Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 7
X^«r.
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 19 9 8 - VII
MINNINGARGREINAR
Alda Hallddrsdóttir
Jóhaxmes
Mattías Guðjónsson
Jóhannes Mattías Guðjónsson
fæddist að Þorgeirsfelli í Stað-
arsveit 14. júlí 1929. Hann lést
á Landspítalanum 13. júlí síð-
astliðinn.
Foreldrar hans voru Guðjón
Pétursson f. 6. maí 1894, d. 7.
ágúst 1968, og Una Jóhannes-
dóttir f. 12 sept. 1908, d. 21.
jan. 1996. Lengst af ábúendur
á Gaul í Staðarsveit.
Systkini: Jón f. 10. júlí 1926,
Þorbjörg f. 27. maí 1927, dó á
unga aldri. Pétur Ingiberg f.
25. maí 1928, d. 20. sept.
1996. Jóhann Kjartan f. 30.
nóv. 1930. Vilhjálmur Maríus
f. 4. mars 1932, d. 26. des
1991. Sveinn f. 8. okt. 1933.
Gunnar Hildiberg f. 11. okt.
1934. Ólína Anna f. 8. apríl
1937. Guðmundur Björn f. 23.
sept. 1938. Magnús Sigurjón f.
1. okt. 1940. Soffía Hulda f.
18. mars 1942. Vilborg Inga f.
1. maí 1950.
Jóhannes kvæntist 27. mars
1954 eftirlifandi konu sinni,
Ásgerði Halldórsdóttur f. 31.
jan. 1935 á Borðeyri. Foreldr-
ar hennar voru Halldór Kr. Júl-
íusson sýslumaður og kona
hans Lára Valgerður Helga-
dóttir.
Þau hófu búskap á Gaul með
foreldrum hans, en um vorið
1955 fluttust þau að Furu-
brekku í sömu sveit og bjuggu
þar til ársins 1992 að þau
fluttu i Kópavog og Jóhannes
hóf störf sem umsjónarmaður
við Fjölskyldu- og húsdýra-
garðinn í Beykjavík, þar sem
hann vann til dauðadags. Jó-
hannes vann ýmis störf sam-
hliða búskapnum. Fyrstu árin
starfaði hann sem bílstjóri,
bæði við fólksflutninga og
mjólkurflutninga hjá Helga
Péturssyni í Gröf og seinna
vann hann sem frjótæknir á
Snæfellsnesi um árabil.
Jóhannes og Ásgerður eign-
uðust átta börn. Láru Valgerði
f. 29. apríl 1952, hennar mað-
ur er Tómas Þórir Garðarsson
og eiga þau íjögur börn. Unu f.
6. júní 1954, hennar maður er
Bjarni Anton Einarsson og eiga
þau fjögur börn. Ingunni f. 28.
ágúst 1955, hennar maður er
Torfi Júlíus Karlsson og eiga
þau Qögur börn og eitt barna-
bam. Vilborgu Önnu f. 2. sept.
1957, hennar maður er Björn
Ágúst Sigurjónsson og eiga þau
tvo syni. Halldór Kristján f. 25.
sept. 1958, kona hans er Mar-
grét Þórðardóttir og eiga þau
Ijögur börn. Ingibjörgu f. 27.
okt. 1960, hennar maður er
Valdimar Pétursson og eiga
þau þrjú börn. Sigurð Óskar f.
17. okt. 1964, kona hans er
Helga Bogey Birgisdóttir og
eiga þau Qögur börn. Guðjón f.
9. des. 1969, kona hans er
Guðný Heiðbjört Jakobsdóttir
og eiga þau þrjú börn.
Utför Jóhannesar var gerð
frá Staðastaðarkirkju í Staðar-
sveit á Snæfellsnesi Iaugardag-
inn 25. júlí sl.
Það er stórt skarð höggvið í
starfshópinn í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinum við fráfall okk-
ar kæra Jóhannesar, en eftir
standa allar góðu minningarnar
um þennan öðling. Jóhannes
húsvörður var alltaf tilbúinn til
aðstoðar og á óskiljanlegan hátt
tókst honum að verða við öllum
óskum um aðstoð og nærveru, og
var engu líkara en hann væri á
mörgum stöðum í einu. Nei, var
orð sem Jóhannes notaði ekki
væri hann beðinn um greiða, og
öllu sinnti hann með bros á vör
og glettni í tilsvörum.
