Dagur - 31.07.1998, Page 6

Dagur - 31.07.1998, Page 6
I^MT FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 grein fyrir því mikla afli sem fólgið er í samvinnu og átti þátt í stofnun nokkurra félaga, sem hvert á sinn hátt stuðluðu að framförum og auðugra mannlífi í sveitinni framan Akureyrar. Fyrstu sporin í félagsmálum steig Hjörvar 14 ára gamall er hann ásamt fimm öðrum ungum mönnum stofnaði Bindindisfé- Iagið Dalbúann. Síðar á ævinni átti hann þátt í að stofna Skóg- ræktarfélag Saurbæjarhrepps, Skákfélagið Peðið í Saurbæjar- hreppi, Upprekstrarfélag Saur- bæjarhrepps, Félag aldraðra í Eyjaíjarðarsveit, Lionsklúbbinn Vitaðsgjafa og minningarsjóð um Kristínu Sigfúsdóttur skáldkonu, svonefndan Kristínarsjóð. Hann átti sæti í Náttúruverndarnefnd Eyjafjarðarsýslu og í áfengis- varnanefndum í Saurbæjar- og Hrafnagilshreppi. Sögufélag Ey- firðinga naut um margra ára skeið starfskrafta hans við út- gáfu tímaritsins Súlna og þar birtust eftir hann ýmsar frásagn- ir. Enn er ótalið það félag sem Hjörvar starfaði lengst og mest fýrir, Ferðafélag Akureyrar. Frá barnæsku hafði hann brennandi áhuga á ferðalögum. A þeim vettvangi kom e.t.v. best í ljós ótrúleg minnisgáfa hans, víðlæsi og eftirminnilegur frásagnarmát- inn. Hann ólst upp við sagnir um dýrð og duttiunga öræfanna og síðar heillaðist hann af þeim við eigin kynni. Mestu ástfóstri tók Hjörvar við Laugarfell og á öðrum fremur heiðurinn af því að þar er nú hlýlegur áningar- staður þeirra sem leggja Sprengisandsleið að baki. Þar var fyrir hans atbeina og undir hans stjórn lögð hitaveita í sælu- hús Ferðafélagsins og komið upp eins konar sundlaug sem ferða- langar öræfanna minnast tíðum með þakklæti. Gróðurtorfan sem húsið stendur á Iét sífellt undan síga fyrir veðrum hálendisins. Um tíma var einsýnt að hennar biðu þau örlög ein að hverfa og þar með hefði staðurinn misst stóran hluta af viðmóti sínu. Hjörvar fékk áhugasamt fólk í lið með sér og tókst með mikilli eljusemi að bjarga þessari gróð- urvin. I Laugarfelli gerði hann ýmsar ræktunartilraunir. Flutti þangað fræ, plöntur, þökur, hús- dýraáburð og tilbúinn áburð. Við þessa flutninga naut hann að- stoðar margra unnenda Laugar- fellsöræfanna og voru sumar ferðirnar mjög minnisstæðar, nánast svaðilfarir. Um og eftir 1940 hafði Ferða- félag Akureyrar forgöngu um Iagningu götuslóða um Hafrár- dal og Vatnahjalla inn á öræfin. Reyndist sú leið alla tíð mjög torfarin og þótti þrátt fyrir síðari tíma tækni ekki fysilegt vegar- stæði. A ferðum sínum kannaði Hjörvar í félagi við aðra ýmsar leiðir og fór svo að lagður var vegur upp frá Þormóðsstöðum í Sölvadal og inn Hólafjall. Var það talinn hæsti fjallvegur á landinu, um 1000 m.y.s. Þessi leið átti það sammerkt með Vatnahjallaveginum að vera ein- göngu fyrir jeppa og ekki var hún fær nema hluta úr hveiju sumri. Afram hélt Ieitin að vegarstæði og árið 1975 varð fært upp á há- lendið fram úr Eyjafjarðardal. Að vegarlagningu á báðum þessum leiðum vann Hjörvar af áræðni og útsjónarsemi, bæði við að velja vegarstæði og ryðja veginn. Torfhildur og Hjörvar bjuggu í þeim skólum sem hann starfaði við. Þegar tók