Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 9
 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999- 25 Jl JJÆB landi verð ég áfram með „stassjón" í Bretlandi og er nú að að styrkja tengsl mín við eitt stærsta sambandsríki breska heimsveldisins" - En þú helltir þér út i pólitík- ina fyrir síðustu hosningar, hvað kom til? „Ég var með í því að setja sam- an þetta nýja apparat, Samfylk- inguna. Þar var fýrir töluvert mik- ið af reyndum pólitíkusum en sumum þótti vanta ákveðna breidd í liðið og því var óskað eftir að ég kæmi þar inn.“ - Ertu ánægður með flokkinn þinn? Sameinaður flokkur jafnaðar- manna á Islandi er búinn að vera lengi í bígerð og vonandi verður boðað til formlegs stofnfundar á fyrsta ársljórðungi næsta árs. Sumt hefur tekist betur en annað í þessari undirbúnings- og þróun- arvinnu. „Það fyrirkomulag að búa til í prófkjöri hólf eftir gömlu flokkslínunum mætti til að mynda flokka sem mistök. Sú leið var farin sérstaklega að ósk Svavars Gestssonar og Arna Þórs Sigurðssonar og sett fram sem skilyrði fyrir þátttöku Alþýðu- bandalagsins. Þessir menn hafa síðan báðir sagt skilið við þennan hóp. Hið svonefnda hólfafyrir- komulag sem tryggði hverjum Ilokki að minnsta kosti tvö þing- sæti af efstu átta gerði fólk eins og mig auðvitað að afar ólíklegum þingmannsefnum í þessum kosn- ingum.“ - Þú fékkst mikinn stuðning í prófkjörinu, hverju þakkar þú það? „Ég verð að viðurkenna að það kom mér þægilega á óvart, haf- andi búið í útlöndum árum sam- an og komandi úr þessum popp- heimum að það skyldu aðeins fjórir vera með fleiri atkvæði en ég í prófkjörinu. Ég uni ágætilega við það og þá líka hitt að hafa þannig sem einstaklingur kannski greitt hlutfallslega hæstan fórnar- kostnað fyrir þetta sameiningar- ferli. Ég tók því algerlega æðru- og athugasemdalaust 9. sætið með 2.700 atkvæði á bak við mig meðan sumir sem eru fyrir ofan mig eru með Iítið brot af því.“ - Varðstu f)’rir vonhrigðum með að komast ekki á þing? „Ég er raunsæismaður og reiknaði með að í þessu fyrsta skrefi fælist varaþingmennska. Ég er búinn að stimpla mig inn og tek sæti mitt á Alþingi næst eða þar næst. Mér liggur með öðrum orðum ekkert sérstaklega á, en hef eftir sem áður mikinn áhuga á stjórnmálum og menningar- og umhverfismál eru mín eftirlætis- mál.“ Lítil sæt hugmynd - Eigum við kannski að smia olik- ur að umhverfismálum í okkar spjalli og þá fyrst Græna hemum, hvernig kom hann til? „Hann byrjaði sem lítil, sæt hugmynd, blanda af garnni og al- vöru, en þegar á hólminn var komið varð Græni herinn töluvert umfangsmeira mál. Að laða að nokkra tugi fólks á hverjum við- komustað, gefa þvf alklæðnað, mat og drykk í þrjú mál, skipu- leggja starf þess, og halda því síð- an uppi á skemmtun fram á rauða nótt, það var einfaldlega dálítið orku- og tímafrekt. Þá er ótalin öll kynning og skipulagn- ing, samningar við sveitarfélögin, útvegum fjármagns, dagskrárgerð og allt sem tengdist þessu. Það varð fljótlega ljóst að þessi litla hliðarbúgrein, umhverfisdeild Stuðmanna, hafði vaxið meira en upphaflega stóð til. Vinnudagar Stuðmanna, sem stóðu þarna á þeim þröskuldi að hafa starfað saman í þrjátíu ár, urðu langir og strangir. Þeir hófust að jafnaði klulekan átta að morgni og lauk stundum ekki fyrr en klukkan hálf sex á morgnana. Það verður að viðurkennast að sumir voru nokkuð úr heimi hall- ir eftir sumarið, þar á meðal ég. En tilgangurinn helgar meðalið og niðurstöður nýrrar könnunar sýna að 95 prósent þjóðarinnar þekkir Græna herinn og 86 pró- sent vita um tilgang hans.