Dagur - 11.09.1999, Blaðsíða 17

Dagur - 11.09.1999, Blaðsíða 17
X^Mir LAUGARDAGUR 7 7. SEPTEMBER 1999 - 33 - Hvernig finnst þér að nýta eigi auð svæði í Laugardalnum? “Svæðið milli Suðurlandsbraut- ar og Engjavegar er til umfjöllun- ar í samræmi við skipulagslög. Það er réttur almennings í borg- inni að málið fari í gegnum það ferli, ekki síst til þess að einstak- lingar og samtök geti komið at- hugasemdum sínum og skoðun- um á framfæri. Skoðanir geta ver- ið skiptar um það hvernig eigi að nýta syæðið en væntanlega er það viðhorf ekki uppi að þar eigi bara að vera tún. Ef á að nýta svæðið hefur það í för með sér mannvirki af einhveiju tagi.“ - En er ekki Ijóst að hætta verð- ur við byggingu Landssínuins í Laugardalnum? “Eg tek afstöðu til þess þegar kynningarferlinu Iýkur. Eg hef hins vegar sagt að reynt verði að koma til móts við sjónarmið þeirra sem andvígir eru bygging- unni. Eg tek mótmæli þeirra al- varlega. Það er þó sannfæring mín að þama eigi að rísa metnað- arfullar byggingar. Eg held að ein ástæðan fyrir þessum andmælum sé sú að það hefur aldrei farið fram gmndvall- arumræða um skipulagsmál í borginni. Það er ætíð verið að taka afstöðu til einstakra afmark- aðra mála, oft á grundvelli mjög yfirborðskenndra raka. Það bíður borgaryfirvalda að heija markvissa umræðu um skipulagsmál til þess að skerpa skilning á samhengi ákvarðana þannig að ekki verði sí- fellt uppistand vegna einstakra framkvæmda." - En nú virðist verða almennt uppistand út af alls kpis fram- kvæmdum, hvort sem um er að ræða byggingar eða virkjanir. Er umhverfisbaráttan komin út í öfg- ar? “Laugardalsmálið er háð undir formerkjum umhverfisbaráttu en draga má í efa að það flokkist undir hana. Ég tel mikilvægt að nýta Ióðir eins og þær sem eru meðfram Suðurlandsbrautinni og þétta þar með byggðina. Það má færa haldgóð rök lyrir því að þétt byggð sé til bóta fyrir umhverfið en dreifð byggð skaði það. Þetta umrædda svæði er manngert tún sem hlýtur að kalla á einhveija nýtingu. Það er ekki sambærilegt við Elliðaárdalinn, Öskjuhlíð- inaeða Heiðmörkina." Hræðsluáróður sjálfstæðismanna - Ef það kæmi í Ijós að mistök hefðu orðið á launaskrifstofu borg- arinnar og þú hefðir fengið of- greidd laun þetta árið, værirðu til- btíin til að endurgreiða þá upp- hæð? “Ef mér má ljóst vera að ég hef fengið ofgreidd laun, og það ætti „/mínum huga er stóri munurinn á verkum R- og D-lista sá að þegar Sjálfstæðismenn réðu borginni þá var hún öðru fremur stjórnvald sem deildi og drottnaði. I valdatíð R-listans hefur verið unnið að þvíað breyta þessu stjórnvaldiíþjónustufyrirtæki ég að sjá með því að bera saman launaseðla, þá ber mér að sjálf- sögðu að greiða til baka það sem ofgreitt var.“ - Ogmundur Jónasson sagði t viðtali fyrir shömmu að of lítill munur væri á verkum D- og R- lista. Hvað fmnst þér um þá full- yrðingu hans? “Sú fullyrðing kemur mér ekki á óvart miðað við það fremur óvinsamlega viðhorf sem Ög- mundur hefur alla tíð haft til Reykjavíkurlistans. I mínum huga er stóri munurinn á verkum R- og D-lista sá að þegar Sjálfstæðis- menn réðu borginni þá var hún öðru fremur stjómvald sem deildi og drottnaði. I valdatíð R-Iistans hefur verið unnið að því að breyta þessu stjórnvaldi í þjónustulyrir- tæki. Menn geta haft uppi alls kyns kvartanir varðandi þjónustu þess, og það er réttur þeirra, en við í Reykjavíkurlistanum lítum fyrst og fremst á borgina með þessum hætti. Þetta er stóri mun- urinn á verkum D- og R-Iista og mér finnst sérkennilegt að Ög- mundur skuli ekki gera sér grein fyrir því.