Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 9
LAVGARDAGUR 17. OKTÓRER 1998 - 9 FRÉTTIR L. álögum? inagrunnsfrumvarpið var tíl umræðu. sem gagnrýnisverð atriði er mis- munandi aðgengi vísindamanna að grunninum, hvort réttlætan- legt sé að tengja allar þessar upp- lýsingar saman í einn miðlægan gagnagrunn, hvaða upplýsingar fara í grunninn, hvaða upplýsing- ar verður hægt að fá út úr honum og svo hvort það sé réttlætanlegt að eitt fyrirtæki fái einkaleyfi í 12 ár til að sitja á öllum þessum upp- lýsingum,“ sagði Kristín Astgeirs- dóttir. Jákvætt mál Hjálmar Jóns- son alþingis- maður er líka prestur. Hann var spurður hvernig þær mörgu siðferð- isspurningar, sem menn nefna í sam- bandi við gagnagrunns- frumvarpið snéru að honum? „Eg tel að þessi gagnagrunnur snúist um það að bæta líf og Iíðan fólks. Til þess er verið að safna þessum upplýsingum að hafa gagn af þeim fyrir þessa og komandi kynslóðir. Þess vegna er þetta afar jákvætt mál í mínum huga. Hins vegar þykir mér sumir þingmenn tala um málið eins og skipulögð glæpasamtök séu tilbúin að taka málið upp og eyðileggja þjóðina. Þá er verið að snúa þessu algerlega öfugt að mínum dómi því ég tel að allt sé þetta gert til að bæta heilsu- far, auka vellíðan og væntanlega hamingju fólks. Alla vega horfi ég þannig á málið,“ sagði Hjálmar. Hann sagðist aftur á móti ekki hafa áttað sig á því hvers vegna einkaleyfi á gagnagrunninum sé nauðsynlegt og svona Iangt eins og gert sé ráð fyrir í frumvarpinu. Það sagði hann helst veljast fyrir sér varðandi gagnagrunnsfrumvarpið. En hann benti á að eflaust muni heilbrigðisnefnd gera breytingar á frumvarpinu og því vilji hann bíða 2. umræðu áður en hann fellir endanlegan dóma. „Þó er alveg ljóst að ég set það sem skilyrði fyrir stuðningi við frumvarpið að Vísindasiðanefnd, Tölvunefnd og Læknafélag Islands samþykki það í endanlegri gerð," sagði Hjálmar. Prestar vernda það sem fólk seg- ir þeim þegar það rekur þeim raunir sínar. Hjálmar var spurður hvort hann óttaðist ekki að upplýs- ingar leki út úr svona miðlægum gagnagrunni? „Ég spyr á móti. Hver ætti að hafa gagn af þessum upplýsingum til að nota það gegn þér eða ein- hveijum hópi. Hér á landi vita all- ir allt um alla og ekki síst varðandi ættir. Menn segja að þessi eða hinn hljóti að vera góður maður af því að hann sé af þessari eða hinni ættinni. Sömuleiðis segja menn einhvern vafasaman vegna þess sama. Hvaða gagn halda menn að það væri að dulkóða Engeyjarætt- ina? Ef maður er af þeirri ætt er hann í augum manna annað hvort góður eða slæmur. Frekari upplýs- ingar um viðkomandi eru óþarfar," sagði Hjálmar Jónsson. Öllu mauukyni til góðs „Hér er um risastórt mál að ræða sem á eftir að hafa mikil áhrif. Ég tel einnig að það sé eitt hið flóknasta mál sem hér hefur komið upp og ef til vill eru þeir færri en fleiri sem gera sér grein fyrir því hvaða áhrif þetta kann að hafa. Ég trúi því að þetta muni hafa áhrif á þróun í lækna- vísindum og koma Islendingum og öllu mannkyni til góða. Mér sýnist að frumvarpið sé komið í það horf að menn þurfi ekki að óttast það. Ég treysti Kára Stefánssyni til þess að fara vel með þann trúnað sem honum er fenginn ef hann fær einkaleyfi á gagnagrunninum í skamman tíma,“ sagði Guðni Agústsson. Hann sagði