Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 4
4- LÁÍJGÁR‘D1AG¥r 17. OKT’ÓRER' J 998 FRÉTTIR Blönduósbær markaðssettur Markaðssetning Blönduóss- bæjar var til umræðu á fundi atvinnumálanefndar Blöndu- óssbæjar nýverið og verður fundur innan tíðar með ferða- og markaðsfulltrúa Ferðamála- félagsins og Iðnþróunarfélags- ins. Ræddar verða hugmyndir um sumaruppákomu og einnig verður Ieitað eftir stuðningi bæjarins til að koma á spjall- fundi með forsvarsmönnum fyrirtækja og stofnana. Nefnd- armenn undirbúningsnefndar að byggingu nýrrar sundlaugar lögðu land undir hjól bifreiðar formanns nefndarinnar og skoðuðu sundlaugamannvirki í Stykkishólmi sem er í byggingu og nýja sund- laug í Borgarnesi, glæsilegt mannvirki. Talið er heppilegast að laug- in verði 25 m að lengd og 12,5 m að breidd með þremur heitum pott- um og húslaug. Sumarbústaðalönd í Vatnahverfi Atvinnumálanefnd hefur beint því til bæjarstjórnar að kannaðir verði möguleikar á sumarbústaðalöndum í Vatnahverfi, eða öðrum stöðum í nágrenni Blönduóss. Rædd voru drög að samkomulagi sem er fyrir- Iiggjandi milli Blönduóssbæjar og Vistforms en málinu hefur verið vísað til bæjarráðs. Fjörugar umræður urðu um það hvernig efla mætti ferðamannastrauminn til Blönduóss. Klofningu kjördæmis mótmælt af SSNV Sjórn Samtaka sveitarfélaga í Norðurlandi vestra hefur lýst yfir von- brigðum með tillögur kjördæma- og kosningalaganefndar þar sem Iagt er til að kjördæmum verði skipt þvert á þjónustu- og hagsmuna- tengsl íbúanna og án tillits til annarra þarfa en að ná fram sama fjöl- da atkvæða á bak við hvern þingmann. Skorað er á kjördæma- og kosningalaganefnd að kljúfa ekki Norðurlandskjördæmi vestra. Einnig mótmælti SSNV þeirri ákvörðun Landssímans, sem er alfar- ið í eigu ríkisins, að leggja Loftskeytastöðina á Siglufirði niður og bendir á að nær hefði verið markaðri stefnu stjórnvalda að flytja alla starfsemi loftskeytastöðvanna til Siglu^arðar í stað þess að flytja hana til Reykjavíkur. Er í þessu sambandi bent á slæmt atvinnuá- stand í Norðurlanskjördæmi vestra þrátt fyrir fólksfækkun. - GG Synjað um æviráðningu Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkiðí máli þar sem lögreglumað- ur á Patreksfirði, Jónas Þór, taldi að jafnræðisregla stjórnsýslulaga hefði verið brotin á sér þegar hann var í skjóli starfsmannalaga ríkis- ins skipaður lögreglumaður til fimm ára, en ekki ráðinn ótímabund- ið eða æviráðinn. Jónas Þór var Iausráðinn lögreglumaður á Patreksfirði 1987-89 og lauk námi vil Lögregluskóla rtkisins 1991. Það árið var gerður \ið hann ótímabundinn ráðningasamningur, en í janúar 1997 fékk hann bréf frá dómsmálaráðherra þar sem hann var í samræmi við ný starfs- mannalög skipaður lögreglumaður til fimm ára. I þeim Iögum var ótímabundin ráðning eða æviráðning felld út og skipanir til fimm ára teknar upp í staðinn. Jónas taldi að jafnræðisreglan hefði verið brot- in vegna þess að menn sem voru í svipaðri stöðu og hann voru fast- ráðnir lögreglumenn og hafi margir hverjir fengið ótímabundna skip- un fyrir gíldistöku Iaganna. Hann krafðist viðurkenningar á rétti til að fá í hendur ótímabundið skipunarbréf, en Hæstiréttur taldi að lagaskilyrði stæðu ekki til þess. - FÞG Kynningarfimdur á sex stöðiun Háskólin á Akureyri hefur aug- lýst fjarnám til meistaragráðu í hjúkrunarfræði í samvinnu við Manchesterháskóla. Um er að ræða tveggja ára nám sem á að hefjast í lok janúar 1999. Til að kynna námið var í vikunni haldinn kynningarfundur og var táknrænt að fundurinn fór fram á sex stöðum samtímis með aðstoð fjarfundabúnaðar, á Akureyri, Isafirði, Egilsstöð- um, Neskaustað, Austur Skaftafellssýslu og Reykajvík. Frá 1/6 hluta, Akureyrarhluta, kynn- Ingarfundar um meistaranám I hjúkrun. Flóðabílamálið frá í fyrra er enn ekki leyst að fullu, en sum umboð hafa sett bí/a í sölu meðan önnur hafa ekki gert það. Ftóðabílar nú komnir í sölu Nokkrir flóðabílar hafa verið settir á markað eftir slys í Simdahöfn um ára- mót. Aðrir halda að sér höndum þangað til fullnægjandi skil- yrði fyrir hótum hafa verið uppfyllt. Búið er að setja á markað nokkra bíla sem flæddi í Sundahöfn rétt fýrir áramót. Nokkur afsláttur er gefinn á bifreiðunum og kaup- andinn látinn vita af forsögu bíl- anna. Þannig hefur Ingvar Helgason lækkað verð á Subaru bílum sem lentu í flóðinu, en