Dagur - 25.09.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 25.09.1999, Blaðsíða 1
Laugardagur 25. september - 36. tölublað raunveruleikanum. Reykjavík var fámenn- ur og fátækur bær, sem átti eftir að takast á við fjölmörg úrlausnarefni, svo sem vatnsveitumál, lagningu holræsa og hafn- argerð. Gerð rafveitu hefði fráleitt getað borgað sig, auk þess sem hún hefði fyrst og fremst nýst litlum hópi efnafólks í bænum. Rafmagnið var aukaafurð En víkjum aftur að rafljósunum í Austur- stræti. Eyjólfur Þorkellsson hafði enga formlega menntun í rafmagnsfræði, held- ur varð hann sér út um hana með lestri enskra, danskra og þýskra kennslubóka. Honum svipar því hagleiksmanna þeirra er síðar hrintu af stað rafvæðingunni í sveitum landsins, með því að setja upp heimasmíðaðar rafstöðvar við hvern bæj- arlæk. Þessa tegund rafvæðingar mætti kalla grasrótarrafvæðingu í þeim skilningi að þeir sem að henni störfuðu gerðu það fremur af áhuga en í atvinnuskyni. Vafasamt verður einnig að teljast að margir hefðu fengist til að borga fyrir raf- lýsinguna frá Isafold. Bogaljós af þeirri gerð er vænta má að notuð hafi verið, þóttu lítið stofustáss og birtan frá þeim óhentug til lýsingar innandyra. Mestu máli skipti þó að olíuhreyfillinn sem knúði rafalann, var tæpast Iátinn ganga nema til að knýja prentvélarnar, en ekkert vit hefur verið í því að slíta vélinni og brenna elds- neyti til þess að spara örfáa olíulampa. Rafmagnsframleiðslan í ísafoldarprent- smiðju var því hrein aukageta, þar sem laghentur einstaklingur færði sér í nyt vél sem þegar var til staðar. Næstu árin fór rafvæðing Reykjavíkur fram með þessum hætti. Mörg fyrirtæki í bænum þurftu á vélarafli að halda til starfsemi sinnar og færðist það einkum í vöxt á öðrum áratug aldarinnar. Má þar meðal annars nefna ýmis vélaverkstæði og trésmiðjur, klæða- verksmiðjuna Iðunni og Sláturfélag Suð- urlands. Þótti vel til fundið að nýta þessar aflvélar einnig til raflýsingar og vildu þá eigendur fyrirtækjanna kosta nokkru til, þar sem betri Iýsing gaf möguleika á Iengri vinnudegi og þar með betri nýtingu á dýr- um Ijárfestingum. - þættir úr upphafssögu raflýsingar í Reykjavík í byrjun janúar árið 1900, birtist í blaðinu ísafold stutt frétt um hugvitsmanninn Eyjólf Þorkellsson, úrsmið. I henni kom fram, að þá um haustið hafi Eyjólfur tengt lítinn rafala við 8-10 hestafla steinolíu- hreyfil Isafoldarprentsmiðju og framleiddi hann næga raforku til að lýsa upp prent- vélarherbergið og úrsmíðaverkstæði sitt í Austurstræti 6. Síðar setti Eyjólfur upp ljósabúnað í skrifstofu Isafoldar í Austur- stræti 8 og teljast þessi hús því vera fyrstu raflýstu húsin í Reykjavík og þar með á Is- landi. Það væri synd að segja að rafljósin í Isa- foldarprentsmiðju hafi valdið miklu fjaðrafoki í bænum. Búnaðurinn var kraftlítill og megnaði ekki að halda Iifandi meira en þremur bogaljósum, hverju með um 16 kerta ljósstyrk. Enda Iét ritstjóri blaðsins þess getið að hann hefði verið fenginn fremur til gamans eða reynslu en verulegs gagns. Reykvíkingar voru raunar ekki með öllu ókunnir hinni framandi tækni, rafmagns- Ijósunum. I blöðunum höfðu birst fréttir af sigurför Ijósaperu Edisons um heims- byggðina, en á Parísarsýningunni árið 1881 hafði