að án efa væri ein- hveija galla að finna á frumvarp- inu sem þá yrðu sniðnir af í heil- brigðisnefnd. I því sambandi neftidi Guðni að vísindaheimurinn væri stór og tíminn líður hratt og tólf ár væru í því sambandi óskap- Iega langur tími varðandi einka- leyfi. Hann sagðist þó telja að sátt yrði um málið að lokum. Það væri alveg ljóst á viðbrögðum manna í þinginu að þetta væri þverpólitískt mál sem væri af hinu góða. Greiðsla komi til „Bara við það að vera út í Strassburg finnur maður það að fulltrú- ar hinna ýmsu þjóða og þá sérstaklega þeir sem hafa þekkingu á vís- indum eru mjög hissa á okkur að ætla að gera þetta,“ sagði Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, þegar hún var spurð álits á gagnagrunns- frumvarpinu. Aftur á móti sagði hún að sér þætti það mjög áhuga- vert að búinn verði til gagnagrunn- ur og öflugt vísindastarf hér á landi. „Það er aftur á móti afleitt að ekki skui vera samkomulag hjá vís- indamönnum og innan þjóðfélags- ins um það hvaða reglur eigi að gilda um hann og hvernig eigi að nota hann. Að mínum dómi þarf, í okkar litla samfélagi, að ríkja full- komin sátt í þessu máli. Annað sem mér þykir vera ámælisvert er að íslensk erfðagreining skuli fá einkaleyfi á rekstri gagnagrunns- ins. Síðan er það sem kemur upp í huga manns, þegar búið er að fjalla um það stóra mál hvort hægt sé að dulkóða upplýsingar í gagna- grunninum, þegar heimsfrægir sérfræðingar eins og Ross Ander- son fullyrða að slíkt sé ekki hægt að gera. Um Ieið veltir maður því fyrir sér hvort ekki eigi að greiða fyrir gagnagrunninn, hvort sem það er einkaleyfishafinn eða ef það yrðu fleiri en einn sem færu með málið, og það fé verði notað til að byggja upp og efla heilbrigðiskerf- ið í landinu,11 sagði Margrét Frí- mannsdóttir. Hiálmar Jónsson. Guðni Ágústsson. Skýr stefna varöandi kynferöisbrot Fyrir kirkjuþingi liggja drög að starfsreglum um meðferð kynferðis- brota innan kirkjunnar sem flutt eru af kirkjuráði. Þar segir meðal annars að viðhorf kirkjunnar til kynferðisbrota beri að grundvallast á höfuðatriðum kristins mannskiln- ings og fyrirmynd Krists. Þar sem kynferðisbrot felur í sér bæði lítils- virðingu á mennsku þolanda og misnotkun valds, ber kirkjunni að kirkjuþingi sem mun nú fjalla taka mjög alvarlega ásakanir á um reglur um meðferð kynferðis- hendur starfsmönnum sínum og ____________afbrota.____ bregðast við þeim á ábyrgan hátt. Forsenda ábyrgrar afstöðu kirkjunn- ar sé viðurkenning hennar á því að kynferðisbrot geti átt sér stað inn- an veggja hennar. Allir geti gerst sekir um slík brot, bæði vígðir og óvígðir þjónar kirkjunnar. Allar ásakanir og brot skal taka alvarlega, en eðli málsins samkvæmt ber að taka brot vfgðra þjóna kirkjunnar sérstaklega alvarlega. í kafla um meðferð kynferðisafbrota segir meðal annars að sýna skuli fyllstu varkárni við miðlun upplýsinga til ft'ölmiðla. Þess skuli þó gætt að veita þeim nauðsynlegar upplýsingar til þess að koma í veg fyrir ósannindi og rangtúlkanir. Kirkjan á að huga að velferð fjöl- skyldu þolanda og einnig að velferð meints geranda og íjölskyldu hans, og aðstoða þau að fá nauðsynlegan stuðning til þess að vinna ur sínum málum. — GG Grund stækkar - en þó ekki Skipulagsnefnd Reykjavíkur hefur ftallað um umsókn Elli- og