Dagur - 07.11.1998, Side 8

Dagur - 07.11.1998, Side 8
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMRER 1998 Andlát Arnfríður Jónsdóttir Veghúsum 31, lést á Land- spítalanum að morgni 3. nóv- ember. E. Helgi Jónsson Austurbraut 5, Keflavík, and- aðist á Landspítalanum mánudaginn 26. október. Einar Þorsteinsson yfirlögregluþjónn, Skólastíg 8, Bolungarvík, lést föstudag- inn 30. október. Guðjón Þór Olafsson Jörundarholti 170, Akranesi, er látinn. Guðmunda Jóhannsdóttir frá Oddgeirshólum, Flóa, síð- ar til heimilis á Suðurengi 14, Selfossi, er látin. Hans Júlíus Þórðarson fyrrverandi útgerðarmaður, Vesturgötu 43, Akranesi, lést á heimili sínu aðfaranótt fimmtudagsins 22. október. Júnía Sumarrós Stefánsdóttir áður til heimilis á Kirkjuteigi 33, Reykjavík, andaðist á dvalarheimilinu Höfða, Akra- nesi, laugardaginn 31. októ- ber. Magnús Torfi Ólafsson fyrrverandi ráðherra, andað- ist á heimili sínu þriðjudag- inn 3. nóvember. Magnús Þórðarson Lindargötu 64, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánu- daginn 2. nóvember. Oddur Jónsson fyrrverandi bóndi, Gili, Dýra- firði, andaðist á Landspítal- anum þriðjudaginn 3. nóv- ember. Sigrún Runólfsdóttir Botnum, Meðallandi, lést á Klausturshólum miðvikudag- inn 28. október sl. Skúli Tryggvason Haeðarbyggð 24, Garðabæ, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 30. október. Unnur Óladóttir frá Bakka andaðist á Hrafn- istu, Hafnarfirði, þriðjudag- inn 3. nóvember. Vilhelmína Th. Loftsson Aflagranda 40, Reykjavík, er látin. Þorsteinn Sigurðsson Sporðagrunni 9, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti, mánudaginn 2. nóvember. Þóra Jónsdóttir frá Stöðvarfirði, lést á Land- spítalanum þriðjudaginn 20. október sl. Þórunn Sigríður Gísladóttir Laufásvegi 5, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 30. október. Þuríður Eggertsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 30. októ- ber sl. Þuríður Sigurðardóttir Hjallabraut 3, Hafnarfirði, er látin. -Dagpr Ingólfnr Davíðsson grasafræðingur Á síðasta degi sumars lést Ingólfur Davíðsson grasafræð- ingur í hárri elli eftir langa og starfssama ævi; hann var óvenju starfssamur maður og vandaður í hvívetna til orðs og æðis, og vann á langri starfsævi heils hugar og af stökum dugnaði og samvisku- semi meira að framgangi ís- Ienskrar grasafræði og íslenskra ræktunarmála en flestir aðrir á þessari öld. En hann fékkst við íleira en jurtir og grös því hann var vel hagmæltur og tónvís og bæði Ijóð og lög eftir hann hafa birst á prenti, m.a. í ljóðabók hans Vegferðarijóðum 1973, og verið flutt við ýmis tækifæri. Eg kynntist Ingólfi fyrst fyrir einum 40 árum, en vissi á honum deili og hafði lesið greinar eftir hann nokkru fyrr. Eg mat hann ávallt mikils og hef margt af honum lært um dagana. Fyrir þessi góðu og ánægjulegu kynni langar mig til að þakka af aíúð með því að minnast hans hér með nokkrum fátæklegum orðum og höfuð- áherslu á hin óvenju miklu rann- sókna- og ritstörf sem hann vann um ævina. Ingólfur Davíðsson fæddist á Ytri-Reistará við Eyjafjörð 14. janúar 1903. Foreldrar hans voru hjónin María Jónsdóttir