Dagur - 07.11.1998, Síða 2

Dagur - 07.11.1998, Síða 2
i fl . «€»»»» « '4 fl M 1 '’i '\V v u \i f» mi»u mu i -nwadCT II-LAVGARDAGVR 7. NÓVEMBER 1998 SÖGUR OG SAGNIR Dzgur Heimilis- guðrækni - hvað er uú það? Þjóðháttadeild Þjóð- minjasafnsins hefur sent frá sér spum- ingalista um heimilis- guðrækni og kennir þar margra grasa. Spumingamar fjalla um kristindóm og góða siði og ýmsar þær venjur sem trú- hneigðir íslendingar viðhðfðu og tíðkast kannski eun. Spurn- ingamar em í sjálfu sér íorvitiiilegar og fræðandi, því þær fjalla uin siðvenjur sem hafa verið og em jafnvel enn í fullu gildi. Spumingalist- inn fer hér á eftir: Hvernig var trúarlegu upp- eldi/fræðslu inni á heimilum háttað og á hvaða aldri byrjaði námið? Hvaða bækur voru Iesn- ar? Fólst slík fræðsla eingöngu í utanbókarlærdómi eða var efnið rætt? Hversu gömul voru börn þegar farið var að kenna þeim bænir? Hverjir kenndu þeim? Hvaða bænir voru kenndar fyrst? Segir frá bænum sem heimildar- manni voru kenndar í æsku og þeim sem hann kenndi sínum börnum, ef hann á börn? Fóru menn með morgunbænir og/eða kvöldbænir? Var það gert fyrir eða eftir að fólk háttaði eða klæddist? Bað heimilsfólk sam- an? Við hvaða tækifæri, ef svo var? Báðu menn persónulegra bæna eða höfðu fremur yfir al- gengar bænir eins og faðir vor? Báðu menn fyrir fólki, t.d. þeim sem áttu í erfiðleikum? Var beð- ið sérstaklega fyrir ungum börn- um? Fóru t.d. fram sérstakar at- hafnir við vöggu ungbarna (bæn eða blessun)? Segið frá dæmum um persónulegar bænir og bæn- heyrslu, t.d. um Iækningar, vegna fyrirbæna. Gáfu menn gjafir (til kirkjunnar t.d.) eða létu þakldæti sitt í Ijós á annan hátt þegar þeir voru bænheyrðir eða gata þeirra greidd á einhvern hátt fyrir tilstilli æðri máttar? Voru beðnar borðbænir? Var það fyrir og/eða eftir máltíð, ef svo var? Voru borðbænir beðnar við allar máltíðir? Tíðkuðust ferðabænir? Við hvaða tækifæri helst voru slíkar bænir beðnar? Var t.a.m. algengt að fólk bæði ferðabæn þegar farið var til kirkju? Þekkja menn sjóferða- bænir? Hvernir voru slíkar bæn- ir fluttar og hver flutti þær? Kannast menn við skrifaðar sjó- ferðabænir sem sjómenn notuðu sem nokkurs konar verndargripi (veijubænir)? Skrifið upp bænir sem þið þekkið og segið frá því við hvaða tækifæri þær voru not- aðar. Segið frá öðrum verndar- gripum ef menn kannast við þá. AköIIuðu menn Jesú eða Guð í erfiðum aðstæðum? Hétu menn á eitthvað sér til hjálpar þegar á lá, t.d. kirkjur eða ákveðnar persónur (helga menn t.d.)? Hvaða kirkjur eða fólk, ef svo var? Hvað teljið þið að hafi ráðið því að sumar kirkj- ur eða persónur þóttu sérstak- lega góðar til áheita? Kunna menn sögur af því hvernig áheit urðu fólki til góðs? Var algengt að fólk signdi sig? Hveijir gerðu það helst og við hvaða tækifæri, t.d. þegar fólk klæddi sig, fór í hreinan nærbol eða önnur föt eða þegar það kom út á morgnana? Signdu menn sig þegar beðnar voru bænir? Voru börn signd, t.d. þegar