Dagur - 07.11.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 07.11.1998, Blaðsíða 6
VI-LAU GARDAGVR 7. NÓVEMBER 1998 ro^tr MINNINGARGREINAR Teitur Bjomsson Minningarorð Teitur Bjömsson var fæddur á Hallbjarnarstöðum í Reykjadal í S.-Þingeyjarsýslu 14. október 1915 og andaðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 26. október síðastliðinn; banamein hans var krabbamein. Foreldr- ar hans voru hjónin Elín Tóm- asdóttir frá Stafni, f. 2. október 1880, d. 17. september 1953, og Björn Sigtryggsson frá Hall- bjarnarstöðum, f. 9. maí 1889, d. 28. mars 1956. Þau Elín og Bjöm bjuggu á Brún nær allan sinn búskap og eignuðust sex böm, af þeim var Teitur elstur; þá kom Ingvar, f. 30. janúar 1917, d. 21. febrúar 1949; síð- an Helga, f. 27. febrúar 1919, d. 23. febrúar 1935; næstur var Hróar f. 14. október 1920, d. 25. júní 1991; þá Svafar, f. 24. nóvember 1922, d. 26. ágúst 1954; og yngstur var Gestur f. 18. apríl 1924, d. 7. apríl 1995. Teitur Bjömsson tók próf frá héraðsskólanum að Laugum 1935. Hann var bóndi á Brún í Reykdælahreppi 1940-43 og frá 1951, en í Saltvík í Reykja- hreppi 1943-51. Teitur var oddviti Reykdælahrepps 1966- 82, formaður stjórnar Kaupfé- lags Þingeyinga 1975-86, sat í stjórn Búnaðarsambands S.- Þingeyinga 1960-96, var full- trúi á Búnaðarþingi 1962-86 og átti sæti í stjórn Osta- og smjörsölunnar í 8 ár. Teitur kvæntist 29. júní 1940 Elínu Aradóttur, f. 3. nóvember 1918, og lifir hún mann sinn. Foreldrar hennar voru Ari Bjamason bóndi á Grýtubakka í Höfðahverfi, og k.h. Sigríður Ámadóttir. Börn Teits og Elín- ar eru sex: a) Bjöm, í. 11.10. 1941, skólameistari, Isafirði, maki Anna G. Thorarensen; b) Ari, f. 13.3 1943, ráðunautur og formaður Bændasamtak- anna, Hrísum, Reykjadal, maki Elín Magnúsdóttir, þau eiga þrjú börn, Elínu, Magnús og Teit; c) Sigríður, f. 6.2. 1946, sérkennari, Kópavogi, maki Eggert Hauksson, þau eiga þrjú böm, Elínu, Hauk og Láru Bryndísi; d) Erlingur, f. 6.2. 1946, bóndi, Brún, maki Sig- urlaug Laufey Svavarsdóttir, þau eiga einn son, Teit; e) Helga, f. 8.8. 1947, kennari og garðyrkjubóndi, Högnastöðum í Hrunamannahreppi, maki Jón Hermannsson, þau eiga þrjár dætur, Katrínu, Elínu Unu og Eddu; f) Ingvar, f. 2.2. 1951, læknir, Akureyri, maki Helen Margaret f. Barrett, þau eiga tvö börn, Þóru og Teit. Úför Teits Björnssonar fór fram í Einarsstaðakirkju laug- ardaginn 31. október s.I. Teitur Björnsson, bóndi á Brún í Reykjadal, er látinn. Með hon- um er genginn einhver besti full- trúi bænda og bændamenningar íslenskrar. Kringum síðustu aldamót voru Þingeyingar í forystu í mörgum framfaramálum. Þeir stofnuðu félög til fræða og mennta, lærðu erlend mál, bókalitlir við kerta- ljós, til að skynja stefnur og strauma tímans, kynntu sér kenningar Georgs Brandesar og hættu að ganga til altaris. Þeir Iásu um raunsæisstefnuna og bóndi ofan úr Mývatnssveit, af Skútustaðaætt, skrifaði sögur sem taldar eru bestar af bók- menntum þeirrar gerðar. Þeir stofnuðu fyrsta kaupfélagið á Is- landi í Þverárbaðstofunni 1882 og komu á unglingaskólum. Laugaskóli er fyrsti stóri héraðs- skólinn. Litlu síðar kom hús- mæðraskóli á Laugum. Úr þess- um jarðvegi var Teitur á Brún sprottinn og þar stóðu rætur hans allt hans líf. Jörðin Brún er nýbýli, byggt í landi Hallbjarnarstaða, af for- eldrum Teits, þeim Birni Sig- tryggssyni og Elínu Tómasdóttur. Elín var frá Stafni en Björn frá Hallbjarnarstöðum, Sigtryggs- son, Helgasonar. Sigtryggur á Hallbjarnarstöðum átti 6 syni, auk dætra, og var Björn þeirra elstur. Allir fóru þeir í bænda- skóla og allir voru þeir efstir á búfræðiprófi. Næmi og dugnaður hefur lengi fylgt