önnur umboð s.s. Hekla hafa enga bíla enn sett á markað þótt komið sé á 10. mánuð frá því að slysið varð í Sundahöfn. Fullnægjandi bætur hafa ekki verið greiddar af hálfu innflytj- anda að sögn talsmanns Heklu. Finnbogi Eyjólfsson blaðafull- trúi segir að leitað sé lausna í málinu. „Við erum ekkert að sækja þetta sjálfir heldur er mál- ið milli flytjandans, Eimskips, og tryggingafyrirtækisins Könnunar. Við setjum enga bíla á markað fyrr en við fáum staðfest að þetta verði að fullu bætt. Eg veit að sumir hafa gengið til samkomu- lags og samið um einhverjar upphæðir en við sáum merki þegar \dð skoðuðum bílana um að vatn hefði flætt inn á gólf á sumum þeirra. Þá kemst það í rafmagnsleiðslur og gæti haft áhrif síðar meir. Við viljum fá staðfestingu um hugsanlegar bætur í framtíðinni.“ Misinikil áhætta Finnbogi segir að þegar vatn kemst í rafbúnað sé engin leið til að segja til um hugsanleg áhrif þess í framtíðinni. Fram- kvæmdastjóri FIB sagði í samtali við Dag þegar fyrstu fréttir bár- ust af flóðabílunum að nútíma tölvukerfi bifreiða sé afar við- kvæmt fyrir vatni. Þá var talið hugsanlegt á sínum tíma að sjór hefði komist í bílana en því hafa forráðamenn Eimskips neitað. Dagur hefur þó heimildir fyrir því að í sumum bílanna var ekki bara vatn að finna heldur einnig leir. Viðmælanda Dags var nýverið boðinn tjónabíll til sölu. Aðeins voru slegnar af um 200.000 kr. af þeirri bifreið og sagt að áhætt- an væri nánast engin. - bi> Hagliaup farið hall- oka í sanikcppiilmii Góðærið 1997 virðist að mestu hafa farið framhjá Hagkaupi en skilað sér vel í veltu- tölum hjá Nóatúui, KEA, Bónus og eink- iiin 10-11 húðunum. Hagkaup og dótturfyrirtæki þess virðist hafa farið heldur halloka í samkeppninni, hvort sem litið er til góðærisins 1997 - þegar velta 100 stærstu fyrirtækja Iandsins jókst að jafnaði um 15% - eða lengra aftur. Þannig sýnist 3% veltuaukning hjá Hagkaupi og Baugi heldur smá í samanburði við 10% aukningu hjá Nóatúni og KÁ á Selfossi, 11% hjá KEA, um 17% hjá Bónus og hvorki meira né minna en 50% veltu- aukningu hjá 10-11 búðunum 1996-97, en þetta eru þær versl- anakeðjur og kaupfélög sem Hagkaup er hvað helst að keppa við. Þá er athyglisvert að hjá IKEA jókst veltan ekkert í versl- unargóðærinu 1997, samkvæmt samantekt Frjálsrar verslunar á afkomu stærstu fyrirtækja Iands- ins í fyrra. Keppt á kostnað starfs- mainia I annan stað vekur athygli að hin harða samkeppni á matvöru- markaðnum virðist að töluverðu leyti hafa verið rekin á kostnað starfsmanna. A sama tíma og meðaltekjur á ársverk hjá 420 stærstu fyrirtækjum landsins hækkuðu um 20% þá lækkuðu meðaltekjur á mann um 2-5% í helmingi framangreindra fyrir- tækja (IKEA, Baugi og KEA) og hækkuðu mest um 5% (Nóatúni) hjá hinum. Tæpast var þó úr háum „tekju- söðli" að detta. Samkvæmt töl- um Frjálsrar verslunar voru með- altekjur á 790 ársverk hjá Hag- kaupi um 113 þús.kr. á mánuði í fyrra. Hjá KEA og IKEA voru þær um 120 þúsund á mánuði, hjá KÁ og Nóatúni um 132-134 þúsund og 137 þúsund á mánuði hjá Baugi. Bónus og 10-11 hafa ekki gefið upp tölur um Iaun og starfsmannaljölda, en alls um 2.400 ársverk voru unnin hjá hinum fyrirtækjunum. Dregist afturúr Samanburður við veltutölur fimm árum áður (1992) sýna að Hagkaup hefur tæpast staðist samkeppnisaðilunum snúning. Víst er velta Hagkaups ennþá gríðarleg, um 11,1 milljarður króna í fyrra (án vsk), sem skip- aði Hagkaupi f 11. sæti stærstu fyrirtækja landsins. Og veltu- aukningin er líka ríflega fjórð- ungur (26%) s.l. fimm ár, eða langt umfram almennar verð- lagshækkanir (12%). Vöxtur Hagkaups er samt heldur smár í samanburði við 36% aukningu hjá KEA, um 67% aukningu hjá KA, 115% hjá Bón- us og nærri 190% veltuaukningu hjá Nóatúni. Vöruveltan 10-11, sem fannst ekki einu sinni á lista '92, velti orðið 2,5 milljörðum í fyrra. Með 5,6 milljarða veltu má ætla að Bónus slagi orðið hátt í „stóra bróður“ á matvöru- markaðnum, því mikið af sölu Hagkaups er í allt öðru en mat- vöru. Nóatún er síðan í þriðja sætinu, með tæplega 3,9 millj- arða veltu í fyrra. Eigið fé Hagkaups var næstum 1.260 milljónir í lok síðasta árs og skuldir um 2,5 milljarðar. Tæplega 430 milljóna hagnaður fyrir skatta samsvaraði því 4% af veltu og 34% arðsemi eigin fjár fyrir skatta. -HEI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.