þau voru böðuð? Fóru menn með bænar- orð um leið og þeir signdu sig? Hvaða bænarorð? Var krossað yfir bæjardyr þegar gengið var frá þeim fyrir nóttina? En dyr útihúsa? Gerðu menn krossmark fyrir sér, öðrum mönnum eða skepnum þegar mikið lá við? Voru reiðhestar signdir þegar fólk var að Ieggja í ferð í óveðri eða þegar mikið lá við, t.d. þegar verið var að sækja lækni, ljós- móður eða bera lík? Var krossað yfir kýr þegar þær voru að bera? Þekkja menn til þess að fólk signi sig enn við ákveðin tæki- færi? Segið frá helgisiðum í tengsl- um við andlát á heimilum? Tíðk- uðust húskveðjur? Voru það ein- göngu prestar sem sáu um þær? Hvernig fór húskveðja fram? Var boðið upp á veitingar? Hvaða veitingar, ef svo var? Hvaða sálmar voru sungnir og úr hverju var lesið? Voru sálmar annars sungnir eða lesnir á heimilum? Hvaða sálmar voru algengastir og við hvaða tækifæri? Var leikið undir á hljóðfæri? Kunnu menn sálma í sálmabókum utan að? Höfðu fjölskyldur sérstakar helgistundir til að minnast lát- inna ættingja (í kirkjugarði eða heima), t.d. á afmælum þeirra, dánardegi eða jólum? Voru tendruð ljós í kirkjugörðum? Segið frá helgihaldi á sunnu- dögum eða öðrum helgidögunj. Var sérstök helgistund (andakt) á heimilum á aðfangadagskvöld? Var lesið upp guðsorð eða annað andlegt efni við einhver ákveðin tækifæri? Hvað, ef svo var? Muna menn t.d. til þess að les- inn væri húslestur á jólum, pásk- um eða öðrum stórhátíðum? Hver sá þá um lesturinn? Var eitthvað trúarlegs eðlis gert á föstunni? Voru almennt til guðs- orðabækur á heimilum? Hveijar voru helstar? Las fólk í guðs- orðabókum eða sálmabókum sér til andlegs stuðnings? Var biblí- an höfð á ákveðnum stað, t.d. í efstu hillum bókaskápa og betur farið með hana en aðrar bækur? Voru ákveðnir Ieikir og skemmt- anir bannaðar af trúarástæðum, t.d. spilamennska á jólum, föstu- daginn langa, eða öðrum hátíðis- dögum? Hvað gerðist ef bannið var ekki virt? Kunna menn sögur af húsvitj- unum? Heimsótti presturinn sóknarbörn sín reglulega? Hversu oft og hvernig fóru þær heimsóknir fram? Setti prestur börnum fyrir sálma eða annað til að læra? Leituðu menn sálusorg- unar hjá presti sínum þegar á móti blés? Reyndi presturinn að miðla málum þegar um ósætti sóknarbarna, t.d. hjóna, var að ræða? Þekkja menn orðið og fyrirbærið „prestlamb"? Hvernig var kirkjusókn háttað? Við hvaða tækifæri fóru menn hlest til messu? Notaði heimilis- fólk á prestsetrum kirkjuna til trúarlegra athafna fyrir sig (til að hringja klukkum við ákveðin tækifæri t.d.)