Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 10
\i V T ? W I. v» r\ c « 11 ^ a u ^ i r i ro^tr t v 10 — LAUGARDAGUR 20. MARS 19 9 9 ÞJÓÐMÁL Sj álfskípaður kviðdómur eða virðing fyiir lýðræði ANNA KAROIylNA VILHJALMS- DOTTIR FRAMKVÆMDASTJÚRI SKRIFAR Fyrir fjórum árum síðan tók und- irrituð þátt f kosningabaráttu á Norðurlandi eystra fyrir Alþýðu- flokkinn sem þá hafði gengið í gegnum erfitt innanhúss átaka- tímabil og bar auk þess stimpilinn „spilltur flokkur." Flokkur er hóp- ur af fólki og þar af leiðandi vor- um við félagsmenn, eða kratar, „hinir spilltu." Umræðan tók á sig ótrúlega fjölbreytta mynd af óskaplega vondu fólki sem hefði misnotað völd sín, og væri ekki verðugt trausts. Hvar umræðan byrjaði eða endaði skipti ekki máli, boltinn fór í loftið og skilin voru ekki skýr, kratar voru bara einfaldlega spilltari en aðrir. Það var mjög lærdómsríkt að fylgjast með því hvernig umræða gat allt í einu orðið óendanlega stjórnlaus og án þess að hið raun- verulega umræðuefni væri krufið til mergjar. Slfk umræða á sér marga viðhlæjendur sem njóta þess að taka þátt. Sumir hafa hugsjónir að verja, aðrir eitthvað annað! Ein af ástæðum þess að ég fór í baráttuna var sú að ég taldi Sig- björn Gunnarsson, sem þá var sitjandi þingmaður, hafa staðið sig vel sem þingmaður og ekki eiga það skilið að falla út vegna tilkomu Þjóðvaka, ekki síst þar sem hann hafði ávallt stutt Jó- hönnu ekki síður en undirrituð. Baráttan tapaðist þá, við urðum auðvitað grautfúl, sár og svekkt eins og keppnisfólk verður þegar það tapar, EN niðurstaða var fengin og hana varð að virða. Enginn teknr af skarió Nú fjórum árum síðar fór Sig- björn aftur í baráttuna og sigraði í prófkjöri þar sem allir áttu jafnan rétt á að sigra samkvæmt reglum lýðræðisins, en hvað gerist þá! Umræðan er aftur orðin stjórn- laus og enginn tekur af skarið. Allt í einu er það orðið meiri hátt- ar áfall að maður sem var áður þingmaður, nú sveitarstjóri og er jafn rétthár og hver annar að gefa kost á sér í prófkjöri, hafi unnið aðra frambjóðendur. Eg spyr: Hvaða leikreglur eru hér í gangi og hver er sökudólgur- inn? Er það sá sem úthrópaður er sem verri kostur en aðrir eða er það sá sem setur sig í dómarasæti og gleymir kjarna málsins? Eru málefni Samfylkingarinnar ekki meira virði? Er baráttan orðin að vígaferli á mannorði þess sem nýtti sér valfrelsið, barðist fyrir sínu og hlaut sigur? Ef svo er þá Freyvangs- leikhúsið Hamingjuránið - frábær gamansöngleikur eftir Benght Alfors Leikstjóri: Jón Stefán Kristjánsson Tónlistarstjóri: Garðar Karlsson 7. sýn. laugardaginn 20. mars kl. 20:30. Frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa. Miðapantanir í síma 463-1195 kl. 16.00 - 19.00 alla daga hljóta að vakna margar spurning- ar um lýðræðið og mátt þess. Samfylking táknar ekld að fólk raði sér saman í hallelúja hóp og sé ánægt með allt og alla. Það er mergurinn málsins. Fólki líkar misvel við hvort annað og ekki síður misilla. Það má ekki verða til þess að sameiginleg málefni séu sett til hliðar og „ósýnilegur" kviðdómur taki ákvörðun um hvort ein manneskja sé betri eða verri valkostur en önnur. Það er einn hópur sem á rétt á slíku vali og það er fólkið sem kýs í próf- kjöri eða kosningum. Sé fólk bar- áttufúst og trúi á mátt samvinnu og samstöðu á ekkert að hindra að það berjist með þeim sem stefna á sama markmið. Aðrir eiga að berja á þeim en þeir eiga ekki að berjast innbyrðis eftir að nið- urstaða er fengin. Þá reynir á persónuleika og trúverðugleika þeirra sem stjórna málum. Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 22. mars 1999 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Kristján Þór Júlíusson og Sigfríður Þorsteinsdóttir til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geisla- götu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem að- stæður leyfa. Síminn er 462 1000. Skora á frambjóðendux Hver sem ástæðan er þá er um- ræðan nú stjórnlaus og nafnlaus- ir viðmælendur eru bornir fyrir stöðu mála á Norðurlandi eystra. Ég skora á frambjóðendur þá sem gáfu kost á sér í prófkjörið að nýta sér áhrif sín, koma fram í nafni lýðræðis og skora á fólk að virða niðurstöður og einbeita sér að samstöðu og uppbyggingu í stað niðurrifs og sundrungar. Þetta fólk