Dagur - 19.11.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 19.11.1999, Blaðsíða 2
2-FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 Dagur FRÉTTIR Yfirlæknir krefst þess að emangruniimi ljúki Yfirlæknirinn vill rjúfa einangrun þeirra sem hafa lengst verið i gæsluvarðhaldi vegna stóra fíkniefnamálsins. Yfirlæknir Litla- Hrauns telur að heilsu gæsluvarð- haldsfanga í stóra filmipfnamálinii stafi veruleg hætta af hiimi löngu einangrun. Fv. landlæknir vill 3-4 vikna hámark á ein- angrun. Þórarinn H. Þorbergsson, yfir- læknir Litla-Hrauns, krafðist þess með bréfi til Fangelsismála- stofnunar I I. nóvember síðast- Iiðinn að þá þegar yrði gripið til aðgerða sem leyfðu rof einangr- unar þeirra gæsluvarðhaldsfanga sem lengst höfðu verið í einangr- un vegna stóra fíkniefnamálsins svokallaða, sem upp komst í byrjun september. Segir yfir- læknirinn að einangrunin sé farin að spilla heilsu gæslufang- anna, en meðal alvarlegra afleið- inga Iangvarandi einangrunar eru svefntruflanir, þunglyndi, truflun á skynjun, verkir, inn- hverf hugsun og sjálfsmorðshug- Ieiðingar. Krafan í bréfinu kom fram daginn eftir að héraðsdómur hafði framlengt gæsluvarðhald þeirra fjögurra fanga málsins, sem upphaflega voru handteknir og því setið lengst í einangrun. Framlengingin náði til 15. mars árið 2000 og var úrskurðurinn staðfestur af Hæstarétti 15. nóv- ember, þrátt fyrir bréf yfirlæknis- ins. Þegar bréfið var ritað höfðu fjórmenningarnir verið í einangr- un í rúma tvo mánuði. Þunglyndi, ofskynjanir, sj álfsmorðshugleiðingar Þórarinn yfirlæknir skrifaði Fangelsismálastofnun bréf 11. nóvember, þar sem meðal annars segir: „Bréf þetta er ritað í tilefni af framlengingu á gæsluvarð- haldi nokkurra einstaklinga sem þegar hafa lengi setið í gæslu- varðhaldseinangrun. Tel mér skylt sem yfirlækni að Litla- Hrauni að benda á að heilsa þeirra einstaklinga sem setið hafa í einangrun í meira en mán- uð, hvað þá í tvo mánuði, er í mikilli hættu." Þórarinn lét fylgja með bréfinu grein eftir Ólaf Ólafsson, fv. landlækni, þar sem bent er á að frá heilsufarslegu sjónarmiði sé óráðlegt að einangra fanga leng- ur en 3-4 vikur. Þar er greint frá niðurstöðum alþjóðlegra rann- sókna um áhrif langvarandi ein- angrunar á heilsu fanga. Eftir því sem lengra líður á einangrun gætir æ meir þunglyndis, svefn- truflana, skynjunartruflana, sjálfseyðileggjandi hugsana og svo framvegis. Norsk rannsókn sýndi að margir gæsluvarðhalds- fanga kvarti ér á líður undan vax- andi skynjunartruflunum. „Nokkrir urðu mjög „innhverfir" í hugsun og neituðu að hafa af- skipti af þeim er heimsóttu þá... nokkuð bar á ofskynjunum með- al fanganna." „Einangrun í lengri tíma veld- ur fólki heilsuvanda og í mörg- um tilfellum verulegum geðræn- um erfiðleikum. Lagt er til að einangrun vari að öllu jöfnu ekki lengur en 3-4 vikur,“ segir Ólaf- ur. - FÞG Opin kerfi auka hagnað Opin kerfi birtu afkomutölur sínar í gær fyrir fyrstu 9 mánuði ársins. Hagnaður af reglulegri starfsemi samstæðunnar fyrir fjármagnsliði og skatta er nú 193 milljónir króna, sem er 77% hækkun frá sama tíma í fyrra. Hagnaður eftir skatta, án áhrifa dóttur- og hlutdeildarfélaga, er 176 milljónir sem er 96% aukning miðað við fyrra ár. Að teknu til- liti til dóttur- og hlutdeildarfélaga er hagnaður tímabilsins 100 millj- ónir en var 69,5 milljónir á sama tfma í fyrra. Það er 44% aukning milli ára. Heildarvelta samstæðunnar jókst um 36% miðað við sama tímabil í fyrra og er nú 2,7 milljarðar miðað við tæpa 2 milljarða árið áður. Eigið fé samstæðunnar 30. sept. sl. var 658 milljónir og hefur aukist um 107 milljónir á árinu. Eiginljárhlutfallið er 31%. frá Tæknivali Tæknival sendi Verðbréfaþingi af- komuviðvörun í gær, ekki vegna tap- reksturs heldur vegna betri afkomu á 3. ársfjórðungi en áætlað hafði verið. Þegar uppgjör fyrstu 6 mánaða þessa árs var lagt fram, sem sýndi 144,3 milljóna króna taprekstur, tilkynntu forsvarsmenn Tæknivals að stefnt væri að viðsnúningi í rekstri fyrirtæk- isins á seinni 6 mánuðum ársins, sem gerði ráð fyrir 50 milljóna hagn- aði af reglulegri starfsemi það tíma- bil. Þriðji ársfjórðungur skilar betri niðurstöðu af reglulegri starfsemi en ráðgert var og gangi áætlanir 4. árs- fjórðungs eftir mun viðsnúningur í rekstri fara fram úr þeim væntingum sem gerðar voru. Að auki nemur