Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 8
8- LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 rD^tr FRÉTTASKÝRING Það er óðirni að skýr- ast hverjir verða í framboði í kosningim- um í vor og í fljótu hragði virðist sem hlutur kvenua á fram- boðslistum sé hetri eu í síðustu þiugkosniug- uin eu hins vegar er alls óvíst að konum á þingi fjölgi mikið. I kosningunum 1995 voru í boði 56 listar í átta kjördæmum lands- ins. I vor verða framboðslistarnir mun færri, en þó að minnsta kosti 40. Fimm flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum, Fram- sóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Vinstri hreyfingin grænt framboð og Frjálslyndi flokkurinn. Að auki hafa Kristileg stjórnmálahreyfing og Húman- istafiokkurinn boðað framboð í stöku kjördæmi og hugsanlega eiga fleiri pólitískir áhugamenn eftir að bætast í slaginn. Mislangt komið Sjálfstæðisflokkurinn hefur geng- ið frá öllum sínum framboðslist- um, Framsóknarmenn eiga að- eins eftir að berja saman listann í Reykjavík. Vinstri hreyfingin hef- ur birt Iista í fimm kjördæmum, en Suðurland, Reykjanes og Norðurland vestra eru enn í smíðum. Samfylkingin hefur birt lista á Suðurlandi, Vestijörðum og Austurlandi og í öðrum kjör- dæmum voru prófkjör og liggur nokkuð fyrir hverjir verða í efstu sætum. Það á þó ekki við um Norðurland vestra þar sem illa gengur að fá menn til að sætta sig við úrslitin í prófkjörinu þar. Fijálslyndi flokkurinn hefur ekki enn birt einn einasta lista og fátt verið upplýst í þeim efnum nema að formaðurinn Sverrir Her- mannsson verði í fyrsta sæti á Vestfjörðum. Færri listar Undanfarið hefur verið töluvert rætt um hlut kvenna í pólitík. Ymsir hafa þóst sjá þess merki að konum muni fjölga á Alþingi í kosningunum í vor en þær eru nú fjórðungur þingmanna og er það talsvert lægra hlutfall en annars- staðar á Norðurlöndum. Það er því forvitnilegt að skoða hlut kvenna á þeim framboðslistum sem þegar hafa verið kynntir. I síðustu kosningum voru 10 listar af 56 með karla í þremur efstu sætum. Það voru D-listinn í Reykjavík, á Vesturlandi, Vest- fjörðum og Norðurlandi vestra, tveir Kristilegir listar, listi Nátt- úrulagaflokksins í Reykjavík, listi Alþýðuflokksins á Suðurlandi, listi Framsóknar á Austurlandi og M-listi Péturs Bjarnasonar á Vestfjörðum. Kvennalistinn bauð fram í öllum kjördæmum og þar var að sjálfsögðu engan karl að sjá en engin önnur dæmi voru um það í síðustu kosningum að efstu sæti væru karlmannslaus. Karlar efstir Karlar voru oddvitar langflestra framboðslista síðast og verða áfram þótt hlutafallið virðist ætla að lagast. Konur voru í fyrsta sæti á 16 af 56 Iistum 1995 en þar af voru sem fyrr sagði 8 Kvennalist- ar. Ef þeim er sleppt í þessum samanburði kemur í ljós að konur voru oddvitar á 17 prósentum framboðslistanna 1995 eða 8 af 48. I vor er hins vegar útlit fyrir að konur Ieiði að minnsta kosti fjórðung framboðslista. Þrjár framsóknarkonur eru oddvitar lista, Siv Friðleifsdóttir á Reykjanesi, Ingibjörg Pálmadóttir á Vesturlandi og Valgerður Sverr- isdóttir á Norðurlandi eystra. Konur leiða einnig þrjá af 8 fram- boðslistum Samfylkingar, Jó- hanna Sigurðardóttir í Reykjavík, Rannveig Guðmundsdóttir á Reykjanesi og Margrét Frímanns- dóttir á Suðurlandi. Lilja Rafney Magnúsdóttir er oddviti Vinstri hreyfingarinnar á Vestfjörðum, Þuríður Backmann á Austurlandi og líklegt verður að teljast að Kristín Halldórsdóttir verði í fyrs- ta sæti á lista hreyfingarinnar í Reykjaneskjördæmi. Síðast en ekki síst hafa þau sögulegu tíma- mót orðið að kona leiðir lista Sjálfstæðismanna en það er Arn- björg Sveinsdóttir á