Dagur - 19.11.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 19.11.1999, Blaðsíða 13
O O O. r- Vf nr r* tf «.i '1 'A v n " i« fS <j c r ÍÞRÓTTIR FÖSTUDAGUR 19. \ ÓVEMBER 1999 - 13 Keflavíkurstelpiimar taplausar á toppnum Fjórir leikir fara 03111 í fyrstu deild kvenna í körfnknattleik í kvöld og á morgun, þar sem Grindavík og Tinda stóll og ÍS og KFÍ mæt- ast tvisvar á tveimur dögum. Keflavíkurstelpumar eru nú tap- lausar á toppi fyrstu deildar kvenna, með tólf stig eftir sex leiki og hafa tveggja stiga forskot á Is- lands- og bikarmeistara KR, sem hafa leikið jafnmarga Ieiki. Vegna keppnisfyrirkomulagsins í deild- inni, þar sem leildn er mjög óreglu- leg fjórföld umferð, gefur staða lið- anna okkur ekki fyllilega rétta mynd af styrkleika Iíðanna, þar sem þau hafa leikið mismarga leiki. Þetta keppnisfyrirkomulag er kom- ið til vegna þess að þegar liðin fara í lengri og kostnaðarsamari keppn- isferðir milli landshluta eru þau látin spila tvær umferðir í sömu ferðinni til að spara ferðakostnað. Það er þó ljóst að keppnin um Is- landsmeistaratitilinn mun standa á milli Keflavíkur og KR, auk þess sem ÍS gæti hugsanlega blandað sér eitthvað í þann slag. KFÍ, sem nú er í fjórða sæti deildarinnar með fjögur stig eftir Ijóra leiki, er ekki líklegt til að blanda sér í þá baráttu, þar sem lið- ið býr ekki yfir nægri breidd og reynslu sem þarf í toppslaginn. Einn leikmaður, Ebony Dickinson, er allt í öllu hjá liðinu og hefur hingað til skorað 132 stig af alls 224 stigum liðsins, sem er um 54%. Tvö neðstu liðin í deildinni, Grindavík og Tindastóll, sem bæði eru án stiga, eru ekki Iíkleg til stór- ræða. Liðin mætast í tveimur leikj- um í Grindavík um helgina og eft- ir þá kemur í Ijós hvort lyftir sér upp af botninum. Staðan: Keflavík 6 6 0 443:311 12 KR 6 5 1 415:253 10 ÍS 6 4 2 319:324 8 KFÍ 4 2 2 244:291 4 UMFG 8 0 8 352:526 0 Tindastóll 4 0 4 208:276 0 Næstu leiMr: Leikir í kvöld: Kl. 20.00 UMFG - Tindastóll Kl. 20.15 ÍS - KFÍ Laugard. Kl. 14.00 UMFG - Tindastóll Kl. 15.15 ÍS - KFÍ Stigahæstar: Ebony Dickinson, KFÍ 132 Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík 114 Sólveig Gunnlaugsd., Grindav. 101 Anna M. Sveinsdóttir, Keflavík 90 Guðbjörg Norðfjörð, KR 84 Jill Wilson, Tindastóli 80 Kristín Blöndal, Keflavík 68 Sandra Guðlaugsd., Grindavík 61 Kristjana Magnúsdóttir, IS 55 Birna Valgarðsdóttir, Keflavík 54 Signý Hermannsdóttir, 1S 54 Sigríður Olafsdóttir, Grindavík 54 Hildur Sigurðardóttir, KR 53 Hanna Kjartansdóttir, KR 52 Emilie Ramberg, KR 51 Hafdís Helgadóttir, ÍS 51 Kristín Jónsdóttir, KR 50 Flest fráköst: Ebony Dickinson, KFÍ 86 Sigríður Ólafsdóttir, Grindav. 53 Jill Wilson, Tindastóli 50 Signý Hermannsdóttir, IS 50 Anna M. Sveinsdóttir, Keflavík 47 Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík 43 Guðbjörg Norðfjörð, KR 41 Alda Jónsdóttir, Keflavík 39 2ja stiga skotnýting: (Tíu heppnuð skot eða meira) Bima Valgarðsdóttir, Keflav. 65,4% Alda Jónsdóttir, Keflavík 65,2% Hanna Kjartansdóttir, KR 62,6% Sólborg Hermundsd., Tindast. 62,5% Anna M. Sveinsd., Keflav. 57,6% Erla Þorsteinsdóttir, Keflav. 52,7% Guðbjörg Norðfjörð, KR 52,3% Gréta Grétarsdóttir, KR 50% Hildur Sigurðardóttir, KR 50% 3ja stiga skotnýting: (Fimm heppnuð skot eða meira) Helga Ingimarsd., KFÍ 62,5% Signý Hermannsd., IS 50% Bima Valgarðsd. Keflavík 38,5% Kristín Blöndal, Keflavík 35% Guðbjörg Norðljörð, KR 33,3% Sandra Guðlaugsd. Grindav. 