Dagur - 06.02.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 06.02.1999, Blaðsíða 6
-'T VI-LAVGARDAGVR 6. FEBRVAR 1999 -Dgptr MINNINGARGREINAR Kári Tryggvason Fæddur 23. júlí 1905 Dáinn 16. janúar 1999 Kári Tryggvason, föðurbróðir minn, lést á Landspítalanum þann 16. janúar síðastliðinn. Ekki dvaldi hann nema fáa daga á spítalanum að þessu sinni og andlegri reisn auðnaðist honum að halda fram á síðustu daga. Okkur ættingjum hans og vinum hafði þó verið ljóst upp á síðkast- ið að stutt mundi til endalokanna því líkamlegur þróttur þvarr enda þótt andinn væri ótrúlega skýr til æviloka. Með Kára frænda er genginn til moldar merkur maður sem markaði djúp spor á lífsleiðinni, hvort sem Iitið er á hann sem kennara, rithöfund, sjálfmennt- aðan náttúrufræðing, heimilis- föður og vin eða mann. Hugur- inn leitar til baka til æskustöðv- anna í Víðikeri í Bárðardal þar sem Kári fæddist inn í mikið menningarheimili og dvaldi í nærfellt 50 ár. Á þeim sama bæ fæddist undirritaður fyrir meira en 60 árum svo kynnin við hann og fjölskyldu hans spanna í minningunni sex áratugi. I viðtali við Kára, sem birtist í ritinu Heima er bezt, lýsir hann bernskuheimilinu efnislega á þessa leið: „Foreldrar mínir bjuggu stór- búi við mikla rausn, var reisn og- höfðingsbragur í hvívetna, sam- einað við alúð og glaðværð svo þangað þótti öllum gott að koma. Á heimilinu var alltaf nóg til af öllum nauðsynjum en við systk- inin urðum að vinna. Faðir okkar var dálítið strangur og vinnu- harður en hann var glaðlyndur maður og öllum þótti gott að vera hjá honum, enda var alltaf margt fólk á heimili foreldra minna, vinnuhjú og kaupafólk. Þar var því oft glatt á hjalla og fólki þótti gaman að vera þar þótt mikið væri að gera. Móðir mín var bók- gefin og las mikið, einkum á vetr- um. Hún hafði góða söngrödd og kunni margt af Ijóðum og lögum, sem hún hafði einkum lært af Magnúsi organista Einarssyni á Akureyri. Röddinni hélt móðir mín nokkurn veginn óbreyttri til æviloka." Enda þótt Víðiker liggi fremst í Bárðardal og ætla mætti að stað- urinn væri fjarri alfaraleiðum fór því fjarri að sú væri raunin. Á fyrri hlutaaldarinnar lá straumur náttúruvísindamanna um Bárð- ardal til könnunar á gróðri, fuglalffi og náttúrufari í nágrenn- inu og voru innstu og efstu bæ- irnir ekki síður miðstöð könnun- arferða um öræfi Islands, norðan Vatnajökuls, sérstaklega þó Ódáðahraun og perlu þess, Oskju í Dyngjufjöllum. Hér má nefna nöfn manna svo sem Finns Guðmundssonar fuglafræðings, Steindórs Steindórssonar, grasa- fræðings frá Hlöðum, og Guð- mundur Kjartanssonar, auk fjöl- margra erlendra vísindamanna. Tryggvi í Víðikeri yar þekktur leiðsögumaður um Ódáðahraun og synir hans síðar, einkum þó eftir að Tryggvi afi féll frá árið 1937. Þar var Kári fremstur í flokki, enda með þeim elstu, auk þess sem hann náði snemma góðum tökum á erlendum mál- um. En fyrir þeim Víðikersbræðr- um var sú vinna og lítilsháttar aukatekjur sem Ieiðsögumanns- starfið og tilheyrandi hestaleiga gaf ekki aðalatriðið. Kynnin við fremstu vísindamenn þjóðarinn- ar og erlenda starfsbræður þeirra svalaði fróðleiksþorsta þeirra. Þeir merktu fugla fyrir Finn Guðmundsson, söfnuðu plönt- um og þurrkuðu fyrir Steindór Steindórsson og Helga, grasa- fræðing á Gvendarstöðum. Þau kynni, ásamt lestri fræðibóka, gerðu það að verkum að þeir bræður þekktu ekki einungis alla fugla sem þeir sáu á ferðum sín- um heldur og langflestar þær jurtir sem bar fyrir augu. Þar fór Kári fremstur í flokki en svipað ^FAKAHSTÓ^ '-*Ml ¦ ÉSLANDS ¦¦ Markmið Úrfararstofu íslands er að veita trausta og persónulega þjonustu. Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenaer sólarhrings sem er. Útfararstofa íslands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti er hafa ber I huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu íslands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús. Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar; Prest. Dánarvottorð. Stað og stund fyrir kístulagningu og útför. Legstað I kirkjugaröi. Organista, sönghópa, einsðngvara, einleikara og/eða annað listafólk. Kistuskreytingu og fána. Blóm og kransa. Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. Líkbrennsluheimild. Duftker ef llkbrennsla á sér stað. Sal fyrir erfidrykkju. Kross og skllti á leiði. Legstein. Flutning á kistu út á land eða utan af landi. Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen. útfararstjóri Útfararstofa ísiands - Suðurhlíð 35-105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allan sólarhringinn. mátti segja um föður minn, ég minnist þess varla að stæði á svari er ég sem smástrákur spurði um nöfn á íslenskum jurtum, hvað þá fuglum. Mikið var lesið af bókum í Víðikeri og þeir bræð- ur fylgdust mjög með því sem hæst bar á sviði heimsmála. Upp í hugann kemur mynd af þeim, flettandi heimsatlas til að fylgjast með vígstöðvunum í heimsstyrj- öldinni 1939-1945. Sú staðreynd að sjálfir höfðu þeir kynnst ensk- um og þýskum vísindamönnum sem tóku þátt í þeim hildarleik færði þessa atburði nær. Þá var og tónlistin iðkuð í Víðikeri, þar var orgel og harmóníka og mikið sungið. Sem barn í Víðikeri minnist ég Kára sem stóra frændans sem vissi svör við nánast öllum spurn- ingum sem fróleiksfúsum strák- hnokka gat dottið í hug að spyria. Hann var líka kennari sem var langtímum fjarverandi að kenna á ýmsum bæjum í sveitinn, en á þeim tíma var farskóli í Bárðar- dal. Þar að auki gat hann talað fullum fetum við skrítnu útlend- ingana sem komu í heimsókn. Hann var líka skáld og ég minn- ist ennþá lotningarinnar og stoltsins sem ég kenndi, sjö ára gamall, þegar bókakassinn með fyrstu eintökunum af fyrstu Ijóðabókinni hans, Fuglinn fljúg- andi, var opnaður á haustdögum árið 1943. Ekki spilti það bók- inni í mínum augum að hún var frábærlega myndskreytt af lista- konunni Barböru W. Arnason. Þarna gat maður ekki einungis lesið fuglakvæðin hans Kára frænda heldur líka skoðað myndir af þessum vængjuðu vin- um. En kannske fannst manni samt best að Kári frændi var maðurinn hennar Möggu sem alltaf var öllum svo góð og þar að auki pabbi þeirra systranna Hild- ar, Dústu, Rönnu og Áslaugar sem voru daglegir Ieikfélagar á bernskuárunum í Víðikeri. Eins og að líkum lætur hafði Kári mjög mótandi áhrif á mig sem barn, sérstaklega þó sem kennari. Sem dæmi um það kemur upp í hugann kennslu- stund í farskólanum í Víðikeri þar sem hann las upp fyrir okkur skólakrakkana sögu sem hann hafði þá nýlega samið og nefnd- ist Gjafirnar. (Heimili og skóli, 11. árg. 3-4 tbl). Sú saga, sem fjallaði um frænda okkar og sveitunga sem á fullorðinsaldri braust til langskólanáms og varð einn af okkar fremstu jarðvís- indamönnum, opnaði augu mín fyrir því að það sem menn ætla sér geta menn ef hugur fylgir máli. Löngu síðar, er ég spurði Kára hvar þessí saga hefðí komið á prenti, gaf hann Iítið út á það og.vildi sem.minnst tala.umh.irt- ingu hennar. Við ítrekaða eftir- grenslan kom skýringin, en hún var sú að í sögunni vitnaði hann í ljóð eftir Einar Benediktsson og var rangt farið með það f prent- uninni. Þá óvandvirkni í meðferð á ljóði þjóðskáldsins gat Kári frændi ekki sætt sig við en of seint var úr að bæta. Er Kári flutti til Hveragerðis árið 1954 ásamt fjölskyldu sinni var þeirra sárt saknað. En sjálfur hleypti ég heimdraganum litlu sfðar og áfram hélt ég nánu sam- bandi við fjölskylduna. Sam- bandið við þau Möggu og Kára breyttist með fullorðinsárunum úr nánu sambandi barns við full- orðið fólk í einlæga vináttu full- orðinna sem aldrei bar skugga á. Það samband varð ennþá sterkara eftir að við Sigrún gift- um okkur en ekki leið á Iöngu þar til farið var að líta á hana sem fimmtu dóttur Möggu og Kára. Heimsóknir okkar Sigrúnar og barna okkar til þeirra hjóna, fyrst