Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 12
12*- LAVGARDAGUR' ‘17? O K'rÓ B E'IF 1998 Ttogu1' ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Á SKJÁNUM Laugard. 17. október Fótbolti Kl. 13:30 Þýska knattspyman Schalke - Bayern Miinchen Handbolti Kl. 16:15 Leikur dagsins HK-FH STÖÐ 2 Fótbolti Kl. 12:00 Alltaf í boltanum Leikir helgarinnar. Kl. 13:45 Enski boltinn Everton - Liverpool íTV Hnefaleikar Kl. 22:50 Box með Bubba Sunnud. 18. október íþróttir Kl. 21:35 Helgarsportið Fótbolti Kl. 13:25 ítalski boltinn Vicenza - Juventus ÍN Fótbolti Kl. 14:45 Enski boltinn Coventry - Sheff. Wednesday KI. 18:25 ítalski boltinn Inter Milan - Lazio Kl. 20:15 ítölsku mörkin Ameríski boltinn Kl. 17:00 NFL-deildin Golf Kl. 17:50 19. holan Valinkunnir áhugamenn um golf eru kynntir til sögunnar. Kl. 20:35 Golfmót í USA PGA-mótaröðin. UM HELGINA Laugardagur 17. okt. ■handbolti Úrvalsdeildin Kl. 16:15 HK - FH Kl. 17:00 Haukar - Stjarnan 2. deild karla Kl. 13:30 Þór, Ak. - Ögri Kl. 16:30 Breiðablik - Hörður ■körfubolti 1. deild karla KI. 14:00 Fylkir - Breiðablik KI. 14:00 Selfoss - Stafholtst. ■ SIJNU Sundmót Ægis Kl. 09:10 í Sundhöll Reykjavíkur. Mótið heldur áfram á morgun á sama tíma. ■ badminton Atlamótið á Akranesi Kl. 10:00 í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Keppt í meistara- og A-flokki. Sunnud. 18. október ■ HANDBOLTI Úrvalsdeildin Kl. 20:00 Fram - Grótta/KR Kl. 20:00 KA - Selfoss Kl. 20:00 UMFA - Valur 2. deild karla Kl. 13:30 Þór, Ak. - Ögri ■ körfubolti Úrvalsdeildin Kl. 20:00 Þór Ak. - KFÍ Kl. 20:00 Keflavík - Valur Kl. 20:00 Tindast. - Skallagr. Kl. 20:00 KR - Grindavík Kl. 20:00 Haukar -ÍA Kl. 20:00 Snæfell - Njarðvík 1. deild karla Kl. 20:00 ÍR - Stjarnan Tap á sig'urleikiium Það er ljóst að nokk- uð fjárhagslegt tap er á leiknum gegn Rúss- um, sem fram fór í Laugardalnum á mið- vikudaginn. Að sögn Eggerts Magnússonar, formanns KSI, þurfti að selja yfir 5000 aðgöngumiða, til þess að standa undir útlögðum kostnaði vegna Rússaleiksins, en aðeins rúmlega 2000 miðar seldust á leikinn að sögn Pálma Jónsson- ar, fjármálstjóra KSI. „Helsti kostnaðurinn við þessa mikil- vægari Ieiki, liggur í kostnaði við sjálft landsliðið, vallarleigu og í jhnsum öðrum föstum kostnaði. Endanlegt uppgjör liggur ekki fyrir og því ekki hægt að segja nákvæmlega til um útkomuna," sagði Pálmi. Menn kenna fyrst og fremst köldu veðri um lélega aðsókn og fólk hafi þess vegna frekar viljað horfa á leikinn í beinni útsend- ingu. KSI er þó ekki á fjárhagslegu flæðiskeri statt og góður árangur í síðustu leikjum hefur gefið sambandinu byr undir báða vængi. Að sögn Eggerts er innra starf sambandsins með miklum ágætum og jafnvel horft til þess frá öðrum löndum. „Það er mik- ill meðbyr hjá okkur þessa dag- ana og allt mjög jákvætt f kring- um okkur. Þetta gerir okkur miklu auðveldara með að ná góðum samstarfsaðilum, sem þegar eru þó nokkrir. Þeim líður líka betur í samstarfinu þegar vel gengur, þannig að við erum í Menn kenna fyrst og fremst köldu veðri um lélega aðsókn og fólk hafi þess vegna frekar viljað horfa á leikinn í beinni útsendingu. KSÍ er þó ekki á fjárhagslegu flæðiskeri statt. mjög góðum málum,“ sagði Egg- ert Magnússon. 