Dagur - 07.11.1998, Page 7

Dagur - 07.11.1998, Page 7
11 ít »- t» »1 'I M t\ 1* n « t » XXt ir.. JLlll LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1 9 9 8 - VJI um á Laugalandi, hefur reynst Hansínu gott veganesti fyrir lífið. Enda minntist hún þess tíma með mikilli hlýju. Heimili henn- ar varð fljótt stórt og mörgu þurfti að sinna. En lífið fór ekki mjúkum höndum um Hansínu. Astvinamissir; fyrst að missa móður sína kornung, dauði barnabarna og dóttirin Klara, lést ung kona frá sinni fjölskyldu. Og erfitt hefur verið fyrir Hansínu að þurfa á sjúkrahús frá hópnum sfnum, en hún þurfti að dvelja á Kristneshæli um tíma. Eftir að hún og Aðalsteinn giftu sig bjuggu þau á Spítalastíg síðan í Ægisgötu en lengst bjuggu þau í Lyngholti 20. Þau ráku þar gisti- heimili, sem þau nefndu Dala- kofann. Þá kynntust þau mörgu fólki og eignuðust vini, því marg- ir komu aftur og aftur til að gista er þeir voru á ferð. Hansína gerð- ist félagi í Náttúrulækningafélagi Akureyrar og þegar farið var að safna til byggingar heilsustofn- unar í Kjarnalundi, gekk hún í því af eldmóði. Og hún sá þetta óskabarn sitt rísa. Hansína var kjörin heiðursfélagi 1991. Hans- ína hafði mjög gaman af að spila á spil og gerði nokkuð af því. Einnig var hún ljóðelsk og kunni mikið af kvæðum og vísum. Eg ætla að enda þessi fátæklegu kveðjuorð mín með ljóði, sem Aðalsteinn gerði daginn sem hún dó. Kveðja. Geislar sktna skærir skuggar missa völd friður þreyttum færir fagurt ævikvöld vakir von í hjarta velur hver sittfag blómaveldið bjarta býður nýjan dag. Höf. A.Ó. Við hjónin sendum öllum börnum Hansínu, og Ijölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Lilja Randversdóttir. Hrafnhildnr Áskelsdðttir Hrafnhildur Áskelsdóttir var fædd á Grenivík 10. maí 1958. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 26. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Áskell Bjarnason og Þór- hildur Ingólfsdóttir bæði frá Grenivík. Hrafnhildur eignað- ist einn son, Guðmund Þór, með sambýlismanni sínum Sæ- mundi Guðmundssyni og var heimili þeirra að Túngötu 17 á Grenivík. Hrafnhildur var elst fjögurra systkina. Onnur í röð- inni er Jakobína Elín, leik- skólakennari, þá kemur Bjarni, viðskiptafræðingur og yngstur er Ingólfur sem er við nám í Háskólanum á Akureyri. Útför Hrafiihildar var gerð frá Grenivíkurkirkju þriðjudaginn 3. nóvember kl. 14.00. Þegar ung kona deyr í litlu byggðarlagi er stórt skarð höggvið. Bönd skyldleika og vin- áttu tengja og missirinn er allra. I þetta sinn steyptist napur vet- ur yfir byggðarlagið okkar alltof snemma. Ymsum haustverkum var ólokið áður en vetur konung- ur settist að. Líkt og veturinn, kom andlát Hrafnhildar alltof snemma og mörgum verkum var ólokið. Hvers vegna er kona á besta aldri hrifin frá okkur? Hver er tilgangurinn? Fyrir okk- ur sem eftir lifum er erfitt að finna svör við þessum spurning- um og við stöndum eftir ber- skjölduð fyrir duttlungum æðri máttarvalda. Hrafnhildur fæddist á Grenivík en á fyrsta ári fluttist hún með foreldrum sínum til Akureyrar og bjuggu þau fyrst í Ránargötu 22, en síðar í Ránargötu 18 og bjó hún þar, þar til hún kynntist sam- býlismanni sínum Sæmundi Guðmundssyni frá Akurbakka á Grenivík. Byggðu þau sér hús að Túngötu 17 á Grenivík þar sem heimili Hrafnhildar var til dauða- dags. Hefur heimilið ætíð ein- kennst af snyrtimennsku í hví- vetna. Árið 1980 fæddist þeim sonur, Guðmundur Þór. Á erfiðri stundu er gott fyrir þá feðga að eiga hvorn annan að og sameigin- leg áhugamál, sem Hrafnhildur tók reyndar einnig virkan þátt í. Hrafnhildur vann iengst af hér í frystihúsinu á Grenivík og um tíma var hún starfandi verkstjóri. Störf Hrafnhildar einkenndust af dugnaði og trúmennsku. Það var svo fyrir fimm árum að höggið kom. Hrafnhildur greind- ist með krabbamein í