Dagur - 19.11.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 19.11.1999, Blaðsíða 6
6 -FÖ STUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: EYJÓLFUR sveinsson Ritstjóri: elIas snæland jónsson Aöstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrífstofur: strandgötu si, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Sfmar: 460 6100 OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-1615 Amundi Amundason (REYKJAVlK) 563-1642 Gestur Pðll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Gréta Björnsdéttir Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf rítstjórnar: 460 6171(akureyrí) 551 6270 (REYKjAVlK) FylgissveifLur flokka í fyrsta lagi Skoðanakannanir sem gerðar hafa verið frá kosningunum í vor hafa bent til þess að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfing- in grænt framboð séu að auka fylgi sitt á kostnað Samfylking- arinnar og Framsóknarflokksins. Ný könnun Félagsvísinda- stofnunar, sem birt var í gær, sýnir að þessi þróun á fylgi flokk- anna heldur áfram - og það svo mjög að Vinstrihreyfingin mælist sem næst stærsti flokkur þjóðarinnar og sækir mikið á, ekki síst í höfuðborginni. Þetta er áfall bæði fyrir Framsóknar- flokkinn og Samfylkinguna. í öðru lagi Það vekur athygli að í könnun Félagsvísindastofnunar er það innan við helmingur sem lýsir yfir stuðningi við ríkisstjórnina - þótt flokkarnir sem að henni standa hafi fengið myndarlegan meirihluta í kosningunum í vor. Og sem fyrr er staða stjórnar- flokkanna mjög ólík. Sjálfstæðisflokkurinn fitnar eins og púk- inn í þjóðsögunni, en Framsóknarflokkurinn á undir högg að sækja, ekki síst í þéttbýlinu syðra, þar sem Vinstrihreyfingin mokar til sín fylginu. Veigamesta ástæðan er án efa deilan um Eyjabakka, en þar hafa framsóknarmenn skipað sér í fylking- arbrjósti virkjunarsinna á meðan Vinstrihreyfingin leggst flokka ákafast gegn því að Eyjabökkum verði sökkt. í þriðja lagi Ekki kemur á óvart að Samfylkingin hefur ekki enn náð vopn- um sínum. Það mun einfaldlega ekki gerast fyrr en nýr flokk- ur hefur verið stofnaður - flokkur með sína eigin forystu og stefnu. En jafnvel þá verður það síður en svo auðvelt verk fyr- ir Samfylkinguna að rífa sig upp úr fylgislægðinni. Sem betur fer fyrir jafnaðarmenn - og reyndar Framsóknarflokkinn líka - er væntanlega langt til næstu kosninga. Það er þess vegna von- laust að spá fyrir um það nú hvort þeir flokkar sem mælast í mikilli sókn í skoðanakönnunum þessa mánuðina verði enn á slíku flugi eftir tvö eða þijú ár - minnug þess að jafnvel ein vika getur verið langur tími í pólitík. Elías Snæland Jónsson Þðkk fvrir Sverri Gamla framsóknarhjartað í Garra er nú rétt að segja við að bresta. Sjálf Félagsvísinda- stofnun Háskólans segir að Framsóknarffokkurinn sé orð- inn minni en flokkurinn hans Steingríms. Vinstri grænir eða „vinstri rauðir“ öllu heldur, eru ekki bara stærri en Framsókn, þeir eru líka orðnir stærri en Samfylkingin. Þetta eru náttúr- lega skelfileg tíðindi því eins og allir vita stóð aldrei til að Vinstri rauðir yrðu stór flokkur. Steingrímur J. var sjálfur búinn að segja að hann hann ætlaði að vera lítill flokkur meðvit- aðra vinstri manna rétt eins og sósíalistaflokkarnir í Skandin- avíu. Hann talaði aldrei um að verða næst stærstur í landinu á eftir sjálfum Davíð Oddssyni. Það var Samfylkingin sem átti að vera þar, eða þá framsókn í góðu ári. Garra sýnist þetta því allt vera í skötulíki með flokkakerfið - og verst af öllu er náttúrlega að framsókn er orðin minnst af gömlu fjórflokkunum. Ef ekki væri fýrir Sverri væri framsókn minnsti stjórnmálaflokkurinn. Guði sé lof fyrir