glóðarþráðapera hans vakið milda athygli. Með henni gátu rafmagns- ljós í fyrsta skipti farið að veita gasljósum verulega samkeppni. Á Norðurlöndunum, voru Norðmenn í fararbroddi í að tileinka sér raflýsingu. Þegar árið 1892 voru göt- ur í Osíó, sem þá nefndist Kristjanía, lýst- ar upp með rafmagni og ýmsir efnameiri borgarar bjuggu heimili sín rafmagnsljós- um. Alla jafna hefðu íslendingar lítið kippt sér upp við slíkar fréttir og sett rafljósin í flokk með fyrirbærum á borð við: háhýsi, sporvagna og bifreiðar, sem lítil von var til að bærust hingað í fásinnið. Um rafmagn- ið gegndi hins vegar öðru máli, því það fylgdi sögunni að rafmagn mætti hæglega framleiða með vatnsafli einu saman. A Is- landi væru ótal virkjanleg vatnsföll og því væru möguleikar þjóðarinnar miklir. Elliðaámar kannaðar Árið 1888 fól bæjarstjórn Reykjavíkur Birni Gunlaugssyni, kennara við Lærða skólann, að kanna möguleika á að virkja Skorarhylsfoss í Elliðaánum til rafmagns- framleiðslu, en bænum hafði þá borist til- boð frá erlendum aðilum um uppsetningu kolaknúinnar rafstöðvar, sem nota skyldi til götulýsingar einvcrðungu. Taldi Björn verkið vera framkvæmanlegt, en fjarlægð ánna frá bænum gerði flutning orkunnar dýran eða jafnvel ómögúlegan. Sex árum síðar var rafmagnsmálinu hreyft á nýjan Ieik. Var þar að verki Frí- mann nokkur Arngrímsson, sérlundaður þúsundþjalasmiður sem flust hafði til Kanada á unglingsárum sínum og kynnt sér þar rafmagnsfræði. Starfaði hann um tíma hjá bandaríska fyrirtækinu General Electric, sem þá var í örum vexti. Frímann ílengdist þó ekki f Bandaríkjunum. Þess í stað sneri hann heim til Islands til að vinna að köllun sinni, að fræða landa sína um undur rafmagnsins og gera þjóðina þá rafvæddustu í veröldinni. I þessu skyni hélt hann fyrirlestra í Fjalakettinum árin 1894 og 1895, en varð ekkert ágengt og hvarf hann úr Iandi beiskur og sár. Ymsir hafa kosið að Iíta á Frímann sem misskilinn spámann, sem ekki fékk hljóm- grunn vegna skammsýni samtíðarmanna sinna og eigin sérvisku og þrætugirni. Má þar nefna æviminningar Knuds Zimsens, borgarstjóra, sem Lúðvík Kristjánsson færði í letur. Það mun þó vera ofmælt. Nær er að álykta að hugmyndir Frímanns hafi verið hreinar skýjaborgir og að áætl- anir hans hafi ekki átt sér neina stoð í Rafstöð á vegum Völimdar Það voru reykvískir trésmiðir sem slógu tóninn árið 1905, en þá hóf hópur þeirra rekstur trésmiðjunnar Völundar. I Völundi var fjöldi stórvirkra smíðavéla sem gengu fyrir gufuafli, en stór gufuketill var í kjall- ara hússins. Jafnframt var ketillinn tengd- ur við rafala sem framleiddi rafmagn til lýsingar í verksmiðjusalnum og nálægum húsum. Eitt þeirra var hús Guðmundar Hannessonar, læknis, að Hverfisgötu 12. Árið 1914 var þar hafinn rekstur röntgen- lækningastofu undir stjórn Gunnlaugs Claessen, var hún sú fyrsta sinnar tegund- ar hér á landi. Sjá framhald á bls 3 Fyrir 100 érum var kveikt é fyrstu rafijósunum í Reykjavík í prentsmiðju ísafoidar í Austur- stræti. Rafall var tengdur við steinolíuhreyfil, sem dugði til að halda þrem bogaljósum logandi, og hafði hvert þeirra 16 kerta styrk. Ekki þótti þetta miklum tíðindum sæta þé, en var vísir að öðru og meira.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.