Dagur - 19.11.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 19.11.1999, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGVR 19. NÓVEMBFR 1999 - 7 ÞJÓÐMÁL PÉJIJK SNÆ- BJORNSSON SKRIFAR Þegar ég skrifaði grein sem birt- ist í Degi þann 5/11 sl. átti ég satt að segja von á að þurfa að eiga við Steingrím um tíma. Það kom því ekki á óvart að hann skyldi svara, hið óvænta var svar- ið sjálft. Stóra kanónan er dreg- in fram og geðvonskunöldri fret- að í allar áttir. Steingrímur legg- ur heila blaðsíðu undir grein sem hann telur þó vart svara- verða. Steingrímur er greinilega hundfúll. Svargrein hans ómál- efnaleg, langorð en efnislftil og aðalatriðin látin ósnert. Hins vegar er miklu púðri eytt á mig persónulega og reynt að gera lít- ið úr mér á allan máta. Eg hélt að Steingrímur væri nieiri penni en þetta. Enn á ný sýnir sig að „bylur hæst í tómri tunnu“ og að VG hefur ekkert til málanna að leggja þegar umhverfis- og byggðamál eru annars vegar. Gallaður tirskuróur Það hlakkar í Steingrími yfir ný- föllnum úrskurði embættis Skipulagsstjóra á Frummats- skýrslu um mat á umhverfisá- hrifum á kísilgúrtöku úr Mý- vatni. Hann hefur ekki veitt því athygli að við þann úrskurð er ýmislegt að athuga frá stjórn- sýslulegu tilliti, enda er niður- staðan honum þóknanleg. Ég dreg í efa að Steingrímur nenni að lesa allt álit Skipulagsstjóra. Finnst honum allt í lagi að tíma- mörk voru liðin þegar Skipulags- stjóri felldi úrskurð sinn? Finnst honum allt í lagi að Skipulags- stjóri Ieggur ekki mat á samfé- lagslega þætti sem þó eiga að vera jafngildir öðrum þáttum í mati hans? Fleira mætti tína til en það munu eflaust aðrir gera. Steingrími er alveg sama um þetta svo fremi sem Kísiliðjan hætti starfsemi. Þrátt fyrir að búið sé að dæla kísilgúr í 30 ár án þess að sýnt verði fram á nei- <<IWKK<IP<CIIII 10. muiin nr ja og nei, nei éturfrændi „Það hlakkar í Steingrími yfir nýföllnum úrskurði embættis Skipulagsstjóra á Frummatsskýrslu um mat á umhverf- isáhrifum á kísilgúrtöku úr Mývatni, “ segir Pétur m.a. I grein sinni. kvæð umhverfisáhrif, þvert á móti. Reynslan hjóm?! Hann vill að vilji vina hans í hinu íslenska vísindasamfélagi nái fram að ganga, hvað svo sem sagan hefur leitt í ljós. Reynslan er bara hjóm eitt miðað við há- vísindalegar athuganir þeirra fé- laga í RAMY, sem þora ekki að búa í Mývatnssveit af ótta við faglega einangrun. Steingrími er líka alveg sama þó Mývetningar búi við skert mannréttindi og séu settir undir Náttúrvernd rík- isins að því er framkvæmdir og Ijárfestingar til verðmætasköp- unar varðar. Steingrímur er nefnilega vinur vina sinna. I grein sinni nefnir Steingrímur samkomulag er gert var síðast þegar námaleyfi var gefið út fyr- ir Kísiliðjuna. Loksins, loksins er einhver kominn fram sem veit hvar það samkomulag er að fínna, hvað í því felst og hverjir gerðu það. Mývetningar hafa lýst' eftir þessu samkomulagi í mörg ár og ekki fengið f hendur. Ég skora á Steingrím að sýna okkur þetta samkomulag og útskýra innihald þess og efndir. Gáfiunaimatal Þetta svokallaða vísindasamfélag er kapítuli út af fyrir sig. Gáfu- mannalið sem hefur þann hátt á að tala niður til almúgans. Þeir iðka þann leik svo sem títt var með sýslumenn og presta fyrr á öldum að misnota þekkingu sína í skjóli valds. Þeir koma fram með ótrúiegar kenningar skreytt- ar miklum orðaflaumi. Almenn- ingur skilur ekki neitt í neinu. Náttúrubörn sem þekkja ekki annað en að Iifa í sátt við um- hverfi sitt horfa agndofa á aðfar- irnar þegar „sérfræðingar" nátt- úruverndarelítunnar Iáta