Sverri!!! Óánægjitfylgi? Garri hefur eðlilega verið að velta fyrir sér hvernig geti nú staðið á því að svona er komið fyrir Framsóknarmaddömunni. Sérstaklega eftir að Halldór As- grímsson skilgreindi Vinstri rauða sem aðalóvin alþýðunnar á miðstjórnarfundi á dögunum. Ætli það hafi ekki skilist að Steingrímur er úlfur í sauðar- gæru? Rauður í grænni kápu? Eða er Steingrímur kannski bara að hirða fylgi úr öllum átt- um, óánægjufylgi frá kjósend- um sem ekki treysta sér til að styðja Framsókn, Samfylking- una eða Sverri? Það getur þó V varla verið hvað framsókn varð- ar. Framsóknarforustan hefur ekkert klikkað og staðið sig með eindæmum vel að öllu leyti - ekki síst í Reykjavík, þar sem fylgi flokksins mælist nú í teskeiðunum. En Finnur Ing- ólfsson hefur sem kunnugt er uppgötvað að teskeiðar eru gríðarlega mikilvæg pólitísk og efnahagsleg mælistika. Allt hefur verið rétt gert í Reykja- vík, stóriðjustefnan hefur haft sinn forgang og búið er að þagga niður í Ólafi Erni að svo mildu leyti sem hægt er að þagga niður í honum. Gera allt rétt Og þegar flokksstarfið var gagnrýnt fyrr í haust og hinn illræmdi framsóknarmaður Óskar Rergsson vildi vantraust á formann Framsóknarfélagsins í Reykjavík og fara að ræða einhver leiðinda- mál eins og ástæðuna íyrir fylgishruni í kosn- ingum, þá var einfaldlega þagg- að niður í honum líka. Nei framsókn hefur haldið sínu striki og hvergi hvikað og ekki látið löngunina í stundarvin- sældir villa sér sýn. Niðurstaða Garra varðandi þessa nýju stöðu Framsóknar hlýtur því að vera sú að það sé ekki flokkur- inn sem hafi brugðist, heldur kjósendur. Kjósendur hafa látið glepjast af Eyjabakkaáróðri popppólitíkusa, fjölmiðla og Vinstri rauðra í stað þess að halda ró sinni og stefnufestu. Það er þó eitt til huggunar og bjargar framsóknarhjarta Garra frá því að springa, að auðvitað munu kjósendur ná áttum á ný og þegar það gerist verður nú heldur betur kátt í höllinni. GARRI ODDUR ÓLAFSSON skrifar Á landsfundi Alþýðubandalags- ins, sem haldinn var um síðustu helgi klöppuðu fulltrúarnir sig út úr skápnum og tilkynntu fagn- andi að nú eru þeir orðnir evró- kratar. Samfylkingin er að verða að veruleika og hugsjónir Al- þýðuflokksins, gamlar sem nýjar, svífa yfir vötnunum. Ánægja geislar af nýkrötunum þegar þeir lýsa yfir nýfengnu frelsi sínu og Iosa sig úr viðjum niðurdrepandi hugmyndafræði og klappa sig inn í nýja öld. Þeir láta eins og félagar Brynjólfur, Einar, Magnús, Lúðvík, Svavar og Ólafur Ragnar hafi aldrei ver- ið til og afneita öllum þeirra hug- arórum um miðstýrðan áætlana- búskap og andúð á öllum sam- tökum vestrænna þjóða og gefa upp á bátinn heilaga baráttu gegn þeim. Gleði Margrétar flokksfor- manns leyndi sér hvergi þegar hún skýrði frá því sigri hrósandi að allaballar tækju þátt í stofnun FjórfLokkur hrósar sigri nýrra samtaka jafnaðarmanna og skákaði Davíð Oddssyni út í horn þegar hún tilkynnti að Evr- ópumálin verða tekin á dagskrá. Smáflokkar sameinasí í smáflokk Samfylkingarhríðir krata og alla- balla hafa verið langar og strangar og fer þeim vonandi að linna, því alþýðu- bandalagsfólkið er far- ið að skilja að það að- hyllist vestræn lífsgildi sem ekki verða höndl- uð nema þau verði tekin á dagskrá. Kratar hafa líka gott af því að fá krafta inn í sínar raðir, sem ekki eru al- veg búnir að missa sjónar á gömlu hugsjónunum um sam- hjálp og skyldur samfélags og þegna, og eru enn ekki orðnir gegnsósa af fagnaðarboðskap Ijármagnsmarkaða. Ekki er svo að skilja að gamaldags jafnaðar- stefna hafi verið sérlega áber- andi í fari valdastreituliðsins, sem stýrt hefur Alþýðubandalag- inu, nema síður sé. En í fagnaðarlátum landsfund- ar