í Hveragerði, síðan á Eikjuvoginn og síðast í Sunnuhlíð, voru sam- verustundir sem báðir aðilar hlökkuðu til. Jafnframt voru Magga og Kári og dætur þeirra tíðir gestir á heimili okkar þar sem fjölskyldurnar hafa í gegnum árin safnast saman til að syngja og spjalla. Þau hjónin tóku fullan þátt í gleði okkar og sorgum, sem og dæturnar og fjölskyldur þeir- ra. Á milli okkar frændsystkin- anna frá Víðikeri hafa systkina- böndin aldrei slitnað þótt vega- lengdin á milli hafi lengst. Kári og Magga hafa alla tíð ver- ið einstaklega barngóð. Þegar við Sigrún vorum í heimsókn á Eikjuvoginum brást það vart að dyrabjöllunni væri hringt og úti stæðu börn úr nágrenninu, sem voru að koma í heimsókn. Alltaf var til teiknipappír og litir og börnin settust inn í herbergi eða stofu til að teikna eða þau fengu að heyra sögur. Auðvitað dró það ekki úr vinsældunum að oftast var til eitthvað gott í munninn uppi í skáp sem þau Iitlu fengu í skilnaðargjöf. Barnelska Kára kemur líka skýrt fram í bókum hans, enda urðu þær í hópi vin- sælustu barnabókanna um langt skeið. Skýringarinnar er trúlega að leita í þeirri staðreynd að hann átti alla tíð einstaklega auð- velt með að setja sig inn í hugar- heim barna. Eg er þeirrar skoð- unar að ástæðan hafi verið sú að honum tókst alla sína löngu ævi að varðveita barnið í sjálfum sér og miðla því til lesenda sinna. Barnabækur Kára voru saklausar ævintýrabækur þar sem vanda- málin voru tíðast víðs fjarri, enda þótt slys gætu hent. Hann hafði skilning á því að barnið þarf að eiga sína ævintýraveröld þar sem flestir eru góðir og féll aldrei í þá gryfju, sem hent hefur suma seinni tíma höfunda, að skrifa vandamálabækur fyrir unga les- endur. Framan af árum voru kvæði Kára bundin stuðlum og höfuð- stöfum. Þau voru liðlega rímuð og sýndu hve góð tök hann hafði á þessari fornu þjóðaríþrótt. Þetta fann ég glöggt í þeim kvæð- um hans sem ég hef gert lög við því erfitt er að fella lag að illa rímuðu kvæði. Honum þótti vænt um þessi lög og sjálfsagt höfum við báðir borið þá von í brjósti að nöfn okkar frændanna varðveittust saman í þessum sameiginlegu hugverkum. Seinna lagði hann og fyrir sig órímaða ljóðagerð og náði einnig tökum á því formi. Alltaf var ég þó hrifnari af rímuðu ljóðunum. Síðasta nýja kvæðið eftir Kára frænda, sem mér er kunnugt um að komið hafi út á prenti, birtist í ljóðabók sem Rithöfundasam- band íslands gaf út árið 1993 og nefndist Vörður. Þessi ljóðabók var ekki seld heldur gefin og með þvf var Rithöfundasambandið að mótmæla virðisaukaskatti á bæk- ur, sem þá hafði verið komið á. Var Kári langelsti höfundurinn sem átti Ijóð í þeirri bók. Kvæði Kára nefnist Aðeins á vorin. I þessu kvæði finnst mér sem hann hugsi með trega heim til æskustöðvanna í Víðikeri. Þá til- finningu á sá létt með að skilja sem sjálfur hefur tekið sig upp frá æskustöðvunum en skilið þar eftir hluta af rótum sínum. Því veittist mér létt að fella lag að þessu Ijóði sem frændi okkar beggja, Áskell Jónsson frá Mýri, var svo elskulegur að útsetja fyrir blandaðan kór. Ljóðið læt ég fyl- gja þessum minningarorðum um leið og við Sigrún þökkum ævar- andi vináttu og tryggð og send- um öllum aðstandendum Kára frænda innilegar samúðarkveðj- ur. Góður maður er genginn. Aðeins á vorin Aðeins á vorin eitthvað hugann lokkar út yfir blámans djúp í leit að gjófum. Mjúklega seiðir minningin og leiðir myndir á fund þinn ofar tímans hófum. Þú verður aftur barn á meðal blóma, brekkan þín týnda skín í tófraljóma. Aðeins á vorin innra með þér vaknar eitthvað sem dýpri og dýpri fógnuð vekur. Eitihvað sem gefur ekkert glatast hefur, ógnir og skugga vor á burtu hrekur. Naumast þú skilur sjálfs þín hugarheima, hærra og stærra mark þigfer að dreyma. Hvíldu í Guðs friði, elsku frændi og vinur. Haukur Harðarsonfrá Svartárkoti. ORBDAGSINS 462 1840

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.