hjúkr- unarheimilisins Grundar um leyfi til að byggja við heimilið, og sam- þykkti að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum við Blómvallagötu og Brávallagötu. Að sögn Guðrúnar Agústsdóttur, formanns skipulags- nefndar, er fyrst og fremst stefnt að því, með fyrirhugaðri stækkun, að bæta aðstöðu íbúa á Grund og færa þjónustuna við þá í nútíma- legra horf, fremur en að það standi til að fjölga þar heimilismönnum. -HEl Nýtt Hoffell til Fásknxðsfjarðar Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur keypt nótaskip á írlandi og kemur það til heimahafnar um næstu mánaðamót. Skipið er með 4000 hestafla vél, 54 metrar og Iengd og ber um 1200 tonn af upp- sjávarfiskafla. Það kemur í stað Hoffells sem var í eigu Knupfélags Fáskrúðsfirðinga og fær kvóta þess og nafn en gamla Hoffellið var selt til útlanda. Eiríkur Ólafsson, útgerðarstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga, sem er stærsti hluthafi Loðnuvinnslunnar, segir skipið vera í Noregi þar sem verið sé að setja um borð £ það flotvörpu en það verður sérútbú- ið til flotvörpuveiða og með kælibúnað fyrir hráefnið sem eykur til muna verðmæti aflans. Það fer beint á kolmunnaveiðar eftir að heimamenn hafa barið það augum. — GG Höfn í KoUafjörð „Landnotkun verði breytt þannig að allt Geldinganesið verði tekið undir íbúabyggð,11 er tillaga sem borgarfulltrúar gera um breytta Iandnotkun Geldinganess í bréfi til borgarstjórnar. Minnt er á að í aðalskipulagi 1990-2010, sem sjálfstæðismenn höfðu forystu um, hafi verið stefnt að því að svæðið „yrði að mestu“ tekið undir íbúða- byggð og sýnt fram á að þar rúmaðist 4-5 þúsund manna byggð. Með sameiningu Reykjavíkur og Kjalarness hafi líka opnast nýir möguleikar varðandi hafnaraðstöðu. Lauslegar kannanir sýni að unnt sé að byggja nýtt hafnarsvæði við Alfsnes/Kollafjörð. —HEl Frjósamt sumax í Reykjavík I Reykjavík mældist frjómagn sumarsins nokkuð yfir 10 ára meðaltali en á Akure>TÍ svipað og á köldu rigningarsumri. Júlí var frjóríkastur syðra en ágúst nyrðra, samkvæmt mælingum Náttúrfræðistofnunar Islands. Þvert á spá var fijógæft ár hjá birki í Reykjavík annað árið í röð. Asparfrjó skiluðu sér aftur á móti illa syðra en töluvert mældist af þeim á Akureyri. Á báðum stöðum sáust fyrstu grasfrjóin í lok maí. I Reykjavík náðu þau hámarki 18. júlí og voru nær horfin í september. En á Akureyri mældust 3/4 hlutar allra grasfijóa sumarsins í ágúst og náðu hámarki þann 27. ágúst. Grasfijó var lang algengasta tegundin bæði syðra og nyrðra og mikið var líka um birkifrjó. Súran var í þriðja sæti syðra en öspin fyrir norðan. -HEI Netið á Breiðbandinu Frá og með deginum í dag geta notendur Breið- bandsins tengst Netinu í gegnum Breiðbandið. Mánaðaráskrift er um 300 kr. hærri en með ISDN-sambandi, en auk þess þurfa notendur að kaupa sér PC-kort. Hraðinn er hins vegar, að sögn Friðriks Friðrikssonar hjá Breiðbandsdeild Landssímans, í það minnsta fimmfaldur á við það sem gerist í ISDN tölvutengingu. Friðrik getur þess jafnframt að ákveðið tíma- mótaskref sé stigið með þessari breytingu. Nú sé Breiðbandið farið að nýta sér margmiðlunar- möguleikana í fyrsta skipti, en þetta sé aðeins byrjunin. -bþ Fríðrik Friðriksson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.