Dagur - 01.10.1998, Qupperneq 4

Dagur - 01.10.1998, Qupperneq 4
20-FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 'Dagur LÍFIÐ í LANDINV i. „Gefðu frumherj- unum við Verk- menntaskólann á Akureyri það tækifæri sem Davíð, góðu heilli, vill gefa frumherj- um erfðarann- sókna á íslandi. En settu samt ekki fótinn fyrir Háskólann á Ak- ureyri í þeirra frá- bæra samstarfi við Háskóla Skota." Hæðyfir Grænlandi, laus til ábúðar Það var harðindaárið 1950-51 sem Austfirð- ingar lifðu það að hafa hæð yfir Grænlandi með fádæmum lengi. Mánuð- um saman hékk hún á sama stað, svo ramt kvað að þessu að við orð var haft, ef svo illa færi að fólk þyrfti að flytja, gæti það bara fengið leigt á þessari hæð. Þetta var á þeim tímum sem brott- fluttir dreifbýlingar leit- uðu eftir leiguíbúðum á hæðum í húsum í Reykjavík. En nú er öldin önnur, þó hæðin sé sú sama yfir Grænlandi, allir kaupa í rimum, húsum, fellum, teigum, holtum, hyljum og töngum, einbýlishús, raðhús, parhús eða guð veit hvað. Lukkulegastir eru vís- ast þeir sem kaupa í túnum, því grasið er alltaf grænna í garði nágrannans. En við, þessi sem höfum ákveðið að tóra í dreifbýlinu á Norðaustur- og Aust- urlandi og reyndar unum þar glöð við okkar, nöldrum samt yfir því að þurfa að hlusta á veðurfræðinga og bullara á rás- um útvarps tala um að nú batni veðrið, ef hæðin gefur aðeins eftir, eða að nú gæti svo farið að kólnaði aðeins og rigndi. Mikill meirihluti þjóðarinnar á ekki allt sitt undir veðrinu, við erum orðin sárafá sem eigum nánast allt okkar undir duttl- ungum náttúrunnar, því sárnar okkur, á tímum umhyggju fyrir náttúrunni, að enginn tekur eftir erfiðleikum okkar. Allt snýst um ránfisk í Eyjum og náttúruhvat- ir Bandaríkjaforseta og „pikkólínu“, sem send var á skrifstofu hans til að þjálfa sig á ritvél. Byggðastefna - símennt Það er ekki hæðin sem hefur ákveðið að taka sér langa búsetu yfir Grænlandi, sem er vandamál dreifbýlisins, enda hef- ur hún aðallega áhrif í Austurlandskjör- dæmi, nei. Það er viðhorfið, ímyndin, auglýsingamennska nútímans, pólitík, en umfram allt viðhorfið. Barbie er dauð, svo var okkur sagt á vordögum. En hún er fjandakornið ekki dauð, sú náttúrulausa, ómennska, fráleita ímynd, er ekki dauð. Það er hún sem hef- ur kennt fjölmiðlum að lofa og prísa litla sæta naflann, löngu leggina og fínu fötin, drauminn um líf, þar sem allt snýst um bleikt og blúndur. Þar sem skítugur verkamaður, að dagsverki Ioknu, er púkó! Verkakonur, sem Ijúka góðu dagsverki eru ekki til. Því í Reykjavík ganga alltaf allir í sparifötunum og skemmta sér. Spyrjð þið bara venjulega verkamannafjölskyldu í Reykjavik, er hún ekki alla daga úti að borða og skemmta sér. Nei, hún er sæl í sinni, ef hún kemst um helgi, í Holtagarða og Kringluna, hittir þar vini og vandamenn, unir sæl við sitt, en því miður, eyðir kannske meira en aflað er, því helv. tilboðin eru svo spennandi. Þar komum við að símenntinni. sem er kannske bæði svarið fyrir okkur í dreifbýl- inu og fyrir verkamannafjölskylduna í Reykjavík. Og hvað er að gerast í þeim málum. Sí- mennt, er örugglega næsta kosningaslag- orð, rétt eins og umhverfisvernd. En hvað er gert í þeim málum. Samtök sveitar- stjórna hafa kokgleypt orðið. Alveg sam- tök sveitarfélaga á Austurlandi og Suður- Iandi. En þeirra baráttumál er að fá há- skólamenntun í fjarnámi inn á sín svæði. Ekki heyrist æmt um nám neðar í stigan- um. Sumir menntaskólar í dreifbýlinu bjóða upp á öldungadeildir víða á þeirra svæð- um, þannig hefur um nokkurra ára skeið verið rekin öldungadeild á Vopnafirði, af öllum stöðum. En til þess að fá viður- kenndan áfanga í þeirri deild þarf 10 nemendur, það mundi samsvara 1000 nemendum í öldungadeild við skóla á Reykjavíkursvæðinu. Plús það hafa sumir nemendur öldungadeildar á Vopnafirði þurft að keyra 30-60 tíma á viku til náms. Þess vegna sjáum við fram á það að það taki okkur u.