hús- freyja og kennari og Davíð Sig- urðsson bóndi og hreppstjóri, síðar á Stóru-Hámundarstöðum á Árskógsströnd, en þar ólst Ingólfur upp. Davíð faðir Ingólfs hafði verið í Möðruvallaskóla og notið kennslu Stefáns Stefáns- sonar og Olafs Daviðssonar, og var því vel fróður um náttúru landsins, sérstaklega þó grasa- fræði, og naut Ingólfur þess ríku- lega í uppvextinum. Það var því snemma á unglingsárunum sem áhugi á að leggja stund á há- skólanám í grasafræði vaknaði hjá Ingólfi. Hann lauk stúdents- prófi vorið 1929, hélt sama haust utan til náms við Hafnarháskóla og lauk þaðan magistersprófi í náttúrufræði með grasafræði sem aðalgrein sumarið 1936. Auk þess hafði Ingólfur sótt fyr- irlestra í plöntusjúkdómum við Landbúnaðarháskólann f Kaup- mannahöfn og námskeið í sömu grein við plöntusjúkdómatil- raunastöðina í Lyngby f Dan- mörku. Fyrsta árið að loknu námi var Ingólfur kennari í nátt- úrufræði í Reykjavík. En þegar Atvinnudeild Háskólans tók til starfa árið 1937 réðst hann strax að Búnaðardeild hennar, sem varð síðar Rannsóknastofnun landbúnaðarins; þar starfaði hann samfellt sem sérfræðingur í plöntusjúkdómum og grasa- fræði þangað til hann Iét af störf- um fyrir aldur sakir árið 1973. Jafnframt aðalstarfinu sinnti Ingólfur áfram stundakennslu í náttúrufræði við ýmsa skóla, fyrst Gagnfræðaskóla Reykjavík- ur (Gagnfræðaskóla Vesturbæj- ar), en síðar Húsmæðrakennara- skóla Islands og Kennaraskóla Is- Iands, og Ioks kenndi hann lyfja- fræðinemum við Háskóla Islands grasafræði frá 1959 og allt til 1983, þegar hann varð áttræður. Sem sérfræðingur í plöntusjúk- dómum hafði Ingólfur einnig eft- irlit með innflutningi plantna og grænmetis um árabil og með stofnrækt útsæðis hjá Grænmet- isverslun ríkisins. Vegna starfa sinna fór Ingólfur um 40 ára skeið flest eða öll sumur til rannsókna um landið þvert og endilangt til að rannsaka útbreiðslu sjúkdóma á ræktuð- um plöntum, einkum á mat- jurtum, en einnig til að rannsaka útbreiðslu villtra plantna og gróðurfars landsins, og varla fyr- irfannst það byggða ból á landinu á þeim tíma að Ingólfur kæmi ekki þangað til að rannsaka rækt- arlönd þar og sum margoft. Á þessum rannsóknaferðum aflaði Ingólfur sér gífurlega umfangs- mikillar þekkingar á gróðurfari og plöntutegundum landsins, bæði villtum og ræktuðum og miðlaði henni óspart til annarra. Auk vísinda- og ftæðigreina skrif- aði hann mikinn fjölda fræðslu- greina fyrir almenning um fræði- grein sína og rannsóknir, alls á annað þúsund greinar þó þær væru ekki allar langar, margfalt fleiri en nokkur annar íslenskur grasafræðingur fyrr og síðar. Fræðslugreinar hans um Gróður og garða í dagblaðinu Tímanum urðu t.d. rúmlega 400 og eins má nefna að áratuginn 1981-90 voru fræðslugreinar hans í Garðyrkju- ritinu einu um 70, en í það skrif- aði hann einna mest síðustu 15 -20 ár ævinnar. Að auki hafði Ingólfur alla tíð mikinn áhuga á búskaparháttum og byggðasögu fyrri tíma og skrifaði um það efni einar 400 greinar í Tfmann í flokki sem hann nefndi Byggt og búið í gamla daga. Ingólfur Dav- íðsson var þannig óvenju starf- samur maður og sívinnandi með- an