitt Vaílartröð 5 í
Reykárhverfi og þar bjó Angan-
týr þar til hann Iést.
Angantýr Hjörvar tók virkan
þátt í félagsmálum, s.s. stofn-
un Bindindisfélagsins Dalbú-
ans, starfaði í Ferðafélagi Ak-
ureyrar, Sögufélagi Eyfirðinga,
Afengisvarnarnefnd, Félagi
aldraðra o.fl.
Útför Angantýs Hjörvars
verður gerð frá Grundarkirkju
í dag og hefst athöfnin kl.
13.30.
Eg var á fimmtugsaldri þegar
ég kynntist Angantý og hann
rúmum 20 árum eldri. Vegna
aldursmunar hefði hið marg-
fræga kynslóðabil getað skilið
okkur að, en því fór þó víðs fjar-
ri, við urðum sérlega góðir vinir
og áttum samleið allt frá fyrstu
tíð. Það var eitthvað sem dró
okkur saman, einhver ósýnilegur
þráður, þannig að mér fannst ég
eiga fáa betri vini. Við áttum
reyndar talsvert samstarf, sátum
saman í Náttúrverndarnefnd
Eyjafjarðarsýslu um árabil, og
mér líkaði vel hve skeleggur og
röskur hann var að afgreiða öll
mál. Auk þess unnum við saman
að skráningu örnefna fyrir Sögu-
félag Eyfirðinga, en hann hafði
fyrr á árum unnið mikið björg-
unarstarf á því sviði með útgáfu
og skráningu ömefna í Saurbæj-
arhreppi í Eyjafirði. Angantýr
kom mér oft á óvart. Það kom
mér á óvart hve vel hann á efri
árum hafði náð að nýta sér
tölvutæknina, og ég dáðist að því
hve vel og snyrtilega honum
hafði tekist að búa sér og konu
sinni heimili í Reykárbyggð við
Hrafnagil.
Helst Iágu leiðir okkar saman
um fjöll og firnindi, og þá Ieið
okkur báðum vel. Hann var kvik-
ur á fæti og unni óbyggðunum
og átti þar frumkvæði á mörgum
sviðum. Fyrir nokkrum árum
gekk ég með honum og Tryggva
eftir Hólamannavegi á skíðum
þvert yfir Tröllaskagann, og hlýt-
ur Angantýr að vera með elstu
mönnum sem það hafa gert og
77 ára gamall tók hann þátt í
Þorvaldsdalsskokkinu um 26
kílómetra. Við fórum saman
margar eftirminnilegar ferðir en
eftirminnilegust er skíðaferðin
okkar við þriðja mann, Odd,
uppá Tungnahryggsjökul, þegar
náttúrufræðingar voru í verkfalli
og engar veðurspár voru gefnar
aðrar en stormviðvaranir, og ein-
mitt þennan logndag var storm-
viðvörun eina veðurupplýsingin
sem við fengum. Þegar uppá
Barkárjökul kom bærðist íyrst
vindur og mikil lausamjöll gat
myndað sorta og ég fór að óttast
að við mundum ekki finna skál-
ann. Þá sagði ég við félaga mína
upp úr eins manns hljóði: „Eig-
um við að snúa við?“ og gleði-
straumur fór um mig þegar Ang-
antýr svarar: „Já“ og við snérum
við á punktinum og renndum
okkur til byggða, en þarna hófst
þriggja daga fárviðri, sem við
hugsanlega hefðum villst í og
alla vega ekki komist til byggða
og okkar verið leitað. Þetta jáyrði
er það orð sem mér hefur þótt
vænst um af vörum Angantýs
vinar míns, og oft rifjuðum við
þennan atburð upp og töldum
það báðir handleiðslu að þarna
hefðum við snúið við.
Mér fannst alltaf að þessi vin-
ur minn bæri eitthvert rismesta
nafn landsins ef ekki sögunnar,
Angantýr Hjörvar Hjálmarsson.
Hann var ekki mikill vexti, en
það var eitthvað mikið við hann
og ætíð var bjart yfir honum.