28,6% Jill Wislon, Tindastóli 27,8% Dúfa Ásbjömsd. Tindastóli 27,8% ÍÞRÓTTA VIÐTALIÐ Eigiun að vinna Norður-írana GuðmundurH. Þorsteinsson framkvæmdastjóri BLt ísletiska blaklandsliðið leikur vináttulandsleik gegn Norður-írum íAustur- bergi á morgun, laugar- dag, klúkkan 16:30. Guð- mundurH. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri blak- sambandsins, segiraðís- lenska liðið sé sigurstrang- legra í leiknum, ensíðast þegarþjóðimar mættust vami það auðvéldan sigur. - Hvað Iiemur til að Norður-írar koma hingað til lands? „Norður-íramir hafa hér aðeins stuttan stans frá föstudegi til sunnudags og því er aðeins einn landsleikur á dagskrá í Austurberg- inu á morgun. Þetta er verkefni sem kom óvænt uppá að beiðni Ir- anna og því aðeins um vináttu- landsleik að ræða. Þeir sjsila reyndar einn æfingaleik við IS á föstudagskvöld, en halda heim strax um hádegi á sunnudag. Þetta er þáttur í uppbyggingarstarfi þeirra, en þeir eru nýlega orðnir aðilar að smáþjóðasambandi með Skotlandi, Wales og Irlandi og standa í svipuðum spomm og við með uppbygginguna." - Eiga okkar tnenn möguleika gegn þeim? ,Af öllum þeim strákum sem spila erlendis þá koma aðeins tveir þeirra í Ieikinn og þar af leiðandi erum við ekki að stilla upp okkar sterkasta liði. Samt tel ég að við ættum að eiga góða möguleika, þar sem við unnum þá Iétt í síðustu viðureign þjóðanna. Eg veit reynd- ar ekki hvað þeim hefur farið fram, en með góðum stuðningi áhorf- enda ætti það að takast. Þess skal getið að frítt er á Ieikinn og allir velkomnir." - Hvað er að jrétta af deildar- keppninni í meistaraflokld karla? „Keppnin í meistaraflokki karla hefst um aðra helgi og nú með nokkuð breyttu fyrirkomulagi, þar sem fyrst fer fram nokkurs konar forkeppni í tveimur riðlum áður en sjálf deildarkeppnin hefst. Þar erum við að bregast við því ástandi sem kom upp eftir að KA og Þrótt- ur, Neskaupstað, drógu sig út úr fyrstu deildinni í haust; sem þýddi að aðeins þrjú lið, IS, Þróttur Reykjavík og Stjarnan, sátu eftir f deildinni. Við því varð að bregðast og þvf var ákveðið að steypa fyrstu og annarri deild saman í tvo riðla, þar sem liðin á Norður- og Austur- landi leika saman í öðrum riðlin- um og liðin af Suð-Vesturlandi f hinum. Fyrirkomulag riðlakeppn- innar verður þannig að haldnar verða tvær túrneringar, sú fyrri núna um aðra helgi og sú seinni um miðjan janúar. AIIs fjögur lið komast svo áfram í úrvalsdeild, þar sem keppni hefst í beinu framhaldi af riðlakeppninni. í úrvalsdeildinni verður svo spiluð tvöföld umferð, heima og heiman, áðuren sjálf úrslitakeppni Islandsmótsins fer fram, en sú keppni verður með sama sniði og áður.