gaf kost á sér í prófkjör til þess að vinna að málefnum Sam- fylkingarinnar. Ég skora á þá að taka af skarið og nota áhrif sín og tengsl við fólkið til þess að koma á sáttum í nafni Samfylkingarinnar. Að öðrum kosti verður þetta skrípaleikur og hneisa ekki síst fyrir þá sjálfa og þá sem nú ráðast að einum frambjóðanda og út- hrópa hann óhæfari en aðra. Er ekki mál að linni og þeir taki af skarið sem eiga að stjórna þessum málum fyrir norðari? Niðurstaða fékkst í prófkjöri, þá niðurstöðu á að virða og styðja af forystufólki í báðum flokkum og þeim sem ábyrgð bera á undirbúningi fyrir kosningar. Málið er einfalt: Ef enginn frambjóðandi er tilbúinn til að taka þátt í sjálfskipaðum dómi um manngildi fólks þá er enginn grundvöllur og hefur aldrei verið fyrir þeirri umræðu sem farið hef- ur fram um óljósa stöðu Samfylk- ingarframboðs fyrir norðan. Nið- urstaðan er fengin. Fólk í Al- þýðuflokki, Alþýðubandalagi og Þjóðvaka og aðrir Norðlendingar eiga skilið samstöðu, samkennd og sameiginlega baráttu fyrir ár- angri til bætts mannlífs í nafni Samfylkingarinnar, lfka á Norður- landi eystra. Beijumst fyrir þremur þingsæt- um Samfylkingarinnar á Norður- landi eystra. Lögregluskóli ríkisins Auglýsing um inntöku nýnema UM NÁMIÐ: í grunnnámi Lögregluskóla ríkisins fer fram menntum og þjálfun þeirra sem vilja gerast lögreglumenn í lögreglu ríkisins. Grunn- námið er tveggja anna nám með starfsþjálfun í lögreglu milli anna. Höfðumarkmiðið með náminu er að mennta lögreglumenn í lögreglufræðum, lögfræði, tungumálum og sérgreinum en einnig að þjálfa þá líkamlega svo þeir öðlist kunnáttu og færni til að takast á við lögreglustarfið með þeim hætti sem lögregluyfirvöld og samfélagið krefst á hverjum tíma. NÁMSTÍMABIL: Á haustönn 1999, sem hefst í annarri viku september og stendur í fjórtán vikur, fer fram kennsla á fyrri önn grunnnáms lögreglu- manna. FJÖLDI NEMENDA: Ákveðið hefur verið að fjöldi nemenda sem munu hefja nám á önninni verði 32. Þeim sem standast munu próf verður séð fyrir starfsþjálfun í lögreglu ríkisins. Nám á fyrri önn telst ekki láns- hæft sérnám að mati stjórnar LÍN. ALMENN SKILYRE* Til þess að geta sótt um skólavist þurfa umsækjendur að uppfylla almenn skilyrði, sbr. 2. mgr. 38. gr. lögreglulaga nr. 90/1996: Ríkisborgararéttur: Aldur: Mannorð: Heilbrigði: Líkamlegt ástand: Ökuréttindi: Menntun: íslenskukunnátta: Erlend tungumál: vera íslenskir ríkisborgarar vera 20 til 35 ára mega ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verkn- að samkvæmt almennum hegningarlögum vera andlega og líkamlega heilbrigðir vera syndir og standast inntökupróf í þreki hafa almenn ökuréttindi til bifreiðaaksturs hafa lokið a.m.k. tveggja ára almennu framhalds- námi eða öðru sambærilegu námi með fullnægj- andi árangri hafa gott vald á íslensku og standast inntökupróf hafa gott vald á einu Norðurlandamáli; hafa einnig gott vald á ensku eða þýsku SKIL UMSÓKNA OG ÚRVINNSLA: Þeir sem hafa áhuga á námi í Lögregluskólanum og uppfylla framangreind skilyrði skulu skila umsóknum til Lögregluskóla rík- isins, Krókhálsi 5a, 110 Reykjavík, fyrir 15. apríl 1999. Umsóknareyðublöð fást hjá lögreglustjórum og Lögregluskóla ríkisins. Konur sem uppfylla skilyrðin eru sérstaklega hvattar til að sækja um inngöngu í skólann. Þegar umsóknir liggja fyrir mun valnefnd Lögregluskólans vinna úr þeim og m.a. sjá um framkvæmd inntökuprófa og taka viðtöl við þá umsækjendur sem koma til greina. Stefnt er að því að inntökupróf verði haldin dag- ana 17. - 22. maí 1999. Kópavogi 10. mars 1999 RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN Styrktarfélag vangefinna Aðalfundur félagsins verður haldinn í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, fimmtudaginn 25. mars nk. kl. 20.00. • Venjuleg aðalfundarstörf. • Lagabreytingar. • Kaffiveitingar. Félagar fjölmennið. Stjórnin „Ég spyr: Hvaða leikreglur eru hér ígangi og hver er sökudólgurinn? Er það sá sem úthrópaður er sem verri kostur en aðrir eða er það sá sem setur sig í dómarasæti og gleymir kjarna málsins? Eru máiefni Samfylk- ingarinnar ekki meira virði? Er baráttan orðin að vígaferli á mannorði þess sem nýtti sér valfrelsið, barðist fyrir sínu og hlaut sigur?"

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.