Hann hafði bjarta rödd, þannig
að eftir var tekið er hann taiaði í
hópi, og auk þess sagði hann Ijó-
mandi skemmtilega frá, og
fannst mér að með honum byggi
einhver arfur af frásagnargáfu
forfeðranna úr framdölum Eyja-
Ijarðar og Skagafjarðar. Og víst
er að hann bar skáldskapargáfu
forfeðranna í brjósti, því hann
var afar vel hagmæltur og Iætur
eftir sig talsvert af ljóðum og
lausavísum. Einu sinni flutti
hann mér fagurt afmælisljóð á
fjallstindi. Ein vísa Angantýs er
mér sérlega kær, bílabænin er
hann gaf mér einu sinni:
Blessaðu Drottinn bílinn tninn,
bjargaðu mér frá skaða,
lát mig velja veginn þinn,
og vera á réttum liraða.
Þessi vísa segir talsvert um
lífsviðhorf þessa heiðursmanns
og honum mun ég aldrei gle)mia.
Við hjónin heimsóttum Angan-
tý eftir að hann veiktist. Þá leið
honum ekki illa að eigin sögn,
hvorki líkamlega né andlega, og
hann var eklu dapur. „Eg veit
hvert ég fer“ sagði hann, og viss
er ég um það að hann hefði þá
ekki verið jafn viljugur að snúa
við eins og hann var á Barkár-
jökli forðum. Við hjónin þökkum
fyrir góðan og eftirminnilegan
vin og biðjum Guð að blessa að-
standendur hans og minningu
hans.
Bjami E. Guðleifsson,
Möðruvöllum.
¥ ¥ ¥
Nú er komið að leiðarlokum hjá
honum afa mínum. Hann var
fyrir margra hluta sakir dálítið
merkilegur karl. Eg ætla ekki að
tíunda hér ritstörf hans,
kennslustörf eða önnur störf
sem hann vann í þágu ýmissa fé-
lagasamtaka, til þess eru vafa-
laust aðrir betur fallnir en ég.
Mig langar miklu fremur að
minnast mannsins sem fór sínar
eigin Ieiðir og er hann hafði val-
ið sér leið þá gekk hann hana
ótrauður og lét sig litlu varða álit
annarra. Eg vil minnast manns-
ins sem unni landinu sinu, var
ættrækinn og lagði áherslu á að
menn héldu tengslum við upp-
runa sinn.
Vafalítið hafa menn oft hrist
höfuðið yfir ýmsum uppátækjum
afa en hann lét sér það í léttu
rúmi liggja. Margar sögurnar hef
ég heyrt af fífldirfsku hans í
fjallaferðunum, svaðilförum sem
farnar voru inn á öræfin upp af
Norðurlandi í ýmsum tilgangi.
Honum leiddist ekkert að segja
frá þessum ferðum og gerði þá
oft góðlátlegt grín að öllu saman.
Afi hafði gaman af að ferðast
og voru norðlensku öræfin hon-
um afar kær. I ferðalögum um
þau vann hann ásamt öðrum
ýmis brautryðjendastörf. Hann
var hafsjór af fróðleik um þetta
landsvæði. Afi var í eðli sínu
leiðsögumaður, vel lesinn og
hafði yndi af að miðla þekkingu
sinni. Oft fundust mér allar
staðhátta- og örnefnalýsingarnar
gera sögurnar nokkuð lang-
dregnar. Seinna meir skildi ég þó
mikilvægi þess að gjörþekkja
umhverfi sitt og náttúruna. Slíkt
var lífsnauðsynlegt til þess að
lifa af í afskekktum dal frammi í
Eyjafirði á fyrri hluta aldarinnar.
Ég held að stundum skorti okk-
ur, sem fædd erum á seinni
hluta aldarinnar og höfum alist
upp við hraða og tækni nútím-
ans, þessa nánu tilfinningu fyrir
landinu.
Við afi höfðum sameiginlegt
áhugamál þar sem ferðalögin
voru og völdum okkur sama ævi-
starfið. Þó að hann væri að láta
af kennslu þegar ég hóf minn
feril þá hafði hann gaman af því
að ræða uppeldis- og kennslu-
mál og þær voru ófáar stundirn-
ar sem við rökræddum yfir kaffi-
bolla. Ekki vorum við alltaf sam-
mála og þegar mér fannst ég
hafa betur þá hló hann gjarnan
og sagði: „Já þú heldur það“ og
þar við sat.