? Var almennt borin virðing fyrir prestum? Voru þeir t.d. þéraðir? Höfðu menn gaman af að segja sögur af breyskleika kirkjunnar þjóna, t.d. drykkju- skap, kvensemi, nísku eða harð- drægni? Tóku menn þátt í eða kannast við einhveija sértrúar- söfnuði frá æskuárum? Hvert var álit manna á slíkum söfnuðum? Höfðu menn skoðun á andatrú (spíritisma), t.d. um það hvernig hún samræmdist lúterskri kristni? Hvernig var trúboðum tekið þar sem heimildarmaður þekkir til? Voru trúmál algengt umræðu/deiluefni meðal manna? Segið frá slíkum um- ræðum. Hverjar voru tilfinningar heimildarmanns gagnvart ferm- ingunni? Hver var þáttur Ijöl- skyldunnar í fermingarundir- búningnum? Tíðkaðist það að börn létu ekki ferma sig? Hvert var viðhorf manna gagnvart þeim sem ekki létu ferma sig? Segið frá hefðum sem tengjast fermingunni í þinni fjölskyídu, t.d. fötum, mat og gjöfum. Var hlustað á útvarps- eða sjón- varpsmessur á ákveðnum dög- um? Tóku menn þátt í útvarps- messum, t.d. með þeim hætti að syngja sálma eða annað slíkt? Hlustuðu menn saman þegar jólaguðspjallið var lesið í útvarpi á aðfangadagskvöld? Voru dæmi þess að menn hlustuðu á jarðar- farir í útvarpi þó að þeir þekktu ekki hinn látna? Voru helgistund- ir á heimilum þegar passíusálm- arnir voru lesnir í útvarpi? Hlust- uðu menn á morgunbænir eða orð kvöldsins eftir að það kom til? Hafa fjölmiðlar haft áhrif á helgi- hald þar sem heimildarmaður þekkir til? Hvernig hefur helgi- hald og guðrækni á heimilum breyst síðan heimildarmaður var að alast upp? Voru til trúarlegar myndir á heimilum (t.d. Jesú-myndir eða englamyndir)? Hvaða mótíf eru minnisstæð? Hvar voru mynd- irnar fengnar? Hvaða tilfinning- ar tengdust þeim? Voru þær not- aðar við bænagjörð eða fræðslu barna? Hvenær fer að tíðkast að prestar eða aðrir gefi börnum biblíumyndir? Kannast menn við margar útgáfur af „Drottinn blessi heimilið“ myndum eða af Hallgrími Péturssyni? Þekkja menn einhverja sem fengust við að gera slíkar myndir? Segið frá sölumönnum sem fóru um og seldu trúarlegar bækur og mynd- ir og minnisstæðum atvikum sem þeim tengjast. Kannast menn við orðtakið „þrír/tíu fingur upp til Guðs“? Voru upphrópanir þar sem nöfn almættisins kemur fyrir algeng- ar, t.d. „Jesús minn góður“, ,/d- máttugur", „I nafni Guðs og allra heilagra", „Guð hjálpi þér“, „Jesús Pétur“ eða þvílíkt? Við hvaða tækifæri? Gerði fólk það hugsunarlaust eða í gamni eða í alvöru? Hvernig var brugðist við blótsyrðum og öðru guðlasti? Kallaði það á skammir eða refs- ingar? Voru væg blótsyrði talin leyfileg (t.d. ansvítinn, ansinn, fjandinn, árinn, fjárinn, rækall- inn, horngrýti)? Voru þau aðal- lega notuð í eignarfalli, árans... o.s.frv. eða orðið hvur á undann, hvur rækallinn t.d.? Segið frá orðum af þessu tagi sem notuð voru og einnig frægum blóts- yrðahnýtingum sem þið hafið heyrt um. Var sagt að börn fengju svartan blett á tunguna af slíku, eða var það einungis ef þau skrökvuðu? Sögur, vísur, myndir eða annað sem þessu efni tengist er allt vel þegið. GAMLA MYNDIN f) Yí*l Hver kannast við fólkið? Ef lesendur Dags þekkja einhverja á þeim myndum sem hér birtast eru þeir vinsamlega beðnir að snúa sér til Mynjasafnsins á Akureyri, annað hvort með því að senda bréf í pósthólf 341, 602 Akureyri eða hringja í síma 462-4162 eða 461-2562 (símsvari.)

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.