Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 6
„Heimildir sem ég rek benda til þess að Jónas hafi oft verkað nokkuð stuðandi á fólk, enda er hann í krossferð. Hann er inn- blásinn. Hann er að vekja þjóð sína af Þyrnirósarsvefni. Þá verða menn að tala hátt og djarft og storka umhverfinu." Undanfarin ár hefur Páll Valsson ís- lenskufræð- ingur unnið að ævisögu Jónasar Hallgrímssonar sem nú er komin út hjá Máli og menningu. Það eru eng- ar ýkjur að kalla bókina stórvirki. - Eg ætla að byrja að þakha þér fyrir þessa bóh sem mér finnst einhver albesta íslensha ævisaga sem ég hef lesið. Það vahli at- hygli mína í þessu verki að þú ert ekki að slú þér upp með djörfum túlhunum ú Ijóðum skúldsins eins og hefði verið freistandi fyrir þig til uð vekja athygli ú sjúlfum þér og selja bókina. „Þetta er bók um Jónas Hall- grímsson en ekki um mig. A ein- hverju frumstigi þessarar bókar var í henni meiri Ijóðrýni og meira um bragfræði og slíkt, en ég skar það allt saman mjög grimmt niður vegna þess að mér fannst bókin hiksta og persónur farnar að víkja fyrir útskýring- um. Hún var of þunglamaleg. Það stóð hins vegar ætíð til að Jónas, vinir hans og samtími þeirra yrðu í forgrunni í þessari bók og ég skrifaði hana meðvit- að með það í huga.“ - En varstu ekki hræddur um að fcí ú þig gagnrýni bókmennta- fræðinga fyrir að vera ekki nógu djarfur í túlkunum ú Ijóðum Jónasar? „Eg er svo sem ekki viss um að ég sé sloppinn við þá gagnrýni. Það hefur margt verið skrifað um kvæði Jónasar. Sumt að því leiði ég algjörlega hjá mér vegna þess að sjónarhorn bókarinnar er ævi Jónasar. Jónas sjálfur er í forgrunni og ég reyni að skoða kvæðin með hliðsjón af því hvað kvæðin segja okkur um jónas og síðan á hinn bóginn hvað upp- lýsingar um líf Jónasar, hugðar- efni hans og samtfðar hans segja okkur um kvæðin. Það er þetta gagnvirka samband ævi og kvæða sem bókin byggir á.“ - Annað sem ég tók eftir og var mjög hrifin af eru sterkar karakterlýsingar. Þú þarft ekki nema örfúar línur til að lýsa fólki þannig að manni finnst maður þekkja það. „Það var sagt í ritdómi í Morgunblaðinu að mér væri „sýnt um að draga fram hið sérkennilega í fari manna“. En ég Iagði sérstaka rækt við þetta því persónur verða að vera lif- andi, annars verður bókin dauð. Mig langaði til að draga upp iifandi mynd af þessu tímabili, gera persónurnar lif- andi og vekja áhuga Iesandans. Það var einn helsti hvati þess- arar bókar." Innblásinn og í krossferð - Það var mikill kraftur í Jónasi og hann var skemmtilega mót- sagnakenndur, bæði mikill til- finningamaður og skapmaður og svo d hann líka blíða og við- kvæma taug. „Hann var mjög mótsagna- kenndur og á því hafa sam- tímamenn oft orð. Prestur á Austurlandi segir að það hafi komið sér á óvart hvað Jónas var í rauninni hrein og blíð og góð sál. Það er eins og framkoma hans hafi oft gefið eitthvað annað til kynna. Heimildir sem ég rek benda til þess að Jónas hafi oft verkað nokkuð stuð- andi á fólk, enda er hann í krossferð. Hann er innblásinn. Hann er að vekja þjóð sfna af Þyrnirósarsvefni. Þá verða menn að tala hátt og djarft og storka umhverfinu." - Hvað kom þér mest á óvart í samhandi við Jónas? „Það kom mér kannski mest á óvart hvað hann var um- deildur og hversu margir valdamenn höfðu horn í síðu hans. En svo voru líka menn sem aldrei misstu trú á honum. Þar nefni ég sérstaklega Sveinbjörn Eg- ilsson, sem var náinn hörðustu andstæðingum