Dagur - 25.09.1999, Page 6

Dagur - 25.09.1999, Page 6
Xl-LAVGARDAGVR 2S. SEPTEMBER 1999 MINNINGARGREINAR Bjarni Benediktsson ájarlsstöðum Bjarni Benediktsson fæddist á Veigastöðum á Svalbarðsströnd 12. janúar 1914. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri 1. sept. sl. Foreldrar hans voru Benedikt Sigurbjörnsson f. 3. apríl 1876, d. 13. jan. 1962 og Steinlaug Guðmundsdóttir f. 29. júlí 1878, d. 17. ágúst 1960. Fyrstu hjúskaparár sín voru þau í húsmennsku á Sval- barði á Svalbarðsströnd en reis- tu sér síðan eigið hús á Grund 1908. A Veigastöðum bjuggu þau 1912-1916 en þá fluttu þau í Jarlsstaði í Höfðahverfi þar sem þau áttu heima til dauða- dags. Synir þeirra fimm auk Bjarna voru: Sigurbjörn f. 16. apríl 1899, Sigurður f. 1. nóv. 1902, Ingólfur f. 25. sept 1908, þeir eru allir látnir. Eftirlifandi eru Jóhann f. 5. júlí 1920 og Kristján Helgi f. 23. okt. 1923. Þann 8. sept. 1939 kvæntist Bjarni Guðrúnu Friðriksdóttur f. 14. júlí 1916, d. 24. feb. 1994. Foreldrar hennar voru Friðrik Kristinsson bóndi í Hlé- skógum og kona hans Anna Margrét Vigfúsdóttir. Börn Bjarna og Guðrúnar eru 1) Anna Margrét f. 14. júlí 1941, maki Gunnar Stefánsson f. 18. des.1938. Þau búa á Grenivík og eiga ijögur börn. 2) Friðrik Gunnar f. 7. apríl 1944, maki Guðlaug Sigurðardóttir f. 10. maí 1947. Þau búa á Akureyri og eiga þrjú böm. 3) Guðmund- ur Kristinn f. 17. maí 1949, maki Kristín Alfreðsdóttir f. 9. nóv. 1953. Þau búa á Akureyri og eiga tvö börn. 4) Steinlaug Sigríður f. 16. nóv. 1953, maki Þórður Magnússon f. 24. apríl 1950. Þau búa í Kópavogi og eiga þrjár dætur. Bjarni og Guð- rún bjuggu fyrstu árin í félagi við Benedikt og Steinlaugu en tóku fljótlega alveg við búinu. Þar skiluðu þau ævistarfi sínu öllu. Útför Bjarna var gerð frá Grenivíkurkirkju laugardaginn 11. sept. Snjórinn í gjánni fyrir ofan Dal fór seint þetta sumarið eins og stundum áður. Skiðaför voru þar engin og orðið langt síðan skíða- maður þeysti niður skaflinn og notaði húsið fyrir stökkpall; enda annar snjór og annað hús og skíðamaður orðinn stirður. Bjarni á Jarlsstöðum var orðinn saddur Iífdaga og nú hefur hann kvatt. Hann er farinn heim til himna. Gunna var farin á undan. Fái hún nokkru um ráðið verður búið að baka þegar hann kemur. Ef það er eitthvað Iíkur bakstur og á jörðu þarf Bjami ekki einu sinni að hafa endurheimt sinn fyrri tyggi- búnað. Kökumar sem Gunna bar á borð, jafnvel í venjulegu hvers- dagskaffi heima á Jarlsstöðum, voru líka alltaf með lagi, Iykt og bragði sem best mátti kenna við himnaríki. I vitund bernskunnar verður margt stórt og stórkostlegt. Bjarni á Jarlsstöðum var þar mjög afger- andi persóna - líldega okkar allra í Dal. Hann var að vísu ekki göldróttur, en komst eins nærri því og ég þorði að trúa að slíkir menn væru til. Jafnvel súrheys- lyktin gat ekld verið nema góð ef hún var í kringum hann. Hann gat sofið standandi, bara ef hann hallaði sér fram á eldhúsbekkinn. Hann gat fundið lúðu í soðið bara með því að banka með færinu nokkrum sinnum í botn. Hann gat farið heljarstökk án þess að fara úr úlpunni. Hann gat látið