Austurlandi. Sjálfstæðiskoniun fjölgar Telja verður nokkuð öruggt að Sjálfstæðiskonum fjölgi á þingi í kosningunum í vor. Ef miðað er við að flokkurinn fái jafnmarga þingmenn og síðast og í sömu kjördæmum verða sjö konur í 25 manna þingflokki en ekki fjórar eins og nú er. Katrín Fjeldsted er reyndar þegar mætt því hún kom inn á þing eftir áramót í staðinn fyrir Friðrik Sóphusson. Hinar tvær eru Þorgerður Gunnarsdótt- ir sem er í 4. sæti á lista flokksins á Reykjanesi og Drífa Hjartar- dóttir sem skipar 2. sætið á Suð- urlandi. Fari svo að fylgi Sjálfstæðis- flokksins aukist í vor eins og kannanir hafa gefið til kynna gæti konunum í þingliðinu fjölgað enn meir. Það eru konur í vonarsæt- um í Reykjavík, á Vesturlandi og Vestfjörðum og verður að minns- ta kosti Asta Möller í 9. sætinu í höfuðborginni að teljast vel heit ef marka má kannanir. Með öðr- um orðum er ekki ólíklegt að þingkonum Sjáflstæðisflokksins fjölgi um að minnsta kosti 100 prósent eða úr 4 í 8. Óbreytt hjá Framsókn Það þarf hins vegar mikið að breytast ef konum á að fjölga í þingflokki Framsóknar, en kynja- hlutfallið gæti þó eigi að síður Iagast. Þrír af 15 þingmönnum Framsóknar eru konur en ef þingmönnum flokksins fækkar eins og skoðanakannanir hafa ótvírætt bent til verða það karl- menn sem detta fyrir borð. Kon- urnar þtjár verða allar að teljast í öruggum sætum. Pólitískar hræringar Pólitískar hræringar á vinstri Konur leiða fjórðung listanna í komandi konsingum og það er alls óvíst að hlutur kvenna vei vængnum gera það að verkum að það er öllu erfiðara að spá fyrir um kynjahlutfallið í þingflokki Samfylkingarinnar og slíkum spám verður eðlilega að taka með miklum fyrirvara. Ef svo færi að Samfylkingin fengi sama fylgi og flokkarnir sem að henni standa fengu í sfðustu kosningum verða nfu konur í þingflokknum. Það fer síðan eftir því við hvað er mið- að hvort Jiað telst fækkun eða fjölgun. I kosningunum 1995 voru kosnar níu konur á þing fyr- ir Alþýðubandalag, Alþýðuflokk, Kvennalista og Þjóðvaka, en Sig- ríður Jóhannesdóttir kom fljót- lega inn í staðinn fyrir Ólaf Ragn- ar Grímsson. I þingflokki Sam- fylkingar í dag eru hins vegar átta konur því Krístin Astgeirsdóttur og nafna hennar Halldórsdóttir eru sem kunnugt er báðar komn- ar yfir í þingflokk óháðra. Fækkai hjá Samtylkingu Klofningurinn í Alþýðubandalag- inu og Kvennalistanum á sjálfsagt eftir að höggva skarð í fylgi Sam- fylkingarinnar og því er ekki ólík- legt að konurnar í þingflokki hennar verði heldur færri en nú er. Jóhanna Sigurðardóttir, Bryn- dís Hlöðversdóttir, Guðrún Ög- mundsdóttir og Asta R. Jóhann- esdóttir eru í öruggum sætum í Reykjavfk en meira vafamál verð- ur að teljast hvort áttunda sætið dugar til að koma Guðný Guð- björnsdóttur á þing. Rannveigu Guðmundsdóttur er örugg í efsta sætinu á Reykjanesi og sennilega Sigríður Jóhanensdóttir í þvf Ijórða, en það sama verður ekki sagt um Þórunni Sveinbjarnar- dóttur í fimmta sætinu. Margrét Frímannsdóttir formaður Alþýðu- bandalagsins og talsmaður Sam- fylkingarinnar verður að teljast öruggt þingmannsefni en verði úrslitin í prófkjörinu á Norður- landi eystra látin standa er afar ólíklegt að Svanfríður Jónasdóttir sitji á þingi næsta kjörtímabil. Með öðrum orðum það gæti svo farið að þingkonur Samfylkingar- innar yrðu aðeins sjö eftir kosn- ingarnar í vor,* eða jafnmargar og hugsanlega færri en þingkonur Sjálfstæðisflokksins. Hvaðan kemur uppbótin Um framtíð Vinstri hreyfingar- innar - græns framboðs er einnig erfitt að spá. Miðað við skoðana- kannanir verður að teljast Iíldegt VALGERÐUR JÓHANNS DÓTTIR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.