Dagur - 19.11.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 19.11.1999, Blaðsíða 4
^ o O O r « 1 H M M 7 í> V o %- a II ^ f n II T 9 J\ '4 4 — FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 FRÉTTIR Ný könnun á högum kvenna í sveitum Skagafjarðar og Húnaþings sýnir að margar þeirra eru í þremur störfum. Fullt aukastarf utau flestra búa Um 53% sveitakvenna og 48% maka þeirra vinna utan búsius, oftast íiillt starf, enda stendur bara þriðjungur búa undir fram- færslu fjölskyldu. Vinnudagurinn er geysilega Iangur hjá mörgum sveitakonum, a.m.k. í Skagafirði og Húnavatnssýslum, enda margar í þrem störíúm. Meira en helmingur þeir- ra vinnur utan heimilis, flestar í fullu starfi og tæpur helmingur á maka sem gera það. A flestum bæjum í þessum sveitum er því a.m.k. annað hjónanna í fullu starfi utan búsins. Enda telur að- eins þriðjungur kvennanna tekjur búsins nægja til að framfleyta fjölskyldunni, væntanlega þann þriðjung búanna sem flokkast sem stórbú. Utan búsins vinna konurnar langflest- ar við opinbera þjónustu, en líka önnur þjónustustörf, í verslun, við veitinga- rekstur, í matvælaiðnaði og fleiru. Um 80% kvennanna vinna síðan að búrekstr- inum meira en hálft starf (yfir 20 stund- ir á viku) þar af helmingurinn meira en fullt starf (yfir 40 stundir) á viku) - auk svo heimilisstarfanna, oft á stórum heim- ilum því konurnar eiga nær fjögur börn að jafnaði. Erfitt að kosta framhaldsnám barna Þetta er meðal niðurstaðna könnunar sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði fyrir jafnfréttisráðgjafa á Norðurlandi vestra um stöðu kvenna í dreifbýli. Urtakið var allar konur í dreif- býli á svæðinu, hvar af tæplega 400 svör- uðu (75%). Meðalaldur kvennanna er 47 ár, 93% þeira eiga maka, sem er tvöfalt hærra en landsmeðaltalið. Um 95% eiga böm, en á nær helmingi heimilanna eru þau öll orðin eldri en 15 ára. Athygli vekur, að rúmlega 60% kvenna i Húnavatnssýslunum segja börn á heim- ilinu búa við slæmar og mjög slæmar að- stæður til að afla sér framhaldsmenntun- ar, en aðeins Ijórðungur kvenna í Skaga- firði. Stærri búin virðast betur í stakk búin til að Ijárfesta í menntun bamanna. Kýr á rúmlega þriðjimgi búaima Búin skiptast nokkurn vegin í þrennt; lít- il, miðlungs og stór bú. Helmingur bú- anna eru fjárbú, um 17% kúabú, jafri mörg blönduð bú, 10% hrossabú og þó nokkur nautgripa- og loðdýrabú. Hlunn- indi, oftast veiði, fylgja á helmingi jarð- anna, en 40% nýta þau lítið eða ekkert. Um 60% búanna eru skráð á makann, 15% á bæði, 10% á konuna og 15% aðra. Helmingur makanna tók við búi af for- eldrum en 17% kvennanna. Helmingur þeirra hefur búið 20-60 ár á jörðinni, en 25% skemur en 10 ár. Um 35% telja að bömin taki við búinu. Láta karlana um félagsmálin Um 10% kvennanna hafa háskólamennt- un, tæpur helmingur hefur lokið fram- haldsnámi, þ.a. helmingurinn hús- mæðraskóla. Um 95% kvennanna telja æskilegt að boðið væri upp á starfstengd námskeið í sveitinni og 84% mundu sækja slfk námskeið. Langflestar langar í tölvunám, en líka margar á námskeið varðandi rekstur búsins, handverk, fag- námskeið búgreina og fleiri. Aðeins 21% kvenna tekur virkan þátt í félagsstörfum landbúnaðarins og enn færri í sveitarstjórnarmálum. — HEI í pottirmin voru memi enn einu sinni að tala um uppreisnarsegg- inn í Framsókn, hann Ólaf Öm Haraldsson. Nú vegna ummæla hans í morgunsjónvarpi Stöðvar 2 um að ílokkurinn væri að fara ijandans til, gerði flokksfoiyst- an ekkert í sínum málum. Að minnsta kosti væri flokkurinn í útrýmingarhættu í borginni. Ólafur Öm sagðist vera kominn „út á kant“ í flokknum og fóm pottveijar að velta því fyrir sér hvor kanturinn það væri, vinstri eða hægri. Frá þingsölum höfðu pottverjar heyrt að það væri ör- ugglega vinstri kanturinn. í þvl sambandi bentu menn á stöðu Katrínar Fjeldsted í Sjálfstæðisflokknum en hún og Ólafur Öm hafa verið samstíga í umhverfis- nefnd Alþingis í þessum virkjunar- og umhverf- ismatsmálum, enda sitja þau hlið við hlið í þingsalnum. Höfðu pottveijar fregnað að hún væri komin „á ís“ hjá Sjálfstæðisflokknum og þvl líkt á komið með þeim skoðanasystkinum... Pottverjar ræddu sín á milli nýju sjónvarpstöðina, Skjá 1, oglýstu yfir ánægju sinnimeð að loksins hafi fréttastofan komið með skúbb, þ.e. nýja stóra fíkniefna- málið. Fleiri pottveijar ræddu þó spjallþáttinn