Dagur - 27.11.1999, Qupperneq 5

Dagur - 27.11.1999, Qupperneq 5
 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 - 21 Rödd illskunnar skrifar Mál og menning hefur síðustu ár sent frá sér í sérstöku broti skáldverk ungra höfunda. Þetta árið kemur út skáldsaga eftir Stefán Mána, Myrkravél, en árið 1996 kom frá honum skáldsagan Dyrnar á Svörtufjöllum sem ég hef ekki lesið en þessi nýja bók vekur óneitanlega forvitni mína á þeirri eldri. Stefán Máni tekur í þessu verki að sér það erfiða verkefni að ganga inn í hugarheim morð- ingja. Sagan er lyrstu persónu frásögn manns sem situr í fang- elsi eftir að hafa framið hroða- legt morð og lýsir í myndbrotum ævi sinni. Sterkustu myndirnar eru úr bernskunni þar sem höf- undi tekst ákaflega vel að lýsa einangrun barns, hvernig það lokast inni í eigin heimi, festist þar og nær engu tilfinningasam- bandi við aðrar mannverur. Sag- an gefur ekki bein svör við því hvort sögumaður hafi fæðst illur eða hvort sinnuleysi umhverfis- „En þrátt fyrir nokkra annmarka á verkinu er þaö djörf og athyglisverð til- raun til að skyggnast inn í hugarheim illskunnar." ins hafi myndað tómarúm í sál- inni sem einungis verður fyllt með ofbeldi og glæpum. Hins vegar fer ekki svo að sögumaður sé fullkomlega laus við að vekja samúð þvf brotakenndar lýsingar hans á bernskunni opinbera varnarleysi og vanlíðan barns sem skynjar umhverfi sitt sem kalt og afskiptalaust. Stíllinn hæfir söguefninu afar vel. Hann er mjög knappur, næstum ískaldur, og stundum fannst mér texti bókarinnar virka eins og þung og drungaleg hamarshögg. 1 lýsingum á hin- um ýmsu glæpum og fólskuverk- um tekst Stefáni Mána misvel. Einföld Iýsing á því þegar sögu- maður kremur fugl til bana er svo margfalt áhrifamciri en lengri frásagnir af fólskuverkum. Þegar líður á og geðveiki sögu- manns magnast verður verkið of endurtekningasamt. Höfund skortir úthald og reynslu til að ljúka sögu sinni. Morðið í lok sögunnar vekur furðu lítil áhrif, sérstaklega í samanburði við fyrri hluta sögu þar sem minni atburðir vekja sterkar kenndir lesandans. Þannig er þetta bók sem stendur ekki alveg við þau fyrirheit sem hún gaf í svo góð- um upphafsköflum. En þrátt fyrir nokkra annmarka á verkinu er það djörf og athyglisverð til- raun til að skyggnast inn í hug- arheim illskunnar. MYRKRAVÉL Höfundur: Stefán Máni Utgefandi: Mál og menning Hreinleiki, fegurð og friðsæld Hafa þjóðgarðar áhrif á efnahag fólks eða er hlutverk þeirra einungis að vernda náttúruna sem í þeim er? Sú spurning er meðal þeirra sem verður leit- ast við að svara á ráð- stefnu í Hátíðarsal Há- skólans í dag, laugar- dag. Meðal fyrirlesara er Vilborg Júlíusdóttir. „Ráðstefnan ber yfirskriftina „Efnahagslegt gildi þjóðgarða" og í upphafi míns erindis fjalla ég um þróun ferðaþjónustu í heiminum í örstuttu máli og um spár um fjölgun ferðamanna. Svo fer ég nokkrum orðum um vægi náttúruperlna og friðlýstra svæða en verðmæti þeirra hefur aldrei verið skoðað í krónum og aurum talið, enda enginn hag- Þjóðgarðurinn i Skaftafelli hefur aðdráttarafl. mynd: jón k. snorrason rænn mælikvarði til. Svo mun ég kynna niðurstöður úr könn- unum sem Ferðamálaráð hefur gert um hvaða þættir það eru í augum erlendra ferðamanna sem eru mikilvægastir. Það virð- ist einkum vera: náttúrufegurð, hreinleiki, friðsæld og sérstök menning. Út frá þessu leiði ég mig inn í þjóðgarðinn í Skafta- felli og nágrannabyggðir hans. Ég tel að áhrifasvæði þjóð- garðsins í Skaftafelli nái frá Kirkjubæjarklaustri og austur fyrir Höfn og skoða