Dagur - 19.11.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 19.11.1999, Blaðsíða 5
 FÖSTVDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 - S FRÉTTIR Eg in á ekki vfir gefa fLokkmii un verður sendur frá iðnaðar- nefnd til umhverfisnefndar. Ólaf- ur sagði að nefndin myndi kalla til sín gesti, alla þá sem nefndar- menn óska eftir að fá til viðræðna við nefndina og þær umsagnir sem menn óska eftir. „Við munum síðan ræða málið innan nefndarinnar og skila okk- ar áliti til iðnaðarnefndar. Við höfum unnið mjög vel og faglega í umhverfisnefnd eftir að ég fór að stýra henni. Þar má nefna stækkun álversins í Straumsvík og nýja álverið í Hvalfirði. Öll svona mál þarf að vinna vel og ég stefni að því að Fljótsdalsvirkjun- armálið fái eins vandaðan og hraðan framgang og hægt er og vil stuðla að því að það verði af- greitt fyrir jól eins og ríkisstjórnin hefur óskað eftir,“ segir Ólafur Örn Haraldsson. - S.DÓR Ólafur Öm Haralds- son segist ekki vera á leið úr Framsóknar- flokkniim. Hann seg- ist eiga svo mikið er- indi við kjósendur flokksins og ekki mega bregðast því fóUd með þvi að ganga úr flokknum. Ólafur Örn Haraldsson, þing- maður Framsóknarflokksins, hef- ur verið í algerri andstöðu við flokksforystuna og þingflokkinn, í umhverfismálum varðandi Fljóts- dalsvirkjun. Hann viðurkenndi í sjónvarpsviðtali í fyrradag að hann væri kominn út á kant í flokknum. Dagur spurði hann að því í gær hvort hann væri með þessum ummælum að hefja und- irbúning að því að ganga úr Framsóknarflokknum. „Nei, ég má ekki gera það vegna þess að ég á svo mikið er- indi við kjósendur Framsóknar- flokksins. Eftir að umræðan um Fljótsdalsvirkjun hófst á Alþingi, hef ég fundið fyrir miklum við- brögðum kjósenda og stuðningi. Þannig að ég vil ekki bregðast þessu fólki með því að yfirgefa flokkinn," sagði Ólafur. Hann var þá spurður hvort hann teldi að fylgistap Framsókn- arflokksins í skoðanakönnun Fé- lagsvísindastofnunar væri þessu máli að kenna? „Eg vil kannski ekki segja það en gagnrýni mín á flokkinn og forystuna hefur komið fram,“ sagði Ólafur Örn. Fyrir jól Ólafur Örn er formaður umhverf- isnefndar Alþingis. Umhverfis- þáttur þingsályktunartillögu iðn- aðarráðherra um Fljótsdalsvirkj- Þimgir dómax yfir Qársvika- gengi Hæstiréttur hefur staðfest í meginatriðum sakfellingu og dóma yfir nokkrum einstakling- um sem uppvísir urðu að stór- felldum fjársvikum í tengslum við rekstur veitingahúss og gervi- fyrirtækja, skjalafals, hylmingu og fleira. Alls voru níu menn ákærðir vegna málsins, en sjö sakfelldir í undirrétti og áfrýjuðu þrír þeirra til Hæstaréttar, Stefán Axel Stef- ánsson, Örn Karlsson og Már Karlsson. Dómur Hæstaréttar yfir þre- menningunum var staðfestur að öðru leyti en því að fangelsi Stef- áns var stytt úr 18 í 12 mánuði, en Örn skal sitja inni í þrjú ár og Már í tvö og hálft ár. - FÞG Flugleiðafólk í fínu fötunum. Flugleiðir áflugi Fyrstu níu mánuði ársins varð afkoma af reglulegri starfsemi Flugleiða og dótturfélaga fyrir skatta hagnaður að fjárhæð 1.492 milljónir króna en