Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 2
18 - LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 HELGARPOTTURINN ...Hann lætur ekki deigan sfga sá Ijóti í neöra og ætlar ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana fyrir honum Hrafni Gunnlaugssyni dýravini og myrkramanni. Þrátt fyrir langa hrakfallasögu nýju myndarinnar, Myrkra- höfðinginn, sem var vonandi frumsýnd í gærkvöld í Háskólabíói, þá átti ekki af henni að ganga því daginn fyrir frumsýninguna var ætlunin að halda fjölmiðlasýningu fyrir gagnrýnendur en á elleftu stundu kom í Ijós að galli var á einni rúllunni og er nú bara óskandi fyrir nánustu aðstand- endur að myrkrahöfðinginn hafi sagt sitt síðasta og láti Hrafn nú í friði næstu árin... ...Vilji menn sjá bæði og heyra hann Börk Gunnarsson rithöfund (og systurson Höskuldar Skarphéðinsson þess mikla skipherra) er rétt að vera snar í snúningum því pilturinn sá, sem áður hefur m.a. afrekað að skrifa handritið að Sjálfvirkjanum en er nú að gefa út skáldsöguna Sama og síðast, stundar nám í kvikmyndagerð ÍTékkó líkt og fleiri góð- ir menn hafa gert á undan honum og er rétt kominn til landsins í helg- arferð og flýgur á brott aftur strax á mánudag. Tilefni helgarferðarinnar erað lesa upp úr nýju bókinni í Kaffileikhúsinu í dag milli kl.15 og 17... ...Á nýársfagnaði '68 kynslóðarinnar sem hald- in verður á Hótel Sögu á nýársdagskvöld munu koma saman hinir íslensku Bítlar, Hljóm- ar úr Keflavík, í sinni upprunalegu mynd. Þannig er hljómsveitin skipuð þeim Gunnari Þórðarsyni, Rúnari Júlíussyni, Engilbert Jensen, Erlingi Björnssyni að ógleymdri Shady Owens, sem kemur alla leið frá Bret- landi. Til nýrrar aldar horfir í hátíðarraeðu Pét- urs Gunnarssonar rithöfundar og heim- spekings, sem nú í nóvember var verðlaunað- ur fyrir bók sína Punktur punktur, komma-strik, sem fjallar um mótunar- ár ‘68 kynslóðarinnar í Reykjavík. Þá er ónefnd sveitin Pops, en það er orðin árviss vani að hún komi saman undir lok ársins til að æfa fýrir þennan árvissa nýársfang. Þá mun Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og konsertmeistari Sinfónfuhljómsveitar íslands koma fram með sínum tilfinningaríka og kraftmikla stíl og leika nokkra fegurstu fiðlukonserta síðustu alda. Samkomunni stjórnar Margrét S. Björnsdóttir, sem nú er innsti koppur í búri í Háskóla íslands... ...Og meira um Rúnna Júl. Suðurnesjamenn hafa ákveðið að sýna rokkaranum hvað þeim þykir mikið til hans koma og hans framlags til menningar í bænum. í byrjun desember fær Rúnar Júlíusson menningarverðlaun Reykjanesbæjar ásamt Hitaveitu Suðurnesja (því að fyrirtækjunum var auðvitað ekki hægt að sleppa). Þetta er í fyrsta sinn sem verð- launin eru veitt og því auðvitað smart fyrir Rúnna að fá þau. Rokkarinn ætlar að borga fyrir sig og gerir það á „grand“ hátt í samstarfi við Hitaveituna með tónleikum í beinu fram- haldi af verðlaunaafhendingunni í Frumleikhúsiriu í Keflavík... ...og svo til fallegu drengjanna sem kepptu í fegurð í Broadway í vikunni. Niðurstaðan ligg- ur loksins fyrir og sá sem hreppti hnossið, kór- ónuna og sprotann er harður nagli að vestan. Það upplýsist hér með að hann heitir Ægir Öm Valgeirsson og er 23ja ára sjómaður frá ísafirði en ekki fylgir sögunni hvort pilturinn er ólofaður eða ekki... ...Barnabók skaust í fyrsta sæti íslenska bóksölulistans um daginn og hafa menn varla áður kynnst öðrum eins atgangi því mánuður er til jóla og fyrsta prentun (2000 eintök) af Harry Potter sem Bjartur gefur út seldist upp á tólf dögum. Er hrifningin slík að bókaútgáfunni á Bræðra- borgarstígnum berst daglega fjöldi áskorana um að flýta útgáfu á annarri bókinni sem til stóð að kæmi út á næstu jólavertíð. Fyrir þá sem hafa fall- ið kylliflatir fyrir honum Potter má benda á að kvikmyndin um drenginn verður sýnd í ágúst 2001 og heimildir helgarpottara herma að sjálfur Spielberg leikstýri... ...og meira af barnabókum. Geta höfundar þeirra nú tekið kæti sína því Fræðsluráð Reykjavíkur hyggst víst taka upp ósk- ars/eddu/bókmenntaverðlaunaháttinn við verðlaunaveitingarnar. Þ.e. í stað þess að verðlauna eina bók stendur til að