Nú um þessar mundir hafði afi
ætlað sér að leggja upp í göngu-
ferð með góðum ferðafélögum
um Austfirði. Slíkar ferðir fór
hann á hverju sumri hin seinni
ár. Sú ferð verður þó ekki farin
en hann leggur þess í stað í þá
ferð sem á íyrir okkur öllum að
Hggja- Eg kveð elskulegan afa
minn með virðingu og þökk.
Fríða Pétursdóttir.
* * *
Þegar ég frétti lát Angantýs, var
ég orðinn einum ágætum vini fá-
tækari. Þegar árin færast yfir,
finnum við alltaf betur og betur
sannindi orða Jónasar Hall-
grímssonar:
Og vinir berast burt með tímans
straumi
og blótnin fölna á einni hélunótt.
En hver voru kynni okkar Ang-
antýs, mætti spyrja, fyrst ég
minnist hans í dagblaði við Ieið-
arlokin? Þau kynni voru að vísu
ekki löng, en heillarík. Hér skal
ekki rakinn æviferill þessa ágæta
vinar mfns, heldur dvalist við
minningar, sem eru nú næstum
þrjátíu ára gamlar. Aðrir, sem
kunnugri eru lífshlaupi Angan-
týs, munu fjalla um það.
Það var síðsumars 1969, að
átta grunnskólakennarar fá til-
kynningu um, að þeir hafi fengið
inni á námskeiði fyrir dönsku-
kennara, sem yrði haldið í Kenn-
araskóla Islands, skólaárið 1969-
1970. Leið nú tíminn, þar til
þessi hópur hittist 1. október, og
kennslan hófst. Hópurinn sam-
anstóð af fjórum karlmönnum
og fjórum konum.
Angantýr Hjörvar Hjálmarsson
var elsti karlmaðurinn í hópn-
um, þá orðinn fimmtugur að
aldri, hress í bragði og vel hald-
inn. Hann var meðalmaður á
hæð, í meðallagi holdugur og
nokkuð dökkur á hörund. Hann
kom norðan úr Eyjafirði, hafði
kennt þar við heimavistarskóla
frá 1957 og vildi nú hressa upp á
kunnáttuna með vetrardvöl við
nám í virtri menntastofnun. Það
var einnig hugsun okkar allra,
sem þarna vorum fyrrgreindan
vetur.
Fljótlega komst ég að því, að
Angantýr var hagmæltur vel.
Stundum varpaði hann fram vís-
um á stundinni, ekki síst ef leið-
ir skildi um sinn. Hann átti ekki
langt að sækja þennan hæfileika.
Hálfbróðir hans, Hjörtur Hjálm-
arsson, skólastjóri á Flateyri, var
vel skáldmæltur, einsog kunnugt
er.
Námið stóð í 8 mánuði og lauk
með prófi. Við vorum ánægð, er
upp var staðið og við gátum sýnt
svart á hvítu, að við höfðum til-
einkað okkur tilskilið námsefni
og gætum talið okkur dönsku-
kennara. Angantýr var áhuga-
samur við dönskunámið og ein-
nig við þær aukagreinar, sem í
boði voru: ensku, félagsfræði og
stærðfræði. Það var átak fyrir
mann á miðjum aldri, eins og
Angantý, að taka sig upp og flytj-
ast milli landshluta til að stunda
framhaldsmán, jafnvel þó að
grunnlaun væru greidd, eins og
var í þessu tilviki. Angantýr var
ekki einn á vegi, því að með hon-
um var kona hans, hún Torfhild-
ur Jósefsdóttir. Oft kom ég til
þeirra, þar sem þau bjuggu,
skammt frá Kennaraskólanum.
Jafnan var mér vel tekið og þá
beðinn að setja eins og eina vísu
í gestabókina, sem lá frammi.
Oftast v'arð ég við þeim tilmæl-
um. Þarna var mér tekið sem al-
úðarvdni. Torfhildur var að vísu
stórum hlédrægari en maður
hennar, en samt vingjarnleg; og
ég er viss um, að hún hefur ver-
ið hin mesta ágætiskona. Þau
hjón eignuðust þrjár dætur, sem
allar lifa og hafa stofnað heimili.
Torfhildur lést fyrir nokkrum
árum, og þá missti Angantýr
mikið.