var á sama tímabili í fyrra 567 millj- ónir króna. Tekjuskattar af starf- seminni fyrstu níu mánuði árs- ins voru reiknaðir 996 milljónir króna. Heildarhagnaður af sam- stæðunni að teknu tilliti til sölu- hagnaðar eigna og- reiknaðra skatta var 2.057 milljónir króna en var 339 milljónir króna á sama tímabili árið 1998. „Grófíhlutiui66 Stjórn Samtaka um betri byggð á höfuðborgarsvæðinu mótmæl- ir harðlega vinnubrögðum meirihluta samgöngunefndar Alþingis að efna til fundar í dag um skipulagsmál borgarinnar, Reykjavíkurflugvöll og þróun innanlandsflugs án samráðs við borgaryfirvöld eða almannasam- tök í borginni. Hún telur að þetta tiltæki meirihlutans sé „gróf íhlutun í málefni Reykja- víkur og tilraun til þess að svipta höfuðborgina forræði yfir skipu- lagsþróun svæðisins til langrar framtíðar." Samtökin telja það einnig ámælisvert af forráða- mönnum Ríldsútvarpsins að af- henda Arna Johnsen, formanni samgöngunefndar Alþingis, beina dagskrárstjórn í Ríkissjón- varpinu í 2 tíma um svo flókið álitamál. Stjórnin telur í sinni ályktun að það samræmist ekki sjálfstæði RUV gagnvart stjórn- málamönnum í fjölflokkalýð- ræði. - GRH - Nánar umfundinn á hls. 11. Flj ótsdalsvirkjim ástæða fylgistaps HaUdór Ásgrímsson, formaður Framsókn- arflokksins, segist ekki í vafa um að virkjanamálið fyrir austan hafi komið niður á fylgi flokks- ins, sem nú er minnst- ur fjórflokkanna. Utkoma Framsóknarflokksins í skoðanakönnun Félgsvísinda- stofnunar um fylgi flokkanna er vægt sagt slæm og er flokkurinn orðinn minnstur fjórflokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn er með 46,7% fylgi í könnuninni, VG 18,9%, Samfylkingin 16,6% og Framsóknarflokkurinn 15,4%. Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, var spurður hverjar ástæður hann teldi fyrir þessu: „Fyrir það fyrsta komum við ekki vel út úr kosningunum í vor við töpuðum þar fylgi, sem var okkur verulegt áfall. Síðan höf- um við haldið áfram að vinna í mörgum erfiðum málum og ekk- ert hikað við það. Við stöndum nú í miðju máli hvað varðar Halldór Ásgrímsson. Fljótsdalsvirkjun og þar höfum við verið i fararbroddi. Málið hef- ur hvílt fyrst og fremst á okkur enda erum við með iðnaðarráðu- neytið, umhverfisráðuneytið og ég er þingmaður í Austurlands- kjördæmi, þar sem þessar fram- kvæmdir eiga að eiga sér stað. Eg er ekki í nokkrum vafa um það að þetta mál hefur komið niður á fylgi við okkur. Eg tel hins vegar að umræðan undanfarið hafi náð meira jafnvægi en var. Það hefur ekki verið neitt eðlilegt jafnvægi í þessari umræðu. Þeir sem hafa verið á móti hafa verið miklu fyr- irferðarmeiri í umræðum í fjöl- miðlum en þeir sem eru hlynntir framkvæmdunum. Eg er þeirrar skoðunar að þetta sé ein skýring- in á stöðu okkar," sagði Halldór Ásgrímsson. Á móti öllu Hann bendir á að Framsóknar- flokkurinn sé samkvæmt könn- uninni með álíka fylgi og Sam- fylkingin, sem fær vonda útkomu í skoðanakönnuninni. Hann seg- ist telja útkomuna íhugunarefni en bendir á að hér sé ekki um kosningar að ræða. Halldór var spurður hvort hann teldi að