“ - Eer hann af stað aftur næsta vor að re)ia beðin sem hann plant- aði í ífyrra? „Þótt við höfum í upphafi hugs- að okkur þetta sem átak á síðasta ári aldarinnar þá stöndum við nú uppi með einkennisklæddan 1200 manna her á landsvísu sem sumir segja að ekki megi skilja eftir í lausu lofti. (Jakob kímir). Þá getur fótaburður hermann- anna orðið óöruggur og þeir farið að vakkla. Það sem einkenndi þetta starf sísastliðið sumar var gleðin yfir að koma saman og gera eitthvað áþreifanlegt, mála, gera við og planta, eignast sína eigin ein- kennisbúninga, fá viðurkenning- arskjal og meðlimaskírteini. Sjá svo árangurinn að kvöldi dags og halda upp á það saman með grill- veislu og skemmtidagskrá fram á nótt. Fjölmörg fyrirtæki lögðu liönd á plóg því þetta var kostnað- arsamt. Ofugt við það sem margir halda þá græddi enginn á Græna hernum aðrir en þeir staðir sem fengu hann í heimsókn." Að fá leikreglur virtar - Svo hefurðu skellt þér í annan slag undir merkjum Umhverfis- vina og safnar undirskriftum lil að krefjast lögformlegs umhverfismats á virkjunarsvæðinu norðan Vatna- jökids? „Já, þegar maður hafði fengið örlítið svigrúm til að anda þá var manni „sjanghæjað" inn í þetta batterí sem er að reyna að fá leik- reglur lýðræðisins virtar. Ég leyfi mér að halda því fram, ef ég á að vera alveg hreinskilinn, að þetta mál, eins og mörg önnur stórmál í íslenskri pólitík mótist af per- sónulegum metnaði, þörfum og þrám ákveðinna pólitíkusa. Ef þingsæti Halldórs Asgrímssonar í Austurlandskjördæmi væri ekki í veði og hann væri ekki búinn að lofa því árum saman að koma upp stóriðju fyrir austan þá væri málið allt mun auðveldara. Þá mundi það falla, eins og vatnið, þar sem því er ætlað að falla, í þann eðlilega farveg sem fólkið í landinu er að biðja um. Þá á ég við Iögformlegt umhverfismat þar sem allar hliðar eru skoðaðar, hverju við erum að fórna og hvaða raunverulegu valkosti við höfum." - Svo við höldum okkur við vatnið. Við xntum að eftir þvt sem farvegimir djplut t áranna og ald- anna rás versrtar grunnvatnsstaða landsins. Gæti það ekki iiaft góð áhrif á vatnsból landsmanna og gróður landsins að stöðva vatn uppi á hálendinu og gera þar lón? „Ég held algerlega opnum huga í því að allir mögleikar komi til greina. Ég er ekld á móti stóriðju, Ég er bara á móti því að í lok 20. aldarinnar þurfi þegnar þessa lands að upplifa að ekki séu virt- ar lýðræðislegar leik- reglur, að ekki sé hlust- að eftir óskum og til- mælum fólksins sem á þetta land. virkjunum, nýsköpun í atvinnulífi og alls ekki á móti því að lands- byggðin verði treyst og æsku hennar gefnar vonir. Ég er bara á móti því að í lok 20. aldarinnar þurfi þegnar þessa lands að upp- lifa að ekki séu virtar lýðræðisleg- ar leikreglur, að ekki sé hlustað eftir óskum og