tilnefna fimm frumsamdar og fimm þýddar barna- og unglingabækur í byrjun desember til að gera þærsýnilegri íbókaflóðinu. Helgarpott- arar hjuggu eftir því að enginn bamabóka- fræðingur eða rithöfundur er í dómnefndinni heldur sitja þar Guðrún Pétursdóttir fyrr- verandi næstumþvíforseti og líffræðingur, Sigrún Elsa Smáradóttir lyfjakynnir og matvælafræðingur og Kristrún Olafsdóttir kennari... ...SH-ingamir láta ekki deigan síga frekar en fyrri daginn. Eftir glæstan sigur í bikarkeppninni um síðustu helgi birtist mynd af fagnandi bæjar- stjóra á forsíðu eins stórblaðsins (landinu og hvar var hann? í alklæðn- aði í sundlauginni. Vel við hæfi að synda og fagna og auðvitað smart að hoppa út í í jakkafötunum... Hvað um það, æ síðan hefur verið talað um „blauta bæjarstjórann" í Hafnarfirði. Um helgina ku hafa verið kynnt ný reglugerð um hegðan og háttvísi á sundstöðum og krossa menn því fingur á bæjarskrifstofunum og vona að Magnús verði ekki kærður fýr- ir að hoppa (fötunum út í laugina. Eða þannig... Allt fyrir málstaðinn! Ægir Örn Valgeirsson. Sigrún Eðvaldsdóttir. D^ht MSPSÉl „Hugsunin var að hafa sýninguna fjölbreytta að efni og viðhorfum. Ég hefði hinsvegar þess vegna geta haft listamennina hundrað en það var nauðsynlegt að skera þetta einhvern veginn niður/' segir Steingrímur Eyfjörð. mynd: austri 31 listamaður - eitt verk Á sunnudaginn verður opnuð sýning 31 listamanns í safnahúsinu á Egilsstöðum. Það er Steingrímur Eyfjörð sem stendur fýrir sýningunni en Einar Már Guðmunds- son rithöfundur orti Ijóð í tilefni sýningarinnar. „Þetta er mjög fjölbreytt sýning sem kemur út eins og innsetning því hún kemur út eins og eitt verk. Hugmyndin var að vera með marg radda sýningu. Eg bað Einar Má um að skrifa texta um margræðni, sem gæti verið eins konar inngang- ur en hann orti ljóð sem er eins og inngangur að sýningunni,“ segir Steingrímur. A milli 40 til 50 verk eru á sýn- ingunni en það síðasta kemur í dag. Þá ætlar Margrét H. Blöndal að mæta á svæðið og skapa listaverk. Steingrímur segir að listamennirnir sem sýna séu einskonar fulltrúar ákveðinna listastefna, aðferða eða viðhorfa. „Hugsunin var að hafa sýninguna fjölbreytta að efni og við- horfum. Ég hefði hinsvegar þess vegna geta haft listamennina hund- rað en það var nauðsynlegt að skera þetta einhvern veginn niður og ég veit eiginlega ekki hvað réði því að það voru jjessir en ekki einhverjir aðrir. A sýningunni eru málverk, skúlp- túrar og teikningar. Svo verður Hlynur Hallsson með nokkurskon- ar þátttökuverk. Hann verður með „Þetta er mjög fjölbreytt sýning sem kemur út eins og innsetning því hún kemur út eins og eitt verk.“ póstkort á bókasafninu sem er þarna á efstu hæðinni, þannig dreifist sýningin um húsið. Þetta eru póstkort sem hann hefur búið til og svo eru sýningargestir beðnir um senda þau vinum og kunningj- um.“ Gott að vera nálægt náttúrunni Steingrímur flutti til Austur-Héraðs síðastliðið sumar. Hann segir að sýn- ingin hafi komið þannig til að hann hafi séð salinn í Safnahúsinu og fundist upplagt að búa til sýnguna inní hann. Hann segir Egilsstaði vera hálfgerða miðstöð. „Það er mjög mikið líf hérna, Jólakötturinn heitir sérstök dagskrá sem er hérna fyrir jólin. Það hefur verið gefið út plakat með y'firliti yfir allt sem er að gerast með mynd af svörtum ketti með jóla- húfu. Það cru upplestrar, tónleikar og ýmislegt fleira. Það er að mörgu leyti mjög gott að búa hérna. Hér er óskaplega fallcgt og rólegt. Þannig að manni verður svolítið meira úr verki ég finn fyrir því. Svo fer maður reyndar alltaf í bæinn svona einu sinni í mánuði. Það er gott að vera nálægt náttúr- inni, ég kann vel við það." -PJESTA Maður vikunnar er Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, fýrir að vilja sitja sem fastast í ráðherrastóln- um þrátt fýrir samkomulag við formann flokksins síns frá því í vor um að víkja fýrir Valgerði Sverris- dóttur. Hann hefur þannig hafið á ný til lofts kjörorð sjálfstæðisbaráttunnar - aldrei að víkja! Alla vega ekki úr mjúkum ráðherrastólnum! Páll Pétursson - fastsetinn ráðherra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.