Jónasar og Fjölnismanna. Það sýnir hversu mikill afburða- maður Sveinbjörn var, og gott hjartalag hans, að hann áttaði sig strax á yfirburða skáldgáfu Jónasar. Sveinbjörn skynjaði hæfileika hans og lét hann njóta sannmælis þótt Jónas gagnrýndi hann sjálfan stund- um harðlega.11 - / þessari bók kemur fram, það sem maður hefur kannski ekki hugleitt nægilega áður, hversu djúpstæð áhrif dauði þeirra sem Jónasi hefur þótt vænt um hefur haft á hann. „Til að öðlast skilning á Jónasi má rekja sig áfram eftir áföllunum sem hann verður fyrir. Bókin hefst á dauða föður hans og eftir því sem árin líða fellur hver vinur hans frá af öðrum; Lárus Sigurðs- son, Skafti Tímóteus, Tómas Sæ- mundsson. Líf Jónasar er varð- að áföllum. Dauði þessara vina hans hefur mjög djúpstæð áhrif á hann eins og ég reyni að sýna fram á og það sést ekki hvað síst í skáldskap hans.“ - Hann virðist fá ákveðna til- finningalega útrás í að yrkja erfiljóð um látna vini. „Alveg örugglega. Það sér maður til dæmis eftir að Skafti, náfrændi hans og besti vinur, fyrirfer sér. Jónas og Konráð eru með Skafta sama kvöld og allt er það mikil sorgarsaga. Lát Skafta hafði gríðarleg áhrif á Jónas. Saknaðarljóð sem hann yrkir eftir Skafta er kannski fyrsta kvæðið þar sem hann fær tilfinningalega útrás af þessu tagi, það er svo djúpt, einlægt og vel gert. En eftir að hann hefur unnið úr áfallinu er ljóst að stórskáld er fætt.“ Feigðin kallar - Maður fær það á tilfinninguna eftir því sem maður les áfram í þessari bók, og það er reyndar þín túlkun, að Jóns hafi undir það síðasta haft það sterkt á til- finningunni að hann væri feig- ur. „Það er ýmislegt sem bendir til þess. Tóninn í bréfum hans lýsir sívaxandi vonleysi. Hann verður verri til heilsunnar og sér að með Islandslýsingunni miklu, sem átti að vera hans opus magnum, hefur hann sjálfur snúið snöru að hálsi sér, verkefnið er svo risavaxið og er að gera út af við hann. Það dimmir yfir í kvæðum hans og líkt og hann finni feigðina fara að sér.“ - Það er kannski ekkert skrít- ið, miðað við allt sem á undan hefur gengið. Þegar maður lítur yfir sviðið þá er hver vinur hans áfætur öðrum fallinn frá. Hann hefur sennilega bara trúað því að stn biðu sömu örlög. „Það er eitt leiðarstefið f þessari bók að hver efnismað- urinn á fætur öðrum hrekkur upp af og í raun er það bara Jón Sigurðsson sem lifir og verður foringinn mikli, sem hann hefði kannski ekki orðið ef Fjölnismenn hefðu lifað. Tómas Sæmundsson hafði til að mynda alla burði til að taka að sér það hlutverk. Og síðan Jónas. Alveg fram til hinsta dags stendur Jónas jafnfætis Jóni Sigurðssyni sem Ieiðtogi íslendinga í Kaupmannahöfn. Þessu gleyma menn oft. Það má ekki gera of mikið úr Jónasi sem ein- mana og döpru skáldi. Jónas er alveg á fullu fram í andlátið. Hann fær jafn- mörg atkvæði og Jón í nefndir og til trúnaðar- starfa, og var gjarnan falið að hafa framsögu. Islendingarnir treystu honum til að flytja mál sitt og það segir manni að þrátt fyrir drykkju og þunglyndi sáu þeir í honum þann hæfileika- mann sem hann sannarlega var.“ „Hann var mjög mótsagnakenndur og á því hafa samtímamenn oft orð. Prestur á Austurlandi segir að það hafi komið sér á óvart hvað Jónas var í rauninni hrein og blíð og góð sál „Alveg fram til hinsta dags stendur Jónas jafnfætis Jóni Sigurðs- syni sem leiðtogi ís- lendinga í Kaupmanna- höfn. Þessu gleyma menn oft.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.