Hann var okkar veðurfræðing-
ur og þó hans veðurspár væru
ekki með tölvugrafík og loft-
myndum, þá voru þær allt eins
áreiðanlegar og umfram allt
skemmtilegri. Þegar Jóhannes
fór að dreyma hvítar kindur, var
víst að vetur nálgaðist. Oftar en
ekki vitnaði hann í búskap og
það var alltaf gaman að setjast
niður með kaffibolla og spjalla
við Jóa um sveitina, heyskapinn
og skepnurnar, enda var hann
bóndi fram í fingurgóma. Hann
unni sveitinni sinni meir en öðr-
um stöðum og af frásögnunum
að dæma var það engin venjuleg
sveit, þar festi aldrei snjó og
hreyfði aldrei vind og skepnur
voru sælli en í öðrum sveitum.
Það var einhvern veginn allt
svo gott við hann Jóhannes og
erfitt að koma orðum yfir þær til-
finningar sem bærast innra með
okkur öllum þegar horft er á eft-
ir þessum höfðingja og góða fé-
laga, sem kemur ekki oftar úr
sveitinni. Við sem nutum þess að
þekkja Jóhannes og fá að starfa
með honum erum ríkari á eftir.
„Þótt ég sé látinn, harmið mig
ekki með tárum. Hugsið ekki um
dauðann með harmi og ótta. Ég
er svo nærri að hvert ykkar tár
snertir mig og kvelur, en þegar
þið hlæið og syngið með glöðu
hjarta, lyftist sál mín upp í mót til
Ijóssins. Verið glöð og þakklát fyr-
ir allt sem lífið gefur, og ég, þótt
látinn sé, tek þátt í gleði ykkar
yfir lífinu."
(Höf. óþekktur.)
Elsku Ásgerður, Anna og Ijöl-
skylda, Guðjón og fjölskylda og
aðrir aðstandendur; við vottum
ykkur okkar dýpstu samúð.
Minningin um góðan mann lifir
meðai okkar.
Starfsmenn Fjölskyldu- og
húsdýragarðsins.
Þótt ekkert sé eðlilegra en að
aldrað fólk falli frá kom fregnin
um skyndileg veikindi og fráfall
Oldu frænku á óvart. Alda sem
var svo lífsglöð og víðsýn virtist
ekkert eldast og naut þess að
vera innan um fólk jafnt ungt
sem aldið. Þær voru ófáar ferð-
irnar sem farnar voru til Hríseyj-
ar til þess að heimsækja Öldu. I
þessum heimsóknum lagði Alda
sig fram við að gera vel við gest-
ina og hafði hún innréttað fal-
lega stofu í húsi sínu sem hún
kallaði „svítuna". Þar hafa ófáir
gist bæði vinir og ættingjar.
Gestrisni Öldu var við brugðið
og í hvert sinn sem við áttum
spjall saman í síma spurði hún
hvenær við kæmum í „svítuna".
Heimsóknirnar til Öldu
frænku eru nú dýrmætar minn-
ingar sem við geymum.
Alda var fróð og vel gefin, þó
ekki hefði hún átt kost á langri
skólagöngu frekar en margir af
hennar kynslóð. Gaman var að
fræðast af Öldu um hvað eina,
lífið í Hrísey fyTr á árum, um
gengna ættingja eða fjöllin í
nánasta umhverfi. Alda átti íjöl-
marga vini sem heimsóttu hana
og töluðu við hana í síma. Björg
frænka hennar saknar nú vinar í
stað en þær töluðust við nær
daglega og var þá ýmislegt rætt
bæði það sem efst var á baugi í
þjóðmálum sem og liðin tíð.
Mest alla starfsævi sína vann
Alda við fislcvinnslu en hafði á
árum áður auk þess kindur og
Iítinn búskap með höndum. Hin
síðari ár undi Alda sér við
blómarækt og hannyrðir og
minnti oft á drottningu í ríki
sínu þegar hún stóð á húströpp-
unum og horfði yfir Eyjaljörðinn
sem var henni svo kær.
Góð kona hefur kvatt, blessuð
sé minning hennar.
Þorsteinn Alexandersson og
Sigríður Ósk Lárusdóttir.
Afmæliskveðja
Séra Sváfnir Sveinbjamarson prófastur
á Breiðabólstað - sjötugur 26. júlí 1998
í sumarkyrrðinni sólskini og blíðu
ég sé þennan merka stað.
Hérhafa ótaldiröldum saman,
rennt augum um gamalt hlað.
Höfuðbólið berhátt í túni,
með heillandi íslenskum blæ.
Og óvíða á landinu erútsýnið fegra,
en einmittfrá þessum bæ.
Kirkjan á Staðnum í forminu fögur,
framandi og tigin í senn.
Hér hafa starfað um ár og oldir
afburða kennimenn.
Hérhafa margirhöfuðklerkar,
hrifið með ólkum brag.
Einn afþeim sem allir virða,
ereinmitt að kveðja í dag.
Höfuðbólið ber hátt í túni
og hotfir með reisn við sól.
í garðinum þar sem gengnir hvíla
eru gróin hin hinstu ból.