hástökk VG á kostnað Framsóknarflokksins og Samfylk- ingarinnar væri tilkomið vegna umhverfismálanna? „Meðal annars tel ég svo vera. Við stöndum frammi fyrir mörg- um vandasömum málum í þjóð- félaginu. Vinstri-grænir hafa ver- ið á móti þeim öllum og verið með hreinar línur í því sambandi. Það er nú svo þegar um vanda- söm mál er að ræða að þeir sem setja sig í að vera eingöngu á móti geta alltaf reiknað með að fá nokkuð fylgi út á það. Það er svo þeim mun erfiðara fyrir slíka að- ila að standa fyrir málum og bera ábyrgð á þeim ef þeir komast ein- hvern tímann í þá aðstöðu," sagði Halldór Ásgrímsson. - S.DÓR Sýningin Lýðræði á nýrri öld var opnuð í gær í íþróttahúsinu við Lækjarskóla í Hafnarfirði í tilefni þess að 10 ár verða Iiðin á morg- un frá samþykkt Allsherjarþings SÞ um réttindi barnsins. Sýnd eru verk grunnskólanemenda frá sjö þjóðum Evrópu, m.a. Islandi. Námskeið var haldið á Möltu sl. vor á vegum Evrópuráðsins um Iýðræði í skólum. Einn þátt- takandi var frá íslandi, Jóhanna Valdemarsdóttir, kennari við Lækjarskóla. Nemendur skólans í 1., 6., 8., og 9. bekk tóku þátt í verkefninu. Sýningin er opin í dag og á morgun frá kl. 14 til 18. .ÚfcV'fcifi 1ÍV/1 Björn Bjarnason menntamálaráðherra var viðstaddur opnun sýningarinnar I Lækjarskóla ásamt fjölmörgum krökkum úr Hafnarfirði. mynd: þök 1 rví\*v/’ Lyoræði a nym old Fangavist fyrir fíkniefni Hæstiréttur staðfesti í gær dóm undirréttar um 16 mánaða fangavist manns sem tekinn var á sfnum tíma og sakfelldur fyrir að haft f vörslu sinni og til dreif- ingar samtals 27,74 g af am- fetamíni, 4,54 g af kannabis og 73 töflur af fíkniefninu MDMA. Var maðurinn ákærður fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkni- efni með því að hafa tvívegis haft fíkniefni í vörslu sinni og til dreifingar. í málsmeðferð hafði hinn ákærði krafist sýknu af þeim lið ákærunnar sem lýtur að því að hann hafi haft í vörslu sinni fíkniefni í dreifingarskyni. Þá krefst hann þess að refsing verði milduð frá því, sem ákveð- ið var í héraðsdómi. Á þetta féllst Hæstiréttur ekki og dæmdi manninn, auk fangavistar, til að greiða allan áfrýjunarkostnað og málsvarnarlaun. - SBS. Sýkna í skulda- máli Hæstiréttur sýknaði í gær mann af öllum kröfum sem á hann voru bornar í nokkuð óvenjulegu skuldamáli. Málavextir voru þeir að kunningi hins stefnda lánaði honum nokkurt fé vegna kunn- ingsskapar og sörndu þeir um, að endurgreiðsla lánsins væri bund- in því skilyrði að sá sem lánið fékk hagnaðist ekki á markaðs- setningu og sölu hljómplatna er- lendra tónlistarmanna, sem hann hafði lagt fé í. Þegar mað- urinn var svo krafinn um greiðslu bar hann þetta skilyrði fyrir sig. Með vísan til þess, sem fram kom fyrir dómi um fjár- hagsleg samskipti mannsins og tónlistarmannanna var talið að stefnandanum hefði ekki tekist að sanna að hagnaður hefði orð- ið af starfseminni. Var hinn stefndi því dæmdur sýkn saka, nema hvað hann skal greiða áfrýjanda samtals 400 þúsund krónur í málskostnað í héraði. vAY \VF

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.