70 miUjónir til KSÍ Eins og fram kom í viðtölum við Joseph Blatter, forseta FIFA, á KSÍ nú kost á um það bil 70 milljóna króna stryrk, sem út- hlutað verður á næstu fjórum árum. „Styrkur þessi er til kom- inn vegna nýrra sjónvarpssamn- inga vegna HM árin 2002 og 2006. Þar er um að ræða mikla aukningu fjármuna og FIFA hef- ur ákveðið að ein milljón dollara skiptist jafnt á milli allra knatt- spyrnusambanda innan FIFA, sem þýðir um sautján milljónir króna á ári fyrir KSI. Þessir fjár- munir eru eyrnamerktir í ákveð- in verkefni, eins og t.d. í ferða- kostnað yngri landsliðanna og í aðra útbreiðslu- og uppbygging- arstarfsemi, en þó ekki til mann- virkjagerðar," sagði Eggert. - Hefur velgengni íslenska liðs- ins ekki kallað á aukinn áhuga annarra þjóðafyrir landsleikjum? „Með aukinni velgengni á það eflaust eftir að gerast. Okkur eru samt settar ákveðnar skorður hvað varðar Ieikjafjölda, þar sem við getum aðeins fengið okkar bestu leikmenn lausa í tíu leiki á ári, þar af sjö í meiriháttar keppnum. Það er samkvæmt reglum FIFA og ég á ekki von á að félög leikmannanna samþykki annað. Alþjóðlegu landsleikja- dagarnir, gefa okkur þó mögu- Ieika á fleiri leikjum, en það verður þá skoðað sérstaklega með Iandsliðsþjálfaranum, sem ræður þessum málum,“ sagði Eggert. Guðjón Þórðarson, landsliðs- þjálfari, sagði í útvarpsviðtali eft- ir leikinn við Rússa að nú væri kominn tími til að staldra við og skoða málin. Hann sagði hvað varðaði frekari uppbyggingu knattspyrnunnar hér á Iandi, að framhaldið snérist nú um tíma og fjármagn. Þarna gaf Guðjón upp boltann til mágs síns, Geirs Haarde, fjármálaráðherra og þeirra sem fara með uppbygg- ingu íþróttamála um allt land. Guðjón sagði í samtali við Dag að með þessum ummælum sín- um væri hann að reyna að koma af stað umræðu um þessi mál. „I dag er ákveðið bakslag hjá fé- lagsliðunum hér heima og ef við ætlum að fylgja straumnum, þá verðum við að skoða þessi mál niður í kjölinn og skipuleggja fram í tfmann. Ef menn vilja, þá hef ég ákveðnar skoðanir á því hvað gera skal og „hundrað hug- myndir". En fyrst og fremst verða menn að hefja þessa um- ræðu og gera svo eitthvað í fram- haldinu, ef við viljum bæta okk- ur enn meira,“ sagði Guðjón. ÍÞRÓTTIR L. Jón og Sverrir sterkastir BJÖRN ÞORLAKS- SON SKRIFAR Jón Þorvarðarson-Sverrir Krist- insson unnu undankeppni Is- landsmótsins í tvímenningi um síðustu helgi. Þeir hlutu 3081 stig en aðeins 5 stigum neðar komu Kristján Blöndal-Ragnar Magnússon með 3076 stig. Bragi Hauksson- Sigtryggur Sigurðsson urðu í þriðja sæti með 3001 stig. 64 pör tóku þátt. 33 pör komast áfram í úrslitin, sem verða spiluð 31. okt.