Dagur - 13.11.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 13.11.1998, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Alþjóðasamtök smábátakarla T Landsamband smábátaeigenda er aðili að alþjóðasamtökum strand- veiðimanna og fiskverkafólks. Félagasamtök 32 ríkja. 21. nóvember baráttudagur. Opnar dyr að alþjóðastofn- iiiiiiin. Ársfundur kannski á íslandi. Stofnuð hafa verið alþjóðasam- tök strandveiðimanna og fisk- verkafólks og var það gert þann 21. nóvember í fyrra á ráðstefnu í Nýju Dheli á Indlandi. Að þess- um samtökum standa félagasam- tök 32 rfkja og er Landssamband smábátaeigenda, LS, aðili að þeim. Endanlegur stofnsamning- ur samtakanna verður á ársfundi þeirra árið 2000. Vonir standa til að fundurinn verði haldinn á Is- landi. Baráttudagur 21. nóvember Þetta kom m.a. fram í ræðu Arthurs Bogasonar, formanns Landsambands smábátaeigenda, á 14. aðalfundi sambandsins á Hótel Sögu í gær. A ráðstefnunni á Indlandi var því lýst yfir að 21. nóvember ár hvert verði alþjóða baráttudagur strandveiðimanna og fiskverkafólks. Þá er ætlunin að efna til margvíslegra aðgerða s.s. kröfuganga, verkfalla, brydda uppá ýmsum táknrænum að- gerðum ásamt útgáfu á ýmis konar fræðsluefni. Stofnun sam- takanna gerir það hinsvegar að verkum að stofna verður félag strandveiðimanna og fiskverka- fólks við Atlantshafið. Verið er að vinna að því verki af hálfu LS og Kanadamanna og er ætlunin að ljúka þeirri vinnu innan fárra mánaða. Formaður LS segir að með starfi í alþjóðasamtökum sem þessum opnast möguleiki að komast að þeim alþjóðastofnun- um sem ábrif hafa í málefnum hafsins. Það sé einkar brýnt fyrir hagsmuni íslenskra smábátaeig- enda og fiskverkafólks sem byggja afkomu sína á sjálfbærum veiðum og jákvæðri umhverfis- stefnu sem alþjóða samfélagið gerir kröfu til. Uppruna- og umhverfismerki I tengslum við áherslur á um- hverfisvænar veiðar smábáta er verið að huga að því að skapa uppruna- eða umhverfismerki sem skapar strandveiðum og kyrrstæðum veiðarfærum sér- stöðu á markaðnum. I framhaldi af því hefur forusta LS átt fundi með framkvæmdastjóra evrópsks fyrirtækis sem lýst hefur áhuga á því máli. -GRH Athugasemd „í stuttu símaviðtali við undir- ritaðan, sem birtist f Degi fimmtudaginn 5. nóvember er spurt um viðhorf til ályktunar „þar sem lagst er gegn öllum virkjunaráformum á hálend- inu.“ Með rökstuðningi sem í svari undirritaðs kemur fram, getur hann ekki tekið svo af- dráttarlausa ályktun. I spurningu blaðamanns er það líka misskilningur að álykt- anir Náttúruverndarráðs séu þannig orðaðar en þar sem það er borið fyrir spurningunni, kemur nafn þess því miður fyr- ir inn í svar undirritaðs. Undir- ritaður er mjög leiður yfir og biðst afsökunar á því að nafn Náttúruverndarráðs skuli koma ínn í svarið á þann hátt að skilja megi sem ásökun á það Jón Helgason. fyrir raunverulegar ályktanir þess.“ Jón Helgason formaður Landvemdar. Jólasveinn svarar fyrir sig Vegna orða í leiðara Dags um „rallhálfan" jólasvein á vegum Astþórs Magnússonar vill Kristján Arnason sem fór með Ástþóri til Bagdad sem jólaveinn taka fram: hann hafi aldrei bragðað áfengi og þessi lýsing komi sér á óvart. Hún geti ekki átt við um sig, en hafi valdið særindum. Vinstri hreyfingin - grœnt framboð Vinstrihreyfingin - grænt framboð efnir til kynningarfunda sem hér segir: Laugardaginn 14. nóv.: Deiglunni, Akureyri kl. 13:30 Sunnudaginn 15. nóv.: Félagsheimilinu Raufarhöfn kl. 14:00 Rauða Torginu, Hótel Húsavík kl. 20:30 Miðvikudaginn 18. nóv.: Sunnusal Hótel Sögu, Reykjavík kl. 20:30 Fimmtudaginn 19. nóv.: Flug Hóteli, Keflavík kl. 20:30 Laugardaginn 21. nóv.: Hótel Höfn kl. 16:00 Kristjáni IX, Grundarfirði kl. 16:00 Sunnudaginn 22. nóv.: Hótel Læk, Siglufirði kl. 13:30 Kaffi Króki, Sauðárkróki kl. 20:30 Fimmtudaginn 26. nóv.: Selfossi kl. 20:30 - Nánar auglýst síðar Laugardaginn 28. nóv.: Hótel Héraði, Egilsstöðum kl. 14:00 Vinstrihreyfingin - grœnt framboð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.