og vilja kratanna til að efla flokk sinn felst, ef vel tekst til, sá endurnýjunarkraftur, sem ís- Iensk stjórnmál eru svo sorglega fátæk af. En þá dugir ekki að láta Davíð Oddsson semja prógrammið og ákveða einhliða hvaða mál eru á dagskrá og hver á alls ekki að ræða. En í því efni, eins og mörgum öðr- um, nýtur hann yfirburða sinna og meiri stjórnkænsku en and- stæðingarnir fá ráðið við. Grænni en framsókn Þegar fagnaðarlátunum vegna niðurlagningar Alþýðubanda- lagsins er rétt að linna er birt niðurstaða skoðanakönnunar, sem sýnir að evrókratarnir eru á hraðferð niður í gamla kratafylg- ið, íhaldið er í hátísku meðal at- kvæðanna, VG rakar að sér um- hverfisvænum þjóðernissinnum og framsókn getur þakkað Sverri Hermannssyni fyrir að vera ekki orðin minnsti flokkurinn. Það er sem fyrr, að gamli góði fjórflokkurinn er sigurvegari allra kosninga og kannana. Vinstri-grænir eru orðnir enn grænni en famsókn og taka brátt við sem stoðir eða uppáhalds- fjendur íhaldsins eftir atvikum. Það er sem sagt óskaplega gaman í pólitfkinni, þar sem skápahurðirnar opnast og lokast á víxl og allir koma út í eðlilegum stærðum og litum. En skemmti- legast af öllu er að vera kominn í smáflokk evrókratanna, þar sem forystan er engin og málefnin hulin í þokumekki. Og framsókn unir glöð við sitt á floti í Jökulsá og á leið út í sjó, þar sem marinn svali tekur við. Hvemig berað túlka ni) urstöður nýrrar skoðana- könnunar Félagsvís- indastofnunar? (Skv. könnuninni styðja Framsóknarfl. 15,4%, Sjálf- stæðisfl. 46,3%, Samfylking- una 16,6%, Frjálslynda flokk- inn 1,9% og VG 18,9%). Ragnar Guðmundsson bótidi og hafnarvörðuráBrjánslæk. „Þetta er endur- speglun af eggjabakkaum- ræðunni, sem ég kalla svo. Ef þú horfir á útsend- ingar frá Alþingi sérðu hvern þing- manninn á fætur öðrum stfga í pontu án þess að hafa neitt að segja, allt er slitið úr samhengi og menn eru fyrst og fremst að vekja athygli á sjálfum sér. Sem fram- sóknarmaður tel ég að rökhyggjan muni sigra og heildarhagsmunir mála komi upp á borðið, það ger- ist alltaf.“ Ágústa Þorkelsdóttir bóndi á Refstað í VoprtafliðL „Einhverra hluta vegna tekur Framsóknarflokk- urinn á sig allar vammir og skammir fólks varðandi ríkis- stjórnina, en Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera afturbata-píka, sem ber ekki ábyrgð á einu né neinu. Samfylk- ingin hefur í augum fólks greini- lega enga stefnu og engin mark- mið, frekar en Frjálslyndi flokk- urínn. Eftir sem áður kemur mér á óvart þetta mikla fylgi VG, því sjálf hef ég ekki fundið að þeir hafi annað á stefnuskránni en að vernda geldgæsir á Eyjabökkum.'1 Ómar Garöarsson ritstjóri í Vestmannaeyjum. „Sjálfstæðisflokk- urinn heldur sínu samkvæmt þess- ari könnun og Steingrímur hef- ur fundið rétta tóninn sem geng- ur í 18 til 20% þjóðarinnar, svipað hlutfall og löngum kaus Alþýðubandalagið. Samfylkingin er sundurleit og uppskeran samkvæmt því. Fram- sóknarflokkurinn er í Iægð en nær sér upp aftur. Og þegar kem- ur að næstu kosningum verður gamli fjórflokkurinn endurbor- inn, að vísu með öðrum nöfnum og örlítið breyttum áherslum. Nú er rautt orðið grænt.“ Halldóra Bjamadóttir lijúkrunaijtæðingur á Kjalamesi. „Steingrímur er málefnalegur og með gott lið í líringum sig, ekld síst Þuríði Bachman, vin- konu mína. Menn geta líka alltaf verið frekar brattir í stjórnarand- stöðu, en þeir sem eru í stjórn eiga heldur á brattann að sækja. Vinstri-grænir eru þeir einu sem eru í stjórnmálum í dag af bar- áttugleði, en hinir eru litlausir - meira að segja svo að ég nenni varla að fylgjast með stjórnmálum lengur."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.