sitt skæra gáfnaljós lýsa upp fáfræði þeirra. Verk þeirra, hugmyndir og niðurstöður eru yfir gagnrýni hafin og alls ekki fyrir almenning að skilja eða yfirleitt hafa skoðun á. Þeir vísindamenn sem eru á annarri skoðun en „elítan“ eru gerðir burtrækir úr samfélagi gáfumannanna. Jarðfræðingur- inn Steingrímur Jóhann Sigfús- son, Brekkuseli 19, Reykjavík, er auðvitað að reyna að gera sig gildandi í þessum flotta félags- skap. „Réttur skilningur“ Steingrímur kvartar undan því að ég hafi ekki „réttan“ skilning á náttúruvernd. Þetta er alveg dæmigerður yfirlætismálflutn- ingur forsjárhyggjumanna. VG virðast hafa þá skoðun að með því að nýta auðlindir landsins séum við að skemma fyrir ferða- mannaþjónustu. Allir sem eru í ferðamannaþjónustu „eiga“ að hafa þá skoðun. Sú náttúru- vernd sem Steingrímur og félag- ar standa fyrir er af almenningi kölluð „svört náttúruvernd". Þeir sem aðhyllast hana eru yfirleitt á móti öllum mannanna verkum í náttúrunni hvort sem það er að rækta upp eyðisanda, nýta varp og veiði eða eyða meindýrum og allt þar á milli. Er Steingrímur eitthvað að missa jarðsambandið við Þistilljörðinn? Steingrímur getur alveg sparað sér að segja mér hvað mínir viðskiptavinir vilja sjá og heyra. Ég get á hinn bóginn upplýst hann um það. Auðvitað vilja ferðamenn sjá ósnortna náttúru, en þeir vilja líka sjá hvaða hugvit samfélagið notar til að nýta sér þær auðlind- ir sem það ræður yfir. Sam- kvæmt viðhorfskönnunum sem gerðar hafa verið meðal ferða- manna í Mývatnssveit er ekki greinanlegur munur á mikilvægi ósnortinnar náttúru og mann- anna verkum. Þeir ferðamenn sem fá að sjá og kynnast Kísiliðj- unni og Kröfluvirkjun hrífast af því hugviti sem þar er notað. Bæði eru þetta umhverfisvæn fýrirtæki, hvert á sinn hátt, cn auðvitað má alltaf gera betur. Þýðir ekki að þykjast Aðalatriðið er hvort við ætlum að nýta landsins gæði og hvaða af- leiðingar það hefur á alla þætti samfélagsins. Það þýðir ekkert að þykjast vera hlynntur lands- byggðinni en vera svo á móti öll- um hugmyndum til cflingar at- vinnulífs þar. Bornir og barn- fæddir landsbyggðarmenn ættu að skilja að byggðastefna snýst m.a. um að auka fjölbreytni at- vinnulífsins á Iandsbyggðinni. Við skulum tala hreint út og þurfum að hafa þor til að taka á viðkvæmum málum. Steingrímur státar sig af því að 22% kjósenda í Norðurlandi eystra hafi kosið hann yfir sig með öllu sem honum fylgir. Það útaf lyrir sig er dapurlegt og kemur væntanlega ekki fyrir aft- ur en hvernig veit hann hvað margir kusu hann í Mývatns- sveit? Hefur hann eitthvað greiðari aðgang að kjörgögnum en við hin?? , STEINGRtM- URI. SIGFUS I SON I toft.UA/xsi msm- I HHCttiNCMmnvi - 1 GMUS/Mmoos ] SKfifAA Ppétur Snachjftrmson f RcynUilfft l vkrífur grcin sem birtKl í Degí IfBmmtudaginn 5. n6v. #1. undír fyrirsögninni -Um vínstri grtcnn ‘y byggAasicfmr. í rsnmínní cr I þettíi cin af j»cim grcinunt tcm | sv;irn scr að iitotu sjálfar og j*cir . scm slíkan snnitfning scmlíi ír<1 í scr cru ouðvitnð sjtilfum s<ír ■ vcrstir, Bsedi sif þcim stikum or cinmg vcgn.i f’rscnclscrni og kunnínRssksipsir gcgntim tíðinsi ! hcfði cg lichi kosið að l.