Dagur - 13.11.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 13.11.1998, Blaðsíða 8
 rD^tr 8 - l' Ö S TV D A GU R 13. NÓVEMBER 1998 FRÉTTASKÝRING VALGERÐUR JÓHANNS- W j| X jwyi DÓTTIR SKRIFAR Það stefnir í æsispenn- andi prófkjör hjá Sjálfstæöismöimum í Reykjanesi á laugar- dagiun, en ýmsir spá því að þátttaka Kópa- vogsbúa muni ráða úr- slitum um efsta sætið á lista flokksins. Langri og spennandi prófkjörs- baráttu Sjálfstæðismanna í Reykjanesi Iýkur á morgun. Fyrstu tölur verða líklega birtar um 9 leytið annað kvöld og á mið- nætti ætti að vera orðið ljóst hver hreppir hið eftirsótta leiðtogasæti flokksins í kjördæminu. Fáir treysta sér til að spá nokkru um úrslitin og viðmæl- endur Dags eru reyndar sammála um það eitt að þetta sé æsispenn- andi og tvísýnn slagur og allt geti gerst. Og spennan er ekki bara í kringum fyrsta sætið heldur öll efstu sætin. Sjálfstæðisflokkurinn er Iangstærstur í kjördæminu og fékk rúm 39% atkvæða og 5 af 12 þingmönnum Reyknesinga í síðustu kosningum. Olafur G. Einarsson, fyrsti þingmaður kjör- dæmisins er að hætta og því ljóst að að minnsta kosti einn nýr maður verður f hópi fimm efstu. Sumir halda því einnig fram að Sjálfstæðisflokkurinn eigi raun- hæfa möguleika á að bæta við sig sjötta manninum f vor en skoð- anakannanir sýna að staða flokks- ins er mjög sterk. Arni Matthiessen, Gunnar Birgisson og Sigríður Anna Þórð- ardóttir sækjast öll eftir efsta sæt- inu, þingmennirnir Árni Ragnar Árnason, Kristján Pálsson og Markús Möller hagfræðingur stefna á 2.sætið, Stefán Þ.Tóm- asson, framkvæmdastjóri og vara- þingmaður og Þorgerður Gunn- arsdóttir, forstöðumaður Rásar 2 biðja um stuðning í 3-4 sæti. Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri býður sig fram í 4.sæti og Hólm- fríður Skarphéðinsdóttir, hús- móðir og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Sandgerði og Helga Guðrún Jónasdóttir stjórnmálafræðingur og starfsmaður á skrifstofu Jafn- réttismála, stefna báðar á 5. sæt- ið. Keypt þingsæti Og það verður ekki betur séð en öll séu í baráttunni af fullri al- vöru og ætii sér stóra hluti. Fram- bjóðendurnir ellefu er allir farnir að auglýsa í blöðum og flestir einnig í sjónvarpi og rætt um að kostnaður þeirra skipti milljón- um. Reyndar þykir sumum nóg um augíýsingaflóðið og það á við um Sigríði Onnu. „Það er gífur- Iegur áróður í gangi og miklar Pröf HELGU I FIMMTj KRAFTOB - FEKItlNG - POR Baráttan um sæti á lista flokksins í Reykjanesi hefur ekki hvað síst farið fram íblaðaaugi auglýsingar og mér finnst það komið út yfir öll mörk. Eg spyr mig hvernig það virki á almenn- ing og er mjög spennt að sjá úrslit þessa prófkjörs einmitt út af þessu. Hvort það sé í raun og veru rétt að það sé hægt að kaupa sér þingsæti. Mér finnst það mik- ið umhugsunarefni," segir Sigríð- ur. Búist við góðri þátttöku Tvísýn barátta er yfirleitt ávísun á góða þátttöku í prófkjörum og þar er búist við að margir leggi það á sig að kjósa á morgun. Að minnsta kosti fleiri en í sfðasta prófkjöri Sjálfstæðismanna 1995 en þá kusu naumlega 6400 manns. Nú er búist við að þátttakan verði nær 8000 og jafnvel ríflega það. Menn eru sammála um að þátttakan eigi eftir að ráða mildu um úrslitin og horfa þar fyrst og fremst á Kópa- vog. Ymsir telja reyndar að þátt- takan í Kópavogi