Dagur - 11.09.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 11.09.1999, Blaðsíða 5
'Dwýur LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999 - 21 Heillandi heimur Italíu Ítalía er land marg- breytileikans eins og Kolbrún Bergþórsdóttir komst að á tólf daga ferð sinni. Sennilega er það til marks um margbreytileika mannlífsins að í hópi athyglisverðustu staða á Ital- íu eru Páfagarður og hóruhúsið í Pompei. I Páfagarði er glæsileikinn ríkj- andi og þegar maður ber dýrðina augum er vart annað mögulegt en að fagna því hversu hugvitsam- lega kaþólsk kirkja rændi alþýðu og aðal til að kosta skrautið. Reyndar er það þannig í Páfa- garði, eins og í lífinu sjálfu, að margt er þar komið undir smekk hvers og eins þótt annað virðist hafið yfir öll deilumál. Hið seinna á við um hina áhrifa- miklu en látlausu höggmynd Michelangelos, La Pieta (Móð- urást). Hið fyrra á við um Sixtínsku kapelluna og freskurn- ar sem Michelangelo málaði á loft hennar. Þær hafa Japanir nú gert upp í „Fuji color“ litum sem fá gráleitar sálir til að sakna upplitaðra lita. Hinir skæru litir venjast ekki þótt tuggið sé í mann að einmitt í þessum litum hafi Michelangelo málað. Heild- aráhrifin minna helst á kraðak mynda úr glansmyndabók bemsk- unnar. Túristarnir fylla þó Sixtínsku kapelluna til að mæna upp í loftið og sinna engu áminningarröddum úr hátalara- kerfi sem á þremur tungumálum minna þá á að þegja í viðurvist helgidóma. Hóruhúsið í Pompei er annars konar hús, ekki bara af því að það er rústir einar. Þangað er auðvelt að rata því ekki er ferða- maður fyrr kominn til Pompei en hann sér á gangstétt rista Borgin Pompei grófstí ösku eftirgos í Vesúvíusi árið 79. e.Kr. mynd af getnaðarlim. Þetta tákn var þáttur í vel skipulagðri ferða- þjónustu Pompeibúa sem gerir RTistanum skömm til. Karl- menn sem ekki gátu tjáð sig á máli íbúanna en voru í verulegri kvenmannsþurrð vissu að táknið vísaði þeim réttan veg og þeir voru ekki að feta sig eftir vegi dyggðarinnar. Þegar komið er inn í hóruhúsið blasa við vand- lega upp settar myndir af fólki í kynlífsstellingum. Þær minna helst á þær númeruðu myndir sem McDonalds setur upp fyrir Botticelli og skakkur turn Uffizisafnið í Flórens er eitt frægasta listasafn heims. Þar er að finna Fæðingu Venusar og Vorið eftir Botticelli, tvær feg- urstu myndir listasögunnar. Ferðamenn kvarta oft undan stærð listasafna þar sem þeir mæta hverju meistaraverkinu á fætur öðru með þeim árangri að of framboð leggst á sál þeirra og þeir hætta að geta notið. Þetta á ekki við um Ufizzisafnið sem virðist næstum hannað með Draumaeyja og borg hraðans Davíð Stefánsson gerði Capri að draumaeyju Islendinga. Þeg- ar þangað er komið verður manni fyllilega Ijóst að Iof hans byggðist ekki á ljóðrænum hug- arórum. Eyjan er undrafögur og má með réttu kallast paradís ferðamanna. Þar er reyndar varla þverfótað fyrir túristum en ekki er hægt að álasa öðrum fyr- ir að sækja sama stað og maður vill sjálfur helst dvelja á. Þarna dvöldust Gorky og Lenin og sænski læknirinn Axel Munthe sem reisti sér villu uppi á hæð. Þar bönkuðu uppá Leopold Stokowski og Greta Garbo ásamt fleira fyrirfólki en nú vaða um húsið hópar óbreyttra ferða- manna sem allir óska sér þess að Einn af gimsteinum Péturskirkjunnar er höggmynd Michelangelos La Pieta sem hann geröi hálfþrítugur. mállausa útlendinga um allan heim. Ferðamenn í Pompei fengu jafn skjóta og góða þjónustu og nútímamenn fá á McDonalds. Þeir bentu á þá númeruðu mynd sem þeir höfðu helst lyst á og fengu sitt með hraði. Senni- lega