Dagur - 11.09.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 11.09.1999, Blaðsíða 8
24 - LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999 Fjölskyldan á Oddhóli. Sylvía, Sigurbjörn eldri, Fríöa, Sigurbjörn yngri og Sara ásamt gæðingunum Aroni, Tvisti, Oddi, Húna og Hirti. myndir: hari Hann ber höfuð og herðar yfir aðra ís- lenska hestamenn á flestum svið- um. Skemmst er að minnast sigra hans á heimsleikunum í sumar þar sem hann varð tvö- faldur heimsmeistari og setti nýtt heimsmet. Dagur heimsótti Sigur- björn Bárðarson að Oddhóli á Rangárvöllum þar sem hann og fjöl- skylda hans reka eitt öflugasta hrossaræktar- bú landsins. Þegar blaðamann og ljósmyndara ber að garði er húsmóðirin Fríða á tröppunum með stóran stamp af heitu vatni sem hún þeysir með á fjórhjólinu niður í hesthús og reiðir yngsta bamið, Sigur- bjöm. Smá slys hefur orðið á hesti og dýralæknirinn er á leið- inni. Sigurbjöm eldri er í hest- húsunum og þar eru líka dæturn- ar, Sylvía 15 ára og Sara 7 ára, ásamt Berit, sænskri aðstoðar- stúlku og Hermanni Þór tamn- ingamanni.“Við Fríða og bömin flytjum hingað að Oddhóli á vorin og erum fram á haust þegar skól- inn byijar, þá fara Fríða og börnin suður og búa á Vatnsendabletti en ég og starfsmennirnir erum áffam hér íyrir austan." segir Sig- urbjöm. Að Oddhóli hafa þau hjón byggt upp mjög góða aðstöðu fyr- ir hrossabúið, hesthús og stóra reiðskemmu sem þau nota til tamninga og námskeiðahalds. „Við keyptum þessa jörð fyrir sjö árum af hinum fræga Olafi á Oddhóli og fyrir tveimur ámm bættum við næsta bæ við sem heitir Hjarðarbrekka. Þar bjó Iíka bóndi sem hét Olafur. Nú teygir okkar Iandareign sig ofan frá þjóðveginum langt út með Eystri Rangánni." Sigurbjörn segir að þótt Rangáin sé veiðihæsta á landsins þá geri fjölskyldan lítið af því að veiða. Stangaeignin á heimilinu séu tvær Bónus-stang- sem um ir! „Við emm samt mjög lánsöm að hafa á sem þræðir sig á landa- merkjunum, því hún er óþijót- andi vatnsból fyrir hrossin. Auk þess eru feikna góðar útreiðar- leiðir eftir árbökkunum, langt ffá allri umferð. Að komast úr skarkalanum, út í frelsið og nátt- úruna er eitthvað sem alla dreym- ir um.“ Hótel í byggingu Sigurbjörn og Fríða eru ásamt öðrum hjónum að byggja bjálka- hús á landareigninni við Oddhól, nærri þjóðveginum. Það á að verða gistihús fyrir 20 - 30 manns, þvf auk þess að vera sam- an í útflutningi og markaðssetn- ingu á íslenska hestinum stefna þau að ferðaþjónustu á Rangár- völlum og hafa upp á margt að bjóða: „Fyrst og fremst eru það hestar, útreiðarleiðir og námskeið - bæði í reiðskemmunni og utan dyra. Silungur vakir í Lambhaga- vatni sem er hér í grenndinni og við eigum hlut í, áin er við bæjar- dyrnar og golfvöllur í fárra kíló- metra fjærlægð," segir Sigur- bjöm. Markmiðið að rækta topphross Sigurbjörn á um tuttugu 1. verð- launa hryssur og hóp af 1. verð- lífið hesta launa stóðhestum, en kveðst ekki rækta sérstaka línu heldur kapp- kosta að fá góða einstaklinga af blönduðu kyni.“Markmiðið hjá hrossaræktendum verður alltaf að rækta topphross. Stefna á það besta og þá verða afgangamir góðir fjölskylduhestar. Við meg- um alls ekki fara að reyna að rækta sérstaka fjölskylduhesta því þá er hætta á að við fáum hóp af miður góðum hrossum. Því verð- um við að setja markið hærra.“ Sigurbjöm telur að íslensk hrossarækt sé á réttri leið og þakkar það meðal annars þeim ráðunautum sem Iagt hafi Iínum- ar. Hann segir söluna í Evrópu hafa dregist saman og kennir þar um pestinni sem upp kom í hrossum hér á landi á síðasta ári og ekki síður miklu ffamboði af Iélegum hrossum. „Þegar góðærið kom í hestamennskuna og sýnt var að ræktendur voru að hafa eitthvað út úr þessu, þá vildu allir Lilju kveðið hafa. Fengu sér ágæta stóðhesta til að skella í sláturstóðið hjá sér og fóru að framleiða til útflutnings. Þannig gátu þeir boðið ódýrarari hross, en þeir sem búnir voru að leggja mildð í ræktun urðu fyrir skip- broti. A tímabili keyptu menn erlend- is hross bara af því þau voru ís- lensk og léleg hross fóru inn á markaðinn sem auglýstu ekki hestinn áfram. Fjölskyldur keyptu kannski tvo þijá hesta, en sátu uppi með bikkjur, misstu áhug- ann og vildu losa sig við þær. Síð- an þvælast þessir hestar í hund- raðatali á markaðinum og seljast fyrir slikk. En nú er komin hreyfing hjá ís- lenskum bændum í að slátra þeim hrossum sem þeir sjá að alltof dýrt er að setja á, og eru ekki að skila neinu til þeirra. Það er hið besta mál fyrir hrossarækt- ina, markaðssetninguna og landið okkar. Svo mettar þetta svanga munna einhversstaðar.“ Kynntust í hesthúsunum Fríða er hestamanneskja líka og keppir oft á mótum. Sigurbjöm segir þau hjón upphaflega hafa kynnst í hesthúsum Fáks „Hún var unglingur þegar við kynnt- umst og sóttist eftir að kemba fyr- ir mig. Eg átti skjóttan hest sem Lokkur hét sem var mikill sjar- mör, ég held það hafi verið hann sem heillaði hana en ekki ég“, segir hann hlæjandi»“ Þau giftu sig 1978 og síðan hefur Fríða sinnt búi og börnum og telur það til forréttinda. Varla þarf hún að kvarta undan verkefnaleysi, börn- in eru 5 og hestarnir slaga hátt í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.