Dagur - 13.11.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 13.11.1998, Blaðsíða 6
6 -FÖSt-tiDAbtrB 13. NÓVEMBEK 1998 ÍT-'Í h ‘ ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjórí: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefAn jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarrítstjórí: birgir GUÐMUNDSSON Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu si, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Sfmar: 460 6ioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjaid m. vsk.: i.soo kr. á mánuði Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVIk)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRIJ460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Simbréf ritstjórnar: 46o 6171(akureyri) ssi 6270 (REYKJAvíK) Vont og það versnar í fyrsta lagi Auglýsingar frá hinu opinbera sem að yfirvarpi eiga að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í stjórnmálum eru fullkomið klúð- ur. Sú hugmynd að setja fimm milljónir í enn eitt „fræðslu- átakið“ á auglýsingamarkaði var út af fyrir sig vond. En það sem er vont getur versnað. Auglýsingarnar sjálfar eru dæmi um það. Það er hreinlega raunalegt að horfa á þær skrípa- myndir sem feimnir/ráðvilltir/hræddir/ ('?!!'?) stjórnmálamenn láta plata sig að leika í. AJIt skynsamir menn. Hvers vegna neita þeir ekki að taka þátt í svona dellu? í öðru lagi Er einhver lifandi sála sem heldur að vegur kvenna muni aukast með því að birta mynd af Davíð Oddssyni furðulegum á svip með hælaháan skó? Eða Halldóri Asgrímssyni að rýna í launhelgar sokkabuxnanna? Svo maður tali ekki um „uppá- komur“ í Alþingishúsinu. Allt til að segja fólki að karlar og kon- ur séu ólík!!! Þetta er niðurlægjandi fyrir þá sem beðnir eru að leggja vitleysunni lið. En fyrst og fremst er þetta niðurlægj- andi fyrir þá sem lengi hafa barist málefnalega og með oddi og egg (einkum konur) fyrir jafnrétti kynjanna og meiri áhrifum kvenna. í þriðja lagi Ef Davíð Oddson vill auka hlut kvenna í stjórnmálum getur hann skrifað stutta grein þeim til stuðnings í prófkjöri Sjálf- stæðismanna á Reykjanesi, stutt varaformannsefni úr röðum kvenna í flokki sínum, beitt áhrifum sínum fyrir konur þar sem nú losna sæti og einu sinni treyst konu til að vera ráð- herra. Ef Halldór Asgrímsson vill auka hlut kvenna býðst hon- um kjörið tækifæri til þess þegar varaformaður Framsóknar- flokksins verður valinn. Og svo framvegis. Ójafn hlutur kven- na og karla í stjórmálum er ekki til kominn vegna þess að eng- um hefur dottið í huga að breyta til. Vandinn er annar, og all- ir vita það. Stefán Jón Hafstein. Dragdrottniugar stjommálaima Það vakti athygli Garra að í ný- legri skoðanakönnu lýsti þjóð- in því yfir að hún vildi sjá fleiri konur í pólitík. Gott ef það voru ekki 8 af hverjum 10 sem voru kvenhollir í þessum skiln- ingi. Skilaboðin eru ótrúlega skýr og afdráttarlaus. Fljótlega eftir að þessi skilaboð komu fram tóku að birtast auglýsing- ar frá ríkisnefnd um fleiri kon- ur þar sem stjórnmálamenn koma fram sem klæðskipting- ar. I flestum tilfellum hefur þetta farið mönnum ágætlega, þó hugrenningatengslin sem myndir af Davíð með prinsessuskó, eða Sig- hvati að fara í brjósta- haldara vekja, hafi lít- ið með kvennabaráttu að gera. Það sem fólk veltir íyrir sér er auð- vitað hvernig þessir ágætu menn tækju sig út sem dragdrottn- ingar í alvöru