Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 11
 LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Gleðikonur í þýskri borg. Vel skipulagðir glæpaflokkar smygla fólki inn I Evrópusambandið og gera út vændis- konur, sem fluttar eru inn fá fátækari löndum fyrir austan og sunnan. Yfirvöld taka glæpalýðinn mjúkum höndum til að vera ekki ásökuð um ofsóknir gegn útlendingum. Græða á að smygla fólkl ODDUR ÓLAFSSON SKRIFAR Vel skipulagðir glæpaflokkar stunda smygl á fólki inn fyrir landamæri Evrópusambandsins. Margir þeirra hafa snúið sér frá fíkniefnasmygli að því að smygla fólki. Það gefur allt eins vel af sér og er mun áhættuminna því dóm- ar fyrir að hjálpa fólki yfir landa- mæri eru mun vægari en fyrir að smygla eiturlyljum. Það er mun erfiðara að taka á brotum af þessu tagi en öðrum glæpum þar sem bæði smyglararnir og „varn- ingurinn“ njóta vissrar samúðar. Það er til dæmis sjaldnast litið á þá sem komast ólöglega inn fyrir landamæri sem sakamenn og þótt þeir Ijúgi og villi á sér heimildir er það talin eðlileg sjálfsbjargarvið- Ieitni. Það vill gleymast að smyglar- arnir eru harðskeyttir glæpa- menn, sem iðulega skilja við- skiptavini sína eftir á köldum klaka eða hreinlega drekkja þeim á leið til fyrirheitnu Iandanna, eftir að þeir eru búnir að fá greitt fyrir sinn snúð. Algengt er að „fargjaldið" yfir Iandamærin til ES landa kosti um 150 þúsund kr. Arleg velta smyglaranna er álitin vera 200- 300 milljarðar króna. En talið er að árlega sleppi um 400 þúsund ólöglegir innflytjendur inn fyrir landamæri Evrópusambandsins. Leiðirnar eru margar og kallað- ar bláa leiðin, sem er sjóleiðin og græna leiðin, sem er landvegur- inn. Frá Marokkó er fólki smyglað yfir til Spánar, frá Túnis til Sikil- eyjar, frá Albaníu yfir Adríahaf til Ítalíu. Síðan eftir öllum landa- mærum allt til Finnlands. Engin tölfræðileg ágiskun er til um hve margir greiða hátt gjald fyrir að komast til Evrópusambandsins og eru sviknir um að fá flutning yfir landamærin, eða rétt landamæri. Þannig er tiltölulega algengt að greitt sé fyrir farið í Albaníu og farið um borð í gúmmíbát með utanborðsmótor og lagt af stað yfir til Ialíu í skjóli nætur. Undir morgun er fólkið rekið í Iand og kemst að því að það er í Króatíu og hefur aldrei fengið flutning yfir Adríahafið. Oft er samband milli ólöglegra mannflutninga og melludólga sem smygla stúlkum frá Austur- Evrópulöndum og vestur yfir. Þar gera bófaflokkar stúlkurnar út og hóta að koma upp um þær og láta senda til baka ef þær skila ekki lágmarksgróða. Lygi og vandainál Það sem fjTÍr innflytjendum vakir er, að sækja um hæli sem flótta- menn og fá dvalarleyfi og síðar ríkisfang. I fæstum tilvikum upp- fylla þeir aðkomnu þau skilyrði að geta talist pólitískir flóttamenn. Til dæmis þykjast flestir Albanir sem komast vestur yfir vera frá Kosovó og eiga miklar hremming- ar yfir höfði sér verði þeir sendir Baksvið Að smygla fólki inn í Evrópusambandið er stundað af vel sldpu- lögðum glæpafloMaim, sem einsMs svífast. til baka. Þeir varast að geta fram- vísað nokkrum skilríkjum til að sanna ríkisfang sitt og setja inn- flytjendayfirvöld í mikinn vanda. Þegar einu sinni er komið inn fyrir landamæri Evrópusam- bandsins, eða þau landamæri sem nú eru kennd við Schengen, er auðvelt að ferðast um sldlríkja- laus milli Ianda. En það er ekki eins auðvelt að fá landvist og áður var. Gerðar