Dagur - 27.11.1999, Síða 8

Dagur - 27.11.1999, Síða 8
Xfc^MT' LÍFIÐ í LANDINU 24 - LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 Hann er ein aðalspraut- an í Stuðmönnum, búksveitinni Human Body Orchestra, Sam- fylkingunni, Græna hernum og Umhverfis- vinum. Jakob Frímann Magnússon er öflugur liðsmaður hvar sem hann í fylkingu fer og mitt í slagnum um Eyja- bakkamálið undirbýr hann eina af veglegustu aldamótahátíðum íslands. „I/ið stöndum frammi fyrir miklu stærri og hrikalegri framkvæmdum og röskun á umhverfi landsins en við höfum áður gert“ „Stuðmenn ákváðu fyrir einum sex árum að fagna nýrri öld með eftirminnilegum hætti í stærsta samkomusal lýðveldisins í Laug- ardal. Þar verður vonandi mikið um dýrðir, margt að sjá og heyra. Okkur Iangar að búa til einhvers- konar „Heimsþorps-stemmningu" inni í höllinni þar sem menn geta fýlgst með því, á þar tilgerðum skjám, sem er að gerast í öðrum heimsálfum. Síðan að feta okkur í gegn um „Islands þúsund ár“ í tali, tónum og myndum. Hug- myndin er að fyrir miðnætti skoð- um við þátíð, nútíð og framtíð með ýmsum hætti. Eftir miðnættí hoppum við svo glaðbeitt mót óvissu nýrra tíma.“ - Er þetta skemmtun fyrir alla aldurshópa? „Eg er sannfærður um að börn, gamalmenni, foreldrar og ung- lingar geta og eiga að skemmta sér saman á þessum tímapunkti og rejTidar við hvaða tækifæri sem er. Ég hef áður vitnað til þess að í Grænlandsför fyrir 10 árum komum við fram á stórhátíð. Þar héldu afarnir og ömmurnar á ungabörnunum á öxlunum, pabb- arnir, mömmurnar og unglingarn- ir, öll voru undir sama þaki að skemmta sér. Það er, að öðrum samkomum ólöstuðum, með því allra skemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í.“ - Finnst þér þú sjá of lítið af þeirri stemmningu hér á Fróni? „Við skulum segja að ég stefni að því að sjá meira af því. Ég styð heilshugar þá hugmynd Ragnhildar Gísladóttur að steypa undir sama þak elliheimilum og barnaheimilum og færa elstu kynslóðinni í auknum mæli það hlutverk að ala þá yngstu upp. Ég nýt þess að hafa alist upp með afa mínum og ömmu fyrstu árin sem ég man eftir mér og hefði ekki viljað fara á mis við það. Ég er Iíka ánægður með að hlutvcrk Stuðmanna er og hcfur verið að nokkru leyti hlutverk brúarsmiða - sem brúa bilið milli kynslóða." Búinn að stimpla mig inn - Ertu hættur að slarfa í Bretlandi ogfluttur heim? „Nei, ég hef alltaf verið með heimili á tveimur stöðum, síðasta áratug í Hafnarfirði og London, þar áður í Reykjavík og Los Ang- eles. Þó að ég hafi eytt stórum hluta þess árs.sem er íjð líða á Is-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.