Dagur - 19.11.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 19.11.1999, Blaðsíða 10
10-FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 -Ðagur SMAAUGLYSINGAR Gler og speglar Gler- og speglaþjónustansf., Skála við Laufásgötu, Akureyri, sími 462-3214. Glerslípun Speglasala Glersala Bílróður Plexygler Verið velkomin eða hringið. Heimasímar: Finnur Magnússon, glerslíp- unarmeistari, sími 462-1431. Ingvar Þórðarson, sími 462-1934. Síminn er 462-3214. í formi um aldamótin Ertu búin(n) að reyna flest til að ná kjör- þyngdll Þá erum við komin með lausnina fyrir þig. Upplýsingar í síma 867 5952 Halló, halló Akureyri Eg er að flytja norður og vantar góða og vel launaða vinnu eftir áramót. Er at- vinnubílstjóri með meirapróf, vanur verk- stjórn, 42 ára hress og kátur með alla liði í lagi. Upplýsingar í síma 461 -3028, Jóhannes. Hjónaband Gott fjölskyldulíf er grunnur sannrar gleðl og hamingju. Ert þú einhleyp/ur á aldrinum 20-44 ára i leit að eilífu ástarsambandi og tilbúin að heita Guði og maka þínum algerum trúnaði og aldrei að skilja. Þá gæti ég haft iausnina fyrir þig! Heimsfriðarsamband fjölskyldna sími 896-1284 VK) ERUM MIÐSVÆÐIS MELVEGUR 17 • HVAMMSTANGA SÍMI 451 2617 • FAX 451 2890 BLAÐBERAR ÓSKAST á Akureyri Upplýsingar í síma 800 7080 Takið eftir Frá Sjónarhæð. Unglingafundir á föstu- dagskvöldum kl. 8:30. Á mánudögum kl. 18 verða fundir fyrir drengi og stúlkur. Vonumst til að sjá vini okkar frá Ástjörn. Verið öll velkomin. Kirkjustarf Laufásprestakall. Kyrrðar- og bænastund í Svalbarðskirkju sunnudagskvöldið 21. nóv kl. 21.00. Sóknarprestur. Húsnæði óskast Þrjár stúlkur 4ra-25 ára óska eftir 4ra herb. húsnæði á Akureyri tii leigu. Uppl. í síma 462-5692 eftir kl. 17. Atvinna óskast___________________ 37 ára maður, með vélstjórnarmenntun og meirapróf, óskar eftir atvinnu á Akureyri, frá og með áramótum. Ýmislegt kemur til greina. Upplýsingar í síma 897-3258. Bílar Mazda 323 station fjórhjóladrrfin, árgerð 1993. Skoðaður og toppstandi, er á vetrardekkjum og með föstu drifi að framan. Mjög góður fyrir veturinn. Upplýsingar í síma 867-7733. Sýslumaðurinn á Húsavík Utgaröi 1,641 Húsavík, s:464 1300 UPPB0Ð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háö á þeim sjálfum, sem hér segir Álftanes, Aðaldælahreppi, þingl. eig. Völundur Hermóðsson, gerðar- beiðandi Lýsing hf, föstudaginn 26. nóvember 1999 kl. 10:00. Garðarsbraut 25, 100% eignarhl., Húsavík, þingl. eig. María Oskars- dóttir og Einar Þór Kolbeinsson, gerðarbeiðendur Greiðslumiðlun hf - Visa ísland og Sýslumaðurinn á Húsavík, föstudaginn 26. nóvember 1999 kl. 11:00. Sýslumaðurinn á Húsavík, 18. nóvember 1999. Hrefna Gísladóttir, fulltrúi. Tannverndariáð ráðleggur foreldrum að gefa bör- num sfnum jóladagatöl án sælgætls mnbömiii Fímmtud. kl. 21 Bllll smn Fimmtud. Fímmtuð kl. 23 kl 21 & 23 m 9' mÉÉ' A mggr ■>* ■’ 0IGITAL BIGITAL iHX SÍMI 461 4666 Sýnd kl. 17,19,21 og 23 Meö ensku tali Sýnd kl. 17 og 19 með fslensku tali THE BL/UR WÍTCH PRÖJECl Sýnd kl. 21 og 23 LIF 06 LIST Sögur af strákum „Bókin sem ég hef helst gripið í rétt fyrir svefninn síðustu vikurnar er Real Boys eftir bandaríska sálfræðinginn, William Pollack. Strákar eiga erfitt uppdráttar í samfélagi nú- tímans: þeim gengur verr í skóla en stúlkum, lenta miklu oftar í kasti við lögin en stúlkur, að ekki sé talað um sjálfsvíg," segir Gunnar Salvarsson, upplýsingafulltrúi Tæknivals og fréttamað- ur Sjónvarps til skamms tíma. „Pollack leiðir rök að því hvaðan þessi vanlíðan drengja í nútímasamfélaginu er sprottin og held- ur því fram að þó strákar séu á yfirborðinu harðir í horn að taka, glaðhlakkalegir og sjálfsánægðir, séu margir þeirra í raun og veru leiðir, einmana og ráðvilltir. Þetta er holl lesning öllum foreldr- um sem þykir vænt um strákana sína þó ýmsar kenningar Pollacks séu nokkuð fjarstæðukenndar. Djass er gleðigjafi „Djasstónlist herur verið mér mik mikill gleðigjafi síðustu árin og mér er lífsins ómögulegt að fá leið á mörgum sígrænum ópusum stórskáld- anna, sem fetuðu einstigið milli dægurlaga og djasstónlistar fyrir miðja öldina. Popptónlist