Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 2
II-LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 ~Dagur SÖGUR OG SAGNIR FyUdngar mætast Framhald afforsíðu Þegar fundi lauk í porti Miðbæj- arbarnaskólans bættist þaðan stór hópur við söfnuðinn á Aust- urvelli og mátti þá með sanni segja að þar væri orðin þröng á þingi. Sem þessi nýja fylking seig inn á völlinn varð mér starsýnt á nokkra unga menn sem ruddust um fast og létu alldólgslega. Fannst mér ég bera kennsl á fyr- irliðann sem var í hærra lagi, rauðbirkinn í andliti og eldrautt hárið. Þennan vetur átti ég sæti í stúndentaráði, var gjaldkeri þess og sá m.a. um dansleiki sem haldnir voru á vegum þess í fjár- öflunarskyni. hafði einn slíkur verið haldinn í Tjarnarkaffi. Var dansleikur hafinn þegar ungur maður, fremur hávaxinn og rauð- hærður kom með asa nokkrum að dyrum og kvaðst eiga brýnt er- indi við mann nokkurn sem staddur væri á dansleiknum. Fór hann þess á leit að fá að fara inn í húsið og hafa tal af manni þess- um. Eg var þá staddur í anddyri hússins ásamt lögregluþjóni. Vfs- aði ég erindi piltsins til lögreglu- þjónsins en hann aftur til mín. Kvaðst pilturinn skyldi setja tryggingu fyrir því að hann kæmi fljótlega aftur, tók upp nokkrar munnhörpur úr vösum sínum og fékk mér. Þótti mér tryggingaféð í meira lagi kynlegt en lét kyrrt liggja og hleypti pilti inn. Hvarf hann síðan inn í iðandi mann- þröngina en kom að vörmu spori aftur, þakkaði fyrir sig og hirti munnhörpurnar og skundaði brott. En sem fylkingin birtist þarna á Austurvelli 30. mars þóttist ég kenna kauða frá því fyrr um vet- urinn. Engin merki sá ég þó að þessu sinni um munnhörpur enda skipt um tryggingafé og ekki vanþörf á vasarúmi. Gat ég ekki betur séð en piltur hefði komið við í matvöruverslun því að vasar virtust úttroðnir af eggjum. Einnig sveiflaði hann brotnum stólfæti og fór mikinn. Ekki leið á löngu uns egg tóku að dynja á þinghúsinu og brátt sást eggjarauða leka niður hér og þar eftir gráum steinvegg þessa virðulega húss. Og brátt kvað við brothljóð og síðan fleiri og sýni- legt að eitthvað harðara en eggin flaug um loftið svo rúður urðu undan að láta. Stympingar hefjast Nokkru áður en þetta varð hafði hópur Iögregluþjóna gengið fylktu liði frá lögreglustöðinni í Pósthússtræti meðfram Hótel Borg og tekið sér stöðu fyrir framan aðaldyr Alþingishússins. Horfðust þessir laganna verðir í augu við manngrúann á Austur- velli, allir klæddir einkennisbún- ingum og báru svarta hjálma á höfði, ekki ósvipaða að gerð og þýskir hermenn notuðu og oft höfðu sést í kvikmyndum á stríðs- árunum síðari. Einnig báru lög- regluþjónarnir. reiddar kylfur og gasgrímur tiltækar. Með alvæpni eins og orðað var í Islendingasög- um. Allt var þetta í senn broslegt og eigi að síður alvarlegt fyrir þann sem aldrei hafði séð neitt í líkingu við slíkt áður. Og þótti mér þetta í meira lagi kynlegt því að í þessum hópi þóttist ég þekk- ja nokkra friðsama nemendur mína frá því fyrr um veturinn er ég á lögreglunámskeiði kenndi þeim íslensku í dómsal yfir lög- reglustöðinni í Pósthússtræti. Hvað var eiginlega að gerast? Þegar grjót- og eggjakastið jókst sá Iögreglan að við svo búið mátti ekki standa enda hafði stærðar grjóthnullungi verið varpað og hann brotið rúðu svo glerbrotum rigndi yfir forseta sameinaðs þings sem þar stjórn- aði fundi. Reyndi lögreglan að þoka mannfjöldanum frá þing- húsinu og urðu af nokkrar stimp- ingar sem smáhörnðnuðu og kom þar brátt að torfuskeklum