gistináttatöl- ur þar. Niðurstöður mínar eru þær að þjóðgarðurinn hafi ótví- rætt aðdráttarafl og sé því mjög mikilvægur þeim sem byggja af- komu sína á ferðaþjónustu á svæðinu." GUN. Kirkjulistaverk á Nesinu Á morgun, fyrsta sunnudag í að- ventu, verður nýtt kirkjulistaverk eftir listakonuna Herdísi Tómas- dóttur helgað í almennri guðs- þjónustu í Seltjarnarneskirkju kl. 20. Hér er um textílverk að ræða sem er að miklu leyti að- lagað að byggingartormi Idrkj- unnar og byggt á litum náttúr- unnar scm umleikur Seltjarnar- nesið. Frumhugmynd verksins var sýnd á kirkjulistahátíð Hall- grímskirkju í upphafi sumars árið 1997. Þetta er fyrsta kirkju- listaverkið sem hannað er sér- staklega fyrir Seltjarnarnes- Idrkju, en það er gert úr ull, hör, sísal og koparþræði. Herdfs Tómasdóttir, sem valinn var bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 1997, hefur getið sér gott orð sem veflistamaður og hefur Herdís Tómasdóttir. verið virk í myndlistalífi lands- mannu til-margra ára: ■■ ■ - ■ á^LEIKFÉLAG^lÖá EY KJ AV í K LRJ® BORGARLEIKHÚSIÐ ATHUGIÐ BREYTTAN SÝNINGARTÍMA UM HELGAR Stóra svið: Bláa herbergð eftir David Hare, byggt á verki Arthurs Schnitzler, Reigen (Le Ronde) Þýðandi: Veturliði Guðnason Leikarar: Baldur Trausti Hreinsson og Martha Nordal Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson Búningar Helga Stefánsdóttir Ljós: Lárus Björnsson Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Leikstjórn: María Sigurðardóttir Frumsýning fös 3/12 kl: 19:00, 2. sýn. sun 5/12 kl: 20:00 örfá sæti laus, 3. sýn. fös 10/12 kl. 19:00, 4. sýn. sun 12/12 kl.19:00 Jólahlaðborð og leikhús Að sýningu lokinni er framreitt girnilegt jólahlaðborð af meistarakokkum Eldhússins Veisla fyrir sál og líkama Stóra svið: Litla hryllingsbúðin eftir Howard Ashman tónlist eftir Alan Menken lau 27/11 kl. 19:00 uppselt, lau 4/12 kl. 19:00 örfá sæti laus.fim 9/12 kl. 20:00. Sex í sveit eftir Marc Camoletti Sýningar hefjast aftur á nýju ári. Stóra svið kl. 14:00 Pétur Pan eftir J.M. Barrie sun 28/11 örfá sæti laus sun 5/12 síðasti sýningardagur Litla svið: Fegurðard rottn i ng i n frá Línakri eftir Martin McDonagh fim 2/12 kl. 20:00, örfá sæti laus, lau 4/12 kl. 19:00. Sýningum fer fækkandi Litla svið Leitin að vísbendingu um vitsmunalff í alheiminum eftir Jane Wagner lau 27/11 kl. 19:00, uppselt sun 28/11 kl. 19:00, uppselt - Sýningin túlkuð á táknmáli. Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12-18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga Símapantanir virka daga frá kl. 10 Greiðslukortaþjónusta Sími 568 8000 Fax 568 0383 uiiti BíTZjíSI [tnMriLJijEHjljÍtiiliiHll ileikfelagakiirfyrarI Miðasala: 462-1400 1ÓLAFRUMSÝNING „Blessuð jólin“, -eftir Arnmund Backman. Fumsýning 17. desember 2. sýning 18. desember 3. sýning 19. desember Miðasala hafin. Jólakortasamkeppni leikfélagsins Skilafrestur til 27. nóvember Vegleg verðlaun Flugfar Ak.-Rvík.-AK. með íslandsflugi 10.000,- kr. úttekt í Bókval 10.000,- kr. úttekt á Café karólínu 8.000,- kr. úttekt á Rósagarðinum og kaffihlaðborð fyrir 4 í Vín GJAFAKORT ■ GJAFAKORT Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir. Gjafakort í leikhúsið er skemmtileg jólagjöf Þeir sem voru svo elskulegir að senda okkur klukkustrengi geta nálgast þá á miðasölutíma í leikhúsinu. InlnliiimiFillnl.illfilrlnl ILEIKFELAG AKUREYRARl Miðasalan opin alla virka daga frá kl. 13:00-17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is Kortasalan í fullum gangi!

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.