-l. nóv., þar sem Islands- meistaramir 1997 (Símon Sím- onarson-Sverrir Kristinsson) og Reykjavíkurmeistarar 1997 (Björn Eysteinsson-Sverrir Ar- mannsson) mæta ekki í úrslitin. íslandsmótið í emmenningi Sú nýbreytni er í Islandsmótinu í einmenningi að þessu sinni að mótið hófst á föstudegi (í gær) og Iýkur í kvöld. Aður hafa tvær Iot- ur verið spilaðar á laugardegi og ein á sunnudegi en með breyttu íyrirkomulagi er reynt að koma á móts við þarfir spilara. Ekki síst þeirra sem búa á landsbyggðinni að sögn Stefaníu Skarphéðins- dóttur hjá Bridgesambandi ís- lands. Ferðalag með Svisslendingi I „Ferðalag með Forquet" sem Þórður Sigfússon þýddi má sjá eftirfarandi sýnishom af úrspils- tækni Svisslendingsins Pietro Bernasconis. * ÁD876 V 76 * D5 * G654 N V A S ♦ KGT9 * ÁK3 ♦ ÁT2 * Á32 Settu þig í spor meistarans í 6 spöðum án þess að andstæðing- arnir gali neitt. Útspilið er lauftía. „Slemman virðist vonlaus en á laufhundinn í blindum kemur Austur með drottninguna og þá opnast örlítil glufa. En hvað ætíarðu að gera? Nú, þú tekur þrisvar tromp og Vestur hendir hjarta og tígli. Þú tekur næst AK f hjarta og tromp- ar hjarta í borði. Og hvað nú? Eina vonin er að Austur hafi byrjað með laufhjónin blönk og tígulkóng. Þú spilar því laufi úr borði og mikið rétt — Austur tek- ur á kónginn en spilar ekki tígli til baka sa pjakkur, heldur hjarta í tvöfalda eyðu. Hvað er nú til ráða? * ÁD876 V 76 * D5 * G654 * 2 ¥ DT95 ♦ G976 ♦ T987 ♦ 543 VG942 ♦ K843 *KD * KGT9 ▼ ÁK3 * ÁT2 * Á32 Bernasconi trompaði í borði og henti tígli heima. Spilaði svo upp á að Vestur ætti tígulgosann og fór með tíguldrottningu út. Aust- ur lagði kónginn á og Bemasconi drap með ás: 4 — ¥ — ♦ G * 98 4 — ¥ — ♦ 5 * G6 * T ¥ _ * T * 3 Þegar svo spaðatían kom út setti vestur spilin þegjandi í bakk- ann.“ Meistaraflokks mótaröð Stjóm BSÍ hefur ákveðið að hleypa af stokkunum Meistara- flokks-mótaröð. Þátttakan er að hámarki 30 sterk pör, sem verða valin af BSI. Frestur til að skrá sig rann út í gær en þátttökugjöld renna í verðlaunasjóð. Útreikn- ingur verður með butler-fyrir- komulagi. Spiluð verða alls 300 spil en Iágmarksspilafjöldi á mann/par verður 210 spil. Varamannareglur eru fijálsleg- ar að öðru Ieyti. Mótaröðin: Sunnudagur 25. okt. kl. 11.00 Föstudagur 6. nóv. kl. 19.30 Föstudagur 20. nóv. kl. 19.30 Sunnudagur 22. nóv. kl. 11.00 Sunnudagur 6. des. kl. 11.00 Sunnudagur 13. des. kl. 11.00 Arsþing BSÍ Arsþing BSI verður haldið í hús- næði Bridgesambandsins sunnu- daginn 18. okt. kl. 10.00. Fyrir þinginu Iiggja tillögur að breyt- ingum á keppnisreglugerðum og lagabreytingum. Búið er að senda út fundargögn og formenn félag- 60 spil 30 spil 30 spil 60 spil 60 spil 60 spil Jón Þorvarðarson spilaði vel í undankeppni íslandsmótsins í tví- menningi. Hann varð í fyrsta sæti ásamt félaga sínum Sverri Kristinssyni. Sverrir vann síðasta íslandsmót ásamt Símoni Símonarsyni. anna minntir á að senda kjörbréf- in. Stjórn BSÍ hvetur öll bridgefé- lög á Islandi til að senda fulltrúa á þingið og taka þátt í stefnumót- un bridgehreyfingarinnar. Skúli og Bjami mmn Greifatvímenningnum er nú lokið hjá Bridgefélagi Akureyrar og urðu Skúli Skúlason-Bjarni Sveinbjörnsson hlutskarpastir. Þeir enduðu með 117 impa, Pét- ur Guðjónsson-Grettir Frímanns- son skoruðu 98 og Magnús Magnússon-Haukur Grettisson og Sigurbjörn Haraldsson-Stefán Stefánsson deildu 3.-4. sætinu með 79 impa. Næsta mót er aðaltvímennings- keppni félagsins þar sem keppt er um Akureyrarmeistaratitilinn. Spilarar eru beðnir um að skrá sig með fyrirvara til Antons Haralds- sonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.