og hraungrýtismolum var varpað að lögregluþjónunum. Góð skilyrði fyrri múgæs- ingu Voru því orðin hin ákjósanleg- ustu skilyrði fyrir múgæsingu og ýmsum ekki orðið rótt þegar dyr- um Alþingishússins var skyndi- lega hrundið upp og út þaut hóp- ur ungra manna með hvítt bindi um handlegginn og vopnaður kylfum eða bareflum. Var nú eins og olíu væri hellt á eld og erfitt hvar lögreglumaður átti í höggi við nokkra sem stimpuðust við og einhverjir voru komnir á fjóra fætur. Hjálmuriuu bjargaði Meðfram gangstígum, sem skip- tu Austun'elli í reiti, voru hraun- steinar eða hellur og stóðu upp á rönd. í fárra metra færi frá mér gat að líta þegar einn Austun'all- argestur þreif upp hellu, t\a'henti og varpaði að lögregluþjóni sem bar á höfði hjálm sem söng í er steinninn skall þar á og hefði sá laganna vörður tæplega kunnað frá tíðindum að segja ef ei hefði hjálmurinn verið. Þótti mér nú orðið nóg um það er fyrir bar. Á öðrum stað átti hvítliði í höggi Mð skötuhjú tvö. Lamdi hann strákinn með kylfu en í sömu svipan sveif valkyrjan á hvftliðann og afvopnaði. Lagði sá borðalagði á flótta, stefndi á þinghúsið og átti fótum ijör að Iauna. Rétt í því bar að lögreglu- Herstöðvarandstæðingar hafa oft mótmælt kröftuglega og þótt þessi mynd sé ekki frá 1949 er greinilega heitt í kolunum. að greina hvað gerðist nema allt virtist vitlaust ætla að verða. Börðu lögreglumenn frá sér er vaxandi þrýstings og æsings gætti með mannfjöldanum fyrir fram- an þá. Hlutu margir pústra jafnt sekir sem saklausir. Mun ýmsum sem fyrir urðu hafa þótt þungt undir að búa og reiðin blossað upp í mönnum og lögreglan ekki öfundsverð af sínu hlutverki. Er vandséð til hvers hefði dregið að óbreyttu ef ekki hefði verið varp- að táragassprengjum yfir mann- fjöldann enda ekki um margt að velja eins og komið var. Gagnrýnt var harðlega eftir á að fjöldanum skyldi ekki vera til- kynnt hvað í vændum var og fólki gefinn kostur á að forða sér áður en táragasið kæmi til sögunnar. Borið var við síðar að viðvörun hefði verið gefin úr hljóðmagnara frá þinghúsinu en grunur Iék á að í öllu öngþveitinu hafi magnar- inn vitað inn í húsið. Ég stóð nærri þinghúsinu og heyrði aldrei neina viðvörun svo að dauf hefir hún verið í meira lagi. En sannleikurinn mun sá að málin snerust svo snöggt og óvænt og samræmdar aðgerðir það ómark- vissar að ekki var ráðrúm til ann- ars en dreifa mannfjöldanum á tiltölulega skammri stundu þegar áhrifa frá gasinu tók að gæta. Ég hörfaði að styttu Jóns Sigurðs- sonar og lét þar fyrir berast um stund, ákveðinn í að standa með- an stætt væri og fylgjast grannt með því sem fram færi enda aldrei orðið áhorfandi að slíku hvorki fyrr né síðar. Var orðið ærið þunnskipað fyrir framan mig og ég enn ekki farinnn að finna fyrir gasinu í lofti. Sá ég. þjón er stökkti skötuhjúunum á flótta og vissi ég ekki fyrri til en lögregluþjónninn stefndi á mig með reidda kylfu. Varð mér ekki um sel og frekur er hver til fjörs- ins. A augabragði yfirgaf ég Jón, sem stóð með hendur á jakka- boðungi og bifaðist hvergi fremur en kletturinn, horfði á öll þessi læti, trúr köllun sinni: Ekki víkja. Sá ég hvar fólksstraumur lá meðfram Hótel Borg og þaðan inn í Austurstræti og raunar allar götur sem vissu frá Alþingishús- inu. Margir leituðu skjóls í dóm- kirkjunni. Beið ég ekkki boðanna, hentist af stað og hugðist ná Austur- stræti með því að fara þvert yfir völlinn. Dró ég ekki af mér á hlaupunum með lögregluþjón á hælum mér. Þá heryði ég allt í