“ - Veistu til þess að Jón Ólafsson hafi greitt stórar upphæðir í kosn- ingasjóð R-listans? “Ég veit ekki til þess að Jón Ólafsson hafi greitt stórar upp- hæðir í kosningasjóð R-listans en hins vegar hefði hann alveg mátt gera það. I nútíma samfélagi kostar kosningabarátta milljónir og flokkar eiga ekki annarra kosta völ en að leita til stuðningsmanna og fyrirtækja til að íjármagiia hana. Ég er mikið spurð um Jón Ólafsson en enginn hefur spurt mig hvort Sigurður Gísli Pálma- son greiddi í kosningasjóð Reykja- víkurlistans til að fá fram stækk- un á Kringlunni." - Ég spyr þá að því. “Ég veit það ekki. Hafi hann lagt peninga í kosningasjóð Reykjavíkurlistans hafa það ekki verið háar upphæðir. Ég verð að viðurkenna að mér finnst stórfyr- irtæki sem þjóna öllum lands- mönnum með einum eða öðrum hætti ekki bara eiga að leggja í kosningasjóð eins flokks heldur eigi þeir að stuðlaað lýðræðislegri þróun með þ\i að leggja til kosn- ingabaráttu allra flokka. Það á hins vegar við um Sigurð Gísla eins og Jón Ólafsson og marga fleiri að hann hefur hug- myndir og hurði til að fjárfesta í starfsemi sem getur orðið borg- inni til framdráttar og á þ\'í byggj- ast samskipti mín við þessa menn.“ - Hefurðu einhverja skýringu á þyí af hverju er verið að tengja Jón Ólafsson R-listanum og þá Jóni til vansa? “Það er markvisst reynt að hræða öfluga einstaldinga frá því að tengja sig um of þessum væng stjómmálanna. Menn skulu nokk fá að finna fyrir því ef þeir gera það, - með þvf að reyta af þeim æruna ef ekki finnast önnur ráð.“ - Þií ert þama að vísa til Sjálf- stæðisflokksins sem talar máli einkaframtaks og frjálsrar sam- keppni. “Hannes Hólmsteinn kann skil á kenningunum en honum er fyr- irmunað að lifa samkvæmt þeim. Það sama á \áð um Sjálfstæðis- flokkinn. Eitt er í orði, annað á borði eins og kom fram í ágætri og löngu tímabærri grein Sigurð- ar G. Guðjónssonar." Kjósa á um flugvöllinn - Mig langar til að fá álit þitt á skrifum Egils Helgasonar um flug- völlinn. “Mér finnst Egill Helgason gera sig sekan um nokkuð, sem er of einkennandi fyrir íslenska um- ræðu, og það er að líta svo á að það að hafa nógu hátt og ydda stílvopnið nógu mikið sé málstað til framdráttar og innlegg í um- ræðuna. Þetta minnir mig á Ieik- ritið um Skugga Svein þegar Ket- ill Skrækur segir: „Sáuð þið hvernig ég tók hann piltar?“ Það sem við er að eiga í flug- vallarmálinu, rétt eins og varð- andi Fljótsdalsvirkjun, eru grund\'allarspurningar um mjög flókin mál. Menn þurfa að nálgast þau þannig og halda uppi agaðri urnræðu.11 - En samkvæmt skoðanakönn- unum er meirihluti Reykvíkinga andvígur staðsetningu flugvallar- ins. “Skoðanakönnun segir manni einungis hvernig landið liggur á þeim tíma sem skoðanakönnunin er gerð og niðurstaðan fer oft eft- ir því hveijir hafa mest beitt sér í umræðunni fyrir þá könnun. Staðsetning flugvallarins hefur verið deilumál í borginni árum saman og mun verða deilumál áfram meðan ekki er tekin afger- andi ákvörðun til framtíðar. Ég vil að kosið verði um það hvort borg- aryfirvöld eigi að vinna að því að flugvöllurinn flytjist annað.Það er eina forsenda sáttar í málinu.“ - Nií hafa bæði Guðmundur Ámi og Margrét Frímannsdéttir sagt að það væri kúvending á fyrri orðum þínum ef þú færðir þig yfir í landsmálapólitíkina. “Það dettur væntanlega engum manni í hug að ég ætli að verða ellidauð í Ráðhúsinu. Það kemur að því að ég skipti um starf, hvort það verður að fara i lands- málapólitíkina eða út úr pólítík mun tíminn leiða í Ijós.“ - Heldurðu að menn séu að hugsa um eigin hag þegar þeir túlka orð þín á þennan veg? “Ég hef ekki fylgst með umræð- um og átökum sem virðast vera um forystu innan Samfylkingar nema í blöðunum. Það sem mér finnst brýnast fýrir Samfylking- una er að finna lausn á sínum skipulagsmálum í stað þess að menn séu að hanna atburðarás fyrir sig eða aðra í fjölmiðlum.“ - Hvað vildirðu sjá standa eftir þína horgarstjómartíð? “Leikskóla- og skólamálin eru að komast fyrir vind. Þó alltaf megi gera betur í þeim málaflokk- um er mikilvægi þeirra nú al- mennt viðurkennt og aðbúnaður þeirra allt annar en áður var. Ég vil sjá miðborgina styrkjast og það er óðfluga að gerast. Ég myndi vilja sjá ráðstefnu- og tónleikahús verða að veruleika í miðborginni. Ég er viss um að sú framkvæmd ein mun gerbreyta aðstæðum í miðborginni. En fyrst og fremst vil ég að eftir standi sú tilfinning að þeir sem valist hafa til forystu og starfa fyrir Reykjavíkurborg séu þar til að þjóna borgarbúum og hagsmunum þeirra.“ kemur Ingi- björg Sól- rún víða við, ræðir um skipulags- mál, mál- efni Jóns Ólafssonar og muninn á verkum R- og D-lista. Kolbrún Bengþópsdóttin skrifar I viðtali

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.