sjói á Laugavegi 22 með Páli Oskari og félög- Nýhlið Hins vegar er greinilegt að það fer konunum í auglýsingunum frekar illa að vera að stilla sér upp sem karlkonum. Margrét Frímannsdóttir að raka á sér andlitið eða Guðný Guðbjörns að pissa standandi er auðvitað athyglisverð opinberun á duld- um hvötum annað hvort þeirra þingkvenna eða höf- unda auglýsinganna. En þetta er hins vegar orðið full „kinki“ fyrir smekk Garra. Klæðskipt- ingar af báðum kynjum eru áhugavert fyrirbæri með ríka sögu og hefð. Klæðskiptingar hafa hins vegar oftast viljað hasla sér völl sem listamenn en ekki sem stjórnmálamenn. Að þessu Ieyti eru auglýsing- arnar sem nú eru að birtast at- hyglisverðar - þær sýna alveg nýja hlið á stjórnmálamönnum okkar. „Karl66og„kona“ Garri veltir því nins vegar fyrir sér hvað felist í þessum klæð- skiptingartendens sem nú hef- ur svo kröftuglega brotist upp á yfirborðið. Þýðir það að þeg- ar Davíð er kominn í prinsessuskóna og Sighvatur í brjóstahaldarann muni þeir beita sér sérstaklega fyrir því að koma konum að? Eða munu þeir e.t.v. líta svo á að sem klæð- skiptingar séu þeir ígildi kvenna á listun- um. Verður t.d. hægt að segja að „kona“ í bandaskóm verði í efsta sætinu hjá Sjálf- stæðisflokknum í Reykjavík eða „kona“ í brjósta- haldara ofarlega hjá Samfylk- ingu jafnaðarmanna á Vest- fjörðum? Með sama hætti yrði þá „maður" sem pissar stand- andi fulltrúi Kvennalista í Sameiginlegu framboði í Reykjavík og vel rakaður „karl“ leiddi lista sama framboðs á Suðurlandi. Það er mikið rætt um að það sé erfitt að skipta út „gamla settinu" í pólitíkinni og því erfitt fyrir nýja aðila að hasla sér völl. Klæðskiptinga- leiðin er hins vegar kjörin til að hafa alla ánægða, sömu frambjóðendur sitja áfram, en um leið er komið til móts við 8 af hveijum 10 kjósendum um að fjölga konum í framboði og hrista svolítið upp á listunum. GARRI. ODDUR ÓLAFSSON skrifar „Lýðræðið rúmar bæði kynin,“ segja Samtökin 98 og þingmenn koma út úr skápum sínum, eins og það fólk sem stofnaði sín sam- tök um samkynið fyrir réttum tuttugu árum. Það er ráðherra- skipuð nefnd sem auðveldar þingmönnum nú að gangast við að þeim finnst þeir vera af vit- Iausu kyni. Fyrirbærið er vel þekkt í kynlífsfræðinni og nefn- ast þeir sem haldnir eru þessari náttúru ldæðaskiptingar. Á út- lenskum er það kallað trans- vestite og í stóru Ensk-íslensku orðabókinni útleggst það, klæða- skiptingur, karlmaður sem klæð- ist kvenfötum (eða öfugt); oft kynhverfur. Klæðaskiptingar Alþingis eru nú farnir að keppa við frambjóð- endur í prófkjörum um athygli auglýsingamarkaðsins. Innan um flenniauglýsingar í Mogga, þar sem tilvonandi þingmenn Sjálf- stæðisflokksins kynna sýnar dýru hugsjónir, en fyrst og fremst Samtökm 98 út úr skápniun undrafögur andlit sín sem með blíðum brosum og ríkri ábyrgðar- kennd eiga að höfða til kjósenda íhaldsins, eru myndir af þing- mönnum í annarlegum múnder- ingum. Þar eru karlráðherrar að prófa háhælaða og kynþokkalega kven- skó og gæla feimnislega við fínustu nælonsokka. Nú er fúlskeggjaður og sköllóttur þingmaður orð- inn kasóléttur í Moggan- um og bíður sæll í sálu sinni eftir að verða léttari. Vonandi lætur hann sér nægja að hafa brúðu á bijósti þegar þar að kemur. Typpið uppi En þetta er aðeins reykurinn af réttunum því von er á að enn fleiri þingmenn komi út úr skáp- unum því forkynningar fara fram á