Dagur - 11.09.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 11.09.1999, Blaðsíða 4
Q \ M F N NIN G A R L ÍFÐ^ A rú LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999 Hinn ungi Einstein Það er ekkert BOKA- áhlaupaverk að safna HILLAN saman og gefa út allt það sem snillingurinn Albert Einstein skrif- aði á langri ævi. Eftir langvarandi deilur, sem leiddu jafnvel til málaferla, hóf þessi heildarútgáfa þó göngu sína árið 1987. Núna, tólf árum síðar, er átt- unda bindi ritsafns- ins (Collected Papers of Albert Ein- stein) nýkomið út. En mikið er aug- Ijóslega enn eftir þar sem áætlað er að bindin verði alls 25-30 talsins! Þótt margt í þessari heildarútgáfu sé nánast einvörðungu fyrir sérfræð- inga sem hafa áhuga á fræðimennsku Einsteins, er þarna einnig vikið ítar- lega að einkamálum hans. Það var einmitt deilan um það hvernig ætti að meðhöndla bréf sem snertu einkalífið sem dró þessa útgáfu svo mjög á lang- inn. Atökin voru á miili vina Einsteins og háskólabókaútgáfunnar í Princeton. Arið 1982 náðist loks sam- komulag sem leiddi til þess að farið var að undirbúa útgáfuna á vegum há- skólanna f Jerúsalem og Princeton - nær þrjátfu árum eftir dauða hans. Sálufélaginn Fyrir almenna lesendur eru það fyrst og fremst bréf og önnur skrif sem lýsa mannin- um Einstein sem vakið hafa athygli í þessari viðamiklu útgáfu. Þannig hafa verið birt Ijöl- mörg bréf sem Einstein skrifaði Milevu Maric, sem varð eiginkona hans og barns- móðir - en foreldrar hans voru hatrammlega andvíg því sambandi. Einnig bréfaskipti hans við aðrar konur, en þetta fyrsta hjónaband endaði með skilnaði. Albert Einstein fæddist 14. mars árið 1879 í Ulm í Þýskalandi, en ólst upp í Munchen. Foreldrar hans áttu í fjárhagsbasli og fluttu til Milanó á Italíu þegar Albert var 15 ára. aði hann hjá hverjum háskólanum á fætur öðrum - í Zurich, Prag og loks í Berlín þar sem hann var skipaður for- stöðumaður eðlisfræðistofnunar árið 1913. Þegar Hitler komst til valda árið 1933 ákvað Einstein að fara úr landi og setjast að í Bandaríkjunum. Honum var tekið opnum örmum í Princeton þar sem hann starfaði upp frá því til dauðadags, 18. apríl árið 1955. Einkabréfin vekja athygli I heildarútgáfunni miklu eru allir pappírar Einsteins - svo sem ritgerð- ir, minnisblöð, fyrirlestrar, bréf o.s.frv. - birtir á frummálinu, með ít- arlegum skýringum. Fyrstu átta bindin ná fram á árið 1918 - en það þýðir að flest verkin eru á þýsku. Þau hafa hins vegar einnig verið þýdd á ensku og fylgja þannig með í sérstökum aukabindum. Fræðirit Einsteins koma að sjálf- sögðu ekki á óvart - þau hafa verið hluti af sögu eðlisfræðinnar mestan hluta aldarinnar. Það felst hins veg- ar margt nýtt um manninn Einstein í þeim bréfum sem birt eru í heildar- safninu, enda mörg þeirra að koma á þrykk í fyrsta sinn. Sérstaklega á þetta við um samskipti hans við kon- Þannig var til dæmis vitað að Einstein átti tvo drengi með fyrri konu sinni. Hins vegar kom það fyrst fram í einu þessara átta binda að hann átti dóttur með henni í lausaleik. Ekki er vitað hvað varð um dótt- urina. Þeir sem kynnt hafa sér þessi bréf segja þau sýna ungan mann sem Iifði fyrir eðlis- fræðina og var staðráðinn í að slá í gegn í þeirri grein hvað sem það kostaði, en sem jafnframt var reiður og sár vegna þess að hann hlaut engan skilning hjá þeim sem réðu ferðinni í fræðunum; árum saman rakst þessi snillingur alls staðar á veggi þröngsýni og