Dagur - 10.12.1998, Síða 5
D^ur
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 - 21
LÍFIÐ í LANDINU
Vísindakomplex-
inn allt að drepa
Rithöfundar og sagn-
fræðingar ætla að deila
umfyrirbærið „sögu-
legar skáldsögur“ á
opnumfundi á Sólon í
kvöld.
Sagnfræðingafélagið heldur mál-
þing í kvöld á Sólon Islandus,
kl. 19.30-22.30, undir yfirskrift-
inni „Fortíðin í skáldskapnum -
eru skáldin að taka yfir sög-
una?“, þar sem skáld og sagn-
fræðingar munu takast á um
hvor Ieiðin er vænlegri til að
varpa ljósi á fortíðina, skáld-
skapurinn eða sagnfræðin. Rit-
höfundarnir á staðnum verða
Thor Vilhjálmsson, Einar Kára-
son og Jón Karl Helgason en
sagnfræðingarnir Lára Magnús-
ardóttir og Olafur Rastrick ræða
um tengslin út frá sjónarhóli
sagnfræðinnar og er áætlað að
málþingið standi til kl.22.30. Að
sögn Sigurðar Gylfa Magnús-
sonar, formanns Sagnfræðinga-
félagsins, er tilefnið sá fjöldi
sögulegra skáldsagna sem gefinn
hefur verið út hér undanfarin ár,
og raunar líka erlendis.
Nýta aðferðir skáldanna
„Afstæðið er aftur komið inn í
sagnfræðina, menn eru ekki
bara að reiða fram sögulegar
staðreyndir heldur eru menn að
sýna einhvers konar birtingar-
mjmdir úr fortíðinni. Eru skáld-
in ekki eins vel til þess fallin og
sagnfræðingarnir? Ég er sjálfur
þeirrar skoðunar að við sagn-
fræðingar getum lært mjög mik-
ið á skáldunum og við ættum
hiklaust að tileinka okkur ýmsar
aðferðir þeirra."
-Hvaða aðferðir? „Ja, skáldin
Iesa sér til í heimildum og skapa
síðan ákveðið andrúmsloft sem
kemur fram í sögunni. Við sagn-
fræðingar verðum að halda okk-
ur við staðreyndir. Ef það kemur
ekki fram í heimild þá getum við
ekki fjallað um það. Þetta við-
horf hefur útilokað stóran hluta
heimsbyggðarinnar því þær
heimildir sem til eru, eru um
karla og opinberar stofnanir
þeirra. Þannig að menn sem
hafa haft áhuga á að teygja sig í
átt að þeim hópum sem ekki
hafa verið í öndvegi í sögunni
hafa þurft að beita nýjum túlk-
unaraðferðum. Lesa nýja mein-
ingu inní heimiidina og það er
þarna sem ég held að við getum
íært mikið af skáldunum."
Sainvmna sagnfræði
og skáldskapar
Að sögn Sigurðar hefur póst-
módernisminn, sem kveikti um-
ræðu um eðli fræðigreina, gert
menn umburðarlyndari gagnvart
heimildinni, sannleikshugtakinu
og afstæðinu. Hann telur þó að
sennilega yrðu um 90% íslenskra
sagnfræðinga verulega ófúsir að
skrifa undir þá skoðun að fræði
og skáldskapur sé að einhveiju
Ieyti að renna saman. Þannig
hafi mörgum sagnfræðingum
mislíkað innlifunaraðferð Þór-
unnar Valdimarsdóttur í bók
hennar um Snorra á Húsafelli en
þó sé þessi aðferð að vinna á.
„Og líka þetta með skemmtigildi
sagnfræðinnar. Sagnfræði fyrir
sagnfræðinga er áhugaverð en
vandinn er að nálgast þá sem eru
ekki sögugeggjarar. Við eigum að
eiga alla möguleika á að gera
það, ef við erum ekki svona and-
skoti þrautleiðinleg. Það er þessi
vísindakomplex sem allt er að
drepa í hugvísindunum. En það
er nú þetta sem við munum von-
andi ræða á málþinginu.“ LÓA
Jólaljósin
SVOWfl
ER LIFIÐ
Jólaljósin eru falleg á að lfta
og lífga upp á skammdegis-
myrkið hér á norðurhjara.
Sumir láta loga á þeim dag-
inn út og inn en aðrir slökkva
alltaf þegar farið er úr húsi
og yfir nóttina. En hvað
skyldi kosta að láta loga á
þessum ljósum, aðventuljós-
um og seríum? Sé miðað við
fjórar vikur samfleytt, um
672 klukkustundir þá má bú-
ast við því að aðventuljós sem
er 7 perur, hver 3 wött, sem-
sagt 21 watt, noti í það heila
17.1 kílówattstund, en hver
þeirra kostar 7.31 kr. og þá
myndi heildarnotkunin vera
103 krónur. Sería með 48
ljósum sem samtals er 144 W,
myndi þá kosta alls 706 krón-
ur að hafa logandi allar fjórar
vikurnar.