einu hvin í lofti yfir höfði mér og eitthvað féll til jarðar skammt framan við mig og síðan hviss og grátt ský sveif upp af og var eins og veggur framundan. Ég hafði ekki náð settu marki, opinu á Austurstræti og Pósthússtræti. Voru nú tveir fyrir höndum, ann- að hvort að beygja af leið þvert til hægri og taka stefnu á Borgina og síðan í Austurstræti eða æða gegnum mökkinn þótt súrna kynni í augum. Valdi ég síðari kostinn. En þvílíkt helv... Mig logverkjaði í augun og tárin streymdu svo að við ekkert varð ráðið hvenig sem ég þurrkaði með vasaklútnum. Var ég um stund alveg viðþolslaus og æddi um nærliggjandi götur burt frá þessum ófögnuði. Síðar frétti ég að fjöldi fólks hefði skundað að Tjörninni, hleytt þat höfuð sín, .vaett .yasa- klúta og borið að sjáöldrunum til að draga úr pirringi og ertingu frá gasinu. Höggfestubreyta En loks tók að svía og var ekki að sökum að spyrja. Aftur var farið inn á Austurvöll til að forvitnast um hvort nokkuð sögulegt væri að gerast. En þar voru þá miklu færri orðnir. Oðru sinni var þó völlurinn tæmdur með nýjum sprengjum. Og í þriðja sinn var haldið á orustuvöllinn og voru þá þingmenn að koma út úr þing- húsinu í fylgd Iögreglu, stungu sér inn í bíla sem þeirra biðu úti fyrir og höfðu menn hraðan á. Var fólki nú mjög tekið að fækka, margir farnir heim reynslunni ríkari, sumir komnir á sjúkrahús eftir hörð átök, þ. á m. lögreglu- þjónn eftir höfuðkúpubrot. Mun hafa verið nóg að gera á slysa- varðstofu fram eftir degi. Ég hélt heim á Gamla-Garð með seyðing í augum. Bárum \dð saman bækur okkar, sem þarna höfðum verið, og hver hafði sína sögu að segja. Kunningi minn í læknisfræði, hallur undir Framsókn, kvaðst hafa beygt sig niður meðan á átökunum stóð til að stumra yfir konu einni sem þar hafði liðið út af. Fékk hann þá högg í höfuðið, örlagaríkt högg, sem breytti þess- um miskunnsama Framsóknar- manni í Sósíalista og þar hefir ekki annað högg neinu breytt síð- an. Um fleiri fréttist sem þarna höfðu hlotið svipaða höggfestu- breytu. Að kvöldi þessa dags lögðum við nokkrir félagar á Gamla- Garði leið okkar í bæinn eins og við gjarnan nefndum þá svæðið við Austurstræti. Ekki vorum við langt komnir eftir Tjarnargöt- unni er við fundum í lofti fnyk sem megnari varð eftir þ\a' sem við nálguðumst miðbæinn en þar var næsta ólíft vegna táragass. Hafði manníjöldi nokkur, aðal- lega unglingar, gert aðsúg að Iög- reglustöðinni. Sveimaði því lög- reglubíll um nágrenni stöðvar- innar og var úr honum varpað nokkrum sprengjum um nær- liggjandi götur og tókst með því að stemma stigu við frekari óþægindum af hendi ungling- anna. Gekk svo lengi kvölds. Munu gestir sem komu úr Nýja bíó síðla kvölds hafa fengið sinn skerf ómældan af fnyk þessum er þeir biðu eftir fari með strætis- vögnum á Lækjartorgi. Varð þar af nokkur ringulreið. Mikils æsings gætti í höfuð- borginni fyrstu dagana eftir at- burð þennan. Urðu af mikil blaðaskrif, handtökur og mála- ferli. Hlutu ýmsir harða dóma en að lokum munu víst flestir hafa verið náðaðir. Margir voru taldir bera sök á hvernig til tókst þennan um- rædda dag enda ekkert smámál á ferðinni og olli hita og titringi með þjóðinni, meir en menn áður þekktu. Hér hefir aðeins verið brugðið upp mynd af reynslu eins af þeim þúsundum manna sem þarna voru saman komnir þennan sögufræga dag, ritað fám árum eftir að atburðirnir gerðust og byggðir á dagbók þess sem ritað hefir. Vísast hafa svipaða sögu að segja aðrir, sem þarna voru stadd- ir og á vissan