eru strangari kröfur um að menn sýni fram á að að- stæður þeirra falli undir þau ákvæði sem gerð eru til að fá að teljast flóttamenn. Sakamenn og landhlauparar eru meðal þeirra sem leita hælis og margir ann- markar eru á að Iandvistarleyfi fá- ist. A síðasta ári var 76 af hun- draði þeirra sem sóttu um land- vist hafnað. Straumur ólöglegra innflytj- enda eykst eftir því sem reglur eru hertar um landvist þeirra. Hundruðir þúsunda bíða eftir landvistarleyfi og hafa margir þeirra beðið árum saman. Ef fólki er ekki snúið við á landamærum Schengen er ekki alltaf einfalt að vísa því úr landi, eða út fyrir Evr- ópusambandið. Sé manni vísað úr Iandi verður að senda hann til þess lands sem hann kom frá. En þegar maður hefur hvorki vega- bréf né stimpil landamærastöðvar er ekki hægt að kasta honum yfir hvaða Iandamæri sem er. Nýlendur í Evrópu I mörgum löndum innan Schengen tekur það sex mánuði til sex ár að fá úrskurð um land- vistarleyfi. Flestir sækja um Iand- vist í Þýskalandi og var fjöldi nýrra umsækenda þar 98.700 á síðasta ári. I Bretlandi bíða 65 þúsund manns eftir úrskurði inn- flytjendayfirvalda. Ekki eru innflytjendur fyrr bún- ir að fá Iandvistarleyfi fyrr en ætt- ingjar fara að streyma að og eiga í mörgum tilvikum líka kröfu á Iandsvist eða ríkisfangi. Þannig eru að skapast nýlendur víða um vestanverða Evrópu. Rússar streyma til Antverpen, Albanir til London og Afganir til Amster- dam. Þau ríki sem innflytjendur sækja mest í, svo sem Þýskaland og Holland, hreyfa því gjarnan að vandamálinu sé skipt milli ríkja Evrópusambandsins. En flestar ríkisstjórnir þykjast hafa nóg með sig og innflytjendur valsa þangað sem þeir helst vilja vera, eða skástu kjörin bjóðast. Ráðamenn og yfirvöld í vestan- verðri Evópu ganga þess ekki dul- in að glæpaklíkur stjórna innflytj- endastraumnum að miklu leyti og að þessir fólksflutningar eru óeðlilegir og óæskilegir. En varast er að tala upphátt og af hrein- skilni um málin, því þeir sem það gera eru stimplaðir kynþátta- og útlendingahatarar, fasistar og nasistar og vandamálin halda áfram að krauma undir sléttu )T- irborði og glæpamennirnir sem smygla fólki halda áfram að græða á tá og fingri. Erindrekar og eftirlitsfólk yfírgefur Júgóslavíu JUGOSLAVIA - Knut Vollebæk, utanríkisráðherra Noregs og yfirmað- ur Oryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (OSE), skýrði frá því í gær að allir eftirlitsmenn ÖSE verði fluttir á hrott frá Kosovo-héraði. Þá var þegar byijað að flytja útlendinga og sendiráðsstarfsmenn á brott frá Júgóslavíu, og hafa fjölmörg ríki hvatt þá ríkisborgara sína, sem búsett- ir eru í Júgóslavíu, til þess að hafa sig á brott hið fyrsta. Friðarviðræð- um Serba og Kosovo-Albana var frestað um óákveðinn tíma og verður ekki haldið áfram fyrr en Serbar lýsa sig tilbúna til þess að undirrita bráðabirgðasamkomulagið, sem Albanir hafa þegar undirritað. Spenna fer nú vaxandi í Kosovo, auk þess sem NATÖ hefur hvað eftir annað hótað loftárásum á Serba ef þeir sýna ekki samningsvilja. LAVITA ÉBELLA □□[BölbT] CcrGArbic j DIGITAL SOUND SYSTEIVl Sýnd kl. 21 og 23. MuLAN Sýnd um helgina kl. 13. Miðaverð kr. 300 kr. RÁÐHÚSTORGI ____ □D!“3 SÍMI461 4666 TF[X l Two SmoKiNg BarrEls STÓRMYND Sýnd kl. 6.50. Sýnd kl. 17 - ísl. tal. Einnig sýnd kl. 15 um helgina. ,j i ivíSdKVJ'rKtv&tLtcrrffrtinte11 > j.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.