Dagur - 06.02.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 06.02.1999, Blaðsíða 8
VIU-LAUGA RDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 MINNINGARGREINAR DMfir Sigtryggur Svembjomsson Sigtryggur Sveinbjörnsson var fæddur 12. febrúar 1916 að Kolgrímastöðum í Saurbæjar- breppi. Dáinn 18. janúar 1999. Foreldrar hans voru Sig- rún Jónsdóttir og Sveinbjörn Sigtryggsson sem bjuggu lengst í Saurbæ. Eftirlifandi kona Sigtryggs er Helga Margrét Jó- hannesdóttir fædd 24. septem- ber 1922. Foreldrar hennar voru Kristjana Guðlaugsdóttir úr Mývatnssveit og Jóhannes Friðriksson bóndi í Nesi í Saurbæjarhreppi. Börn Sig- íryggs og Helgu eru Hulda Berg fædd 6. september 1940, látin. Hrafiiborg fædd 20. sept- ember 1943, látin. Sigrún fædd 17. nóvember 1949, lát- in. Sveinbjörn fæddur 11. október 1946, býr á Akureyri. Jóhannes Rúnar fæddur 26. apríl 1957. Kona hans er Jóna Sigurlaug Friðriksdóttir fædd 27. ágúst 1969 þau búa í Sand- hólum. Hulda Sigurborg fædd 26. desember 1958, maður hennar er Haukur Magnússon fæddur 15. mars 1954, þau búa í Reykjavík. Grétar fæddur 23. nóvember 1964, hann býr á Akureyri. Barnabörnin eru níu og eitt langafabarn. Systkini Sigtryggs. Rósa, Herbert, Dan- íel, Guðrún og Hrafn. Sigtrygg- ur var Ijórði í röðinni eru öll systkinin Iátin nema Guðrún sem býr á Akureyri. Bjuggu Sig- tryggur og Helga Iengst af í Sandhólum en fluttu sig í bæ- inn íyrir fimm árum og tók þá sonur þeirra Jóhannes við búi ásamt konu sinni og börnum. Þegar gamall vinur kveður þennan heim, þreyttur og farinn að kröftum, syrgir maður ekki bara saknar og svo sannarlega sakna ég þín frændi, það er svo skrítið að koma í Einilundinn og enginn Tryggvi sitjandi í stólnum sínum með fæturna upp á skammeli og bækur og blöð í seil- ingarfjarlægð, bjóðandi manni brosandi í bæinn. I mínum huga hafa þau hjónin Helga og Tryggrá alltaf verið einstök og mér finnst ég vera tengd þeim meir en nokkru öðru fólki. Ég fæddist í litla herberginu hjá þeim í Sand- hólum, var einnig skírð þar, vegna þess hvað kalt var í Saur- bæjarkirkju þar sem athöfnin átti að fara fram á jólunum 1956 og ég bara sjö vikna kríli. Eg hlaut nafn dætra þeirra þriggja og þótt- ist vegna alls þessa njóta þeírra forréttinda að eiga tvö heímili. Ég átti systkini heima á Akureyr . en trúði lengi vel að Hulda, Jói, Sveinbjörn og Grétar væru hin systkini mín. Þau átti ég ein, þau voru sveitasystkinin og sveitin var Sandhólar. Bodda mín, var gælu- nafn þitt á mér, enginn annar kallaði mig þessu nafni og þegar þú klappaðir á öxlina á mér og sagðir, „Gott að þú ert komin Bodda mín, nú kemur þú í fjós,“ þá hlýnaði mér um hjartað og fann til mín, eins og ég væri prinsessa. Margir leikir fóru fram í því sem eftir var af „lóunni“, gamla vörubílnum þínum sem stóð neðan við fjósbrekkuna. A henni var farið á vit ævintýranna meðan húsið var heilt, bremsur, stýri og flauta og gler í gluggum. Oft var gestkvæmt í Sandhólum og ótrúlegt aukaerfiði, hefur það verið fyrir Helgu að taka á móti þeim öllum, en aldrei held ég að nokkrum hafi fundist hann óvel- kominn. Lífið fór ekki mjúkum höndum um ykkur hjónin og eft- ir að ég varð fullorðin og eignað- ist sjálf börn, hef ég oft undrast hvernig þið gátuð afborið að missa dæturnar ykkar þrjár á sama morgni. Þið báruð ekki sorg ykkar á torg og