Dagur - 11.09.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 11.09.1999, Blaðsíða 11
MATARGA7JÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999 - 27 Hólmgrímur og Hörður með fjalla- grasapaté og papríkkupaté Nákvæmni er nauðsynleg Paté er ein þeirra mat- artegunda sem hér hafa numið land á síðari árum. Það er góður kostur á veisluborðið, sem náttverður og í nestiskörfuna. Paté er þekkt úr matargerðar- sögunni margar aldir aftur í tím- ann þótt ekki séu nema 15-20 ár síðan almenn neysla þess hófst hér á landi. Frakkland er yagga þessa munngætis og þar og í Benelúx löndunum hafa ís- lendingar komist á bragðið. Framsæknir matreiðslumenn innleiddu patéið hér á landi og vinsældir þess eru alltaf að aukast. Nú er varla sett upp kalt borð að þar séu ekki fleiri eða færri tegundir af patéi, til dæmis hefur það skapað sér fastan sess á jólahlaðborðum landsmanna. Þeir Flólmgrímur Rósenbergs- son og Hörður Reynisson eru kunnáttumenn um gerð patéa og í framvarðasveit þeirra matar- gerðarmanna sem framleiða paté til sölu í kjötborðum versl- ana og á veitingastöðum. Lundapaté í blábeijahlaupi er nýjasta framleiðslan en segja má að þar sé sýnd veiði en ekki gef- in því uppskriftin liggur ekki á lausu og reyndar segja þeir fé- lagar uppskriftirnar sem notaðar séu í stórframleiðsluna of flókn- ar til heimabrúks og kryddteg- undirnar ekki allar aðgengilegar. Því fáum við einfaldari upp- skriftir og leiðbeiningar að patéi sem er á færi alls venjulegs fólks að matreiða. „Fólk of hikandi" „Fólk hefur verið of hikandi við að búa til paté,“ segir Hólm- grímur „Aðferðin við patégerð er ekkert til að hræðast þótt nákvæmni sé nauðsynleg. Gott hráefni er auðvitað lykilatriði til að afraksturinn verði það sem af honum er vænst og kryddið þarf að vera hæfilegt til að draga fram bestu eiginleika hráefnisins." Lifrarpaté 240 g svínalifur 430 g svínafíta 5 g salt _____________1 egg_____________ 240 ml mjólk 20 g laukur 5 g hvítlaukur 10 g salt ___________5 g pipar___________ 2 g chiliduft 2 g 4. kryddið 8 g paprikuduft „Maður byrjar á að skera lifrina f litla bita og forsaltar hana. Ágætt er að láta hana liggja í salti yfir nótt. Síðan er hún hökkuð eða sett í matvinnslu- vél og út í hana er bætt egginu, mjólkinni, hvítlauknum og kryddinu. Svínafitan er soðin þannig að hún verði mjúk og þannig er hún skorin í bita og hrærð útí degið. Þetta er svo allt hrært þar til það verður hvítt, þá er það sett í form, annað hvort jólakökuform eða annað. Síðan er patéið bakað í vatnsbaði þannig að vatn er sett í ofnskúffuna og skálin eða formið ofan í. Gott er að nota kjöthitamæli til að meta hitann sem á að vera 72-75 gráður í miðju. Miðað við kíló af paté í vatnsbaði við 100-120 gr. er það bakað í 60-70 mínútur. Margir borða þetta heitt og hafa með því brauð og rauðkál, til dæmis. Aðrir kæla þetta nið- ur, bræða matarlím og búa til hlaup. Fallegt er að nota fjalla- grös sem búið er að sjóða í ör- skamma stund sem skraut ofan á það.“ Létt og lítið fitandi kalkúnapaté meö græn- ____________meti_____________ 440 g kalkúnabringur 10 g salt 2 g sykur ____________2 g pipar________ ____________Lfii_____________ 1 dl rjómi 50 g paprika 50 g kúrbítur 140 g brokkoli 90 g belgbaunir 90 g gulrætur „Kalkúnabringurnar eru skorn- ar í bita og hrærðar út með salti, sykri og pipar. Egginu og rjómanum bætt út í. Brokkolíið er skolað og soðið örskamma stund í saltvatni. Paprikan er sett í heitan ofn til að losa um ysta Iagið sem tekið er af. Hún er hreinsuð að innan áður en hún er skorin niður í strimla. Kúrbíturinn er skorinn langs- um og soðinn í nokkrar mínút- ur. Gulræturnar líka og hvort- tveggja er kælt. Belgbaunir soðnar í söltu vatni þar til þær mýkjast og síðan eru þær kæld- ar. Kalkúnafarsið og grænmetið er sett til skiptis í form og patéið bakað í vatnsbaði á 100- 120 gr. hita í 60-70 mínútur. Þetta er látið kólna og síðan gjarnan búið til hlaup, til dæm- is úr grænmetissoðinu sem síað er vel áður, og sett yfir. Til að losa patéið úr forminu er því brugðið ofan í heitt vatn, t.d. í eldhúsvaskinum og hvolft yfir á bretti. Síðan má skreyta með grænmeti, ananas eða sítrónu. Þetta er létt paté og lítið fit- andi, niðurskorið gleður það Iíka augað. En bragðið er samt best!