Hallbjarnar- staðafólki. Samtfmis voru bræð- urnir bændur í Reykdælahreppi. Þegar Björn og Elín á Brún reistu býli sitt árið 1919 á hæðar- brún allnokkuð hærra en Hall- bjarnarstaðir, á fornri seltóft, var búið bæði hærra og framar í Reykjadal. Nú er Brún fremst bæja austan ár, reisulegt stórbýli. En það gerðist ekki af sjálfu sér. Indriði Indriðason frá Ytra-Fjalli segir svo um landnám Brúnar í minningargrein um Björn Sig- tryggsson: „Það var á orði haft á landnámsárum Björns, að þau hjónin á Brún hefðu húsað býli sitt, brotið jörð og búið sér í hag- inn með harðneskjukenndri ósér- hlífni, sjálfsafneitun og stakri forsjálni." (Tíminn, 26. apríl 1956). Teitur á Brún var elstur sex systkina sem öll eru nú Iátin. Hann ólst upp hjá foreldrum sín- um fyrstu fjögur árin á Hall- bjamarstöðum, síðan á Brún. A Laugaskóla var hann tvo vetur í yngri og eldri deild, eins og þá var háttað. Þess tíma minntist hann með mikilli hlýju. Síðan vann Teitur við bú foreldra sinna, virkur í félagsstarfi ungs fólks í dalnum. Haustið 1938 kom ung og glæsileg stúlka vestan úr Höfðahverfi, Elín Aradóttir, sem námsmær í Húsmæðraskólann og þann vetur bundust þau bönd sem ekki röknuðu. Hinn 29. júní 1940 gengu Teitur og Elín í heil- agt hjónaband að Grýtubakka og var talið jafnræði mikið með þeim. Þau byrjuðu búskap á Brún í sambýli við foreldra Teits, en síðan fluttu þau norður í Saltvík í nokkur ár. Komu svo að Brún aftur og taka þar við búi. A Brún bjuggu þau við vaxandi gengi og mikla rausn, síðustu árin í félagsbúi með sonum sín- um. Elín og Teitur eignuðust 6 börn sem öll eru gædd eiginleik- um ættar sinnar, dugnaði, greind og mannkostum. Ekki gat öðruvísi farið en að á Teit hlæðust opinber störf. Hann var oddviti Reykdælahrepps, sýslunefndarmaður, formaður stjórnar Kaupfélags Þingeyinga og BúnaðarþingsfuIItrúi til margra ára. Vel má heimfæra yfir á Teit vitnisburð Indriða á Fjalli um Sigtrygg á Hallbjarnar- stöðum, afa Teits: „Hann var hollráður, Iangsýnn, vinsæll og vel virtur.“ (Tíminn 26. apríl 1956). Teitur á Brún var í hærra með- allagi vexti, grannur, svipsterkur með nett andlit, ennið hátt, hár- ið liðað og skollitað. Allt hans fas var festulegt, rólegt og hreint. Hann var greindur vel og stálminnugur. Teitur Björnsson á Brún var góður bóndi, eljusamur og þrautseigur. A Brún var mikið unnið og oft lengi, en lítt horft á klukku af óþörfu. Þó var undar- tekning á ef gest bar að garði, honum var veitt af rausn og alltaf gefinn tími til samræðna. Ungur var Teitur hraustur maður, en lengi bagaði hann magaveiki. A síðari árum gaf heilsan sig hægt og hægt, en lengst af fór hann í fjósverk kvölds og morgna. Allt verður þó undan að láta og and- aðist hann eftir stutta legu á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ákur- eyri 26. október síðastliðinn. Að endingu vil ég gera orð Jóns Ogmundarsonar, Hólabiskups, að mínum, er hann minntist fóstra síns og velgjörðarmanns, Isleifs Gissurarsonar: „Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs manns getið. Hann reyndi ég svo að öllum hlutum." Blessuð sé minning Teits á Brún. Jón Hermannsson. Karólína Jóhannesdóttir Minning um ömmu Elsku Lína-amma mín er dáin. Litla fallega amman mfn með englahárið. Ein fyrsta minning mín um þig er þegar þú fórst með mig í Lysti- garðinn. Sýndir mér blómin, tré- in, fuglana og gosbrunninn. Þú áttir nefnilega heima rétt hjá Lystigarðinum og þær voru marg- ar ferðirnar þangað sem við fór- um saman. Ég var oft heima hjá þér og Jóhanni afa í Eyrarlands- veginum og þaðan á ég fullt af yndislegum minningum. T.d. þegar þú bakaðir heimsins bestu pönnukökurnar, þegar ég fékk að gista undir