íþyngduð engum með kveinstöfum. Guð hlýtur að hafa gefið ykkur meiri andlegan styrk en gengur og gerist. Svo fæddust óskabörnin Jóhannes Rúnar og einu og hálfu ári sein- na jólabarnið Hulda Sigurborg. Þau komu eins og gleðigjafar og ljós í myrkrinu, sex árum seinna fæddist svo Grétar, sem enn í dag er sama litla barnið saklausa og þá er hann fæddist. Ég held að enginn geti skilið þá ráðstöfun guðs. Samt var ekhi öllu lokið, Jóhannes gifti sig og eignaðist þrjá syni sem eins og fleiri börn, sóttu í að vera hjá ykkur sérstak- lega nafni þinn sem var elstur, en eitt kalt og dimmt vetrarkvöld, var hann horfinn úr lífi ykkar, hvers vegna? Við því fást engin svör. Þið bognuðuð en brotn- uðuð ekki. Hvaðan fenguð þið styrk? Frá hvert öðru og þeim er öllum ævidögum ræður. Aldrei er myrkrið svo svart að ekki birti aftur. Fleiri barnabörn fæddust og nú eru þau orðin níu. I haust fæddist svo fyrsta langafabarnið. Þú varst bóndi af lífi og sál og eftir að foreldrar mínir fluttu í bæinn þegar ég var tæpra þriggja ára, keyptir þú Rauðhús þar sem ég sleit fyrstu skónum mínum. Þetta tengdi mig enn sterkari böndum \dð ykkur og þó enginn byggi þar, jörðin bara nytjuð, fór mamma með okkur flest sumur þangað að rifja upp gamlar minn- ingar frá sjö ára veru þar sem bóndakona. Rauðhús eru eini staðurinn í Eyjafirði sem á ofur- lítinn stað í Strandamanna hjarta hennar, jn’í gat ekki hjá því farið að við öll gleddumst yfir að þið ættuð jörðina. Fyrir fimm árum Valdís Valsddttir Af bleiku engi burt er slitin rós, sem birtu þráði yl og sólarljós. I bemsku sinni blöðum lyfti hátt, brosti hlýtt og horfði í sólarátt. Hún naut stn best í sól og sumaryl þá satinarlega er gott að vera til. En vetur kom og vindur blés um grund, hún visnaði og blöðin felldi um stund. En þó að þú sért fallin fagra rós er furðulega skært þitt lífsins Ijós. Nú einn ég sit og klökkur þakka þér, og þerra tár affölum vanga mér. (Ó.Valsson.) Mig langar með þessum fátæk- legu orðum að minnast elsku- legrar systur minnar Valdísar Vaisdóttur sem lést 4. okt. sl. Og var jarðsungin frá Hakadalkyrkju mánuði síðar. Það var þögull systkinahópur sem sat í litlu stof- unni hjá foreldrum okkar að kvöldi 4. nóv. sl. Við höfðum kvatt systur okkar hinstu kveðju fyrr um daginn, nokkuð sem okk- ur óraði ekki fyrir að við ættum eftir að upplifa. Valdís Iést langt um aldur fram, hún hafði nýlega haldið upp á fertugsafmæli sitt með dætrum sínum Úlfhildi og Andreu, og er það huggun harmi gegn að sú hinsta minning sem þær systur eiga um móður sína er bundin gleði og góðri stund. Það voru þung spor fyrir okkur systkinin að ganga er við bárum kistuna þína Valdís mín út úr kirkjunni og að gröf þinni, sem stendur hátt og með útsýni yfir fallegan Nittedalinn sem þér þótti svo vænt um. Minningarn- ar þutu um hugi vora og var það erfitt að skilja það að þú værir dáin og við fengjum aldrei að sjá þig meir. Við minnumst góðra daga og gleðistunda þegar við vorum lítil heima á Baughól, eins og við sögðum svo oft. Það koma upp í huga mér ýmis prakkara- strik sem við bræður gerðum þér til ama, eins og að borða kara- mellurnar sem þú varst búin að bjástra við að búa til inni i eld- húsi og hafðir sett út á stétt til kælingar, en þú leystir það mál með því að kenna okkur að búa til okkar eigin karamellur og ég á meira