Dagur - 31.07.1998, Page 8

Dagur - 31.07.1998, Page 8
VIII -FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 MINNINGARGREINAR L. ro^tr Þómnn Steiiidórsdóttir Þórunn Steindórsdóttir, Engi- mýri 9, Akureyri, var fædd í Galtanesi í Víðidal í V-Húna- vatnssýslu 14. apríl 1932. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. júlí s.l. Foreldrar hennar voru Steindór Bene- diktsson, bóndi í Brautarlandi Víðidal, f. 1898, d. 1971 og kona hans Sigurbjörg Þórðar- dóttir, f. 1907, d. 1990. Þórunn ólst upp í Brautar- landi ásamt systkinum sínum og var næstelst. Hin eru Þór- unn Ragnhildur f. 1930, d. 1931, 2) Benedikt Heiðar húsasmíðameistari f. 1939, K. Þórey Eyjólfsdóttir, 3) Ingólfur Arnar leigubifr.stjóri f. 1942, 4) Dýrunn Ragnheiður snyrti- fræðingur f. 1945, M. Sverrir Halldórsson. Þórunn giftist árið 1954, eftirlifandi manni sínum Tryggva Kristjánssyni, vöru- bifr.stjóra á Akureyri, f. 1921. Þau eignuðust 4 börn en auk þess átti Tryggvi eitt barn af fýrra hjónabandi, Helgu hjúkr- unarfræðing, f. 1947 og ólst hún upp hjá þeim. Hin eru, 2) Kristján jarðeðlisfræðingur f. 1954, K. Sigrún Guðmunds- dóttir. Kristján á 2 dætur af fyrra hjónabandi og auk þess 2 stjúpdætur, dætur Sigrúnar, 3) Steindór iðntæknifræðingur f. 1957, K. Asta Jocaite Tryggva- son og eiga þau eina dóttur, 4) Sigurbjörn vélstjóri f. 1962, K. Ragnheiður Ragnarsdóttir og eiga þau 4 börn, 5) María Albína hjúkrunarfræðingur f. 1972. M. Logi Geir Harðarson og eiga þau einn son. Eftir hefðbundið barna- skólanám var Þórunn einn vet- ur á Kvennaskólanum á Blönduósi 1949-1950. Um tví- tugt flutti hún til Akureyrar og bjó þar alla tíð síðan. Útför hennar var gerð frá Akureyrarkirkju mánudaginn 27. júlí. Þegar leiðir skilja þá koma upp minningar frá liðnum árum. Nú skilja Ieiðir okkar Þórunnar mág- konu minnar að sinni en hún er nú látin langt um aldur fram að manni finnst þó hún hafi verið komin á sjötugs aldurinn. Að skrifa einhverja lofrullu um hana að henni látinni hefði sjálfsagt ekki verið henni að skapi ef ég hef þekkt hana rétt, en það er nú kannski vandi að sneyða hjá því þegar um góða konu er að ræða en það var hún vissulega hún mágkona mín. Eg kynntist henni fýrst fýrir rúmum þrjátíu árum síðan þegar við litla systir henn- ar rugluðum saman reytum og eru því kynnin orðin nokkuð löng og minningarnar margar. Hún var ekki skaplaus, enda al- veg óþarfi, og gat þá gustað af henni ef þannig viðraði. En það er ekki það sem stendur uppúr í minningunni, heldur göfuglyndi hennar, trygglyndi og umhyggja í annarra garð. En um sjálfan sig hugsaði hún oft minna. Hún var ávallt í hlutverki veitandans, vildi síður vera í hinu hlutverk- inu að þiggja og kom það gleggst fram í því þegar hún átti leið hingað til Reykjavíkur en þá hafði hún ávallt meðferðis eitt- hvað matarkyns til að leggja á borð með sér og sínum. Ég er nú nokkuð viss um að hún hefði ekki orðið mjög ánægð með það ef við hefðum haft með okkur þótt ekki hefði verið meira en eitt kjötlæri þegar við vorum að koma í heimsóknir til hennar norður á Akureyri. I Engimýrinni var alltaf veisla á borðum þegar gesti bar að garði og var þar æði oft gestkvæmt. Naut hún þá þess að troða í mann mat og dekra við mann á alla lund. Já oft erum við fjölskyldan búin að gista í Engi- mýrinni hjá Þórunni og Tryggva og njóta góðra veitinga og eins ég einn þar fyrir utan og alltaf hafa móttökurnar verið jafn notalegar og ber að þakka það hér. Ekki má gleyma listhæfileik- um hennar og er ég viss um að hún hefði náð langt á þeirri braut ef hún hefði valið hana og ber þess glöggt merki hannyrðir hennar og munir sem hún gerði. Ung að árum flutti hún úr sveitinni sinni Víðidalnum og giftist norður til Akureyrar og veit ég ekki annað en það hafi verið farsælt hjónaband. Þar ól hún börnin sín fjögur og ól upp eina stjúpdóttur svo hún hefur lagt fram sinn skerf til samfé- lagssins og ríflega það. A fyrstu árum hennar á Akur- eyri grunar mig að hún hafi ver- ið ansi mikill Húnvetningur í sér og saknað sveitarinnar