Dagur - 20.03.1999, Page 1

Dagur - 20.03.1999, Page 1
T H E L G A R U T G A FA Verð ílausasölu 200 kr. Laugardagur 20. mars 1999 Óháð framboð í imdirhúningi Þreifingar og funda- höld um óháð fram- hoð í R-kjördæmimum í vor eru hafnar. Aðal stefnumál þess snýst um stjóm fiskveiða og kvótakerfið. Hópur manna er að skoða mögu- leikann á óháðu framboði í Reykjavík og Reykjaneskjördasmi til Alþingis í vor. Fólk sem Dagur hefur rætt við um þetta segir að mjög alvarlegar umræður um framboðsmálið séu komnar af stað. Meðal þeirra sem eru að skoða þetta óháða framboð eru menn úr áhugahópnum um auðlindir í almannaþágu. Degi er kunnugt um að þeir héldu með sér fund í gærmorgun, þar sem þetta var rætt. Þeir sem Dagur hefur rætt við tala um að hér sé um að ræða það sem menn kalla „einnnota" framboð fólks úr öllum stjórn- málaflokkunum. Grasrótarhreyf- ingu með stjórn fiskveiða sem höfuð mál á stefnuskrá sinni, en ekki stjórn- málaflokk. Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi þing- maður Fram- sóknarflokksins, er einn úr áhugahópnum um auðlindir í almannaþágu. Guðmundur G. Þórarinsson: „Ég kannast við að þetta er til umræðu hjá ákveðnum hópi manna." Hann var spurður um þetta hugsanlega óháða framboð. „Eg kannast við að þetta er til umræðu hjá ákveðnum hópi manna," sagði Guðmundur, en vildi ekki tjá sig frekar um málið að sinni. Ekkert útilokað Það skal tekið fram að það eru ekki allir úr áhugamanna- hópnum um auðlindir i al- mannaþágu, sem taka þátt í þessum þreifing- um. Talsmenn áhugahópsins sögðu á frétta- mannafundi, þegar þeir kynntu hug- myndir sínar, að þeir \áldu þrýsta á stjórnmála- flokkana að gera eitthvað í málinu varðandi stjórn fiskveiða og gjafakvótakerfið. Þeir segja nú að ekkert hafi kom- ið út úr því ef marka megi álykt- un Iandsfundar Sjálfstæðis- flokksins. Hins vegar sé málið svo stórt að það verði að gera risaátak til að leysa þann hnút sem deilan um gjafakvótakerfið sé komin í. Jón Magnússon lögmaður er einn úr áhugamannahópnum um auðlindir í almannaþágu. Hann segist kannast við þessa umræðu og þreifingar um óháð framboð. „Ahugamenn um þjóðmál og breytingar í þjóðmálum geta ekki útilokað neinar leiðir til að koma sínum áhugamálum fram og þá er meðal annars hugsanlegt að bjóða fram í þingkosningum. Ég tel að sjaldan hafi verið meiri ástæða en nú til þess að bjóða fram, þó ekki væri nema bara til að hræra upp í þessu staðnaða kerfi,“ sagði Jón Magnússon í samtali váð Dag. Ellert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður, er einn úr áhuga- hópnum og Degi er kunnugt um að við hann hefur verið rætt um þetta mál. Það er ljóst að þeir sem fara fyrir í þessum þreifing- um eru allir þaulreyndir stjórn- málamenn sem kunna vel til verka í svona málum. — S.DÓR Afnemur tjöldatíiJk- markaiiir Háskólanefnd Háskólans á Akur- eyri hefur ákveðið að beita ekki fjöldatakmörkunum í hjúkrunar- fræði á háskólaárinu 1999 til 2000. Ein meginástæða þessarar ákvörðunar er sá vilji yfirstjórnar háskólans að bregðast við þörf- um samfélagsins fyrir háskóla- menntað fólk á hverjum tíma, ekki síst þarfir landsbyggðarinn- ar. Um 80% þeirra hjúkrunar- fræðinga sem brautskráðst hafa frá Háskólanum á Akureyri starfa á landsbyggðinni en ein- ungis 20% þeirra sem hafa brautskráðst frá Háskóla Islands. Alls vantar í dag í um 300 stöðugildi hjúkrunarfræðinga miðað við stöðuheimildir auk þess sem talið er að fjölga þyrfti stöðuheimildum um 400, og því vanti um 700 hjúkrunarfræðinga til starfa á landinu til að Ieysa „mannekluna" í hjúkrun. — GG —1»™™ Það er skammt stórra högga á milli í veðráttunni fyrir norðan. Eftir ieiðinda áhlaup í fyrradag skein sól Akureyri í gær og börnin sem léku sér í Kjarnaskógi fögnuðu blessaðri birtunni. Vorjafndægur verða á sunnudag, og styttist þá í betri tíð. í heiði á morgun, 82. og 83. árgangur - 55. tölublað Afgreiddir samdægurs Venjulegirog demarrtsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524 womoMxexfvœx EITT NUMER AÐ MUNA 5351100 Fjölbreytt efni er í helgarblaði Dags. Vifi ekkert miðjiunoð í helgarviðtali í dag segir Stein- grímur J. Sigfússon miðjumoð- inu stríð á hendur. Hann segir m.a.: „Það er orðin merkileg þró- un í íslenskum stjórnmálum ef þrír flokkar ætla allir að troða sér inn á miðjuna, samanber nú síð- asta Iandsfund Sjálfstæðisflokks- ins. Geta menn þá ekki bara gengið í Framsóknarflokkinn í stað þess að vera að bítast um á miðjunni í mörgum llokkum?" Steingrímur telur að þær hrær- ingar sem nú hafa orðið í flokka- kerfinu séu varanlegri en þær breytingar sem orðið hafa á því áður. Þess vegna óttast hann ekki að örlög Vinstrihreyfingar- innar græns framboðs verði að hverfa af sjónarsviðinu eftir eitt kjörtímabil. Kálfskinnshj ónin I lielgar- blaðinu er einnig rætt við ferða- þjónustu- hjónin Kálfskinni, Svein Jóns- son og Asu Marinós- dóttur og son þeirra Sveinn og Ása í Kálfskinni. Marinó. Hugmyndaauðgin í fjöl- skyldunni er ótrúleg þegar kem- ur að ferðaþjónustu og greinilegt að túrismagenin eru ríkulega úti látin á þessum bænum. Þess utan er fjöldi áhuga- verðra efnisatriða að finna £ helgarblaðinu eins og venjulega. I þættinum sönnum dómsmál- um er fjallað um peningapóker, rætt er við þá veiðifélagana Arna Baldursson og Þórarin Sigþórs- son, tannlækni. Auk þess flugu- veiðipistill, bókahillan, Land og þjóð og fleira og fleira. Góða helgi!

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.