Appelsínur í
dulbúningi
Yigdís
svarar
í símann!
Ertu með ráð,
þarftu að spyrja,
viltu gefa eða
skipta?
Vigdís svarar í
símann kl. 9—12.
Síminn er
563 1626 (beint)
eða 800 7080.
Póstfang:
Þverholt 14 Rvk.
;ða Strandgötu 31
Akureyri.
Netfang:
ritstjori@dagur.is
Þetta skraut er
skemmtilega ein-
falt og sveitalegt.
I það er notuð
frauðkúla og
þurrkaðar sneiðar
af appelsínu (þær
fást tilbúnar í
föndurbúðum ef
maður má ekki
vera að því að
þurrka þær sjálf-
ur) og svo gróft
snæri. Límið
sneiðarnar fastar
og bindið utanum
og þar með er
komið ágætasta
skraut sem hægt
er að hengja upp
eða láta liggja á
borði.
■ HVAD ER Á SEYDl?
JÓLAÓRATÓRÍAN Á AUSTURLANDI
Kammerkór Austurlands ásamt Kammersveit
Austurlands flytja Jólaóratóríuna eftir Johann
Sebastian Rach í Egilsstaðakirkju n.k. laugar-
dag 12. des. kl. 20 og á sunnudag 13. des. kl.
14.30. Stjórnandi tónleikanna verður Keith
Reed en hann er jafnframt stofnandi og stjórn-
andi kórsins sem skipaður er 30 manns bú-
settum á Austfjörðum. Einsöngvarar með
kórnum verða Laufey Geirsdóttir sópran, Þor-
björn Rúnarsson tenor, Muff Warden alt og Manfred Lemke bassi. Kammersveitina
skipa samtals 27 hljóðfæraleikarar.
HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Happdrættisnúmer Bókatíðinda
Happdrættisnúmer dagsins 10. desem-
ber er: 35.920.
Uglur og aðrar verur
Bókamenntakvöld Máls- og menningar á
Súfistanum, bókakaffi, Laugavegi 18 í
kvöld er að mestu helgað bókum sem
koma út í kiljuklúbbnum Uglunni. Helgi
Ingólfsson Ies úr nýrri skáldsögu sinni
„Þægir strákar", en gamansaga eftir
hann er orðinn fastur liður í jóIa-Uglu-
pakka landsmanna. Dagskráin hefst kl.
20.30.
Mið-Ameríku söfnun
Rás 2 og Hjálparstarf kirkjunnar munu
sameinast um sérstaka söfnun vegna
hörmunganna í Mið-Ameríku, í beinni
útsendingu á Rás 2, 11. desember kl. 9-
19. Söfnunarsíminn er 568-7123.
Stekkjastaur í Ráðhúsinu
Laugardaginn 12. desember kemur
Stekkjastaur, fyrsti gamli íslenski jóla-
sveinninn til byggða. Undanfarin tíu ár
hafa gömlu sveinarnir heilsað upp á börn
og fullorðna í Þjóðminjasafninu, en
vegna viðgerða á húsi safnsins munu
þeir að þessu sinni koma í Ráðhús
Reykjavíkur kl. 14:00 á hverjum degi
fram til jóla, nema Kertasníkir, sem kem-
ur kl. 11 á aðfangadag.
LANDIÐ
Jólavaka á Hofsósi
Gestir á Jólavöku 1998 sem haldin verð-
ur í félagsheimilinu Höfðaborg, Hofsósi,
laugardaginn 12. desember, verða Jó-
hann Már Jóhannsson tenor og Diddú,
Sigrún Hjálmtýsdóttir. Jólavakan er nú
haldin í annað sinn á vegum nemendafé-
lags grunnskólans á Hofsósi.
Aðstoð fyrir jólin
Fatamarkaður Hjálpræðishersins að
Hvannavöllum 10, Akureyri verður op-
inn föstud. ll.des. kl. 10-19 og er það í
síðasta skipti fyrir jól. Þá gefst fólki kost-
ur á að velja sér fatnað og það ákveður
sjálft hvort og hve mikið það greiðir fyrir.
Fólk er hvatt til að gefa sparifatnað sem
það notar ekki lengur og er sparifatnaður
á börn sérstaklega vel þeginn. Fatnaður-
inn þarf að hafa borist fyrir föstudag.
Byrjað verður að taka við umsóknum um
Ijárhagslega styrki frá 14. des. í s. 462-
4406. Leitað er til bæjarbúa og nær-
sveitamanna um hjálp og verður jóla-
potturinn á sínum stað fyrir utan Amaró-
húsið í göngugötunni frá föstud. 11. des.
Astmadagur á Akureyri
Hjúkrunarfræðingur og lyfjafræðingur
verða í Akureyrarapóteki á föstudaginn
milli kl. 13-18 og leiðbeina um notkun
astmalyfja.