skapvond þarfanaut verða spök og leggja kollhúfur eins og afgamlar mjólkurkýr með því einu að horfa framan í þau. Svona bolar eru ægilegir. Hvert barn veit að eng- inn nema sá sem er dálitið göldróttur getur ráðið við svo tröllauknar skepnur. Svo átti hann traktor sem hét Farmall A. Svoleiðis traktor áttu bara Sverrir á Lómatjörn og séra Þorvarður í Laufási. Sá var munurinn að þeir síðarnefndu áttu líka jeppa. Trakt- orinn hans Bjarna gegndi öllum embættisskyldum heimilisöku- tækis meðan báðir lifðu og ekkert tæki kom í hans stað. Sögur af ferðalögum á þessum traktor eiga ekki endilega heima á þessum stað, og eru fyrir þ\á ýmsar ástæð- ur. I minningunni virðast fáir dag- ar hafa verið án samgangs milli Dals og Jarlsstaða. Kannski úr báðum áttum. Þó var alltaf reynt að eiga erindi. Það tíðkaðist ekki að fara milli bæja án þess. Það hefði verið flækingur. Jarlsstaðaheilmilið var dálítill ævintýraheimur. Allt kringum þau hjóninvarð til dæmis að gróður- vin. Dularfullar plöntur uxu í pottum innandyra og garðurinn úti varð stærri og stærri eftir því sem árin liðu. Jafnvel rósir festu yndi við húsvegginn en runnar og tré hvísluðu ævintýrum hvert að öðru á síðkvöldum. Aldrei efuð- umst við um að Bjarni væri sérvit- ur. Það var einn af kostum hans. Það er líka bara einhver síðari tíma útlegging að halda að það sé galli. Hann var vitur og hann var sér. Hann var hagleiksmaður á tré og reisti sér marga litla minnis- varða með því, sem nú er enn dýr- mætara að megahandleika. Samt hélt hann því fram að þeir væru ómerkilegir. Hann var mjög góður harmonikkuleikari. Samt átti hann Iengi ekkert hljóðfæri. Hann hafði sitt eigið ,,sánd“. Þótt hann léki alþekkt lag og hann breytti engum tóni, var enginn vandi að heyra að það var hann sem lék og enginn annar. Það var einhver óvenjuleg, sífersk glitrandi gleði í tóninum sem vakti danslöngun jafnvel í stirðum liðamótum. Hann var orðinn dálítið Iang- þreyttur undir það síðasta. Kannski finnst líka gömlum snjó á sumardegi að hann ætti að vera farinn. Ef Bjarni hafði einhvern- tíma heyrt það sem predikarinn segir, var hann búinn að gleyma því: „Þannig sá ég að ekkert betra er til en að maðurinn gleðji sig við verk sín, því að það er hlutdeild hans“. (Pred.3,22a).“Far því og et brauð þitt með ánægju og drekk vín þitt með glöðu hjarta, því að Guð hefur lengi haft velþóknun á verkum þínum.“ (Pred.9,7). Við sem eftir stöndum gleðj- umst þá bara þeim mun meir yfir verkum hans og veru hans. Eg veit að ég get í nafni okkar allra í Dal þakkað að leiðarlokum fyrir langa samvist, í mikilli gleði yfir því að hafa átt þennan frænda. Og nú er ilmur af laufi og angan úr moldu og friður á himni og jörð. „Því að efvér lifum, lifum vér Drottni og ef vér deyjum, deyjum vér Drottni. Hvort sem vér þess- vegna lifum eða deyjum þá erum vér Drottins. “ (Róm. 14, 8). Kristján Valur Ingólfsson, Skálholti Adolf Davíðsson Adolf Davíðsson fæddist í Brúnagerði í Fnjóskadal 26. ágúst 1908. Hann lést þann 1. september sl. á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Eftirlifandi kona Adolfs er Kristín