Dagur - 11.09.1999, Page 6

Dagur - 11.09.1999, Page 6
LÍF/Ð í LAND/NU S LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999 „Ég gerði það oft í Svíþjúð að vera í stúdíum þar sem verið var að gera tilraunir með lyf. Mér fannst það ekki skipta neinu máli annað en það að ég gæti lagt eitthvað jákvætt afmörkum frekar en að drep- ast úrþessu. Sem hefur ekki gerst ennþá, “ segir Gunnar Jökull Hákonarson. -mynd: tbtur Hann fór í áfengis- meðferð fyr- ir þrettán árum og þá kom í Ijós að hann var HlV-smitaður. Gunnar Jökull Hákonarson var eitt sinn talinn efnileg- asti trommuleikari landsins eða jafnvel sá besti. „Ég hef líklega verið tíu eða ellefu ára, þegar ég byrjaði að spila á trommur. Við vorum í skólahljómsveit í Langholts- skóla. Eg spilaði á marmoniku. Trommuleikarinn átti í erfið- leikum með að spila með hljómsveitinni, hann heyrði ekki hvernig lögin hljómuðu. Þá sagði ég honum hvernig hann ætti að spila, settist við settið og sýndi honum. Svo var komið að skólaballi og þetta gekk hvorki né rak. Þannig þró- aðist það að ég fór á tromm- urnar og spilaði alveg villt allt kvöldið við góðar undirtektir og tók meira að segja trommusóló. Þetta var einhver hæfileiki sem kom í ljós,“ segir Gunnar Jök- ull. Gunnar spilaði með ýmsum hljómsveitum, en þegar hann var 16 ára fór hann út til London til þess að spila með hljómsveit sem síðar varð heimsfræjg. Það er hljómsveit- in Yes. „Ég var ekkert svekktur yfir framgangi þeirra. Þeir slógu ekki í gegn í Bretlandi fyrr en árið 1969 og þremur árum síðar í Bandaríkjunum. Þá var ég að gera það gott með Trúbrot. Eg var líka orðinn þreyttur á þessu blaðri um að verða ríkur og heimsfrægur. Það var alveg sama hversu mik- ið við spiluðum, við fengum bara hól en við fengum sáralít- ið borgað. Eg dró varla fram lífið þarna. Ég vissi þá að ég gat komið hingað til Islands og fengið mikið meiri pening." Kom fvrst fram í New York Trúbrot varð til við sameiningu tveggja hljómsveita. Karl Sig- hvatsson og Gunnar Jökull komu úr Flowers en Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson og Shady Owens úr Hljómum. „Við ætluðum að sameina úr hljómsveitunum röddunina frá Hljómum og undirspilið hjá okkur Kalla. Þannig værum við komin með topp undirspil og topp söng. Bæði böndin voru topp númer á landinu. Ef við vorum að spila stutt hvort frá öðru, þá gat annað lent í því að fá tómt hús vegna þess að fólk- ið fór yfirleitt á einn stað. Þetta var farið að fara svolítið í pirrurnar á okkur. Við byrjuðum að æfa í maí 1969, æfðum nokkuð stíft og fórum svo til Bandaríkjanna. Við spiluðum í mánuð á klúbb- um New York-borgar áður en við komum fram á íslandi. Við notuðum ferðina til þess að spila okkur saman. Svo komum við til Islands og komum fram í Glaumbæ og helgina þar á eft- ir í Húsafelli um verslunarmanna- helgina.“ Hljómveitinni var vel tekið í Bandaríkjunum. Að sögn Gunnars vildu allir gera þá fræga og ríka þar. „Ameríkanar eru svo mikið í loft- inu af því þeir eru á skýi. Þannig að það varð ekki að neinu þar, þetta var bara blaður. Þó voru ýmsir sem buðu okkur út að borða og svoleiðis. Þegar við gáfum út hljóm- plötuna Lifun, fórum við með eintak til Apple-plötufyrirtækis Bítlanna og ætluðum að reyna að komast á markað úti. I dag eru allir vitlausir í þetta og eiga ekki krónu yfir hvað þetta sé æðislegt. Viðbrögðin voru ekki eins mikil þegar platan kom út. Við fylltum þó allstaðar og það komust færri að en vildu á tón- leika hjá okkur í Háskólabíói." Kraftaverkalyf á markaðinn Það er mjög algengt að tónlist- armenn Ieiðist útí sukk. Gunn- ar segist hafa fyrst orðið var við eiturlyf þegar hann var að spila úti í London. Hljómsveitin spilaði með þekktum tónlistar- mönnum, eins og Cat Stevens, Jimi Hendrix, Spencer Davies Group, Steve Winwood og Ginger Baker. Gunnar segir að þessir menn hafi ekki komið fram án þess að bragða áfengi eða nota éitur- lyf. Þegar hann kom heim voru eiturlyfin komin til landsins. „Á þessum tímum kynnt- umst við hassinu og aðeins seinna sýru, eða LSD. Eg hreinlega þorði ekki að koma nálægt þessu og langaði ekki til þess. Eg var mikill andstæðing- ur eiturlyfja meðan að ég drakk brennvín í ómældu magni. Þetta eyðilagði svolítið móral- inn. Félagar mínir í tónlistar- bransanum voru f eiturlyfjum en kölluðu mig síðan búserinn. Eg drakk mjög illa. Þegar við vorum að spila í Klúbbnum árið 1972 fékk ég bókstaflega taugaáfall. Þá var mér vísað til geðlæknis og hann lét mig hafa lyf sem gerði það að verkum að ég gjörsamlega losnaði við alla vanlíðan. Þetta var kraftaverkalyf sem kom þarna á markaðinn. Það sem ég vissi ekki var að ég mætti ekki drekka ofan í það,0 þannig að ég tók lyfin og hélt áfram að drekka. Það má segja að þetta sé búið að vera 27 ára sukk. Annað hvort í brennivíni eða á lyfjum. Eg hafði aldrei náð áttum í 27 ár. Lyfin slógu lílca á fráhvarfseinkennin frá alkóhólinu og þannig gat ég notað lyfin til þess að hleypa mér áfram.“ Litið á eyðni eins og mannsmorð I marsmánuði árið 1986 fór Gunnar í meðferð á Vog. Þar var tekin af honum blóðprufa og við rannsókn á henni kom í ljós að hann var HlV-jákvæður. „Þetta var á þessum fyrstu árum sem menn voru að frétta af þessum sjúkdómi. Þá voru ekki komin nein Iyf eða neitt slíkt. Það vissi enginn annað en þetta væri spurning um nokkra mánuði eða nokkur ár í mesta lagi. Eg reyndi að koma mér inní bransann. Var að spila á Broadway með Trúbrot en mér leið svo illa út af þessu að ég gafst upp á lífinu og fór út til Svíþjóðar. Ég var þar í átta „Ég var mikill and- stæðingur eiturlyfja meðan að ég drakk brennvín í ómældu rnagni. Þetta eyði- lagði svolítið móral- inn. Félagar mínir í tónlistarbransanum voru í eiturlyfjum en kölluðu mig síðan búserinn“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.