þ.b. 6-10 ár að Ijúka stúd- entsprófi frá öldungadeild. Við, nemendur í öldungadeild Vopna- fjarðar, viljum ljúka stúdentspróf til þess að geta fengið að taka þátt í því háskóla- námi sem nú er í tísku að tala um í öllum fjórðungum landsins, en við beijumst vonlausri baráttu, því við erum ekki í tísku, við erum hallærisleg eins og verka- kona og verkamaðurinn sem kom heim, lyktandi af vinnu sinni. Akall til iiiennf amala radlieria Þú sem ert svo klár á Netinu, það erum við dreifbýlingar Iíka, vegna þess að við eigum meðal annars börn í námi um all- an heim. Brettu nú upp ermarnar, mundu eftir fallegu orðunum um lífs- leikni og veðjaðu á ódýra fjarmenntun fyrir alþýðuna, miðaldra fólk, sem vill læra, öðlast starfsmenntun, sem vantar, í þeirra samfélagi. Gefðu þeim tækifæri á undan þeim, sem óska eftir háskólamenntun. Gefðu frumheijunum við Verkmenntaskólann á Akureyri það tækifæri sem Davíð, góðu heilli, vill gefa frumheijum erfðarann- sókna á Islandi. En settu samt ekki fótinn fyrir Háskólann á Akureyri í þeirra frá- bæra samstarfi við Háskóla Skota. Skiljanlega tek ég það fram, á einka- nótunum, því Þorsteinn rektor er þó allt- ént kennari sonar míns og tengdadóttur og fæddur hér í Teigi og uppalinn, Ifkt og Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur. Má ekki segja að þessi síðasta athuga- semd hefði á nútíma-íslensku „fittað" inn í umræðuna um erfðafræði Islendinga. Það gleymist nefnilega gjarnan í um- ræðu okkar um gagnagrunn og einstak- lingsfrelsi upplýsinga, hvað við um aldir alda, amen, höfum reynt að hefja upp þá einstaklinga, sem af tilviljun örlaganna, eru skyldir okkur eða af næsta bæ. Það er nú ekkert smámál, stærra en að hafa lent með Clinton inni á skrifstofu, að vera níundi ættliður ffá Tyrkja-Guddu, þess vegna er ég eins og ég er. UMBUÐA- LAUST Eiigiiin Ajnxbriisi Möggu Stínu, sem er sjálfsagt ekki móðgunargjörn kona, svelgdist nærri á þegar ég spurði hana í viðtalskorni um daginn hvort hún væri búin að hanna sér ímynd. Breskir fjölmiðlar kunna því vel að losna öðru hverju undan fargi Kryddpía og popp-skyld- menna þeirra á vinsældalistun- og maður finnur hvernig MENNINGAR VAKTIN veraldar o.s.frv. Magga Stína svaraði því til að hún hefði það sko ekki á tilfinn- ingunni að hún væri Ajaxbrúsi. endurnýjaður kraftur geysist um heilastarfsemi músíkblaðamann- anna þegar þeir fá að fjalla um Björk og aðra framandi tónlistarmenn. Sem breytir því þó ekki að utan um Björk, eins og aðra, hafa verið hannaðar hentugar íjölmiðlaumbúðir svo pikka megi upp texta fljótt og örugglega. Við ættum að þekkja lýsingarorðapakkann sem hefur verið settur saman síðustu árin; skrýtin, annars heims tónlist, und- arlegi álfurinn, ísdrottningin af hjara Lóa Aldísardóttir skrifar Hildð Hárétt. Og hún er sennilega fjar- skyldari Ajaxbrúsaættinni en margur popparinn. Tökum út- gáfutónleikana f Loftkastalanum fyrir viku síðan. Hún gekk fram á sviðið, telpuleg á svip. Hún byrj- aði að syngja og brosti feimnis- lega inni á milli. Hnykkti mjöðm- um hikandi. M.a.s. hárhnykkirnir pönk- uðu (æþiðvitið, þegar trampað er með einum fæti í gólf, höfði skellt snöggt fram svo hárið myndi svona sturtu- kamb) voru einhvern veginn dálítið hikstandi - það var ekki fyrr en hún tók sínar mögnuðu fiðlusenur sem hikið rann af henni eins og smjör og maður nánast Iamaðist... Fágað en hrátt Platan er fremur heildstæð, en er, við fyrstu hlustun, ekki eins áhrifamikil og tónlistin flutt lifandi á sviði. Bæði er að textarnir eru ekki svo beysnir að þeir megi ekki við því að kafna í hávaða og hins að hráleikinn kemst betur til skila á sviði. Það klæðir músíkina ekki alveg að vera jafn slikk og á plötunni. Hana skortir aðeins heimóttarsvipinn. Heini- óttarsvipinn eða hráleikann eða feimnis- legt brosið eða hikið. Eitthvað af því sem ein forrík og fyrirfram hönnuð Kryddpía, jafnvel þótt hún heiti Barna- kryddið, getur ekki Ieyft sér. Það fer tón- Iistinni svo miklu betur að vera svona sambræðingur af fágun og hráleika, ein- lægnin kemst einhvern veginn betur til skila. Fyrsta sólóplata Möggu Stínu, An Album, er fyrsta útgáfa hins nýja fyrirtækis Bjarkar og samstarfs- manns hennar Dereks, Ear Record.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.