brjósti. Lengi vel trúðum við að lækna- vísindin væru komin svo langt að þau gætu hjálpað Hrafnhildi við að ná yfírráðum yfir þessum ill- víga sjúkdómi. Hefur hún barist hetjubaráttu þessi fimm ár. Aldrei var kvartað og sá dugnað- ur sem hún sýndi og ærðuleysi mætti vera mörgum til eftir- breytni. Þó er mér það fullljóst að baráttan var hörð og erfið. Von og gleði þegar betur gekk, vonleysi og hryggð þegar illa gekk. Þótt kaldir vindar blási þessa dagana veit ég að allir íbúar Grýtubakkahrepps hugsa til fjöl- skyldu Hrafnhildar með hlýju og virðingu fyrir konu sem þarðist hetjubaráttu til síðustu stundar. Eg og fjölskylda mín vottum Sæmundi, Guðmundi, Dódu, Kela og systkinum Hrafnhildar innilega samúð. Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. „Og því er allt svo hljótt við helfregn þtna, sem hefði klökkur gígustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þt'n alla daga sína." (T.G.). Guðný Sverrisdóttir. í minningu Döbbu. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, Itf mannlegt endar skjótt. Hallgrfmur Pétursson. Við höfum misst góða vinkonu, hennar verður sárt saknað en minningin lifir. Elsku Sæmi og Gummi, for- eldrar og systkini, ykkar missir er mikill. Hugur okkar er hjá ykkur. ViIIi, Dúdda, Margrét, Ella, Berglind og Heiða Björk. Inguim Þorsteinsdóttir Látin er heiðurskonan Ingunn Þorsteinsdóttir frá Broddanesi, eitt hundrað og eins árs að aldri. Við dánarfregnina rifjast upp íyrir mér minningar frá árunum 1944- 48 þegar ég dvaldi nokkrar vikur á hverjum vetri á heimili hennar sem farkennari í Kirkjubóls- og Fellshreppum. Ingunn og maður hennar Guðbrandur Benedikts- son léðu húsnæði sitt undir skóla- hald og sáu kennaranum íyrir herbergi, fæði og þjónustu hálfan kennslutímann í Fellshreppi á móti Jóni bónda Jónssyni og Svanborgu Gísladóttur á Brodda- nesi. Mér Ieið mæta vel hjá þessu ágæta fólki og minnist þeirra daga, sem ég dvaldi hjá þeim á Broddanesi með gleði og þökk, þrátt fyrir þrengslin og aðstæður, sem vafalaust væru metnar erfið- ar á mælikvarða nútímans. I húsi Guðbrandar og Ingunnar fór kennslan fram í stærstu stof- unni, sem jafnframt var notuð sem svefnherbergi. Nemendur voru milli 10 og 1 5 og var þeim sem komu frá öðrum bæjum í Kollafirði jafnað niður á Brodda- nesheimilin, sem voru Ijögur. Matur var ávallt mikill og góður og fjölbreyttur miðað við það sem þá gerðist og er mér minnisstætt hve hann var snyrtilega fram bor- inn. Ingunn húsfreyja hafði verið tvo vetur á Kvennaskólanum á Blönduósi og áður hafði hún stundað nám í Unglingaskólanum á Heydalsá og fékk hún þannig þá bestu menntun sem ungum sveitastúlkum stóð til boða á þeim tíma, þ.e.a.s. á fyrstu áratugum aldarinnar. - Ingunn var há vexti og grönn og hafði Ijarrænt augna- ráð líkt og þeim er gefið, sem sjá gegnum holt og hæðir. Hún var mörgum góðum kostum búin, en þar sem bún var afar hlédræg og dul að eðlisfari leyndi hún á sér, þannig að fáir vissu hvern mann hún hafði að geyma. - Mér féll því betur við Ingunni sem ég kynntist henni Iengur og meira. Fann ég reyndar fljótt að hún var bæði stálminnug og vel gefin. Hún fylgdist vel með námi barna sinna og minnist ég þess, að eitt sinn heyrði hún börn sín vera að ræða hvernig átt hefði að stafsetja til- tekið orð á réttritunarprófi. Undraðist hún að þau skyldu hafa flaskað á orðinu og benti þeim á að stofn orðsins bæri með sér hvernig átti að skrifa það. Greini- lega einfalt mál í hennar augum. Út frá þessu litla dæmi mátti álykta að hún byggi yfir notagóðri þekkingu á íslenskri tungu. Þá var ekki komið að tómum kofunum hjá henni í sögu lands og þjóðar. Mannanöfn og ártöl var henni leikur einn að læra og muna. Og þessi minnishæfileiki entist henni fram á eiliár. - Ing- unn talaði oft með aðdáun og virðingu um fósturforeldra sína, merkisbóndann Sigurð