íta kjrrt f liRgja. Ég Isct nicr í lcttu rúnti I tílraunir 1‘cturs Smc* inðmsKinar til sið gcra líiið úr | tncr scm stjórnmáliimonni. cn | Jtvf miður kcmur fleíra til. Pétur ■ vcítist þttna aA oArunt nafn- k grcinclum cinstaklingum og rcynir sk> gcr.i tortnggilcga á alla .V.in/íðan Framsókno/rtmnn og vttnmctakcnnd yognva/t okkur t Vtnstnhtcylmgunm - gttvnu finmboöi hctur okki (Vý flc&umjM* i Grcimktgt ttroó vaxtndt Orautyfgcr.gí okJor mcd þfOCmm og skeleggur sí'igíUi cr ckki \i«A Jivi að lníast um slíkt verAi mrnn alltaf mála. Innihaldskius orð um mcnn vilji vcrncla iKÍttúrunal scm síðan cru glcymd og Rnifit| jtcgsir mcnn IcikLi í jn-im vponlfw uð vcrcVi a& vclja, gcf cg ckkl nilkið fyrir. Og satt bcst a& >cRjÉ cr crfitt að skilja að tnaftur cli» <>g IVtur SoichjörnvMin. sein c| v-.ivinn opp lír Jtví umlivcrfi serr| hann cr «g hefiir mikill.i hagS* muna oð ga-ta í fcrAajýönuiÉÉ sLuli ekki hafö svolítið mcjáj vkiloing á þcssum hluturn eðs| vkiifa um jisi i pfnulfiíð l>ct| jiifovscgk Én kannski cr skfrítfi in komín f frcit scm ég s.i í l»!||| um fyrir nnkkrum clöguiti a| ncfndur Pétur Sn;»:hj<*rns|^ hali vcrið cinn af fulltrmun kjórtlscniisjiingí Ir;umúkri|i||l mannu í N'orðurlandi cvvtra fytirl skcmmstu. Þ.1 loksins falla In ssunsin i cína licild og Jiá ur skilj.inlcgr.i aA Pctur hjílmscon geti veriA liscðl rm.*ð og:| á mötí náttúruvcmd. Sú sicfn.t:í var cinu sinni kolluA já, j.i og ncj| nci, IVtur frscmli. Vár |*ó I ram- sóknsuilokkiirinn niiklo >l<4r» . PmhLm ■* ■ilUi.hátiJUU-c.kk^^ Stj ómvöld fela ferda- og risnukostnad Jóhaima Signrðardótt- ii, alþingismaður, vek- ur athygli á því á vef- síðu sinui að stjóm- völd reyni nú að fela ferða- og risnu- kostnað: „Frá árinu 1983 hafa þær reglur gilt að birta í ríkisreikningi sund- urliðaðan ferða- og risnukostnað skipt á einstakar ríkisstofnanir og ráðuneyti. Sú tilhögun hefur m.a. auðveldað þingmönnum eftirlits- hlutverk sitt með framkvæmda- valdinu. Auk þess er ljóst að þetta fyrirkomulag veitti ríkisstofnun-. um og ráðuneytum aðhald. Svo bregður við að í nýlegum ríkis- reikningi fyrir árið 1998 er skyndilega hætt að birta þessar upplýsingar. Þetta vekur tor- tryggni og kallar á svör. Þegar leitað er skýringa er fátt um svör, annað en að verið sé að reyna að fækka sérstökum yfirlit- um sem birtast með ríkisreikn- ingi. Aftur og aftur hefur það komið fram að framkvæmdavald- ið reynir að torvelda Alþingi að fá eðlilegar upplýsingar, sem nauð- synlegar eru til að þingmenn geti sinnt eftirlitsskyldu sinni. Það sýnir veikleika þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu ef það er Iát- ið viðgangast. Því miður hafa ráð- herrar óspart nýtt sér í skjóli Jóhanna Sigurðardóttir. hlutafélagavæðingar að koma í veg fyrir að þingmenn fái eðlileg svör við fyrirspurnum á Alþingi. Og komist upp með það. 1 þessu tiltekna máli verður með lögum að skylda framkvæmdavaldið aft- ur til að birta sundurliðaðar upp- lýsingar um ferða- og risnukostn- að einstakra ríkisstofnana og ráðuneyta. Frumvarp verður lagt fram á næstu dögum þar að lút- andi,“ segir Jóhanna. U-beygja umhverfisrádherra „Ræða umhverfisráðherra á Al- þingi um Fljótsdalsvirkjun var samfelldur málflutningur gegn lögformlegu umhverfismati,“ seg- ir Jóhanna Sigurðardóttir enn- fremur á vefsfðu sinni. „Fróðlegt er í því sambandi að rifja upp ummæli ráðherrans í Mbl. í nóvember 1998 eða fyrir ári síðan. A þeim tíma var Siv Friðleifsdóttir í framboði til emb- ættis varaformanns Framsóknar- flokksins. Orðrétt sagði Siv í Mbl.: „Það er von mín að Lands- virkjun taki frumkvæði í því að láta umhverfisathuganir sínar fara í sama ferli og lögformlegt umhverfismat." Og síðar í sama viðtali sagði Siv: „Það er mitt sjónarmið að náttúran eigi að njóta vafans og nota eigi bestu tæki, s.s. umhverfismat, til að dæma um áhrif framkvæmda“. Siv þingmaður hefur greinilega önnur viðhorf en Siv ráðherra. Slík eru sinnaskiptin."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.