stöðnunar. Albert Einstein á efri árum - ungur rakst hann á veggi þröngsýni og stöðnunar. Þar dvaldi hann í eitt ár, en fór síðan í skóla í Sviss, fyrst í Arrau en seinna í Zurich. Hann var hins vegar lítið fyrir skólanámið, en not- aði tímann til að lesa sér til í eðlisfræði og leika á fiðlu. Þegar hann lauk háskólaprófi árið 1900 fékk hann hvergi fasta stöðu. Hann var stundakennari í tvö ár, en fékk svo starf árið 1902 hjá einkaleyfaskrifstofu í Bern. Ári síðar kvæntist hann Milevu, en hún hafði um árabil verið helsti sálufélagi hans m.a. vegna brennandi áhuga síns á eðlisfræði. Einstein lauk doktorsvörn við Zurich-há- skólann árið 1905, en birti jafnframt þrjár vísindaritgerðir sem skíptu sköpum fyrir eðl- isfræðina. Þær niðurstöður voru árangur af tíu ára rannsóknum hans og vöktu þegar at- hygli annarra fræðimanna. Næstu árin starf- Sálarangist sála Mafíósum er ekkert heilagt. Þegar þá vantar sáifræðiaðstoð skiptir brúðkaup sál- fræðingsins þá engu máli. ★ ★ i Anaiyze This Leikstjóri: Harold Ramis. Handrit: Ken Lonergan og Peter Tolan. Aðalleikarar: Robert De Niro, Billy Crystal, Lisa Kudrow, Joe Viterelli og Kyle Sabihy. Hvað gerir mafíósi sem fær taugaáfall og getur ekki unnið vinnuna sína lengur. Hann getur ekki refsað þeim sem eru óþægir og gagnast ekki hjákonu sinni? Jú, auðvitað það sem allir aðrir gera þegar svoleiðis stendur á. Hann leitar til sálfræðings. En ef að sálfræðingurinn er á leið í frí hvað þá? Hann fer á eftir honum og Iætur menn sína sækja sál- fræðinginn. Þannig er ástandið í myndinni Analyze This sem gæti heitið „Sálarraunir sála“ ef Sambíóin myndu íslenska heiti bíómynda sinna. Sálfræðingurinn Ben So- bol (Billy Crystal) er orðinn hundleiður á heimsóknum ófull- nægðra húsmæðra og langar helst til þess að öskra á þær þeg- ar þær koma og væla yfir vanda- málum sínum í sófanum hjá honum. Hann er fráskilinn og býr með ungum syni sínum. Þeg- 8fn hðttií'cr-fl leíðmni t4l—Ffonda til þess að kvænast sjónvarpsþul- unni (Lisa Kudrow) fær hann mafíósann í heimsókn. Kómedí-. an gengur út á misheppnaða ill- mennsku mafíósans og það hversu sálfræðingurinn er í rauninni misheppnaður. Hann er aumk- unarverður greyið. Mafíósinn Paul Viti (Robert De Niro) er í bullandi valdabaráttu innan samtakanna. Hann er höfuð fjöl- skyldu sinnar. Fjölskyldurnar fjórtán sem stjórna samtökunum ætla að halda fund til þess að út- nefna foringja. En slíkur fundur með öllum toppmafíósum Bandaríkjanna hefur eldu verið fnrldinn síðan árið 1"956 þegar al- ríkislögreglan gerði innrás á slík- an fund. Löggan er að snuðra upp fundarstað maflósanna. Sál- fræðingurinn lendir á milli tveggja elda þegar hann þarf að hafa samskipti við mafíuna og lögregl- una. Myndin líður eiginlega fyrir það hversu keimlík hún er mörg- um öðrum bíómyndum. Enn einu sinn er verið að tyggja sömu skósólana. Robert De Niro hef- ur Ieikið í mörgum mafíumynd- um og þeirra frægust er kannski sjálfur Guðfaðirinn þó hlutverk hans hafi ekki verið burðarmikið þar. Það er vitnað í margar þess- ara mynda, meðal annars er reynt að endurgera atriðið þar sem Don Corleone var særður til ólífis. Aumingja Fredo. Hann fer mjög vel með hlutverk sem hann hefur leikið oft áður. Billy Criys- tal var skemmtilega aumkunar- verður í hlutverki sálfræðingsins. Söguþráðurinn er frekar tæt- ingslegur enda er byggt uppá „slappstikk“ húmor. Aumingja mafíósinn getur ekki drepið þó hann þurfi að bjarga lífi sínu, þess vegna