sinnar, en nú hin síðari ár var hún með al- hörðustu Akureyringum sem maður hitti og mátti engu hall- mæla sem viðkom Akureyri í hennar eyru. Lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá henni mág- konu minni frekar en hjá svo mörgum öðrum. Ég held að veiki sem hún fékk þegar hún var ung og var kölluð Akureyrarveikin hafi sett mark sitt á allt hennar líf og heilsu. En hún stóð alltaf upp sem sigurvegari og sigraði í hverri raun sem á hana var lögð. Hún var líka sigurvegari núna þótt hún hafi þurft að gefast upp í lokin eins og við þurfum öll að gera. Hún var sigurvegari því hún stóð sig eins og hetja í þeim miklu veikindum sem á hana voru lögð nú sl. ár og kvartaði aldrei og hélt alltaf sinni reisn. Að leiðarlokum viljum við Día þakka samfylgdina og sendum Tryggva, börnum og öðrum að- standendum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góð- an Guð að styrkja þau í sorginni. Sverrír Halldórsson. * * * Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mt'na, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns stns. Jafnvel þótt égfari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, S'proti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíðssálmiir) Elsku systir, ég kveð þig með trega. Guð varðveiti þig og þína nánustu. Þín, Dta. * * * Okkur langar til að minnast ást- kærrar móðursystur okkar sem nú hefur lagst til hinstu hvílu eftir erfiða sjúkdómslegu. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar við minnumst Þórunnar frænku okkar eru ljúf- ar minningar úr heimsóknum okkar til hennar á Akureyri. Það voru ófá sumrin sem lagt var af stað til að heimsækja Ijölskyld- una í Engimýri 9. Þar tók Þór- unn okkur ávallt opnum örmum og var umhugað um að öllum liði vel og þá sérstaklega að allir væru vel mettir. Þórunn var mik- ill sundunnandi og því var ferð í Sundlaug Akureyrar ómissandi partur af öllum heimsóknum. Þess verður sárt saknað að geta ekki heimsótt Þórunni í næstu norðurferð. Þórunni var margt til lista lagt. Hún var mikill listamaður og eru lopapeysurnar, kertastjakarnir og plattarnir sem hún gaf okkur systrunum Ijúf minning um hennar fallega handbragð. Við kveðjum þig, elsku frænka, með söknuði og biðjum Guð að varðveita þig og þína. Anna Rut og Eydis. Sigríður María Pétursdóttir Williams og Georg Caríer Williams Sigríður María Pétursdóttir Williams var fædd 1. ágúst 1918 að Halldórsstöðum í Reykjadal, S.-Þing. Foreldrar hennar voru Birna Bjarnadótt- ir og Pétur Sigfússon fv. kaup- félagsstjóri á Borðeyri. Systkini hennar eru Bjarni f. 1915 (látinn), Hulda f. 1920, Heimir f. 1923 (fósturbróðir), Sigfús f. 1924 (látinn), Sigurð- ur Már f. 1929 (látinn), Þórar- inn f. 1930, Sigríður Birna f. 1938 (fóstursystir). Georg Carter Willams var fæddur 29. september 1910 í Lakewood, Ohio. Hann hafði BA próf í stjórnmálafræði og sögu, og Masters gráðu í kennslufræðum frá Western Reserve University. Foreldrar hans voru Iva Ceeola McGussock Williams og Albert Everett Williams. Systkini hans eru Alice Willi- ams, Virginia Schlensker, Ever- ett Williams (látinn). Þau hjónin ólu upp tvo drengi. Pét- ur, sem er giftur Ilon, þeirra börn eru Thyson Georg og Gemma Sigríður, og Jón sem er ógiftur en á son er heitir Jón. Sigríður María Pétursdóttir Williams mágkona mín hefði orðið 80 ára 1. ágúst. Hún lést 10. september 1997. Maður hennar Georg C. Williams Iifði heldur lengur, en hann lést 11. desember 1997. Mig langar að minnast þessara mætu hjóna, þau voru að mörgu leyti sérstök hvað ættrækni og góðmennsku snerti. Það eiga svo margir, ekki síst ég, þeim mikið að þakka. Ég mun sakna þess í dag að heyra ekki í Siggu Mæju. Við áttum nefnilega sama afmælisdag og ef við hittumst ekki þennan dag, þá töluðum við saman í síma. Ég verð að viðurkenna að oftast varð hún á undan að hringja. Sigga Mæja lærði hárgreiðslu í Kaup- mannahöfn fyrir stríð. Hún rak Iengi hárgreiðslustofuna Lilju ásamt Sigríði Bjarnadóttur. Seinna fór hún til Idaho State University Pocatello, USA og var þar við