hátt þátttakendur í atburðum þeim sem hlotið hafa nafnið Óeirðirnar við Alþingis- húsið 30. mars 1949. Fermingar á pálmasiinimdag Glerárkirkja kl. 10.30 Arnar Freyr Hermannsson, Keilusíða 9F Arni Gunnarsson, Núpasíða 2C Birkir Halldórsson, Móasíða 5D Ellen María Guðmundsdóttir, Borgar- síða 41 Erla Eyland, Gen.Magzekstraat 78, 4818 BX.Breda, Hollandi Gunnar Máni I Iermannsson, Búðasíða 7 Heiðbjört Unnur Gylfadóttir, Rimasíða 27E Helga Sif Eiðsdóttir, Reykjasíða 5 Heimir Orn Gunnlaugsson, Snægil 4-201 Katrín Arnadóttir, Rimasíða 25F Kristín Anna Kristjánsdóttir, Melasíða 3P Lára Jóna Björgvinsdóttir, Núpasíðu 7 Þorgerður Kr. Jónsdóttir, Melasíða 81 Glerárkirkja kl. 13.30 Agnes Dögg Gunnarsdóttir, Einholt 8D Auður Reynisdóttir, Hraunholt 6 Asta Dröfn Björgvinsdóttir, Ashlíð 15 Guðlaug Sigríður Tryggvadóttir, Dvergagil 18 Haraldur Anton Haraldsson, Einholt 28 Karl Ólafur Hinriksson, Borgarhlíð 7A Kristín Líf Valtýsdóttir, Mánahlíð 12 Rakel Hinriksdóttir, Hvammshlíð 7 Rakel Óla Sigmundsdóttir, Keilusíða 5A Rúnar Freyr Guðmundsson, Einholt 4D Sigurður Frímann Snæbjarnarson, Brekkugata 47 Valgarður Óli Ómarsson, Langholt 24 Viðar Geir Viðarsson, Stapasíða 13D Akureyrarkirkja kl. 10.30 Aðalbjörg Arna Smáradóttir, Hafnar- stræti 25 Anna Jónsdóttir, Aðalstræti 63 Áslaug Eva Björnsdóttir, Skarðshlíð 29G Baldvin Ólafsson, Eyrarlandsvegur 24 Benedikt Víðisson, Oddagata 9 Bergþóra Benediktsdóttir, Krabbastt'gur 2 Bryndís Magnúsdóttir, Einilundur 6F Daníel Páll Snorrason, Byggðavegur 118 Eva Marfa Friðriksdóttir, Lerkilundur 12 Eyrún Sif Kristjánsdóttir, Fögruvellir 1 Guðmundur Guðmundsson, Byggðavegur 99 Guðmundur Kristinn Vilbergsson, Hjallalundur 18 Gunnar Ingi Valdimarsson, Þórunnarstræti 131 Gunnar Sigurður Valdimarsson, Grænamýri 14 Halla Dögg Jónsdóttir, Byggðavegur 101B Heiðrún Pétursdóttir, Vanabyggð 6E Helena Hafþórsdóttir, Múlasíðu 3G Helgi Þór Leifsson, Lerkilundur 28 Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Grænamýri 2 Katla Sigrún Hjartar, Eyrarvegur 31 Kári Valtýsson, Möðruvallastræti 2 Margeir Sigurðarson, Stekkjargerði 12 Matthías Gísli Egilsson, Keilusíða 4A Ólafur Stefánsson, Hjallalundur 7F Rannveig B. Þórarinsd., Heiðarlundur 3E Sandra Rut Jónsd., Helgamagrastræti 38 Snjólaug Svala Grétarsd., Kotárgerði 16 Sonja Sigurgeirsdóttir, Keilusíða 9C Unnur Helga Möller, Heiðarlundur IB Valgerður Sólnes, Aðalstræti 72 Þórkatla Inga Karlsdóttir, Hólabraut 15 Akureyrarkirkja Id. 13.30 Aðalbjörn Jóhann Þórhallsson, Grundar- gata 4 Arnór Bliki Hallmundss., Gránufél.g. 27 Arnþór Tryggvason, Hjallalundur 18-501 Ása Sif Guðbjörnsd., Heiðarlundur 7G Bima Helena Clausen, Akurgerði 7A Daníel Örn Árnason, Heiðarlundur 3A Elín Heiða Ólafsdóttir, Hjallalundur 13A Eygló Ævarsdóttir, Heiðarlundur 5G Geir Ármann Gíslason, Víðilundur 12C Guðmundur Örn Traustas., Byggðav. 93 Helga Hrönn Óladóttir, Múlasíða 34 Helga Valborg Steinarsd., Kambagerði 1 Hermann Ingi Stefánss., Hríseyjarg. 11 Hjörtur Davíðsson, Grenivellir 12 Jan Hermann Erlingss., Strandgata 25B Jón Einar Björnsson, Skólastígur 11 Lilý Erla Adamsdótti, Langamýri 20 Magnús Blöndal Jóhannsson, Hrafnagilsstræti 31 Óðinn Stefánsson, Hjallalundur 22-103 Ólafur Sigurgeirsson, Grundargerði 3d Sara Kristín Sigurkarlsd., Hrafnabjörg 5 Sunna Ævarsdóttir, Heiðarlundur 5G Ulfur Reginn Ulfarsson, Þórunnarst. 128 Þorgerður Anna Björnsd., Skólastígur 11 Þóra Guðrún Jónsdóttir, Kotárgerði-28 -

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.