Dagur - 20.11.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 20.11.1999, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1 9 9 9 -HT KIRKJUSTARF Kirkjustarf Sunnudagur 21. nóvember AKUREYRARKIRKJA Sunnudagaskóli kl. 11. Hátíðarmessa kl. 14. Kór Akureyrarkirkju, Óskar Pétursson syngur einsöng og Barna- og unglingakór Akureyrarkirkju syngur. Kaffisala Kvenfélags Akureyrarkirkju í Safnaðarheimili eftir messu. Einnig basar og sala á lukkupökk- um. Fundur í Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju í kapellu kl. 17. Biblíulestur í Safnaðarheim- ilinu á mánudag kl. 20 í umsjá sr. Guð- mundar Guðmundssonar. HJÁLPRÆÐISHERINN, AKUREYRI Laugardaginn 20. nóv. kl. 14 verður hinn ár- legi jólabasar. Kökur, laufabrauð o.fl. Sunnudagaskóli kl. 11. Bænastund kl. 16:30. Almenn samkoma kl. 17. Unglinga- samkoma kl. 20. Heimilasamband kl. 15 mánudag. SJÓNARHÆÐ, AKUREYRI Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13:30. Al- menn samkoma á Sjónarhæð kl. 17. Barna- fundur kl. 18 mánudag. Allir velkomnir. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Æfing hjá Luciukórnum fyrir aðventukvöld strax á eftir. Sóknarprestur. LAUGALANDSPRESTAKALL Messa með sunnudagaskólaívafi í Grund- arkirkju kl. 13:30. Skúli Torfason sér um sunnudagaskólaþáttinn. Sama dag er messa á Kristnesspítala kl. 15. Hannes. HVERAGERÐISKIRKJA Sunnudagaskóli kl. 11:00. Guðsþjónusta á HNLFÍ kl. 11:00. Jón Ragnarsson. EYRARBAKKAPRESTAKALL Barnaguðsþjónusta í Stokkseyrarkirkju kl. 11. Messa í Gaulverjabæjarkirkju kl. 14. 90 ára afmæli kirkjunnar. Sr. Sigurður Sig- urðarson vígslubiskup predikar. Kaffi eftir messu. Sóknarprestur. STAÐARHÓLSKIRKJA í SAURBÆ Á þessu ári eru 100 ár liðin frá vígslu Stað- arhólskirkju í Saurbæ í Dölum. Af því tilefni verður hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni kl. 14, þar sem biskup Islands, herra Karl Sig- urbjörnsson, prédikar og sóknarpresturinn, sr. Ingiberg J. Hannesson, þjónar fyrir altari. Eftir messu verða veitingar fram bornar í Félagsheimilinu Tjarnarlundi og þar verður flutt ágrip af sögu kirkjunnar. Þess er vænst að fyrrverandi og núverandi sóknarbörn kirkjunnar aðrir velunnarar fjölmenni og eigi góða stund í henni aldargömlu kirkju - nú á kristnihátíðarári. SELFOSSKIRKJA Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Hádegis- bænir þriðjudaga til föstudags kl. 12:10. Sóknarprestur. LÁGAFELLSKIRKJA Messa kl. 14. Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti Jónas Þórir. Barnastarf í safnaðar- heimilinu kl. 11. Jón Þorsteinsson. ÁSKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjón- usta kl. 14:00. Kaffi eftir messu. Árni Bengur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA Barnamessa kl. 11:00. Léttir söngvar, bibl- iusögur, bænir, umræður og leikir við hæfi barnanna. Guðsþjónusta kl. 14:00. Org- anisti Guðni Þ. Guðmundsson. Prestur sr. Guðný Hallgrímsdóttir. TTT æskulýðsstarf fyrir 10-12 ára kl. mánu- dag 17:00. DÓMKIRKJAN Guðsþjónusta kl. 11:00. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Sr. Hjalti Guðmundsson. Æðruleysismessa kl. 21:00. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédik- ar, sr. Karl V. Matthiasson leiðir samkomuna og sr. Anna S. Pálsdóttir leiðir fyrirbæn. Anna Sigríður Helgadóttir og Bræðrabandið sjá um létta tónlist. ELLIHEIMILIÐ GRUND Messa kl. 14:00. Prestur sr. Lárus Halldórs- son. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrr- verandi sóknarpresta. GRENSÁSKIRKJA Barnastarf kl. 11:00. Messa kl. 11:00. Altar- isganga. Kirkjukór Grensáskirkju. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA Fræðslumorgunn kl. 10:00. Bandprjónninn og Biblían. Þegar þjóðin varð læs: Dr. Loftur Guttormsson, prófessor. Messa og barna- starf kl. 11:00. Hópur úr Mótettukór syngur. Oranisti Hörður Áskelsson. Sr. Sigurður Pálsson. LANDSPÍTALINN Messa kl. 10:00. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14:00. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11:00. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kaffisopi eftir messu.Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11:00. Umsjón Lena Rós Matthíasdóttir. LAUGARNESKIRKJA Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Org- anisti Gunnar Gunnarsson. Kór Laugarnes- kirkju syngur. Hrund Þórarinsdóttir stýrir sunnudagaskólanum með sínu fólki. Prestur sr. Bjarni Karlsson. í tilefni af upphafi af- mælisviku Laugarneskirkju verður opnuð myndlistarsýning: „Tíminn og trúin“ með verkum eftir sjö myndlistarkonur. Morgunbænir mánudag kl. 6:45.12 spora- hópur mánudag kl. 20:00. NESKIRKJA Félagsstarf aldraðra kl. 13:00 laugardag. Kvikmyndasýning. Farið í Sýningarsal Vil- hjálms Knudsen. Kaffiveitingar í Norræna húsinu. Aliir velkomnir. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Sunnudagaskólinn kl. 11:00. Átta til níu ára starf á sama tíma. Guðsþjónusta kl. 14:00. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Kvöld- messa með léttri sveiflu kl. 20:00. Reynir Jónasson, harmonikuleikari og organisti, sér um tónlistarflutning ásamt hljómsveit og sönghópnum Einkavinavæðing. Hljómsveit- ina skipa Edwin Kaaber gitar, Ómar Axels- son á bassa, Sveinn Óli Jónsson á trommur og Reynir Jónasson harmonika. Prestur sr. örn Bárður Jónsson. Tónlist leikin frá kl. 19:30. Veitingar í safnaðarheimili að messu lokinni. TTT, 10-12 ára starf mánudag kl. 16:00. Kirkjukór Neskirkju æfir mánudag kl. 19:00. Nýir félagar velkomnir. Fótsnyrting á vegum Kvenfélags Neskirkju mánudag kl. 13-16. Uppl. í síma 551 1079. Mömmumorgnar aila miðvikudaga kl. 10-12. SELTJARNARNESKIRKJA Messa kl. 11:00. Barnastarf á samatíma. Sr. Þórey Guðmundsdóttir prédikar. Org- anisti Sigrún Steingrímsdóttir. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason. Æskulýðsfélagið kl. 20-22. FRIÐRIKSKAPELLA Kyrrðarstund í hádegi mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. ÁRBÆJARKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11. Organisti: Pavel Smid. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Bænir-fræðsla, söngvar, sögur og leikir. Foreldar, afar, ömmur eru boðin hjartanlega velkomin með bömunum. Prestarnir. Yngri deild æskulýðsfélagsins kl. 20-22. „Kirkjuprakkarar". 7-9 ára kl. 16-17 á mánudögum. TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17-18 á mánudögum. Eldri deild Æskulýðs- félagsins kl. 20-22. BREIÐHOLTSKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á sama tíma. Organisti: Daníel Jónasson. Tómasarmessa kl. 20 í samvinnu við félag guðfræðinema og kristilegu skólahreyfing- una. Fyrirbænir og fjölbreytt tónlist. Kaffi- sopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA Kl. 11. Messa. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyj- ólfsson. Organisti: Bjarni Jónatansson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Léttur máls- verður eftir messu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11. Prestursr. Hreinn Hjartarson. Kór Fella- og Hólakirkju syngur. Organisti Lenka Mátéová. Barnaguðsþjón- usta á sama tíma. Umsjón Margrét Ólöf Magnúsdóttir. Prestarnir. Starf fyrir 9-10 ára drengi á mánudögum kl. 17-18. Æskulýðsstarf fyrir 9.-10. bekk á mánudögum kl. 20-22. Bænastund og fyrir- bænir mánudaga kl. 18. Tekið á móti bæna- efnum í kirkjunni. GAFARVOGSKIRKJA Sunnudagaskóli í Grafarvogskirkju kl. 11. Prestur sr. Anna Sigriður Pálsdóttir. Um- sjón: Hjörtur og Rúna. Organisti: Hörður Bragason. Sunnudagaskóli í Engjaskóla kl. 11. Prestursr. Sigurður Amarson. Umsjón: Signý, Guðrún og Guðlaugur. Guðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 14. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur, prédikar og þjón- ar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason. Prestarnir. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefn- um í kirkjunni alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 567-9070. HJALLAKIRKJA Messa kl. 11. Sr. Hjörtur Hjartarson þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sig- urðsson. Barnaguðsþjónusta í kirkjunni kl. 13 og í Lindaskóla kl. 11. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestarnir. Æskulýðsfélag fyrir unglinga 13-15 ára kl. 20.30. á mánudögum. Prédikunarklúbþur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er á þriðjudögum kl. 9.15-10.30. Umsjón Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. KÓPAVOGSKIRKJA Barnaguðsþjónusta í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Prest- ur sr. Guðni Þór Ólafsson. Gerðubergskór- inn kemur í heimsókn og syngur. Stjórn- andi: Kári Friðrikssson. Organisti: Hrönn Helgadóttir. SELJAKIRKJA Krakkaguðsþjónusta kl. 11. Fræðsla fyrir krakkana, framhaldssaga og mikill söngur. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Organisti Lenka Mátéová. Sóknar- prestur. KFUK fundir á mánudögum. Kl. 17.15 stelpustarf á vegum KFUK og kirkjunnar fyrir 6-9 ára og kl. 18.30 fyrir 10-12 ára. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10-12. Gaulverj abæj ar- kirkja 90 ára Sunnudaginn 21. nóventber verður þess minnst að Gaul- verjabæjarkirkja er 90 ára. Kirkjan var vígð þann 21. nóv- ember árið 1909. Síðan hefur hún hlotið margháttaðar end- urbætur og jafnan vcrið sveit- arprýði. Nú er einmitt nýlokið við frágang bifreiðastæðis með varanlegu slitlagi, gangstétt og lýsingu við kirkjuna. Gaulverjabær hefur verið kirkjustaður svo lengi sem vit- að er en fyrst er getið kirkju þar í kirknatali Páls biskups Jónssonar frá því urn 1200. Síðasta kirkja á undan þessari var reist árið 1845 og var orð- in svo lakleg að hún var rifin og núverandi kirkja reist á einu sumri. Rögnvaldur Olafsson teiknaði kirkjuna en yfirsmiður var Sigurður Magnússon frá Baugsstöðum. Kirkjan á merka gripi og má þar telja kaleik frá 1686. I kirkjunni er fagurlega útskor- in altaristafla eftir Ámunda Jónsson, þann kunna hag- leiksmann. Á henni stendur ártalið 1775. Við rnessu kl. 14.00 á sunnudaginn mun vígslubisk- up Skálholtsstiftis, séra Sig- urður Sigurðarson, prédika. Eftir messuna verður boðið til kaffidrykkju í Félagslundi og þar mun Helgi ívarsson, með- hjálpari kirkjunnar, fara nokkrum orðunt unt sögu kirkju og safnaðar. Breiðholtskirkja. Tómasarmessa 1 Breiðholtskirkju Tómasarmessa hefur vakið at- hygli víða um lönd á undanförn- um árum og eru slíkar messur jafnan fjölsóttar og hefur svo einnig verið hér. Messan hefur vakið mikla ánægju þeirra sem þátt hafa tekið og virðist hafa unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar. Óspart hefur verið hvatt til þess, að áfram verði haldið á sömu braut. Því hefur verið ákveðið að slík messa verði haldin reglulega á komandi vetri, síðasta sunnudag í mánuði, þótt nú sé gerð þar undantekning á, þar sem síðast sunnudagur í nóv- ember er einnig 1. sunnudagur í aðventu. Það er von okkar, sem að messunni stöndum, að þær góðu móttökur sem Tómasar- messan hefur hlotið hingað til gefi tóninn um framhaldið og að hún megi verða mörgum til blessunar og starfi fslensku kirkj- unnar til eflingar. Heiti messunar er upprunnin í Finnlandi, er dregið af postulan- um Tómasi, sem ekki vildi trúa upprisu Drottins nema hann fengi sjálfur að sjá hann uppris- inn og þreifa á sárum hans. Markmið Tómasarmessunar er öðru fremur að Ieitast við að gera fólki auðveldara að skynja návist Drottins, einkum í máltíðinni sem hann stofnaði og í bæna- þjónustu og sálgæslu, en mikil áhersla er lögð á fyrirbænaþjón- ustu. Þá einkennist messan af fjölbreytilegum söng og tónlist og sömuleiðis af virkri þátttöku leikmanna. Stór hópur fólks tek- ur jafnan þátt í undirbúningi og framkvæmd Tómasarmessunar og er það yfir 30 manna hópur, bæði leikmenn og prestar, sem stendur að hverri messu. Eins og fyrr segir verður Tómasarmessan í Breiðholts- kirkju sunnudagskvöldið 21. nóvember kl. 20.00. Kristskirkja. Meimmgar- og lista- kvðld í Kristskírkju Menningar- og listakvöld verður haldið í safnaðarheimili Krists- kirkju, Landakoti, Hávallagötu 16 næstkomandi fimmtudags- kvöld ki. 20.00. Sölusýning verður á austur- lenskum, handofnum teppum „töfrateppum" og saga þeirra rakin. Frá Tékkkristal verða sýndir skartgripir frá Swarovski, gerðir úr kristal og verður saga þessara gripa einnig sögð. Happdrætti, kaffi og kökur, auk Iifandi tónlistarflutnings. Aðgangseyrir er krónur 1000 og rennur allur ágóðinn til við- haldssjóðs orgels Kristskirkju, Landakoti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.