Prestur og bóndinn á tungutakið
og taðan hans ílmandi græn.
Úrlófa sáðmannsins fræinfalla
eins ogfögurlofgjörð og bæn.
Pálmi Eyjólfsson.
Jón
Þorstemsson
Jón var fæddur í Garðakoti í
Dyrhólahreppi, Vestur-Skafta-
fellssýslu og ólst þar upp, sonur
hjónanna Þorsteins Bjarnasonar
og Sigurlínar Erlendsdóttur.
Jón Þorsteinsson bóndi, vinur
minn og nágranni í 42 ár, andað-
ist á Sjúkrahúsi Suðurlands á
Selfossi þann 15. júlí eftir langa
baráttu við illskæðan sjúkdóm
sem batt hann við hjólastól í sex
og hálft ár.
Of sjaldan gaf ég mér tfma til
að líta á Jón eftir að hann var
óvinnufær en þegar ég hitti hann
kvartaði hann ekki undan nein-
um veikindum en þá mátti heyra
á honum að hans tími væri kom-
inn til að kveðja. Æðruleysi og
þolgæði fylgdi honum til síðustu
stundar.
Eg kynntist Jóni fyrst á vertíð í
Vestmannaeyjum líklega 1942.
Mér þótti þægilegt að hitta Jón,
við vorum báðir Skaftfellingar og
okkur fannst víst að við ættum
báðir eitthvað í hvor öðrum. Jón
var harðduglegur og eftirsóttur
vertíðarmaður.
Jón var sveitamaður í húð og
hár, hann hóf búskap árið 1946
á Litluhólum í Dyrhólahreppi,
með eftirlifandi eiginkonu sinni
Sigurlaugu Björnsdóttur frá
S\ánadal. Þau hjónin eignuðust
fjögur börn, tvo syni og tvær
dætur, þau misstu annan soninn
í fæðingu en þeir voru tvíburar.
Þau sem upp komust, Björn og
Sigurlín, eiga heima í Rifshala-
koti og Vigdís gift Grétari Ósk-
arssyni búsett á Seljavöllum, A-
Eyjafjöllum.
Jón var mikill ræktunarmaður
bæði á jörð sína og búpening.
Hann var sérlega glöggur á allt
sem snertir búreksturinn, fljótur
að tileinka sér tækni og nýjung-
ar. Þau hjónin áttu afburðagóðar
mjólkurkýr sem lengi munu skila
sér í ræktun kúastofnsins hér á
landi. Búfé þeirra var alltaf vel
fóðrað enda alltaf vel til fóður-
verkunar vandað.
Jón var að mörgu leiti sérstæð-
ur persónuleiki, hreinskiptinn
og áreiðanlegur í öllum viðskipt-
um. Gat verið glettinn og
húmoristi góður, í góðra vina
hópi. Sem nágranni var hann
greiðvikinn með afbrigðum alltaf
reiðubúinn að gera manni
greiða. Þá var aldrei spurt um
hvað dygði, heldur hvað get ég
gert fyrir þig, og þá stóð ekki á
því sem um var beðið. Það var
athygli vert hvað Jón var veður-
glöggur og get ég alveg játað að
mér reyndist oft betur að fara
eftir veðurspá Jóns en Veðurstof-
unnar.
Þessar línur sem ég skrifa eru
sérstaklega í þakklætisskyni við
Jón og fjölskyldu hans, fyrir gott
nábýli í marga áratugi sem hefur
verið mér mikils virði.
Að heilsast og kveðja það er
lífsins saga. Eina leiðin við þeim
þáttum er að sættast við orðinn
hlut, söknuður segir til sín á
kveðjustund. Það er manninum
líka mikils virði í raun. Eg votta
Sigurlaugu og fjölskyldu hennar
allri, samúð. Við fjölskyldan í
Kastalabrekku biðjum Jóni
heitnum blessunar með þakklæti
i huga.
Far þú í friði, friður guðs þig
blessi, haf þú þökk fyrir allt og
allt.
Sigurður Jónsson.
Afmæliskveðja
Ögmimdux Jónasson
alþingismaður og formaður BSKB
50 ára, 17. jnlí 1998
Kveðja frá Húnvetningi
Við munum eftir Ögmundi,
já, ótal menn ogfljóð.
Við sáum hann í sjónvarpi,
er sagðifréttir þjóð.
Fyrir „opinbera“ iðjandi
sem æðsturþará slóð
og starfsmennina styðjandi;
- ei stundum spöruð hljóð.
Hann Ögmundur á Alþingi
fær ekki margra hnjóð.
Effram svo heldurförinni,
munframtíð reynast góð.
Auðunn Bragi Sveinsson
frá Refsstöðum á Laxárdal.