Magnús- son hreppstjóra á Broddanesi og konu hans Ingunni Jónsdóttur. Þau voru barnlaus en ólu hana upp frá tveggja ára aldri og Helga Þorsteinsson bróður hennar. For- eldrar þeirra systkina voru Þor- steinn Helgason í Hrafnadal í Bæjarhreppi og Helga Sigurðar- dóttir kona hans, er eignuðust sjö börn. Húsráðandinn, Guðbrandur Benediktsson, var glaðsinna, mannblendinn og opinskár og sást aldrei skipta skapi. Hann var einnig fróður og minnugur og vel heima í íslenskum bókmenntum og sagnfræði. Áttu þau hjón því mörg sameiginleg áhugamál þótt ólík væru að eðlisfari. Broddanes er með mestu hlunnindajörðum sýslunnar, 60 hundruð að fomu mati. Þar var mikill reki, selveiði, æðarvarp og kofnatekja. En öll þessi hlunnindi kostuðu mikla vinnu, enda voru börn þeirra Ingunnar og Guð- brandar, 6 að tölu, ekki gömul þegar þau byrjuðu að hjálpa til við bústörfin. Má nærri geta að oft hefur húsfreyjan verið þreytt þeg- ar hún gekk til náða eftir langan vinnudag, því að átta manna fjöl- skylda þarf mikla þjónustu, sem bætist við önnur húsmóðurstörf. En fljótlega mun elsta barnið, Ingunn Sigurrós, kölluð Ina, hafa farið að létta móður sinni heimil- isstörfin. Og jafnóðum sem börn- in uxu upp fóru þau að taka vax- andi þátt í bústörfunum. ÖIl urðu þau mannvænlegt og dugandi fólk og einn sonurinn, Benedikt, fór í langskólanám og er hann læknir á Vífilsstöðum. - Þau hjón Ingunn og Guðbrandur hættu búskap árið 1962 og létu jarðarhluta sinn í hendur Sigríðar dóttur þeirra og tengdasonarins, Einars Eysteins- sonar frá Bræðrabrekku. Fluttu þau þá suður og bjuggu um skeið í Kópavogi. Starfaði Guðbrandur síðan sem húsvörður í Alþingi um árabil. Mann sinn missti Ingunn haustið 1979. Fór hún þá nokkru síðar að Vífilsstöðum þar sem hún hefur síðan átt athvarf í elli sinni í skjóli Benedikts læknis, sem hafði góða aðstöðu til að fylgjast með líðan hennar. Við hjónin heimsóttum hana stöku sinnum. Fagnaði hún jafnan komu okkar og var auðfundið að sálarþrekið var óbilað þótt líkam- inn væri æðimikið tekinn að hrörna. Ennþá var stálminnið til staðar og afmælisdagar bæði barna og barnabarnanna allir til- tækir, svo margir sem þeir þó voru. En mest undraðist ég hve Iétt var yfir henni og hvílík birta ljómaði á ellimóðu andlitinu, sem löngum var svo alvörugefið og lokað. Henni leið greinilega vel á Vífilsstöðum þótt fáir af herberg- isfélögum hennar væru þess lík- legir að vera samræðuhæfir. Við rifjuðum upp gamlar minningar frá góðum dögum á Broddanesi og heimsóknartímarnir voru fljót- ir að líða. En kveðjustundirnar sem við hjónin áttum með Ing- unni eru okkur ógleymanlegar, slík voru þakkarorðin og bless- unaróskirnar sem umvöfðu mann og fylgdu okkur úr hlaði. Og gilti þá einu hvort hún stóð upprétt og alklædd eða útafliggjandi í rúmi sínu eins og hlutskipti hennar varð síðustu árin. Fyrirbænir hennar voru ávallt jafn heitar og innilegar þannig að við höfðum mun meira að sækja til hennar heldur en hún til okkar. Um slík- ar manneskjur er sagt á nútíma- máli, að þær gefi mikið af sér. Og það gerði Ingunn Þorsteinsdóttir svo sannarlega. Er tímar liðu sóttu þeir kvillar fastar á, sem ellinni fylgja, því að það er sannleikur sem Jakob Thorarensen skáld segir í brag sínum um aðra merka Stranda- konu fyrir 50 árum: „... Traustar allar taugar þarf til aðfullna hundrað árin." Ingunn var lengst af ævinnar heilsugóð og náði að fylla öldina og einu ári betur. Hún andaðist södd Iífdaga en sátt við guð og menn. Við hjónin biðjum guð að blessa minningu hennar og send- um ættingjum hennar og ástvin- um innilegar samúðarkveðjur. Torfi Guðbrandsson. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen Sverrlr Einarsson útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlfð 35 • Sfmi 581 3300 allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.