Dagur - 17.10.1998, Síða 11

Dagur - 17.10.1998, Síða 11
 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Það er ekki á hverjum degi sem börn Norður-írlands hafa ástæðu til brosa en John Hume lítur svo á að friðarverðlaun Nóbels séu viðurkenning til allra Norður-íra. Friðarverðlaimin til N-íriands Stjómmálaleiðtogar um heim allan lýstu ánægju siuui með út- hlutuu friðarverð- lauua Nóhels. Norður-írsku stjórnmálamenn- irnir John Hume og David Trimble skipta með sér friðar- verðlaunum Nóbels þetta árið fyrir framlag sitt til friðarsamn- inganna sem gerðir voru í apríl á þessu ári. Stjórnmálaleiðtogar um heim allan lýstu í gær yfir ánægju sinni með að verðlaunin gengju að þessu sinni til þeirra sem unnu að gerð friðarsamningsins á Norður-írlandi. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera „afar ánægður11 og fullyrti að samningarnir á Norður-ír- landi væru gott dæmi um það að hægt væri að leysa deilur sem virtust vera óleysanlegar. Verðlaun handa öllum Norð- uríruni Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem átti stóran þátt í að gera friðarsamningana að veruleika, sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í tilefni verð- Iaunanna, að engir ættu frekar skilið friðarverðlaun Nóbels en einmitt þeir John Hume og Dav- id Trimble. „Þetta er viðurkenn- ing á hugrekki þeirra og leiðtoga- hæfileikum sem voru svo mikil- vægir i að varða veginn til friðar.“ Hann sagði jafnframt að verð- launin yrðu vonandi til þess að hrinda úr vegi síðustu hindrun- unum fyrir friði á Norður-ír- landi. John Hume sagðist ekki líta svo á að verðlaunin væru handa honum persónulega heldur beri að líta á þau sem alþjóðlega við- urkenningu á friðarferlinu á Norður-Irlandi. „Þetta eru ekki bara verðlaun handa mér og David Trimble. Þetta eru verð- laun handa öllum íbúum á Norður-Irlandi." Hann sagði verðlaunin vera „skýr og sterk skilaboð til allra íbúa Norður-Ir- lands. Að mínu mati verða þau til þess að styrkja friðarferlið.“ Hume verið saiiikvæmur sjálfuin sér Hume er einn helsti höfundur- inn að friðarsamkomulaginu sem undirritað var á föstudaginn langa á þessu ári. I fréttatilkynn- ingu frá Nóbelsverðlaunanefnd- inni í Noregi, sem úthlutar verð- laununum, segir að Hume hafi í allri viðleitni sinni við að ná fram friðsamlegri lausn jafnan verið sá stjórnmálaleiðtogi á Norður- Irlandi sem hafi verið samkvæm- astur sjálfum sér. „Grundvöllur friðarsamkomulagsins sem var undirritað á föstudaginn langa 1998 endurspeglar þær grund- vallarhugmyndir sem hann fylgdi," segir í tilkynningunni. Þótt Hume hafi barist sleitu- Iaust fyrir því að Norður-írland sameinist Irlandi, allt frá því á sjöunda áratug aldarinnar, þá hefur hann jafnframt verið stað- fastur í fordæmingu sinni á hryðjuverkum og ofbeldi írska lýðveldishersins. Trimble sýndi mikið hugrekki David Trimble, leiðtogi hófsamra sambandssinna á Norður-ír- landi, var staddur í Bandaríkjun- um, sofandi um miðja nótt, þeg- ar tilkynnt var um verðlaunin. I tilkynningu Nóbelsverðlauna- nefndarinnar segir að hann hafi sýnt mikið pólitískt hugrekki með því að mæla með þeim lausnum sem leiddu til þess að friðarsamkomulagið var gert. Og sem leiðtogi stjórnar Norður-ír- lands „hefur hann tekið fyrstu skrefin í áttina að því að byggja upp gagnkvæmt traust sem var- anlegur friður verður að byggjast á.“ Um það bil 3.600 manns hafa farist í innanlandsófriðnum á Norður-írlandi undanfarna þrjá áratugi. Með samkomulaginu frá því í apríl virðist sem að mestu leyti hafi tekist að binda endi á blóðbaðið, þótt ekki hafi hryðju- verkum lokið með öllu. 29 manns létust í sprengjuárás á markaðstorgi í bænum Omagh í ágúst síðastliðnum, en nú eru ekki nema ein hryðjuverkasam- tök eftir sem ekki hafa fengist til þess að lýsa yfir vopnahléi. Ekki allir ánægðir Ekki voru þó allir jafn ánægðir með fréttirnar af því, hvert frið- arverðlaun Nóbels fóru þetta árið. Áköfustu sambandssinn- arnir í flokki Ians Paisleys, DUP, voru lítt hrifnir af því að slík við- urkenning væri veitt fólki sem „verðlaunar hryðjuverkamenn", eins