“ - Er tnikil breyting á liðunum frá þvt á síðustu leiktið? „Mér sýnist að öll liðin hafi misst eitthvað frá því í fyrra. KA- liðið missti til dæmis þá Andra Magnússon, sem hélt til Noregs og Davíð Búa Halldórsson, sem gekk til liðs við ÍS. Þróttur, Neskaup- stað, hefur aftur á móti ekki misst lykilmenn, en tveir leikmenn liðs- ins eru þó við nám í Reykjavík, en spila samt áfram með liðinu. Þeir eiga þó nokkra unga og efnilega leikmenn og sem voru síðast valdir í unglingalandsliðið. Sarna er að segja um Reykjavíkurliðin, þau hafa líka misst Iykilmenn. Þróttar- arnir misstu til dæmis tvo Iands- liðsmenn, þá Magnús Aðalsteins- son og Aka Thoroddsen, sem báð- ir fóru til útianda. Stjarnan missti uppspilarann sinn, Hallgrím Þór Sigurðsson, sem nú spilar í Dan- mörku, en fengu í staðinn nýjan brasilískan leikmann og þjálfara. ÍS missti sinn besta mann frá því f fyrra, sem var Alexij Sushko, sem nú spilar í Austurríki. Það má því segja að íslenskt blak sé nokkrum góðum spilurum fátækara en í fyrra, sem er alvarlegt mál þar sem endurnýjunin í íþróttinni er mjög lítil. Það endurspeglar svo að nokkru leyti ástandið sem komið er upp hjá okkur blakmönnum, þar sem varla er hægt að halda uppi deildarkeppninni, nema með sérstökum aðgerðum. Þar spila líka önnur atriði inní, eins og til dæmis mikill ferðakostnaður og ýmsir erfiðleikar samfara fjársvelti hreyfingarinnar." Landsleik- uríblald Karlalandsliðið í blaki mun á morgun, laugardag, klukkan 16:30, leika vináttulandsleik við landslið Norður-Ira í íþróttahúsinu við Austurberg í Breiðholti. Norður-Irar eru hér í sinni fyrstu heimsókn og er leikurinn liður í upp- byggingarstarfi þeirra og hugsaður sem upphafið að frekari samskiptum land- anna. Jóhann Karl Jia, sem stýrði íslenska Iandsliðinu í þriðja sætið á síðustu smáþjóðaleik- um, sem er jafnframt besti árangur íslenska blaklands- liðsins í þeirri keppni, hefur valið eftirtalda leikmenn f landsliðshópinn: Vignir Hlöðversson, Stjörnunni Emil Gunnarsson, Stjömunni Eiríkur Eiríksson, Stjörnunni Hannes I. Geirsson, Stjömunni Hallgrímur Þ. Sigurðsson, HIK Magnús Aðalsteinss., VK Álaborg Davíð B. Halldórsson, ÍS Valur G. Valsson, Þrótti R. Ólafur H. Guðmundss., Þrótti R. Gissur Þorvaldsson, Þrótti R. Jón Ó. Valdimarsson, Þrótti R. Brynjar Pétursson, Þrótti N. Þess skal getið að frítt er á leikinn og allir velkomnir. Þróttur á toppiim? Fjórir leikir fara fram í fyrstu deild kvenna í blaki um helg- ina, þar sem KA mætir Þrótti, Reykjavík, í tveimur leikjum á Akureyri og Þróttur, Nes- kaupstað mætir Víkingi fyrir austan, einnig f tveimur leikj- um. Stúdínur eru nú í efsta sæti deildarinnar með þrettán stig eftir sex leiki, einu stigi meira en Þróttur, Neskaupstað, sem er taplaus í öðru sætinu, eftir aðeins Ijóra leiki. Með sigri gegn Víkingum í báðum Ieikj- unum um helgina gæti Þrótt- ur því komið sér þægilega fyr- ir í toppsætinu. 1. deild kvenna ÍS - Víkingur 3-0 (25-13, 25-12, 25-12) Þróttur - Þróttur N 0-3 (13-25,18-25,11-25) ÍS - KA 3-0 (28-26, 25-22, 25-23) ÍS - KA 3-2 (25-20, 25-11, 27-29, 13-25, 16-14) Þróttur - Þróttur N 1-3 (15-25, 25-19, 6-25, 12-25) Þróttur - fS 0-3 (10-25, 15-25, 23-25) Víkingur - Þróttur 0-3 (12-25, 11-25, 21-25) Þróttur N - ÍS 3-0 (25-21, 25-19, 25-8) Þróttur N - ÍS 3-1 (25-16,25-7, 20-25,25-19) Þróttur - Víkingur 3-1 (25-8, 17-25,25-12,25-12) Staðan L U T Hrin. Skor St. ís 6 4 2 13:8 449:425 13 Þróttur, N 4 4 0 12:2 339:215 12 Þróttur, R 5 2 3 7:10 315:345 7 KA 2 0 2 2:6 170:184 2 Víkingur 3 0 1 1:9 138:242 1 Næstu leikir Föstud. 19. nóv. Kl. 19.30 KA - Þróttur Nes. Kl. 19.30 Þróttur N. - Víking. Laugard. 20. nóv. Kl. 14.00 KA - Þróttur, Rvík Kl. 13.30 Þróttur N. - Víking.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.