Angantýr var einlægur bind-
indismaður alla ævi. Hann skrif-
aði greinar í dagblöð um bind-
indismál. Mér er einn greina-
flokkur, sem hann ritaði um
þessi mál, minnisstæður. Hann
bar yfirskriftina „Mengun í
mannlífinu." Því hv'að er áfengis-
og tóbaksnotkun annað en
mengun, sem mannkynið hefur
átt þátt í að skapa og viðhaldið
dyggilega fram á þennan dag?
Þegar leiðir skildu vorið 1970,
og Angantýr þurfti vegna anna á
heimaslóðum að yfirgefa okkur
fyrir skólaslit, orti ég til hans:
Oft að kveðja örðugt reynist;
allt að leiðarmörkum ber.
Okkar hugur að þér beinist;
áttum góðan vetur hér.
Heilsar þér nú heimajörðin,
hlýr ogferskur vorsins blær.
Undu svo við Eyjafjörðinn
ennþá lengi, vinur kær.
Þegar iðin voru 2 5 ár frá því að
leiðir okkar námsfélaga skildu,
vorið 1995, hittumst við, nema
eitt, og áttum ánægjulega sam-
verustund á Hótel Sögu og
heima hjá mér. Angantýr kom
skömmu áður heim til mín og
rifjuðum váð þá margt upp. Við
vorum þá löngu hættir kennslu.
Hann var kennari við Hrafna-
gilsskóla til starfsloka og byggði
sér þar íbúðarhús, sem hann bjó
í þar eftir.
Lífinu fylgir það að eignast og
missa. En hver er fátækari en sá,
sem ekkert hefur eiganst og á
þess vegna ekkert til að missa?
Ég held ég túlki þetta einna best
með því að tilfæra eftirfarandi
Ijóðlínur, sem ég setti saman að
öðru tilefni:
Efvið hefðum ekki neins
að minnast,
ósköp væri lifið gleðisnautt.
Þau, sem aldrei öðrum
fá að kynnast,
endutfunda bíða munu trautt.
Eg er rfkari eftir kynnin við
Angantý Hjörvar Hjálmarsson.
Ég votta aðstandendum hans
samúð við fráfall hans. Minning-
in lifir.
Auðunn Bragi Sveinsson.
¥ ¥ ¥
Þegar litið er yfir æviveg Angan-
týs Hjörvars föðurbróður okkar
koma margar myndir í hugann.
Við sem þetta skrifum erum á
sumum þeirra, aðrar höfum við
fengið úr frásögnum hans sjálfs
eða þeirra sem til hans þekktu.
Hjörvar ólst upp við hefð-
bundin störf hins gamla íslenska
bændasamfélags og kynntist
ungur hugsjónum ungmennafé-
lagshreyfingarinnar. Þetta tvennt
átti mikinn þátt í að móta lífs-
skoðanir hans, að byggja upp
skilning á nauðsyn náttúru-
verndar en taka jafnframt nýj-
ungum 20. aldarinnar með opn-
um huga. Hjörvar þekkti vel til
lífsbaráttu aldamótakynslóðar-
innar og áhrifa kreppu íjórða
áratugarins á íslenskt samfélag.
Hann átti ekki kost á áframhald-
andi skólagöngu þegar skyldu-
námi farskólans lauk. Því kom
það nánast af sjálfu sér að hann
gerðist bóndi, íyrst í Villingadal
og síðar í Torfufelli þar sem kona
hans, Torfhildur Jósefsdóttir, var
fædd og uppalin. En vegna bak-
veiki varð hann á fertugsaldri að
bregða búi og leita sér annarrar
atvinnu. Og þá gafst honum með
góðra manna hjálp tækifæri á að
nýta sér prýðilega námshæfileika
sína. Eftir eins vetrar undirbún-
ingsnám settist hann í Kennara-
skólann og útskrifaðist þaðan
vorið 1957. Kennslu stundaði
Hjörvar frá 1957 til 1986. Fyrst
sem kennari og skólastjóri við
barnaskólann í Sólgarði, síðan
eitt ár á Reykjanesi við Isafjarð-
ardjúp og loks við Hrafnagils-
skóla í Eyjafirði.
Hjörvar gerði sér á unga aldri