Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 1
Nýj ar upplýsingar um týndu fíknie£nin Dómsmálaráðimeytið skoðar nýjar upplýs- ingar um óútskýrð af- drif 3,5 kílóa af fOmi- efnum sem „týndust“ hjá lögreglustjóra- embættinu. Könnunin gæti leitt til opinberr- ar rannsóknar. Dómsmálaráðuneytið kannar nú hvort ástæða sé til að taka upp rannsókn á afdrifum „týndu fíkniefnanna" hjá embætti Lög- reglustjórans í Reykjavík, eftir að ráðuneytínu bárust nýjar upplýs- ingar, sem það telur þörf á að kanna nánar. Ekki fékkst upplýst hvers eðlis þessar upplýsingar eru, en Ijóst er að frumkönnun á þeim getur leitt til opinberrar rannsóknar. Björg Thorarensen, skrifstofu- stjóri ráðuneytisins, staðfesti að- spurð að nýjar upplýsingar hefðu borist, en vildi ekki að svo stöddu D.eCode til Islauds? Kári Stefánsson í Islenskri erfða- greiningu stendur þessa dagana í viðræðum við Ijármálaráðuneytið vegna áætlana um að flytja íög- heimili og varnarþing móðurfyrir- tækisins DeCode frá Bandaríkj- unum til Islands. „Við höfum átt í viðræðum við ráðuneytið í tvo mánuði og send- um erindi fyrir viku. Hugmyndin er að eiga fund með ráðuneytis- mönnum á næstunni," segir Kári. Kári segir viðræðurnar minnst snúa um skattamál á Islandi. „Þær lúta meira að því hvernig við tökumst á við vaxandi verðmæti fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Við glímum við bandarískt skatta- vandamál. Við erum með ansi sniðuga hugmynd um lausn sem ég held að gangi upp. En þó Geir Haarde sé afskaplega þolinmóður maður og hafi góða söngrödd þá vil ég ekki leggja það á hann að tala um þá lausn við fjölmiðla á þessu stigi,“ segir Kári. — FÞG Sjá umræður um gagnabankann bls. 8 og 9 greina frá inni- haldi þeirra. „Þessar upplýs- ingar fela m.a. í sér skýringar á afdrifum hluta þeirra fíkniefna sem fjallað var um í úttekt Ragnars Hall, en ég greini ekki nánar frá því, því ef þetta fer í far- veg rannsóknar á opinberu máli þá er ekki gefið upp nákvæmlega hvað sé verið að rannsaka. Við vit- um ekki hver verða afdrif þessara upplýsinga en þær gætu leitt til opinberrar rannsóknar. Það þarf að kanna sannleiksgildið og fara betur ofan í saumana á hlutum sem voru rannsakaðir af Ragn- ari.“ Aðspurð hvort mikil líkindi væru til þess að upplýsingar um afdrif týndu fíkniefnanna leiddu til opinberrar rannsóknar sagðist Björg ekkert geta fullyrt um það. „Það eru alltaf líkindi til þess ef það eru uppi hugleiðing- ar um hvernig fíkniefni hverfa. Slík mál eru þannig vaxin að þau geta auð- veldlega farið í þann farveg," segir Björg. Enn engin skýring Megin niður- stöður Ragnars voru að afdrif 5 kílóa af fíkniefn- um hefðu verið óútskýrð, að lög- reglustjóraembættið gat gefið fullnægjandi skýringar á afdrif- um 1,6 kílóa og því hafi engin fullnægjandi skýring komið á af- drifum 3,5 kílóa. í rannsókninni komu í Ijós efni hjá bæði núver- andi og fyrrverandi hundaþjálfur- um og hjá Lögregluskóla ríkisins. Einhver alvarlegasti þátturinn í skýrslunni laut að ágreiningi milli Böðvars Bragasonar lög- reglustjóra og ydirlögregluþjóns rannsóknardeildar annars vegar og fyrrverandi lögreglufulltrúa við fíkniefnadeildina hins vegar. Lögreglufulltrúinn ber að árið 1993 hafi hann tekið saman skýrslu vegna eyðingar efna og að „ýmis efni, sem átti að eyða, hafi ekki fundist í geymslunni". Hann hafi afhent yfirlögregluþjóninum skýrslu með afriti til Böðvars og síðan „rætt við lögreglustjóra um efni þessarar skýrslu, eftir að lög- reglustjóri hefði kynnt sér hana“. í rannsókninni könnuðust hvorki Böðvar né yfirlögregluþjónninn við að hafa fengið vitneskju um týnd fíkniefni. Ragnar sagði um hlut lögreglu- stjóra að hann einn bæri „stjórn- unarlega ábyrgð á því að skýrar reglur og starfsfyrirmæli skuli vanta um þennan mjög svo mikil- væga þátt í starfsemi embættis- ins.“ Böðvar Bragason fékk áminningu vegna vanrækslu í starfi eftir skýrslu Ragnars. - FÞG Hugsanlega gætu nýjar upplýsing- ar um fíkniefnin sem hurfu úr vörslu lögreglunnar leitt til opin- berrar rannsóknar. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sýndi á sér hannyrðahliðina í gær þegar hann tók þátt í átaki versl- unarinnar Radionausts á Akureyri og fleiri aðila sem felst í því að sauma húfur og bangsa sem síðan verða send sem jólagjafir til stríðshrjáðra í Bosníu. Kristjáni til hjálpar var saumakonan Lilja Torfadóttir frá Dalvík sem í eina tíð var nemandi Kristjáns í grunnskólanum þar. - mynd: brink i I Mikli viðhöfn verður í dag á Kefla- víkurflugvelli þegar kista Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur kemur heim. Kistaii heim í dag Mikil viðhöfn verður á Keflavík- urflugvelli í dag þegar kista Guð- rúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar kemur frá Banda- ríkjunum með flugvél Cargolux. Olafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, mun fylgja kistunni að utan sem og tvíburadætur for- setahjónanna. Búist er við að vélin lendi um klukkan 12.30 og er almenningi velkomið að heiðra minningu forsetafrúar- innar með nærveru sinni. Að- gengi verður þó á einhvern hátt takmarkað, að sögn sýslumanns- ins á Keflavíkurflugvelli, Þor- geirs Þorsteinssonar. Virðuleg athðfn Þorgeir segir að leitast verði við að athöfnin verði virðuleg og við- eigandi. Lögreglan stendur heið- ursvörð auk þess sem 8 lögreglu- menn flytja kistuna í líkbíl. Þá mun ríkisstjórnin verða viðstödd, biskup flytur nokkur orð og hljómsveit leikur sorgarlög. Þor- geir telur að athöfnin muni ekki hafa áhrif á flugumferð um Keflavíkurflugvöll. Bein samræmd útsending verður hjá Ríkissjónvarpinu og Stöð 2 í dag. Dagskráin hefst klukkan 12.30 og er áætlað að útsending standi yfir í um hálf- tíma. Fréttamenn stöðvanna verða þulir, einn frá hvorri frétta- stofu. í dag verður opnuð minningar- bók um Guðrúnu Katrínu sem mun ligja frammi í hátíðarsal Bessastaða frá kl 15:00-18:00 og frá 13:00-18:00 frá sunnu- degi til þriðjudags. Utförin verð- ur síðan gerð frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 21. október. — BÞ HBHHBHHHHHBHHHBHHHHHBHHHHHHBII woRtomæ exmess EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100 Afgreiddir samdægurs Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMKHR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.