að hilla undir starfslok við Hrafnagilsskóla ákváðu þau að reisa sér hús í Reykárhverfi en það er þéttbýl- iskjarni sem myndast hefur skammt frá skólanum. Hús þetta hannaði og byggði Hjörvar að miklu leyti sjálfur og þangað fluttu þau hjónin þegar kennslu- starfinu lauk. Hjörvar skrifaði mikið og bjargaði á þann hátt mörgum fróðleiksmolanum frá glatkist- unni. Arið 1957 gaf hann í félagi við annan mann út bókina Or- nefni í Saurbæjarhreppi. Höfðu þeir þá í íjögur ár farið um hreppinn og safnað efni til út- gáfunnar ásamt því að taka myndir af öllum bæjum sveitar- félagsins. Flestar greinar hans og frásagnir tengjast fólki og stöð- um í núverandi Eyjaijarðarsveit og hálendinu við fjörðinn innan- verðan, Tröllaskaga, Nýjabæjar- ljalli og Laugarfellsöræfum. Ollu því sem Hjörvar tók sér fyrir hendur sinnti hann af ábyrgð og einlægni. Hann hafði sínar skoðanir og var fastheldinn á þær. Þrátt fyrir það var hann ætið til viðræðu um hlutina, velti málum gaumgæfilega fyrir sér og leitaði leiða úr hveijum vanda. Þegar torleiði var framundan og samferðamönnum hans fannst hann tefla á tæpasta vað var við- kvæði hans oft „þetta bjargast einhvern veginn," og sú varð raunin. Sannfærður var Hjörvar um annað tilverustig og kveið ekki vistaskiptunum. Viðburða- ríkri ævi er lokið en eftir standa verk og minningar. Dætrum Hjörvars, öðrum ætt- mennum hans og venslafólki vottum við innilega samúð okk- ar. Ingibjörg og Gunnar. * * * Þá er afi haldinn á vit nýrra æv- intýra. Hann var jú alla tíð mik- ill ferðagarpur og hafði yndi af að sjá nýja staði og öðlast nýjan fróðleik. Hann var virkur með- limur í ferðafélögum og naut þess að ferðast um hálendi Is- lands. Það var eins og hann fyndi þar til sérstakra tengsla við náttúruna og umheiminn, sem ekki var unnt að öðlast annars staðar. Sem dóttursonur hans var ég þeirra forréttinda aðnjót- andi að fá tækifæri til að ferðast örlítið með honum eins og aðrir vinir og vandamenn. Ég er þakk- látur fyrir minningarnar sem tengjast þeim ferðum. Þegar ferðast var um landið Iumaði afi iðulega á sögum eða kvæðum sem tengdust þeim stöðum sem ferðast var um, sér- staklega á Norðurlandi. Ferðalög með honum voru því lifandi og sveipuðu Iandið Ijóma er ekki öllum tekst að greina. Afi kunni Iistina að segja frá og hrífa áheyrandann með sér. En afi var ekki bara afi. Hann var jafnframt góður vinur og fé- lagi þar sem aldursmunar varð ekki vart. Kannski átti hann þá visku til að bera að geyma örlítið af stráknum í sér á stað þar sem öldurót lífsins náði ekki að afmá hann. Þetta kom fram í einfald- leikanum og þeim hreinleika hugans sem hann gat sóst eftir, t.d. á ferðalögum, en ekki síður í hugsjónum hans og draumum. Afí átti sér sannarlega hug- sjónir. Hann var trúr sinni sann- færingu og Iifði eftir henni. Hann var trúaður maður, þó hann fylgdi ekki bókstaf Biblí- unnar í hvívetna. I trúmálum og heimspekliegum bollaleggingum áttum við samleið og ég minnist samtala okkar um slík efni með hlýju og þakklæti. Afí var rólyndur og þolinmóð- ur maður sem tamdi sér heilbrigt lífemi. Það var eins og það staf- aði af honum kyrrð og festa. Fáum ef