Axel og félagar, sem ku vera hugsaður sem blönduð stæling á Jay Leno, Lett- erman, Hemma Gunn og Gísla Rúnari. Höfðu menn séð þáttinn í fýrrakvöld þar sem Axel þessi var með Eddu Björgvins í viðtali. Undir lokin spurði hann Eddu hvemig hann ætti að koma fram og hegða sér. Fannst pottverjum svar Eddu vera lúmskt þegar hún sagði mestu skipta hjá Axel að vera hann sjálfur en reyna ekki að vera Jay Leno eða Gísli Rúnar... Vestflrðmgar kveiktu ljós Pétur Siguiússon formaður Alþýðusambands Vestfjarða l r [ Fram hefurkotnið, meðal r annarshjáÞórðiFriðjónssyni [ og Vilhjálmi Egilssyni, að framtíð efnáhagsmála velti meðal annars mjög á komandi kjarasamningum. „Þeir héldu það 1990 þegar verkalýðshreyfing- in píndi þá til að bjarga efnahag þjóðarinnar að þá hafi verkalýðshreyfingin samið um leið um eilífan frið og undanslátt í kjaramálum. Enda voru þetta tímamótasamningar sem þá voru gerðir og þar var létt af atvinnurekendum ýms- um gjöldum og álögum. Fólk fórnaði ekki bara því að hækka launin sem þá þurftu leiðrétting- ar við 1990, þegar vantaði einhver tuttugu prósent uppá að kaupmáttur áranna þar á undan hefði skilað sér, heldur geymdu menn líka að fara fram á kauphækkanir til þess ein- mitt að rétta þetta af og til þess að geta svo fengið arð af þessu eftir einhver ár. Þetta voru þau loforð sem voru gefin en þetta hefur aldrei verið efnt. Arðinum hefur verið úthlutað til þeirra sömu manna og verkalýðshreyfíngin og verkafólk almennt gaf eftir." - Hvernig er hjóðið almennt í Vestfirðing- unt? „Við erum í þessu stríði að verja það sem ennþá er hér eftir af veiðiheimildum. Fisk- vinnsla hefur dregist gríðarlega saman ef aft- urámóti eru neistar að kvikna hingað og þang- að í smáverkunum. Það má segja að það sé alls ekki slæmt, því þó menn séu alltaf að veðja á stóru fyrirtækin þá hafa þau oft skapast með sameiningu smærri fyrirtækja. Hér eru komn- ar upp fjórar, fimm saltfiskverkanir með fáa menn innanborðs og við skulum bara vona að þeim vaxi fiskur um hrygg.“ - Þessi fyrirtæki virðast hofa nóg oð gera. „Já, já. En þetta kemur aldrei í staðinn fýrir verksmiðjurnar sem er verið að leggja af, þvf það eru raunverulegar verksmiðjur. Það er svo skrýtið að menn hafa ekkert miklar áhyggjur af því að leggja niður hér fleiri hundruð manna fiskverksmiðjur en það ætlar allt um koll að keyra í þjóðfélaginu og það á að leggja undir gríðarlegar náttúruperlur til þess að skaffa 40- 50, eða kannski hundrað störf á Austfjörðum og menn ætla að bjarga við öllu atvinnulífi með þessu. Ég held að menn hafi hopað í fiskvinnsl- unni. Þeir sem hefur verið treyst fyrir fisk- vinnslunni á íslandi hafa brugðist. Fiskurinn er fluttur óunninn út og það getur vel verið að markaðurinn þar gefi ákveðnum mönnum góðar tekjur með því en afturámóti er klárt mál að virðisaukinn af virkilegri fiskvinnslu er ekki lengur til staðar í þjóðfélaginu. Til að fá hærra verð þarf að leggja fram vinnu hér heima og hún er virðisauki hér í Iandinu. Nema menn séu komnir út í það að það séu einhvcrjar aðr- ar atvinnugreinar sem eiga að taka við, þá get- ur alveg verið afsökun fyrir þessu. - Vestfirðingar myndu tæplega Uika slíkri stefnu þegjandi? „Nei, það er hægt að kenna okkur að svara í síma, selja bækur og allt svoleiðis. Það er gott og blessað og þetta framtak íslenskrar miðlun- ar að búa til fimmtíu störf hér í þessum efn- um, einhvers konar fjarvinnslu, skráningum og sölu, er hið besta mál og eykur fjölbreytnina sem hefur alltaf vantað töluvert hér. En það hefði verið skelfing ósköp gaman ef það hefði verið viðbót við það sem áður var. Þá hefðum við getað búist við einhverri fólksljölgun. Þetta hefði þurft að vera viðbót en ekki að koma í staðinn fyrir störf sem við höfum verið að tapa.“ - Hvaða hugmyndir hafa Veslfirðingar um laun t komandi kjarasamningum? „Við gáfum tóninn 1997 um það hvað væri æskilegast og þyrfti að gera. Við lögðum tölu- vert á okkur til þess að reyna að knýja það fram og náðum virkilega að vekja athygli á því. Eg held að það sannist nú á því að ef einhver í f’or- ystu verkalýðsfélaga eða almennur verkamað- ur er spurður um hvar eigi að setja kröfuna þá dettur engum í hug að minnast á laun undir hundrað þúsundum. Þannig að ég held að við höfum aðeins kveikt ljós í hugum manna.“ — HI 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.