þarf aðstoðarmaður hans að grípa inní. Mönnum er hent útum giugga eða eru bitnir í rassinn af hákörlum. Það eru nokkrir sálfræðibrandarar sem vart er hægt að gefa meira en fimm aura fyrir. Freud gamli fær sinn skerf. Það er gert grín að Ödipusarduldinni. Þeirri frægu „nevrósu“ sem heitir eftir Grikkj- anum sem drap föður sinn og giftist móður sinni. f bíómyndinni eru nokkrar aukasögur sem hálfpartinn gufa upp. Eins og samskipti sálfræð- ingsins við föður sinn. Eins og í texta þeirra Stuðmanna um Svarta Pétur þá sigraði réttlætið að lokum og farsinn endar eins og farsa er siður. Hollywood ger- ir útá fjölda og múgmenningu, engin áhætta er tekin. Það er helsti galli myndarinnar hversu kraftlaus hún er. Þó er oft hægt að brosa yfir henni og hlægja og það er öllum hollt að gera það stöku sinnum. KVIK- MYNDIR Ð^vr ■bokalifið Smásögur Hammetts Dashiell Hammett olli straum- hvörfum í ritun bandarískra spennusagna með bókum sín- um um einka- spæjarann Sam Spade (m.a. þá frægu sögu The Maltese Falcon) og um „The C o n t i n e n t a I Op“ (s.s. Red Harvest og The Dashiell Dain Curse). Hammett: Þetta voru „Nightmare harðsoðnar og Town.“ raunsæjar saka- málasögur - að flestu Ieyti mjög ólíkar að allri gerð þeirri ensku hefð glæpa- sagna sem áður var vinsæl - og er reyndar enn. Hammett skrifaði mikið af smásögum svipaðs eðlis, en þær hafa ekki verið á almenn- um markaði. Nú er búið að bæta úr því. í nýrri bók sem heitir „Nightmare Town“ (út- gefandi Alfred A. Knopf) hefur verið safnað tuttugu smásög- um sem gerast í þeirri dimmu veröld sem lesendur skáld- sagna Hammetts kannast svo vel við. Þjóðskáld látið Arabísk nútímaskáld eru Iítt kunn hér á landi. Eitt þeirra, Abdullah al-Baradouni, sem var eitt helsta þjóðskáld Jem- ena, andaðist á dögunum, 70 ára að aldri. Al-Baradouni var vel þekktur í arabaheiminum bæði fyrir ljóð sín og afskipti af stjóm- málum. Hann missti sjónina aðeins sex ára að aldri. Það aftraði honum hins vegar hvorki frá námi né starfi. Hann gekk menntaveginn og gerðist síðan kennari í arabísk- um bókmenntum og stjórn- málasögu. A sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum lenti hann nokkrum sinnum í fangelsi fyr- ir ljóð sín sem fólu í sér gagn- rýni á einræðissinnaða ráða- menn. Hann barðist fyrir lýð- ræði og réttindum kvenna, og hlaut fyrir dauðahótanir bók- stafstrúarmanna. Eftir hann liggja 12 ljóðabækur og 6 rit um stjórnmál, bókmenntir og jemenska þjóðfræði. Breytenbach kominn heim Suðurafríski rit- höfundurinn Breyten Breyten- bach hefur aldrei farið troðnar slóð- ir. Hann fæddist inn í yfirstétt hinna hvítu en lagði kúgaða minnihlutanum lið. Sat í fangelsi og fór í útlegð til Parísar. Idann hef- ur skrifað margar bækur sem byggja á eigin reynslu - „A Sea- son in Hell“ lýsir þannig heim- sókn hans til Suður-Afríku árið 1973 en „Confessions of an Al- bino Terrorist“ er frásögn af þeim sjö árum sem Breyten- bach sat í fangelsi sakaður um njósnir fyrir afríska þjóðarráð- ið. Nú er hann snúinn heim til föðurlandsins og hefur ritað enn eina bókina. „Dog Heart“ nefnist hún og segir frá lífi hans í Suður-Afríku eftir að lýðræði var komið á og Nelson Mandela fluttur úr fangelsi i forsetahöll. Að venju er Breyt- enbach upptekinn af sjálfum sér og hvass í dómum, en hann er sem fyrr nánast að skrifa með eigin blóði; það sem hann fjallar um hefur hann reynt á sjálfum sér.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.