og Peter Robinson, framá- maður í flokknum orðaði það. Oðrum þótti at- hugavert að Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, væri ekki meðal verð- launahafanna. Enginn vafi leikur á því að framlag Adams til friðar- samninganna réði á margan hátt úr- slitum, en hann beitti sér mjög fyr- ir því að samkomu- lag tækist. I fréttatilkynningu Nóbels- verðlaunanefndarinnar segir þó að hún leggi áherslu á „mikil- vægi hins jákvæða framlags ann- arra leiðtoga á Norður-írlandi til friðarferlisins." Afhent í desemher Sjálf verðlaunin verða afhent í Osló í desember næstkomandi, og nema þau rúmum 65 milljón- um íslenskra króna sem þeir Hume og Trimble skipta jafnt á milli sín. 139 einstaklingar og stofnanir höfðu verið tilnefndar til Nóbelsverðlaunanna þetta árið, en afar líklegt þótti að þau rynnu að þessu sinni til einhverra þeirra, sem unnið höfðu að gerð friðarsamkomulagsins á Norður- írlandi. Auk þeirra Humes og Trimbles þóttu m.a. George Mitchell, samningamaður Bandaríkjanna, Mo Mowlan, ír- landsmálaráðherra bresku stjórnarinnar, og forsætisráð- herrarnir Tony Blair á Bretlandi og Bertie Ahern á írlandi, koma sterklega til greina. -GB Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands ásamt verðlaunahöfunum John Hume og David Trimble. Enn barist í Kosovo JÚGÓSLAVÍA - Serbneskar sveitir beittu þungavopnum á nokkur þorp í Kosovo-héraði í gær, þrátt fyrir samkomulagið sem Milosevic Júgóslavíuforseti gerði í byijun vikunnar. Júgóslavnesk stjórnvöld undirrituðu í gær ásamt fulltrúum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu samkomulag um að 2000 eftirlitsmenn frá ýmsum ríkjum verði sendir til Kosovo á vegum ÖSE. Eiga þeir að fylgjast með brottfluttningi serbneskra hersveita frá héraðinu. NATO hafði jafnframt samþykkt að framlengja heimild til loftárása ef Serbar standa ekki við sinn hluta samkomulagsins. Samkpmulag um fjárlög BANDARÍKIN - Bill Clinton Bandaríkjíuor- seti og meirihluti Repúblikana á Bandaríkja- þingi hafa náð samkomulagi um afgreiðslu fjárlaga eftir langar og erffðar samningavið- ræður. Alls nema tekjur og útgjöld á fjárlögun- um um 500 milljörðum dollara, eða nærri 35.000 milljörðum íslenskra króna. Meðal annars tókst Clinton að fá þingið til að sam- þykkja viðbótar framlag til Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins upp á eina 18 milljarða dollara, sem veija á til að bæta fjárhagsástandið í Asíu, Rússlandi og Suður-Ameríku. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna. Nýr forsætisráðherra fimdinn ÍTALÍA - Massimo D’AIema, formaður flokks vinstri demókrata á ítal- íu, verður næsti forsætisráðherra landsins. D’Alema er fyrrverandi kommúnisti og sá fyrsti úr þeirra röðum sem gegnir þessu embætti á Ítalíu. Hægriflokkar lýstu í gær ákafri hneykslun á þessari ákvörðun. Gorbatsjov gagnrýnir Jeltsín RÚSSLAND - Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjánna, gagnrýnir Boris Jeltsín, forseta Rússlands, fyrir ólýðræðislega stjómar- hætti. Gorbatsjov viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann flutti við Harding-háskóla í Arkansas, einu ríkja Bandaríkjanna, á fimmtudag. Jafnframt bar hann mikið lof á Jevgení Prímakov, forsætisráðherra, og sagði öllu skipta að hann nyti stuðnings sem víðast. Indverjar að nálgast milljarð INDLAND - Ibúar á Indlandi verða orðnir einn milljarður í maí á næsta ári, að því er þarlend stofnun skýrði frá. Aðeins Kfnveijar eru fleiri. Arið 2002 er búist við því að Indveijar verði orðnir 1,1 milljarð- ur. Skip fórst við strendur Danmerkur DANMÖRK - Að minnsta kosti þrfr sjómenn frá Úkraínu fórust þegar flutningaskip að nafni Aster sökk við strendur Danmerkur í gær. Þriggja manna að auki var saknað, en fimm var bjargað af alls ellefu manna áhöfn. DOLBY BcrGArbic BORGARBÍO KYNNIR: Einhversstaðar í dimmri borginni leynist einhentur, einfættur, eineygður maður óbyrgur fyrir morðinu sem Ryan Harrison hefur verið sakaður um. Það eina sem Ryan þarf til oð finna hann er... vísbend-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.