nokkrum mönnum hef ég borið eins mikla virðingu fyrir og ég get vart ofmetið það hlut- skipti mitt að hafa átt hann að sem ættingja og vin. Afí tók fréttunum um veikindi sín með ró og yfirvegun eins og hans var von og vísa. Þegar Ingi- björg dóttir hans spurði hann síðar hversu langan tíma það hefði tekið hann að sætta sig við dauðann, svaraði hann: „Ja, svona um það bil eina sekúndu". Ég efast ekki um að þar hefur hann farið nærri sannleikanum. Eftir að hafa velt fyrir sér eilífð- armálunum dágóðan hluta úr mannsævi óttaðist hann ekki dauðann. Fyrir honum var dauð- inn aðeins enn eitt ferðalagið; ferðalag til annars heims. Hann kveður okkur hin með því að leg- gja upp í mesta ferðalag Iífs síns. Vegni honum vel. Ingimar. * * Elsku afi okkar! Það eru ótal margar minningar sem streyma fram í hugann er við hugsum til þin. Það var alltaf jafn gaman að koma í heimsókn til þín og ömmu og alltaf tekið jafn hlýlega á móti okkur. Alltaf var tilhlökkunin jafn mikil þegar við dvöldum hjá ykkur á sumrin er við bjuggum út í Florida. Allar ferðirnar í Laugafell eru ógleym- anlegar. Þar var sundlaugin í mikiu uppáhaldi og gátum við dvalið þar tímunum saman þangað til þú komst og bauðst okkur inn í Hjörvarsskála f heitt kakó og annað góðgæti. Eftir nokkurra daga dvöl í Laugafelli var svo haldið heim á leið með viðkomu á ýmsum sveitabæjum í Eyjafirðinum. Aldrei leiddist okkur á leiðinni því alltaf sagð- irðu svo skemmtilegar sögur með þínum frábæra frásagnar- stíl. Ekki sátum við aðgerðar- lausir þegar þú varst nálægt því alltaf komstu með uppástungur um eitthvað að gera. T.d. fórum við í gönguferðir með þér upp í fjall og tíundum aðalbláber, en alltaf var erfítt að hafa í við þig því þú varst svo frár á fæti. Þeg- ar veður var vont sátum við inni í hlýjunni og þú kenndir okkur fjöldann allan af nýjum spilum. Fallega húsið þitt í Vallartröðinni byggðir þú nánast sjálfur en alltaf fengum við að hjálpa til við eitt og annað. En sennilega fór meiri steypa á okkur en húsið. Þegar búið var að fara í bað að þessu loknu tókst þú eftir því hvað baðvatnið var svart og furð- aðir þig á því hvernig við færum að þvi að vera svona miklir sóðar en mikið var svo hlegið eftirá. Fyrir örfáum árum keyptir þú þér GSM síma til að hafa með þér í fjallgöngurnar þfnar. Alltaf var jafn skondið þegar við svöruðum í símann hér fyrir sunnan og þú sagðist bara vera að athuga hvort símasambandið næðist niður í dældum og milli hóla uppí íjöllum. Þó að veikindi þín væru byrjuð að hijá þig síð- ustu vikurnar var alltaf sami krafturinn í þér, t.d. þegar þú gekkst fram á dal til þess að vitja um trén þín á afmælisdaginn þinn, þann 11. júní síðastliðinn. Elsku afí Hjörvar, okkur lagnar að þakka þér fyrir allar góðu samverustundirnar og óskum þér alls hins besta á nýjum slóð- um. Elskulegi afi, njóttu eiltflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendifrá; Þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. (Höf. ókunnur) Við kveðjum þig með söknuði en gleðjumst yfir því að nú sértu frískur og kominn til ömmu Hillu. Þínar dótturdætur, Kristbjörg og Sigrtður Haraldsdætur. * * * Það