Péturs- dóttir frá Kvfum í Grunnavíkur- hreppi fædd 9. sept 1914. Adolf og Krístín bjuggu alla tíð á Akureyri og langlengst í Hh'ðargötu 10 . Börn Adolfs og Kristínar eru Guðmundur Amar f. 18.03.36. búsettur á Akur- eyri, Númi Sveinbjörn f. 12.05.38. búsettur á Akureyri hann á 4 börn og 4 barnabörn. Helga f. 15.08.48. búsett í Lux- embourg hún á 2 börn og 1 barnabarn. Útför Adolfs fór fram frá Ak- ureyrarkirkju þann 7.september s.l. Tengdafaðir minn og vinur kvaddi þennan heim að morgni þann 1. sept. sl. Ég kom fyrst í Hlíðargötuna fyrir 30 árum þegar ég hafði kynnst Helgu og var mér strax vel tckið. Ekki er mér þó grunlaust um að hann hafi tekið þennan fugl með varúð til að Og vinir herast hurt með tímans straumi. Þannig kvað Jónas Hallgrímsson forðum. Hann var raunsær á lífið og vanda þess. Hann skildi, að líf- ið rennur hratt hjá, og þess vegna er ástæða til að njóta þess meðan er. Yfirleitt notum við mennimir lífsstundir þær, sem okkur eru af- markaðar, mjög illa eða þá alls ekki. Arni Guðmundsson á Sauðár- króki er látinn, að mér finnst um aldur fram. Hvaða aldur er það, byrja með þar sem um einkadótt- urina var að ræða. Adolf var ákaf- lega traustur maður og það sem hann sagði stóð eins og stafur á bók. Hann var fróður maður sér- staklega um gamla tíma . Oft sát- um við saman að kvöldi inní stofu og röbbuðum, þá fræddi hann mig um lífsbaráttuna t.d. á árun- um 1925 til 1945, þetta voru fræðslustundir fyrir mig sem ég fékk beint í æð frá manni sem lifði og starfaði á þessum tíma en las það ekki af þurrum bókum. Hér er aðeins lítið dæmi um það sem við spjölluðum um, það má segja að efnið spynni yfir hvað sem var, ferðalög, íslensk stjórn- mál eða heimsmálin. Við vorum þó ekki alltaf sam- mála, en það var í góðu lági frá beggja hálfu og risti ekki djúpt þó kannski háekkaði rómur um stund í þessum umræðum. Ekki má gleyma öllum sending- unum til okkar í Luxemborg í gegnum árin, það voru bækur og fræðsluefni til okkar allra og þó sérstaklega til barnanna meðan þau voru yngri. Dagur kom reglu- íega til okkar Helgu svo hægt væri að fýlgjast með fréttum að norðan og fyrir jólin kom ævinlega sér- stök jólasending með hangikjöti, magál og fleyru matarkyns. Allt var sent tímanlega því Adolf vildi að þetta væri komið vel fyrir jól enda var hann mikið jólabarn sjálfur. Meðan Adolf var vel ferða- fær komu hann og Kristín nokkrum sinnum í heimsókn til okkar Helgu og barnanna, þá tók hann ávallt mikið af myndum. Allt var skráð nákvæmlega niður, staður, stund og atvikið sem þau upplifðu. Þetta var síðan skoðað af og til eftir heimkomuna og þau lifðu þá ferðalagið upp aftur. Adolf var ákaflega starfssamur maður og sat sjaldnast auðum höndum, það var ekki hans stíll. Eitt af mörgu sem hann tók sér fyrir hendur á efri árum var prjónaskapur aðallega á sokkum og vettlingum. Mér fannst þetta nokkuð merkilegt vegna þess hvehendur hans voru frekar gróf- ar og vinnulúnar, en þetta fórst honum ákaflega vel og nutu margir góðs af, ættingjar og vinir. A síðustu árum hrakaði heilsu hans og m.a. gáfu fæturnir sig þetta þótti honum afar