eigi eftir að skipta sköpum í baráttunni um efsta sætið. Takist Gunnari Birg- issyni að draga bæjarbúa í stórum stíl á kjörstað geti hann náð fyrsta sætinu. Kópavogsbúar hafa til þessa ekki verið sérstaldega duglegir við að mæta í prófkjörsklefann. í prófkjörum Sjálfstæðismanna þar á bæ hefur þátttakan verið á bil- inu 800 til 1300 manns. Rann- veig Guðmundsdóttir er sögð hafa fengið um 3000 manns úr Kópavogi í prófkjörsslag Alþýðu- flokksins fyrir síðustu kosningar en margir telja ólíklegt að Gunn- ar Ieiki það eftir, þó ekki væri nema vegna þess að hann er um- deildari en hún. Gunnar er hins vegar einnig sagður hafa náð eyr- um margra á Suðurnesjum en þar hefur hann opnað kosningaskrif- stofu. Fjarri því öruggur Arni Matthiesen fékk glimrandi góða kosningu í síðasta prófkjöri. Reyndar betri en áður hafði sést því hann hlaut samanlagt atkvæði 88% kjósenda og mátti litlu muna að hann velti Ólafi G. Einarssyni úr fyrsta sætinu. Sumir viðmæl- enda Dags héldu því fram að hið pólitíska landsslag hefði lítið breyst að þessu leyti og Arni væri enn líklegastur til að hreppa leið- togasætið. Aðrir halda því fram að Sigríður Anna hafi verulega styrkt stöðu sína og Árni sé fjarri því ör- uggur. Þeir bentu á að kjósendur hefðu ekki verið að sverja Árna ævarandi hollustueiða í síðasta prófkjöri heldur einnig verið að refsa Ólafi sem verið hafði um- deildur menntamálaráðherra og sumum þótti hann ekki hafa sinnt kjördæminu nógu vel. Sigríður Anna er í forystusveit Sjálfstæðisflokksins og nýtur þess sjálfsagt í prófkjörinu að vera for- maður þingflokksins. Hún hefur breiðan stuðning um allt kjör- dæmið og stuðningsmenn hennar hampa því óspart að nú sé tæki- færi til að brjóta blað í sögu Sjálf- stæðisflokksins og fela konu að leiða framboðslista hans í kosn- ingum. Keppinautiun sleppt Ami og Sigríður Anna hafa feng- ið stuðning frá sama fólkinu í talsverðum mæli til þessa en það verða færri sem setja þau hlið við hlið á atkvæðaseðlinum núna einfaldlega vegna þess að þau eru að keppa um sama sætið. Fólk hefur ríka tilhneigingu til þess að sleppa alveg þeim sem talinn er helsti keppinautur uppáhaldsins. Menn raða frambjóðendum ekki endilega í þeirri röð sem þeir telja að myndi sterkasta Iistann. Það gæti bitnað á öllum þremur og orðið til þess að þau fái minna heildarfylgi en ella. Það getur allt gerst í þessu próf- kjöri var viðkvæðið hjá þeim sem rætt var við og eins og áður sagði á það ekki bara við um efsta sæt- ið. Það eru skiptar skoðanir um það hvort Kristjáni Pálssyni takist að skjótast upp fyrir Arna Ragnar Arnason og eins um það hveijum nýliðanna takist að næla sér í sæmilega öruggt þingsæti. Þor- gerður Gunnarsdóttir er af mörg- um sögð á mikilli siglingu en hin er einnig talin til alls líkleg. Þvíllk óvissa „Þetta er þvílík óvissa að það get- ur enginn sagt fyrir um hvernig þetta fer. Eg er hins vegar bjart- sýn,“segir Sigríður Anna Þórðar- dóttir. „Það sem mér finnst ógeðfellt við þetta er hversu mjög þessu er stillt upp sem byggðakosningum. Þessu er gjarnan stillt upp sem baráttu á milli Hafnaljarðar og Kópavogs og það er alrangt. Það er alltof mikið um að byggðum sé teflt saman og frambjóðendum þeirra stillt upp hvorum á móti öðrum. Markmið prófkjörs er

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.