var um óttubil aðfararnótt októberdags 1945 að við Hjörv- ar, mágur minn lögðum upp frá Villingadal til leitar að kindum, þar eð vantaði tvær dilkær þaðan og grunur lék á að þær hefðu sést á ofanverðum drögum Hvft- árdala eða Tinnárdals í Austur- dal í Skagafirði fyrr um haustið. Slíkar kindur skila sér oft yfir ljallgarðinn af sjálfsdáðum, en sú hafði þó ekki orðið raunin á. Við vildum því freista þess að leita þeirra. Arferði á þessum tíma var einkar milt, vart hafði fest föl á fjöllum þó komið væri að vetrarnóttum. Okkur var fylgt á hestum fram Leyningsdal svo langt sem þótti flýta för okkar. Þá Iögðum við land undir fót með fremur létta matarpoka, stafí og hund. Við vorum Iéttstígir er við höfðum náð brún Galtárhjalla og stefndum á vesturdrag Torfuflellsdals vestan Þverfjalls, það örlaði fyrir dagsbrún í austri. Er við vorum komnir sunnan- vert við Þverfjallið og nokkuð tekið að birta, þá komum við auga á hvítan blett alllangt framundan, þetta vakti furðu okkar, því að hvergi var snjór utan gamalla skítugra jökul- fanna. Skyldi þetta vera hvítur refur? Við nálguðumst þetta nú óðum og senn var dagur á lofti. Viti menn, þetta var stærðar snæugla, sem hefur haft þarna næturstað í urðinni. Við nálguð- umst fuglinn varfærnislega og seppi dró sig til baka. Fuglinn horfði á okkur stórum augum í kringlóttu andlitinu, - það var ekki steinsnar á milli,- en fór nú að ókyrrast og hóf sig til flugs á vængjahafí, sem á vart sinn líka. Tók hann stefnuna austur yfir Urðarvatnaás og hefur að Iíkind- um vitjað óðals síns í Odáða- hrauni. Þetta var eftirminnilegt og skemmtileg skrautfjöður í auðninni. Við vorum staddir á hæðum vestan Fossárdraga og útsýnið til. jöklanna og fjalla þar um kring var heillandi í blámóðu haust- dagsins. Þarna áttu við orð skáldsins: Þar sem jökulinn ber við loft, hættir landið að verða jarðneskt og jörðin fær hlutdeild í himninum." Þessum „bláfjallageimi" átti Hjörvar eftir að tengjast með áráttu fjalla- og feröamannsins, en það er önnur og lengri saga. A þessum tíma fóru menn ekki um fjöll og öræfi nema hafa eitthvert erindi. Við þreyttum gönguna s.v. Af- réttarljall, sem er bakhjarl Nýja- bæjarafréttar í Austurdal. Stóð- um við senn á brún Fossárdals yfir Vætuhamarsskeiðum og sáum þar niður allan Fossárdal og Múla allt til Jökulsár eystri. Hvergi var kindur að sjá. Tókum við næst stefnuna norður Afrétt- aríjall með stefnu á ofanverða Hvítárdali. Við veittum athygli og ræddum um hve fjallið var eggslétt ofan og gæti verið kjör- inn flugvöllur. Um þrjátíu árum síðar voru þessar sléttu flatir komnar með sprungunet, sem mynduðu reitlaga fleti. Þessa breytingu ræddum við Hjörvar og kom saman um þá Ieik- mannstillögu að með kólnandi veðráttu gætti þarna áhrifa frá sífrera. Við gengum þvert yfir Hvítár- dali ofanverða og sáum vel upp til draga og alllangt niður eftir, en urðum ekki kinda varir. Þegar degi var tekið að halla komum við á suðurbrún Tinnárdals og komum strax auga á tvær kindur, tiij attuuwovn hvíta og dökka. Þetta gat passað, annað parið átti að vera hvít ær með grátt lamb. Við færðum okkur vestur með dalsbrúninni, þar sem