Dagur - 11.09.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 11.09.1999, Blaðsíða 10
LIF OG itTÍLL 26 - LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999 Við fengum LHju Pálsdóttur til að sýna lesendum Dags hver endanleg útkoma er. Lilja fékk sér tattú undir neðri augnhár, ofan á augnlokin og undir neðri augnhár sem gerir hana óneitan- lega dekkri á brún og brá en gengur og gerist. Menn eru orðnir alvanir litlum fiðrildum, stórum lögulegum kvenmönnum á hnykluðum upp- handleggjum og ýmislegasta tattúi á húð prúðasta fólks en nú eru nokkrir snyrtifræðingar farnir að tattúvera fólk kringum augu, varir og í augabrúnir - svona til að létta konum andlitsgerðina á morgnana og til að auka „kodda- fegurð“ þeirra... Meðal þessara snyrtifræðinga er Úndína Sigmundsdóttir, eigandi Mecca spa í Kópa- vogi, en Dagur fékk að fylgjast með henni framkvæma eina slíka tattúveringu sem gekk fumlaust og að því er virðist sársaukalaust, fyrir sig. Mörg ár eru síðan Úndína sá fyrst á sýningu erlendis að menn væru farnir að tattúvera línur í kringum augu (bæði ofan á augnloki og undir efri/neðri augnhár), línu í kringum munn og hár í auða bletti á auga- brúnum. Með slíku tattúi er sem sagt hægt að setja varanlegan varalitablýant í kringum munninn og varanlegar línur í kringum augu svo ekki þurfi að munda förðunarblýantana á hverjum morgni. Með varanlegu er þó ekki átt við að litur- inn sem notaður sé máist aldrei líkt og lík- amstattú sem fylgir fólki í gröfina. Venjan er að nota 100% náttúrulega liti sem dofna smám saman á 3-5 árum í förðunartattú sem þetta - og reikni fólk nú hversu mikill tími getur sparast á því að þurfa ekki að hreyfa við varalita- og augnblýöntum í um 3 ár. „Það eru sennílega svona 10 ár síðan það fór að bera dálítið á þessu á sýningum úti. Mig langaði voðalega til að læra þetta og þegar ég var búin að kynna mér marga staði sem kenndu tattúið þá var bara eitt fyrir- tæki, Rezaz, sem stóð upp úr en það er rosa- lega voldugt," sagði Úndína þegar við sett- umst niður á kaffistofunni í Mecca spa eftir að hafa fengið að fylgjast með henni tattú- vera línu undir augnhár Hrannar. Námskeiðið hjá Rezaz er hins vegar mjög dýrt. Því Ieið Iangur tími þar til Úndína og vinkona hennar, sem einnig er snyrtifræð- ingur, létu verða af því að skella sér á 7 daga tattú-námskeiðið en Úndína hefði ekki treyst sér til að læra þetta á styttri tíma. „Eg hef sótt fjölda námskeiða í faginu en ég hef aldrei farið á eins strangt og mikið námskeið og þetta. Tattúið krefst mikillar einbeitingar og er mjög ólíkt öðru sem við höfum verið að fást við í snyrtingunni." Tattúleysingarefni væntanlegt Tattúvering á svo viðkvæma staði sem augu og varir er afar vandmeðfarin, krefst styrkrar hendi og nákvæmra vinnubragða. „Ef þú ferð ekki nógu djúpt þá festist Iiturinn ekíd, ef þú ferð of djúpt þá fer hann aldrei úr húðinni og ef þú ferð of grunnt þá risparðu eingöngu húðina og veldur blæðingu. Þannig að maður þarf að hafa tilfinningu fyrir þessu.“ - Eru margir sem koma í svona tattúver- ingu? „Þetta er náttúrulega ekki eins og að koma í andlitsbað. Þetta er frekar dýrt, hver að- gerð kostar 25.000 kr. En ef fólk litar augn- hárin t.d. á 4-6 vikna fresti og borgar 1.600- 2.000 kr. í hvert skipti þá er þetta fljótt að koma,“ segir Úndína en tattúið dugar að meðaltali í 3 ár svo lengi sem almennileg Iit- arefni hafi verið notuð. Nokkuð hefur verið um að menn þynni Iitarefnin fyrir tattúið, þar sem þau eru mjög dýr, en það getur komið þeim í koll því sé litarefnið þynnt þá geta Iitabreytingar farið að eiga sér stað í tattúinu. „Ef iiturinn er of þynntur þá skín grunnliturinn í gegnum hann, þannig geta allir heitir litir farið út í rauðan tón eða jafn- vel grænan.