hagnaður af sölu hugbúnaðarsviðs Tæknivals um 180 milljónum en sá söluhagnaður verður aðeins að hluta tekjufærður á árinu 1999, að því er segir í tilkynningu frá Tæknivali. Skýrr eykur við sig um 60% Velta Skýrr nam 884,4 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins en var á sama tíma í fyrra 779,5 milljónir. Veltan jókst því um 13% milli ára. Hagnaður fyrstu níu mánuðina nam 56,7 milljónum sam- anborið við 35,3 milijónir í fyrra og jókst hann því um 60% milli ára. Veltufé frá rekstri nam 134,2 milljónum miðað við 1 12,1 milljón fyr- ir sama tímabil árið áður. Eigið fé félagsins 30. september sl. nam 295,6 milljónum og jókst það um 31,1% á fyrstu níu mánuðunum. Eiginfjárhlutfallið nam 35,3%. I rekstraráætlun fyrír árið í heild er gert ráð lyrir að hagnaður félagsins nemi um 65 milljónum króna eft- ir skattá. Stjórnendur Skýrr telja að hágriaðarmarkmið félagsins muni nást fyllilega. Jákvæð viðvörun Árni Sigfússon er að rétta Tæknival úr kútnum. Fyrsti fundur Samninganefndir VMSÍ og Samtaka at- vinnulífsins. Breyting á viðræðuáætlun gegn innspýtingu launa lægstu taxta. Lands- byggðin saman. Fyrsti formlegi samningafundur- inn í aðdraganda að gerð næstu kjarasamninga var haídinn í gær þegar sextán manna samninga- nefnd Verkamannasambands Is- lands fundaði með samninga- nefnd Samtaka atvinnulífsins í Garðastrætinu. Fyrir atvinnurek- endum fór Finnur Geirsson, for- maður Samtaka atvinnulífsins. Ráðgert er að halda annan fund í næstu viku. Aðferðafræðin skoðuð Björn Grétar Sveinsson, formað- ur VMSI, segir að á þessum fundi hefði samninganefndin kynnt viðsemjendum sínum markaða stefnu sambandsins um gerð Björn Grétar Sveinsson. samnings um breytingar á við- ræðuáætlun gegn innspýtingu krónutöluhækkana í lægstu launataxtana. Jafnframt var þess óskað að menn kæmu saman sem fyrst aftur til að ganga úr skugga um hvort hægt sé að þróa þessa aðferð enn frekar. A þessum fundi voru engar kröfur lagðar fram um hugsanlega krónutölu- hækkun taxtalauna. Formaður VMSÍ segir að ef þessi hugmynd gengur ekki upp aðferðafræði- Iega, þá þurfa menn að leggja fram kaupkröfur í hefðbundnum farvegi viðræðuáætlunar fyrir 15. desember nk. Af þeim sökum þurfa menn að helst að sjá hvort þessi leið sé fær í þessum mán- uði. Ef svo sé þá sé það ekki í sjálfu sér mikil vinna að klára gerð þessa samnings, þótt ekki sé hægt að útiloka að ekki verði ein- hver átök um það hversu krónu- töluhækkunin eigi að vera mikil. Landsbyggðin sanian I upphafi fundarins afhenti samninganefnd VMSÍ forystu Samtaka atvinnulífsins samn- ingsumboð sitt sem nær til allra aðildarfélaga sambandsins á Iandsbyggðinni og aðildarfélaga Landssambands iðnverkafólks úti á landi. Iðnverkafélögin eiga tvo fulltrúa í samninganefnd VMSÍ. Þá mun Alþýðusamband Vest- fjarða verða með f samningaferli VMSI, enda eru þeir með full- trúa í samninganefndinni. Full- trúar ASV verða þó að ræða þetta fyrirkomulag við Vinnuveitenda- félag Vestfjarða vegna kjarasam- ings þeirra. - GRH Krefst útvarpstíma eins og Jdn Steinar Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt og skyldmenni dóttur- innar í hinu umdeilda kynferðis- brotamáli, hefur ritað Ríkisút- varpinu bréf þar sem hún óskar eftir því að fá úthlutað einni og hálfri klukkustund í dagskrá Rík- isútvarpsins til að fjalla um hæstaréttarmálið, þar sem faðir stúlkunnar var sýknaður af ákæru um áralanga kynferðislega misnotkun á dóttur sinni. „Eg hef skrifað tvær greinar í Morgunblaðið um málið og byggði þær á dómsniðurstöðum úr Hæstarétti og á því að hafa verið fjarlægur áhorfandi að harmleiknum. Greinarnar voru ÚlöfGuðný Valdimarsdóttir. skrifaðar aö eigin frumkvæði og áttu rætur í réttlætiskennd og siðferðisvitund. Þær voru ekld í naíni kæranda fremur en önnur umræða f fjölmiðlum um málið. Fyrir útvarpsráði liggur erindi hæstaréttarlögmanns sem hefur óskað eftir að tjá sig, fyrir hönd sakbornings, í viðkomandi máli. Hann hefur þegar rekið málíð íyrir dómstólum, unnið það og þjóðin greitt honum fyrir. Ef það er lýðræðislegt og hlutlaust að hæstaréttarlögmaður haldi þannig áfram að reka málið í rík- isfjölmiðlum, hlýtur það að vera réttmæt krafa almennings að fá úthlutað jafnlöngum ti'ma til að tjá sig uriri málið í viðkomandi ríkisfjölmiðli," segir Ólöf. - FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.