að segja uppskriftina enn- þá. Það er af mörgu að taka og oft gustaði eins og gengur og ger- ist í stórum fjölskyldum en hjartalag þitt var gott og öll vandamál voru leyst í bróðerni. Það er stórt skarð höggvið í okkar systkinahóp, skarð sem aldreiverður fyllt en við vorum heppin að fá að eiga þessi ár með þér elsku Valdís mín og munum aldrei gleyma þér. Þegar ég kvad- di þig í síðasta skipti sagði ég við þig: „Vertu sæl, og farðu vel með þig,“ og þú svaraðir á móti „sömuleiðis Oðinn minn og pass- aðu þig á að keyra þig ekki út á vinnu." Þú varst að hugsa um litla bróður þinn að hann myndi ekki hvílast nóg en þú gleymdir því að þú þurftir að hvílast sjálf vegna þess sjúkdóms sem þú gekkst með nánast frá fæðingu og rændi þig oft hvíid og svefni. En núna ert þú sofnuð svefnin- um langa og færð þá hvíld sem þú þarft og eftir sitjum við hin fátækari yfir því að hafa þig ekki hjá okkur en rík af minningum um góða systur sem gaf okkur mikið í sínu jarðneska lífi, þakka þér fyrir allt elsku systir og guð blessi minnigu þína og börnin þín og Svein, sem þú skildir eftir hjá okkur og eiga um sárt að binda vegna fráfalls þíns. Eg vil að lokum þakka öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug vegna andláts Valdísar, fyrir stuðningin á þessum erfiðu tím- um, guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd systkina, Óðinn Valsson, Oslo. fluttuð þið Helga í bæinn og Jó- hannes sonur ykkar tók við Sand- hólum, reisulegur sumarbústað- ur stendur í Rauðhúsum og enn sem fyrr get ég og mitt fólk farið í heimsókn í sveitina okkar og enn er maður boðinn velkominn í bæinn. Tryggvi minn, það er svo ótal margs að minnast, og allt voru það glaðar og góðar stundir sem engan skugga bar á. Eg hef sjaldan hlegið meira en hjá ykkur í Einilundinum þegar þið mamma og Helga voruð að rifja upp gamiar minningar, þið voruð fyrstu vinirnir sem hún eignaðist þegar hún kom ókunnug í Ijörð- inn og sú vinátta hefur haldist alla tíð síðan. Helga mín, Svein- björn, Jóhannes, Hulda og Grét- ar ásamt mökum, börnum og barnabarni, megi lífið fara um ykkur mildum höndum. Kær kveðja frá mömmu, systkinum mínum og fjölskyldum, til ykkar allra. Megi minning um góðan frænda lengi lifa. Borghildur Rún Baldursdóttir ogfjölskylda. Katrín Solbjarts- dóttir Elsku amma, söknuðurinn er sár, sefar hann þau mörgu ár, sem áttum við saman. Svo var oft mjög gaman. Af kostgæfni valdir þú vininn, við þökkum þér systkynin. Lif þit var langt, fagurt sem fjöll, frábæra ömmu munum við öll. Þá er kominn lokadagur þinn, þakka vil ég sonarsonurinn. Þér vil eigna öll mín Ijóð, amma mín, þú varst svo góð. Kristján M. Falsson Kirkjustarf sunnudaginn 7. febrúar__________________________ Akureyrarkirkja Biblíudagurinn. Sunnudagaskóli kl. 11:00. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14:00 í umsjá sr. Svavars A. Jónssonar og sr. Birgis Snæ- björnssonar. Glerárkirkja Barnasamvera og guðsþjónusta kl. 11:00. Sameiginlegt upphaf. Æðruleysisguðsþjón- usta verður í kirkjunni kl. 20:30. Sr. Jónina Elísabet Þorsteinsdóttir predikar og þjónar ásamt sóknarpresti. Hvítasunnukirkjan, Akureyri Sunnudagaskóli fjölskyldunnar kl. 11:30. Biblíukennsla fyrir alla aldurshópa. Reynir Valdimarsson kennir um verk Heilags anda. Vakningasamkoma kl. 16:30. G. Theodór Birgisson predikar. Hjálpræðisherinn