er leitin að jafn viðskipta- vænum bæ og Pompei var, áður en Guð ákvað að láta Vesúvíus gjósa, erfið. þarfir hins dæmigerða ferða- manns í huga. Eitt af skringilegri fyrirbærum heimsins er hallandi tum. Skakki turninn í Pisa er bygging sem margur ferðamaður gerir sér sennilega ekki háar hugmyndir um þótt hann dröslist þangað af skyldurækni því hvað er svo sem merkilegt við tum sem hall- ar? Margt er mikilfenglegra á myndum en í raunveruleikan- um. En það á ekki við um turn- inn í Pisa sem hallar á einkar voldugan hátt og er reirður með böndum svo hann taki ekki upp á því að halla enn meir og steyp- ast yfir sig. Hann verður í hug- anum eins konar táknmynd efn- is sem ögrar náttúrulögmálinu og hefur næstum því sigur. hafa verið í sporum Munthe. Ítalía er ferðamannaland og í höfuðborginni Róm þarf ekki annað en að ganga fyrir næsta horn til að rekast á ómetanlegar fornminjar. Um leið eru menn í stöðugri lífshættu í umferðinni því þar hegða Rómarbúar sér líkt og rétturinn sé ætíð þeirra og litur umferðarljósa skiptir um leið engu. Lífsbjargarviðleitnin er rík í íbúum sem gera vart handtak fyrir útlendinga án þess að ætlast til borgunar. Utspek- úleruð börn reyna einnig að bjarga sér eftir bestu getu. Þau ganga um með stór spjöld sem þau skella framan í ferðalanga meðan þeir seilast eftir veskjum þeirra. Æði oft hafa þeir nokkuð upp úr krafsinu og einhvers staðar á leiðinni glataðist hið margrómaða sakleysi bernsk- unnar. Ferðamanninum verður átakanlega ljóst að í augum of margra er hann einungis rétt- laus féþúfa. En ef það er gjaldið sem hann þarf að borga fyrir að njóta fegurðar Italíu þá sættir hann sig við, næsta glaður við hlutskipti sitt. KB ffEf LFIKIFLAG lö R Y Kj AV! K L r I® BORGAR LEIKHÚSIÐ Stóra svið kl. 14:00 Pétur Pan sun. 19/9 sun. 26/9 Stóra svið kl. 20:00 Litla hryllingsbúðin eftir Howard Ashman tónlist eftir Alan Menken lau 11/9, í kvöld, uppselt lau 18/9, uppselt fös 24/9, örfá sæti laus fim 30/9, laus sæti Sex í sveit 102. sýn. fös 17/9 103. sýn. sun 26/9 SALA ÁRSKORTA STENDUR YFIR Pantaðu fyrir 12. september og þú færð frfmiða á Litlu hryllingsbúðina. Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12-18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga Símapantanir virka daga frá kl. 10 Greiðslukortaþjónusta Simi 568 8000 Fax 568 0383 ■15 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ SALA OG ENDURNÝJUN ÁSKRIFTARKORTA STENDUR YFIR. Innifaldar í áskriftarkorti eru 6 sýningar: 5 sýningar á Stóra sviðinu: • KRÍTARHRINGURINN í KÁKASUS • GUHNA HUÐIÐ •KOMDUNÆR • LANDKRABBINN • DRAUMUR Á JÓNS- MESSUNÓTT 1 eftirtalinna sýninga að eigin vali: • GLANNI GLÆPUR í SÓLSKINSBÆ •FEDRA • VÉR MORÐINGJAR • HÆGAN, ELEKTRA • HORFÐU REIÐUR UM ÖXL eða sýningar frá fyrra ári: • ABEL SNORKO BÝR EINN • TVEIR TVÖFALDIR • RENT • SJÁLFSTÆTT FÓLK / BJARTUR OG ÁSTA SÓLLILJA Auk þess er kostagest- um boðið á söngskemmt unina • MEIRA FYRIR EYRAÐ. Almennt verð áskriftar- korta er kl. 9.000,- Eldri borgarar og öryrkjar kl. 7.800,- Fyrstu sýningar á leikárinu: Sýnt á Litla sviði kl. 20:00 ABEL SNORKO BÝR EINN - Eric-Emmanuel Schmitt sun 12/9 - fim 16/9 - lau 18/9 - fös 24/9 Sýnt í Loftkastala kl. 20:30 RENT (Skuld) söngleikur - Jonathan Larson - lau 18/9 - fös 24/9 Sýnt á Stóra sviði kl. 20:00 TVEIR TVÖFALDIR - Ray Cooney - fös 17/9 - lau 25/9 Miðasalan er opin mánud.-þríðjud. kl. 13-18, miðvikud.-sunnud. kl. 13- 20. Sfmapantanir frá ki. 10 vlrka daga. Sfmi 5S1 1200 www.leikhusid.is - nat@theatre.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.