niðurganga var vænleg og aðkomá þannig æskilegri neð- anvert við kindurnar, en við sannfærðumst um að þetta var önnur ærin sem vantaði. Við ætl- uðum kindunum að renna fram úr dalnum og síðan þvert yfír Nýjabæjarfjall og niður á Leyn- ingsdal eða Svardal og treysta því að ærin rátaði. (Þessir dalir ásamt Torfufellsdal fá oft í dag- legu tali yfirnafnið Villingadalir). En ærin lét ekki segja sér fyrir verkum, heldur rauk með hrein- dýrsfasi fram allan dal og skeytti ekkert um lambið, en það reyn- di heldur ekki að elta hana. Nú voru góð ráð dýr, það myndi von- laust að reka lambið eitt og sér þannig að það næði ánni, og að elta ána var sama og slíta hana endanlega frá lambinu. Við tók- um þá ákvörðun að hafast ekki meira að í von um að ærin slægi sér til baka og kindurnar myndu bjargast til Skagaljarðar, sem og varð. Við lögðum því á brattann upp úr Tinnárdal norðanverðum eftir gili, sem oft var farið, þá gengið var yfír Nýjabæjarljall. Var orðið nær aldimmt er við komum upp úr dalnum. Tókum við nú stefnu, sem við töldum á Svardalsbotninn. Veður var blítt en skýjað og því myrkara en ella. Sá þó vel til jarðar og útlína nær- liggjandi hæða og hóla. Við höfð- um tekið okkur smáhvíldir og gripið til nestisins og vorum enn vel hressir og sóttist gangan vel, þó misgott væri undir fæti. Sums staðar var eins og hellum væri raðað snyrtilega eða sanddrög, annars staðar hrjúf urð og hell- urnar upp á röð. Þar var sein- famara og seppi greyið orðinn sárfættur. Það er sagt að mönnum sé gjarnt að sækja skrefið lengra með hægri fæti og þannig sveig- ja ósjálfrátt til vinstri. Þegar við höfðum gengið hátt á þriðja tíma komum við að dalbotni, sem við þekktum ekki. Tylltum við okkur niður og ræddum málið, en Val- ur, svo hét seppi, sleikti lappir sínar. Við sáum nokkuð til útlína dalsins það næsta, víður botns- flái, síðan tóku við brattar fjalls- hlíðar beggja vegna. Þetta hlaut að vera Djúpidalur, við slógum því föstu. Við tókum meira en 90° beygju og eftir rúma tvo tíma komum við að Svardalsbotnin- um, þreyttir, þyrstir og reynsl- unni ríkari. Það hafði ekki hvarflað að okkur að hafa átta- vita. Það var nokkuð erfitt að paufast niður botninn á Svar- dalnum, en lindirnar í hlíðunum voru Ijúfsvalandi eftir vatnsskort á Ijallinu. Ferðin heim dalinn gekk hægt, við hvíldum okkur oft en stutt í senn. Orþreyttir kom- um við heim að Villingadal nokkru eftir miðnætti og höfð- um þá verið tæpan sólarhring á nær samfelldri göngu. Þessi uppriljun er skrifuð í minningu Hjörvars mágs míns með þakklæti fyrir samfylgdina. Við áttum saman margar göngu- ferðir um fjöll og dali, en þetta er ein sú minnisstæðasta. Aðfaranótt 22. júlí, þá nálgað- ist óttubil, lagðirðu upp í þína hinstu för. Það er hyggilegt fyrir þá sem eiga langa leið fyrir höndum að taka daginn snem- ma. Ég óska þér, mágur, góðrar ferðar um þau fjöll og dali, sem eiga hlutdeild í himninum. Elsku Fríða, Inga, Ella og fjöl- skyldur. Okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Fjölskyldan frá Torfufelli. Sigurður Jósefsson. oFei ortii ii>n rnuiíi „'jí.í

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.