traventítunum í sjónvörpum. Einn er að máta bijóstahöld af stóru sortinni og eftir svipnum að dæma mundi honum ekki líða betur þótt hann væri kominn í ráðherra- eða bankastjórastól. Kvenskörungur er kominn inn á karlaklósett Alþingis og er heldur betur uppi á henni typpið þar sem hún gerir sig líklega til að brúka hlandskálar karlaaulanna. Þar sem stjórnmálafólk er yfirleitt haldið athyglis- sýki er von á því að það komi náttúrum sínum svo um munar á framfæri þegar það losnar við heimóttarskapinn og ryðst óheft út úr skápum sín- um. Því eiga kjósendur von á miklum sýningum, sem ekkert gefa eftir fín- ustu uppákomum dragdrottning- anna eða stúlknanna á Óðali, sem leika sínar listir í nánu ná- býli við þingmenn. Undir jökkunum Oft hefur skopteiknarinn Sig- mund hneykslað viðkvæmar sálir með teikningum sínum af virtum stjórnmálamönnum með kven- bijóst og mjaðmir, íklæddir korsi- lettum og netsokkum, með geir- vörturnar skagandi upp úr brjóstahöldurum. Eru myndir þessar oft klámfengnar og þykir sumum óviðurkvæmilegt að fara svona með mennina. En Iista- maðurinn kann að hafa næmari tilfinningu fyrir eðli þeirra sem hann leikur svona grátt, en sauð- svartur almúginn. Hver veit nema að karlarnir séu í korsilett- um og kynæsandi bijóstahöldur- um undir jakkafötum sínum og bindunum sem eiginkonurnar gefa þeim í jólagjöf? Nú er allt í góðu lagi þótt fólk komi út úr aðþrengjandi skápum og viðurkenni sitt rétta eðíi ef það gerir Iífið Iéttbærara. En það er óþarfi að láta bera svona mik- ið á því. Það ætti að vera nóg að koma sér á framfæri Rauða torgsins í smáauglýsingum DV. Þingmaðurirtn rúmar barn. Erþað góð hugmynd að setja milljónir í auglýs- ingaherferð til að auha hlut kvenna í stjómmál- um? Sigríður LiHý Baldursdóttir fomiaðurKvenréttindafélags íslands: „Mér finnst það góð hug- mynd að verja fjár- magni til þess að auka hlut kvenna í stjórnmál- um. Kven- réttindafé- lagið hefur unnið frá stofnun að því að auka hlut kvenna og við aldarlok er ástandið þannig að aðeins fjórðungur fulltrúa á þingi og í sveitarstjórnum eru konur. Það er því augljóst að beita þarf ýmsum aðferðum til að rétta hlut kvenna og ég vænti góðs af þessari auglýsingaher- ferð.“ Ámundi Ámundason „umboðsmaður“ og skipuleggjandi margrapólitískra herferða: „Nei, mér finnst það ekki. Málið snýst um það að konur hasli sér völl í stjórnmál- um á grund- velli stjórn- málanna sjálfra en ekki með einhverri vit- leysu. Ef konur hafa einhveija alvöru pólitík fram að færa þá eru þær kosnar og þær komast áfram. Þessi auglýsingaherferð er bara grfn þar sem verið er að afbaka glæsilega karlmenn og kemur pólitík ekkert við.“ Jóhanna EngUbertsdóttir formaðurLandsambandsframsóknar■ kvenna: „Já, mér finnst það góð hug- mynd og ég tel að þessi auglýsinga- herferð nái að vekja at- hygli og fái fólk til að leiða hugann að mismunandi áherslum hjá konum og körlum og mismunandi reynsluheimi þeirra.“ Ómar Valdimarsson blaðamaður: „Ég held að svarið hljóti að felast í því að það eru á endanum stjórnmála- flokkarnir sjálfir sem ráða því hver hlutur kvenna er í stjórnmálum og þeir ættu ekki að þurfa að auglýsa fyrir sjálfa sig. Við kjósendur ráð- um þessu ekki, enda Ijóst hver afstaða almennings er. Það er fólkið sem er að stilla sér upp f auglýsingunum sem ræður þvf hver hlutur kvenna verður!"

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.