kraftar entust, enda voru af- köst hans eftir því. Rannsókna- og ritstörfum Ing- ólfs má skipta í eina fjóra höfuð- þætti, og tengjast tveir þeirra að- alstarfi hans hjá Búnaðardeild og Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins beint eða óbeint, rannsókn- um á nytjaplöntum, einkum mat- jurtum, og garðplöntum, ræktun þeirra og sjúkdómum á þeim. Um þessar rannsóknir hefur hann skrifað flestar ritgerðir sín- ar og bækur, ýmist einn eða í samstarfi við aðra, en hér verða aðeins fáar taldar: Plöntusjúk- dómar og varnir gegn þeim, 1938; Garðablóm og plöntukvill- ar, 1938; Jurtasjúkdómar og meindýr, 1947; Rannsóknir á jurtasjúkdómum, 1947 og 1951; róðursjúkdómar og varnir gegn þeim, 1955 og 1962; Kartöflu- hnúðormurinn og útrýming hans, 1956; Fóðurjurtir, 1956; Stofublóm, 1957; Matjurtabók- in, 1958; Illjgresi og illgresiseyð- ing, 1961. í samstarfi við Ingi- mar Oskarsson skrifaði hann svo Stofublómabókina og síðar garðaflóruna Garðagróður, bók upp á 450 blaðsíður, sem kom fyrst út 1956, en var gefín út aft- ur 1968 og 1981. Fræðigreinar sínar á þessu sviði birti Ingólfur í ýmsum tímaritum, ritum At- vinnudeildar Háskólans og síðan Rannsóknastofnunar landbúnað- arins. Fræðslugreinarnar fyrir al- menning sem eru annar megin- þáttur ritstarfa hans og skifta mörgum hundruðum eins og áður segir, ritaði hann einkum í Garðyrkjuritið og Náttúrufræð- inginn og dagblaðið Tímann. Ingólfur þýddi einnig og stað- færði nokkrar erlendar bækur um garðrækt og grasafræði, svo sem Garðablóm í litum og Tré og runna í litum sem komu út 1962, og Stóru blómabók Fjölva, 1972. Með fræðsluritum hans telst kennslubókin Gróðurinn, sem var aðalkennslubók í grasafræði í gagnfræðaskólum landsins og til landsprófs í nærri tvo áratugi, en hún var gefin út fimm sinnum, fyrst 1951, en síðast 1966 og var þá í tveimur heftum, samtals um 220 blaðsíður. Þriðji þátturinn í rannsókna- störfum Ingólfs eru rannsóknir hans á gróðurfari Iandsins og á útbreiðslu villtra íslenskra plantna, en hann jók mjög við þekkinguna á því sviði og fann ótal nýja vaxtarstaði tegunda sem áður voru þekktar hér, en að auki margar nýjar tegundir hér á landi. Hann skrifaði fjölda rit- gerða um þessar rannsóknir sín- ar, flestar í Náttúrufræðinginn en einnig í önnur rit svo sem Acta Naturalia Islandica. Þá var Ingólfur einn þeirra þriggja ís- lensku grasafræðinga sem önn- uðust 3. útgáfu Flóru Islands eft- ir Stefán Stefánsson 1948 og sá síðasti þeirra sem fellur í valinn. Fjórði þátturinn í grasafræði- rannsóknum Ingólfs, og ekki sá ómerkasti þó síðast sé talinn, eru rannsóknir hans á nýjum tegund- um, sem slæðast til landsins eft- ir ýmsum leiðum, einkum með varningi og oftast verður fyrst vart kringum bæi og býli eða í görðum. En einungis fáar slíkra tegunda ná þó rótfestu hér á landi til frambúðar, því flestar hverfa tiltölulega fljótt þar sem vaxtarskilyrði henta þeim ekki. Ingólfur rannsakaði og fylgdist með því um árabil hvernig slfk- um slæðingum reiðir af hér, rakti útbreiðslusögu sumra þeirra ná- kvæmlega og skrifaði um það fjölda greina, einkum í Náttúru- fræðinginn, en aðalgrein hans