“ Nú ef fólk vill losna við tattúið, verður t.d. Ieitt á því að ganga sífellt með sama Iit á vör- um og augum, þá getur það látið taka tattúið af sér með sérstöku efni sem Úndína er að heija innflutning á. Efni sem afmáir reyndar líka húðtattú og skilur ekki eftir sig ör eins og geislatæknin sem áður var komin til landsins. „Þetta efni er rosaleg bylting og þú færð ekki ör eftir það. Við bara bíðum spennt eftir að fá þetta efni.“ - Eru það ekki aðallega miðaldra, efnaðar konur semfá sér svona tattú í andlitið? „Nei, alls ekki. Þetta eru konur á öllum aldri.“ - Hefur það einhvern ttmann komið upp að menn hafa fengið sýkingar útfrá þessu? „Nei, við erum heldur ekkert að kafa djúpt, við erum bara í efsta húðlaginu." -Hvað með sjálfa þig, af hverju ert þú ekki með neitt tattú í andlitinu? „Hver á að gera þetta við mig? Sú sem fór með mér á námskeiðið býr í Vestmannaeyj- um, þannig ég hef góða afsökun..." LÓA Hulda fékk sér tattúveraða rönd kringum varirnar en hægt er að fá hana iýmsum litum. Raunar er litarefnið og nálarnar tii ýmissa fleiri hluta nytsamlegt. / stað þess að láta sprauta sílikoni í varirnar er einfaldlega hægt að stækka þær með þvíað setja línuna útfyrir eiginiegar varir og fylla svo upp í með litarefni. Þá hefur litarefnið einnig verið notað, að vísu ekki hér á landi, til að deyfa ör með því að tattúvera þau með húðlit. Ef fólk fær frunsur sem skilur eftir sig ör er einnig hægt að lita þau. Krabbameinssjúklingar og aðrir sem þurfa að fara i geisla- eða lyfjameðferðir sem eyða augabrúnum hafa einnig sumir látið tattúvera augabrúnir á sig. Hrönn Albertsdóttir ákvað að fá sér tattú á augnlokabrúnina, þ.e. undir efri augnhárin svo þau mættu sýnast þétt- ari og dekkri. Það fyrsta sem Úndína gerði var að deyfa augnlokin með sér- stöku kremi og lét það liggja á í um hálftíma. Því næst tók hún til þær þrjár mismunandi tegundir afnálum sem nota þarf. „Þú byrjar alltafá nál nr. 1, sem hefur bara eina nál, sem ristir upp yfirborðið. Eftir að hafa rist upp húðina er línan deyfð á ný með enn sterkari deyfingu. Að því loknu greip Úndfna nál nr. 3 (sem hefur 3 nálar), dýfði henni ofan í litinn og fyllti enn frekar upp í fyrstu línuna því 3ja nála tækið breikkar lín- una og gerir hana fyllri. „Það er ekki þannig að nálin sé alltafniðri og ég skrapi upp úr húðinni, heldur er þetta eins og saumavél, nálin gengur upp og niður, upp og niður." Því næst er nál nr. 5 (með 5 nálum) notuð til að skyggja línuna svo hún verði vel sjáanleg. Hér er Úndína búin að tattúvera undir efri augnahár á báðum augum og Hrönn fékk loks að opna augun aðeins. Hún bar sig vel og sagðist nánast ckkert hafa fundið fyrír nálunum og ékki fundið neinn sárs- auka. Það fer að sjálfsögðu pkki vel í við- kvæmt augnlokið að vera deyft, stung- ið með nálum og litað og því er nokkur bóiga kringum augun í u.þ.b. viku eftir aðgerðina. Lokastigið í aðgerðinni er því að kæla augun og bólguna með sérútbúnum kælipokum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.