Hvannavöllum 10, Ak- ureyri. Sunnudagaskóli kl. 11. Almenn sam- koma kl. 17. Unglingasamkoma kl. 20. Ólafsfjarðarkirkja Biblíudagurinn: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Kirkjukaffi, Laufásprestakall Kyrrðar- og bænastund i Svalbarðskirkju kl. 21:00. Eyrarbakkaprestakall Barnaguðsþjónusta í Stokkseyrarkirkju kl. 11:00. Messa kl. 14:00 í Gaulverjabæjarkirkju. Árbæjarkirkja Guðsþjónusta kl. 11. Biblíudagurinn. Sr. Magnús Guðjónsson, fyrrum biskupsritari, annast guðsþjónustuna. Organleikari Pavel Smid. Barnaguðsþjónusta kl. 13:00. Breiðholtskirkja Biblíudagurinn. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Messa kl. 11:00. Altarisganga. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson messar. Digraneskirkja Fjölskyldumessa með þátttöku sunnudaga- skólans kl. 11:00. Fella- og Hólakirkja Guðsþjónusta kl. 11:00. Prestur sr. Valgeir Ástráðsson. Organisti Lenka Mátévoá. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Hjallakirkja Poppmessa kl. 11. Sr. íris Kristjánsdóttir þjónar. Poppband Hjallakirkju leikur. Barna- guðsþjónusta kl. 13:00. Kópavogskirkja Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Barnakór Kársnesskóla syngur. Einnig syngja börn úr barnastarfi kirkjunnar. Seljakirkja Biblíudagurinn. Krakkaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14:00. Helgi Elíasson, fyrr- um útibússtjóri, predikar. Áskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 14:00 með þátttöku Arnfirðingafélagsins. Sr. Sigurjón Einarsson, fyrrverandi prófastur, prédikar. Bústaðakirkja Barnastarfið fer í heimsókn í Langholts- kirkju. Mæting við Bústaðakirkju kl. 10:40. Biblíudagurinn. Guðsþjónusta kl. 11:00. Dómkirkjan Djáknavígsla kl. 11:00. Biskup íslands hr. Karl Sigurbjörnsson vigir. Sr. Hjalti Guð- mundsson dómkirkjuprestur þjónar fyrir alt- ari ásamt biskupi. Dómkórinn syngur. Elliheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 10:15. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Halldór Gröndal. Grensáskirkja Barnastarf kl. 11:00. Munið kirkjubílinn! Messa kl. 11:00. Altarisganga. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. Hallgrimskirkja Messa og barnastarf kl. 11:00. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Jón D. Hróbjarts- son. Kvöldmessa kl. 20:30. Landspítalinn Messa kl. 10:00. Sr. Ingileif Malmberg. Háteigskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Bryndis Val- björnsdóttir. Messa kl. 14:00. Langholtskirkja Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Kór yngstu barnanna syngur. Barnastarf Bú- staðakirkju heimur í heimsókn. Laugarneskirkja Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Kór Laugarneskirkju syngur. Prestur sr. Bjarni Karlsson. Neskirkja Barnasamkoma kl. 11:00. Biblíudagurinn. Messa kl. 14:00. Kvöldmessa með léttri sveiflu kl. 20:30. Seltjarnarneskirkja Messa kl. 11:00. Prestur sr. Guðný Hall- grímsdóttir. Barnastarf á sama tíma. Grafarvogskirkja Sunnudagaskóli í Grafarvogskirkju kl. 11:00. Sr. Vigfús Þór Árnason. Fjölskylduguðsþjón- usta í Engjaskóla kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson. Guðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Vig- fús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Organisti Hörður Bragason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.