fer núorðið í sí- fellt meira mæli innum annað eyrað og út um hitt og segir sjálf- sagt meira um mig en tónlistina. Þess vegna var það mér mikil upplifun í haust að finna í poppinu mikinn listamann, Söru McLaghlan, sem hefur augljósa þörf fyrir að segja eitthvað með tónlist sinni. Surfacing kom reyndar út fyrir tveimur árum en verkið er nýtt í eyrum mínum og hrífur mig ósegjanlcga fyrir feg- urð og einlægni." /jHfc tJfMM Pöddulíf frá Disney og Pixar „Þessa dagana horfi ég mest á Pöddulíf frá Disney og Pixar. Synir mínir ungir sitja mér oft til samlætis í sóf- anum og við skemmtum okkur konunglega yfir ævintýrum skor- dýranna, sjónarhornið er óvenjulegt og sagan bráðsmellin. Doppa er í uppáhaldi hjá strákunum en Flik er minn maur og engispretturnar eiga enga samúð okkar. Teiknimyndir hafa hing- að til ekki átt uppá pallborðið hjá mér, en Pöddulíf er svo hug- vitsamlega gerð að hún heldur athygli allan tímann. Óþarfa enskuslettur lýta myndina reyndar dálítið eins og þegar öllum er sagt að fara burt í grænum hvelli og íslenska röddin segir: Go, go. go! i“ ■ fra degi FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 323. dagur ársins, 42 dagar eftir. Sólris kl. 10.07, sólarlag kl. 16.18. Dagurinn styttist um 6 mín. Þau fæddust 19. nóvember • 1770 fæddist danski myndhöggvarinn Bertel Thorvaldsen, sem var af íslensk- um ættum. • 1833 fæddist þýski heimspekingurinn Wilhelm Dilthey. • 1839 fæddist iðnjöfurinn Emil von Skoda. • 1888 fæddist argentínski skákmeistar- inn José Raúl Capablanca. • 1909 fæddist bandaríski stjórnarráð- gjafinn Peter F. Drucker. • 1917 fæddist Indira Gandhi, sem var forsætisráðherra Indlands 1966-77 og aftur 1980-84. • 1942 fæddist bandaríski tískuhönnuð- urinn Calvin Klein. • 1962 fæddist bandaríska leikkonan Jody Foster. • 1964 fæddist Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. TIL DAGS Þetta geröist 19. nóvember • 1667 strandaði hollenska skipið Het Wa- pen van Amsterdam á Skeiðarársandi. • 1755 átti sér stað jarðskjálftinn mikli í Lissabon þar sem meira en 50 þúsund manns fórust. • 1863 flutti Abraham Lincoln Banda- ríkjaforseti frægt ávarp í Gettysburg. • 1874 kom blaðið Isafold út í fyrsta sinn. • 1977 fórust 20.000 manns þegar felli- bylur reið yfir Andhra Pradesh á Ind- landi og fylgdu flóð í kjölfarið. • 1985 hittust Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti og Mikhaíl Gorbatsjov Sov- étleiðtogi í fyrsta sinn á fundi í Genf. • 1995 tapaði Lech Walesa forsetakosn- ingum í PóIIandi eftir að hafa verið for- seti Iandsíns í eitt kjörtímabil. Vísa dagsins Lítið mína léttúð græt, Itfinu er þannig varið. Ennþá jinnst mér syndin sæt, sækir í gamla farið. Arnþór Arnason frá Garði Afmælisbam dagsins Guðrún Gerður Asmundsdóttir, leik- kona, fæddist í Reykjavík 19. nóv- ember árið 1935. Hún var við nám í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar á árunum 1950 til 1953, síðar lá leið hennar til London þar sem hún stundaði nám í Central School of Speech Training and Dramatic Art. Þaðan útskrifaðist hún árið 1958. Guðrún hefur verið fastráðin leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur frá árinu 1959. Einnig hefur hún skrifað leik- rit og leikstýrt. Hvílík náð að tíminn skuli vera þerriblað. Matthías Jóhannessen Heilabrot Snigill nokkur á botni brunns ætlar sér að komast út. A einum degi tekst honum að skríða þrjá metra upp, en þarf þá að hvíla sig yfir nóttina og sígur þá alltaf tvo metra niður áður en hann heldur aftur af stað daginn eftir. Ef brunnurinn er tíu metra djúpur, hve marga daga tekur það þá snigil- inn að komast upp úr brunninum? Lausn á síðustu heilabrotum: Eftir að hafa ekið helming leiðarinnar helmingi hægar en venjulega getur hann alls ekki náð Herjólfi, því hann er um það bil að leggja úr höfn. Veffang dagsins „Síðasta orðið" nefnist vefsetur sem tíma- ritið New Scientist heldur úti. Þar eru svör við óskaplega mörgum barnalegum spurn- ingum, sem erfitt er að svara, eins og hvers vegna himinninn sé blár og hvers vegna hár gránar: www.Iast-word.com

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.