nám. Eftir að hún kom heim rak hún hárgreiðslustofuna Feminu. Þar var hún mín hár- greiðslukona, en ég hafði áður kynnst henni í gegn um systur hennar Huldu. Seinna giftist ég bróður hennar Bjarna. Okkar kunningsskapur var orðinn lang- ur eða um 50 ár. Georg var hér í ameríska hern- um á stríðsárunum þegar þau kynntust. Þau giftu sig 11. júlí 1947. Fyrst bjuggu þau í Keflavík og síðan á Keflavíkurflugvelli. Sigga Mæja og Georg áttu alltaf fallegt heimili, hún var afburða- kokkur og heimilishald hennar til fyrirmyndar. Iljónin voru skemmtileg og mjög gestrisin. Sigga Mæja og Georg voru sam- rýmd og sést það best á því sem hann skrifaði okkur eftir að hún dó: „Happiness is being married to your best friend“. Arið 1951, í maí, fluttu þau hjón vestur til Bandaríkjanna, til Boulder í Colorado, með þeim fór Pétur, sonur Huldu og Þór- halls, sem þau ólu upp. Seinna kom svo Jón sem var norskur að uppruna. Bræðurnir Georg og Everett Williams byrjuðu á því að kaupa land og byggja hús og selja. Allt gekk þeim í haginn og seinna höfðu þeir fleiri járn í eld- inum svo sem verslunarmið- stöðvar og banka, First banks of Colorado. Þessi ágætu hjón voru virt í sinni borg og lögðu sinn skerf til líknarmála. Sigga Mæja vann að stofnun tónlistarfélags í Boulder og var formaður þess um tíma. Hún var meðlimur í fleiri góðgerðarsamtökum svo sem kvennaathvarfi í Boulder einnig studdi hún og vann mikið með geðfötluðum og bæði studdu þau sína kirkju mikið. Williamsbræð- urnir gáfu tvö íbúðarháhýsi til Háskólans í Boulder, sem eru heimavistir fyrir háskólanema. Árið 1955 urðu miklir fólks- flutningar til Siggu Mæju og Ge- orgs til Boulder. Foreldrar Siggu Mæju, Birna og Pétur, bræður hennar Sigfús og Bjarni með konur og börn, alls 11 manns fluttu vestur. Markmiðið var að vera í 5 ár. Þau höfðu keypt bú- garð nálægt Steamboat Springs sem var skírður Petursdale ranch. Þetta voru yndisleg ár og mikil upplifun fyrir allt þetta fólk. Oft var það erfitt, sérlega í byrjun, en hreint ævintýri. Þetta fólk kemur varla svo saman að ekki sé minnst á árin okkar fyrir vestan. Fyrir þetta vil ég þakka þeim Siggu Mæju og Georg og er aðalhvatinn að því að ég vil minnast þeirra. Sigga Mæja var falleg kona, hún hafði mikið dökkt hár, falleg augu, hún var lágvaxin en bar sig vel og var eftir henni tekið. Hún var skapmikil, hrein og bein, mjög kát og skemmtileg. Georg var huggulegur maður, ljúfur og laðaði fólk að sér. Þau voru bæði greind og fylgdust vel með inn- lendum og erlendum málum. Þau voru miklir demókratar og unnu mikið fyrir flokkinn. Þau þekktu og studdu Kennedy af al- hug á þeim tíma. Georg þótti vænt um Island og samdi sig al- farið að íslenskum siðum bæði í mat sem og öðru. Sigga Mæja og Georg komu á hveiju ári til Is- lands og fóru alltaf norður í land og bjuggu þá hjá okkur Bjarna á Fosshóli. Sigga heilsaði ævinlega upp á flest skyldmenni sín og vini bæði á Húsavík og fæðingarsveit sinni Reykjadal. Allir hlökkuðu til komu þeirra. Mér er líka kunnugt um hversu vel þau hugsuðu um fjölskyldu Georg fyrir vestan. Ég vil svo að endingu þakka þeim fyrir mig og mína fjöl- skyldu. Þeirra mun saknað og blessuð sé minning þeirra. Sigurbjörg Magnúsdóttir. Andlát Ólafur Jónsson, Kaðalsstöð- um, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 22. júlí. Jóhannes Jónsson frá Ásbjarn- arnesi, Brautarholti 22, lést í Landspítalanum 13. júlí. Utför hans fór fram í kyrrþey 23. júlí. Alda Halldórsdóttir, Holti, Hrísey, andaðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri föstu- daginn 24. júlí. Jenný Lára Gisladóttir, Holts- götu 14, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi laugardaginn 25. júlí. Ingunn M. Þorsteinsdóttir, Snorrabraut 56, áður til heim- ilis í Ásenda 16, lést á heimili sínu hinnn 20. júlí, sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þórdís Ólafsdóttir, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, andaðist á Landspít- alanum mánudaginn 27. júlí.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.