risasænginni í hjóna- rúminu og þú last fyrir mig bók- ina um Tuma og regnbogann, þegar þú fórst með mig í kjallar- ann og ég hjálpaði þér að þvo í skrýtnu þvottavélinni með vind- unni. Oftar en ekki fórum við út saman á haustin og tíndum rifs- ber, löbbuðum um garðinn og sungum saman. Á veturna renndi ég mér í stóru brekkunni bak við húsið og þú varst með nefið límt 1 gluggann því þú varst svo hrædd um að ég myndi meiða mig. Eg man lfka svo vel eftir því hvað það var gott að bara sitja hjá þér, leggja lófann minn í þinn og þú straukst blíðlega um handarbak- ið mitt. Alltaf varstu óspar á hrós ef vel gekk og oftar en ekki fylgdu nokkur gleðitár, en ef eitthvað amaði að og illa gekk í lífinu varstu alltaf tilbúin að faðma, hlusta og stijúka burtu vonbrigð- istárin. Það er svo margs að minnast, margar hlýjar minningar um þig sem ég mun varðveita og halda á lofti fyrir litlu drengina mína tvo, sem fengu svo lítið að kynnast þér. Síðustu árin voru erfið fyrir þig. Illvígur sjúkdómur lagði undir sig hugsun þína og andleg- an mátt. En samt varstu alltaf jafn líkamlega hraust og falleg með mjúka englahárið þitt. Eg hugga mig við það, að núna ertu hjá Jóhanni afa, sem hefur beðið eftir þér með opinn faðm- inn og núna ertu eflaust að balca pönnukökur ofan í alla og lesa söguna um Tuma fyrir börnin sem eru þarna hjá ykkur. Elsku amma, farðu í Guðs friði og takk fyrir allt. Guð blessi minningu þína. Eydís. Nú breiðir jörðin út fannhvíta faðminn, ogfegurstu stjömur skína. Hvít og gljáandi mjöllin minnir á mjúku armana þína. Um slíkar nætur er enginn einn, sem elskar, vakir og biður. Eg heillast af lísfsins tign og töfrum. Hver tilfinning mín erfriður. Um sltkar nætur er enginn einn, og ekkert, sem hjartað saknar, þvt minningin andar Itfi t hið liðna, og Ijúfasta gleðin vaknar. (Höf. Davíð Stefánsson) Ég lcveð ömmu með þakklæti fyr- ir allt sem hún gaf mér. Guð blessi minningu hennar. Ama Einarsdóttir. Wansi'na Jónsdóttir Hansína Jónsdóttir fæddist á Akureyri 16.12.1919, hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 9. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru: Jón Halldórsson, skipstjóri á Akureyri og kona hans Klara Bjarnadóttir, skipa- smiðs á Akureyri. Fyrri maður Hansínu var Gestur Halldórs- son húsasmiður. Þau skildu. Þau eignuðust 5 böm; Guð- mund Ingva f. 8.4.1941, kvæntur Júlíönnu Tryggvadótt- ur, Klara f. 27.10.1942, (Klara er látin) gift Birni Gunnars- syni, Halldór f. 6.1.1945, Hekla f. 1947, og Sigurður f. 19.2.1952, kvæntur Ingibjörgu Jósefsdóttur. Hansína missti móður sína mjög ung og var þá komið í fóstur til Stefáns Jóhannesson- ar smiðs og bónda í Stóradal í Saurbæjarhreppi og konu hans Margrétar Jónsdóttur, og var Hansína hjá þeim til ferming- araldurs. Éftir það vann hún á ýmsum stöðum og safnaði sér fyrir skólagjaldi, í Húsmæðra- skólann á Laugalandi. Útför Hansínu fór fram frá Akureyrarkirkju 14. sept. síð- astliðinn. / starfinu dróstu þig hvergi t hlé þin hugsun að geta mest látið í té þar geislaði t gegnum vik hvert. Að flýja afhólmi varfjarri þér æ og fáum var stundunum kastað á glæ og verkin þín votta það bert. Höf. Á.H. Löngum starfsdegi er lokið þá er hvíldin kærkomin. Hansína taldi aldrei eftir sér erfiðið. Hún var baráttukona á hveiju, sem gekk. Hún var ör í lund og vildi drífa í því, sem þurfti að fram- kvæma. Ég nefndi að hún hefði safnað sér upp í skólagjald í Hús- mæðraskólann á Laugalandi, það var held ég töluvert afrek. Á þess- um tíma var ekki sjálfgefið að fá- tækar stúlkur gætu stundað nám í skólum, nema að aðstoð kæmi til. Og veran á Húsmæðraskólan-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.