um plöntuslæðinga hér á landi birtist í Greinum Vísindafélags Islendinga 1967. Nú er skarð fyr- ir skildi, því þessum rannsóknum hefur verið miklu minna sinnt síðan Ingólfur hætti þeim og er það mikill skaði. Á rannsókna- ferðum sínum safnaði Ingólfur oftast miklu af plöntum og þurrkaði, en verulegur hluti þess safns er nú á Náttúrufræðistofn- un íslands og skiptir það nokkrum þúsundum sýna. Fyrir hönd stofnunarinnar vil ég þakka honum þetta mikla framlag hans til grasasafns hennar og allan velvilja í hennar garð fyrr og síð- ar, en á árunum 1942-1949 vann hann að skrásetningu grasasafns stofnunarinnar, að mestu í sjálf- boðavinnu. Ingólfur tók allmikinn þátt í fé- lagsmálum um ævina. Hann var ritari Garðyrkjufélags Islands í 25 ár og ritstjóri Garyrkjuritsins um skeið, var í stjórn Skógrækt- arfélags Reykjavíkur í 20 ár, í stjórn Hins íslenska náttúru- fræðifélags í 14 ár og sat í Nátt- úruverndarráði 1957-1958 og hefur eins og margir náttúru- fræðingar látið náttúruverndar- mál töluvert til sfn taka. Þá var hann í stjórn Eyfírðingafélagsins frá stofnun þess og í allmörg ár. Ingólfi var að verðleikum sýndur margvíslegur sómi fyrir störf sín. Hann var félagi Vísindafélags Is- lendinga í áratugi, var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 1978, hlaut silfurmerki Garð- yrkjufélags Islands og var heið- ursfélagi þess, og ennfremur heiðursfélagi Hins íslenska nátt- úrufræðifélags, Félags íslenskra náttúrufræðinga og Skógræktar- félags Reykjavíkur. Þá heiðraði Háskóli Islands hann fyrir rann- sóknastörf hans með því að sæma hann heiðursdoktorsnafn- bót árið 1991. Ingólfur var kvæntur danskri sómakonu, Agnes Marie Inge- borg Christensen, stúdent og vefnaðarkennara frá Álaborg, og eins og oftast þegar menn skila jafn giftudrjúgu og umfangs- miklu ævistarfi og Ingólfur þá er það að verulegu leyti að þakka góðri eiginkonu. Hún lifir mann sinn, orðin 96 ára gömul. Þau eiga þrjú uppkomin börn: Agnar, prófessor í vistfræði við Háskóla Islands, f. 1937; Eddu, fóstru og myndlistarmann, f. 1939; og Helgu, semballeikara, f. 1942. Ingólfur var langt fram eftir ævi við ágæta heislu og fram á níræðisaldur fór hann allra sinna ferða mest fótgangandi. Þá datt hann á hálku og lærbrotnaði í einni gönguferð sinni og átti erfitt um gang eftir það, þó hann héldi andlegri heilsu nánast óskerti. Aldurinn var þó farinn að segja til sín, heyrnin m.a. orðin léleg og minnið að bresta, og síð- ustu árin dvaldist hann á hjúkr- unarheimili. Að lokum Iangar mig til að þakka Ingólfi enn og aftur mjög góð kynni og fyrir allt það sem ég hef af honum lært; þá vil ég ekki síður þakka honum fyrir hans merka og mikla framlag til auk- innar þekkingar á villtum plönt- um og gróðurfari landsins og á ræktun og nýtingu nytjaplantna hér á landi. Aðstandendum hans öllum votta ég innilega samúð mína. Eyþór Einarsson íslendingaþættir birtast í Degi alla laugardaga. Skilafrestur vegna minningagreina er til miðvikudagskvölds. Reynt er að birta allar greinar eins fljótt sem verða má, en ákveðnum birtingardögum er ekki lofað.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.