“ Best við stofuhita Innbakað paté „Paté er líka til innbakað í brauði og hentugast er að nota smjördeig sem fæst frosið í verslunum. Það er sett í form og patédeiginu hellt ofan í. En þá má ekki baka patéið í vatns- baði heldur er það sett beint í ofn á 200 gr. til að byrja með og hitinn svo lækkaður niður í 180. Þessu þarf að fylgjast vel með í ofninum og gæta þess að kjötið sjóði ekki upp úr eða deigið ofbakist. Paté er gjarnan notað sem forréttur með ribsberjahlaupi eða annarri góðri sultu og paté og brauð af einhverju tagi er tilvalið bæði sem smáréttur eða aðalréttur þegar fólk vill hafa meira við. Ananas, nýr eða nið- ursoðinn er góður með patéi því allt sætt og bragðmikið fer vel með þessari kryddkæfu. Paté smakkast best við stofu- hita en sé það borðað ískalt nýtur bragðið sín ekki sem skyldi. Frakkar sötra að sjálf- sögðu léttvín með því og það á afar vel við. Að setjast niður með elskunni sinni með góða franska kæfu og glas af rauðu víni er einstaklega ljúft,“ segja þessir ágætu herramenn að lokum. GUN. KartöfLur Kartöflujurtin er af sömu ætt og tómatplantan og þótt ótrú- legt megi virðast einnig skyld tóbaksplöntunni og er ættuð frá Suður-Amen'ku. Spánveijar fluttu kartöflur fýrstir til Evr- ópu ásamt ýmsu öðru merki- legu sem þeir kynntust hjá indíánaþjóðum, t.d. Inkum og Aztekum. Þeim skötuhjúum Isabellu og Ferdínand Spánar- kóngi var færð þessi jurt, senni- lega um 1530-1540 en fyrst var hún næstum eingöngu ræktuð til skrauts því enginn borðaði kartöflur. Það var ekki fyrr en um 1800 að Evrópubúar fóru að líta á kartöflur sem mat en upp frá því breiddist ræktun þeirra líka út svo um munaði. Þeir sem eru svo lánsamir að hafa smá landskika tii að rækta kartöflur á handa sér og sínum eru afar vel settir þ\ í þeir hafa í fyrsta lagi góðar kartöflur, í öðru lagi njóta þeir þess að sjá eitthvað verða til fyrir eigin til- stuðlan sem er hollt þjóðfélagi þar sem flest er keypt tilbúið og í þriðja lagi njóta þeir útiver- unnar og hollrar áreynslu. Soðnar kartöflur eru svo klassískt meðlæti með allskon- ar mat að varla tekur þvf að minnast á þær. Auðvitað eru þó skiptar skoðanir um hvemig eigi að sjóða kartöflur eins og um flest annað. Best er að af- hýða kartöflurnar eftir að þær eru soðnar því þannig eru þær hollari. Næringarefnin haldast þá að mestu í þeim. Kartöfluréttir eiga það sam- eiginlegt að þá má borða eina sér eða bera fram með kjöti. Ómar Sigurbjartsson á kafi í kartöflugrasi. mynd: hari Kartöflugratm 8 kartöflur 1 rauðlaukur 6 sólþurrkaðir marineraðir tómatar 10 ólífur 2 tsk. grænmetiskraftur salt og pipar 100 g fetaostur 1 dós sýrður ijómi Aðferð: Kartöflurnar flysjaðar hráar og skornar í sneiðar. Laukurinn sömuleiðis. Sólþurrkuðu tómatarnir skomir smátt. Kjarnamir teknir úr ólífunum og þær skomar niður. Eldfast form er smurt vel, helmingurinn af kartöflunum settur í botninn, laukurinn, tómatarnir og ólífumar sett ofan á og grænmetiskraftinum ; sáldrað yfír. Afgangurinn af kartöflunum settur ofan á. Möluðum pipar og örlitlu sal. i stráð t'fír. Fetaosturinn er hrærður út, sýrða ijómanum blandað sam- an við og hræran breidd yfír kartöflurnar í skálinni. Bakað í ca 45 mínútur f 200 gr. heitum oíni. Heiniild: Matreiðslubók handa ungu fólki á öilum aldri eftir Sigrúnu Davíðsdóttur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.