erfitt enda maðurinn sjálfstæður að eðlisfari og vildi vera sjálfum sér nógur alla tíð. Um leið og ég bið góðan Guð áð taka vel á móti tengdaföð- ur mínum bið ég hann að styrkja Krístínu, börn þeirra ættmenni og vini í þessum missi. Hermann Friðrihsson *** Elsku afi minn Nú sendi ég þér smá línur. Ég vona að þér líði vel. Ég hugsa oft til þín um samveru- stundirnar sem við áttum saman sérstaklega þegar ég kom í heim- sókn til ykkar ömmu. Þú áttir alltaf „Mix“ í kjallaranum og margar ferðir laumuðumst við í búrið þegar amma sá ekki til og fengum okkur eitthvað gott. Takk fyrir öll skiptin sem þú spilaðir við mig og allt sem þú kenndir mér. Takk fyrir öll sendibréfin, það er þér að þakka að ég er svona dug- leg að skrifa bréf í dag. Takk fyrir alla sokkana, vettlingana, húfur og trefla sem veita mér ávallt skjól á köldum vetrardögum. Takk fyrir bækurnar blöðin frímerkin og myndirnar frá fagra Fróni. Takk fyrir allt, jafnt í gleði og sorg. Það var fallegt veður daginn sem ég kom til Islands til að kveðja þig í hinsta sinn, kvöldið var stjörnu- bjart og norðurljósin dönsuðu á himninum í margbreytilegum lit- um, þakka þér fyrir að hafa kennt mér að njóta fegurðar náttúrunn- ar. Elsku afi ég mun sakna þín, það var ómetanlegt að fá að ganga með þér um stund. Ég bið Guð að styrkja ömmu en ég veit að hún á margar góðar minningar um þig. Þín afastelpa Lilja Björk. Hann var þá fiskverkandi og hafði mikinn rekstur með höndum. Þetta verður ekki öllu lengra, enda skiptir orðafjöldinn ekki máli, þegar minnst er góðs vinar, heldur andinn sem á bak við býr. Astvinum Arna sendi ég samúðar- kveðjur við fráfall hans. Gott er að minnast mætra kynna. Auðunn Bragi Sveinsson frá Refsstöðum á Laxárdal. Ami Guðmimdsson írainkvæindastj óri, Sauðárkróki þótt menn nái sjötugs aldri, eins og Arni gerði? Hann hafði raunar skilað góðu ævistarfi. Við Arni kynntumst í vegavinnu úti í Fljótum sumarið 1944. Það var sólríkt og fagurt og indælt að vinna undir berum himni. Nokk- uð sem átti vel við okkur strák- ana. Eftir langan vinnudag æfð- um við svo íþróttir úti, enda fljótt afþreyttir eftir vinnuna. Arni var hressilegur piltur, vel vaxinn, snotur í andliti og bauð af sér góðan þokka. Hann var Iéttur í Iund og hafði gaman af vísum og kveðskap, enda sjálfur hagmælt- ur, þótt hann flíkaði því ekki mikið. Svo var það mánudaginn 26. júní, sem var mánudagur, að ég orti þessa vísu um Arna vinnufé- laga minn, son Guðmundar Arna- sonar, bónda á Þorbjargarstöðum á Skaga. Engan haga Árni hlaut, andans hagur glaður. Áfram vagar vorsins hraut valinn Skagamaður. Já, þá var gaman að lifa. Allt líf- ið framundan, og alltaf er hið óráðna mest heillandi. Það vitum við. Faðir Arna var frá Víkum á Skaga, hraustur maður og dugleg- ur. Með honum vann ég einnig. Haustið 1988 lagði ég leið mína til Sauðárkróks og dvaldi þar við fræðistörf í Safnahúsinu á staðn- um um vikutíma. Þá brá ég mér til Arna og nutum við þess áreið- anlega báðir að rabba saman og rifja upp gömul kynni. Margar vísur skrifaði hann eftir mér.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.