tilmælum fólksins sem á þetta land. Við erum kom- in á það menningarstig að við eig- um ekki að þurfa að umbera neitt sem mætti flokka undir vald- níðslu eða valdahroka hvað þá að nokkur önnur sjónarmið en þau sem mestu máli skipta fyrir þjóð- arheildina, ráði för. Davíð Oddsson keyrir auðvitað þessa ríkistjóm áfram og hefur náð að mylja undir sig vald með þeim hætti að þá yfirlýstu sjálf- stæðismenn má telja á fingrum annarrar handar sem þora að tala eða hugsa öðruvísi en hann. Hann hefur aldrei á sínum póli- tíska ferli orðið að láta í minni pokann og kann ekkert annað en íáta víkja fyrir sér hvort sem það er í sambandi við Perlur, Ráðhús eða annað. Ég held það yrði þeim ágæta gamanleikara og vísnahöf- undi til nokkurs þroska að upplifa það þó ekki væri nema einu sinni, svona á hausti síns pólitíska fer- ils, að fá ekki það sem hann vill. Fólkið ætlar ekki að láta valta yfir sig núna með hrokagikks- hætti. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að ríkisstjórnin sýni okkur þá lágmarksvirðingu að skjóta sér ekki bak við lagakróka, virði Kyoto og virði álmennar siðaregl- ur í nútíma lýðræðisríki." Allar stjömur íslands - Þérfinnst að ráðherramir viðhafi valdh rolut og stjömustæla. En þú ert sjálfur þekktur tónlistamaður og færð til fi’lgis við þig og þinn málstað skæmstu poppstjömu Is- lands, Björk Guðmundsdóttur. Ertu ekki að höfða til persónu- dýrkimar ahnennings og fá múg- inn til aðfilgja ykkttr? „Við höfum með okkur allar helstu stjörnur Islands. Sú sem þú ert að vísa til, Björk Guð- mundsdóttir, hefur sjálf lýst því yfir að hún hafi bara eitt að leið- arljósi í lífinu, eðlisávísunina. Ég held að það sé ástæða til að ígmnda það að þetta snýst meðal annars um eðlisávísun fólksins í landinu ekki síður en hinar bein- hörðu „praktísku" spurningar. Við stöndum andspænis miklu miklu stærri og hrikalegri fram- kvæmdum og röskun á umhverfi landsins en við höfum áður gert. Aformað er að reisa virkjun sem er stærri og öflugri en allt annað sem fyrir er. Þarna á að framleiða meiri raforku en þá sem notuð er á öllum heimilum, í öllum at- vinnurekstri og allri stóriðju landsins í dag. Við erum að tala um hrikalega rafmagnsdreka ofan af hálendinu gegn um margar af fallegustu náttúmperlum lands- ins. Staði sem eru svo dýrmætir og ómetanlegir að það þarf að vera geysilega sterk ástæða til þess að fóma þeim.“ - En eiga bísnissmenn eins og þú sem ert meira og mintta í út- löndum heimtingu á að tekið sé tillit til óska þeirra? „Ég vil benda á að hér eru ef til vill of margir heimaalningar við stjórnvölinn. Aðeins þeir sem hafa búið utan túngarðs og séð landið sitt úr örlítilli fjarlægð, sem hafa lifað og hrærst í ys og þys mengaðra stórborga gera sér fullkomlega grein fyrir þeim verð- mætum sem felast í hreinni nátt- úru, víðernum og lífríki eins og því sem hér er að finna. Þetta er andlit okkar og ásýnd út á við. Ég get á vissan hátt séð þetta land með auga gestsins og það held ég að Björk geri líka. Þó að margt megi gott um Davíð segja þá háir það honum og flest- um hans fylgifiskum að hafa ekki haft tækifæri til að stíga út úr hringnum og vera áhorfendur. IJtlendingar hafa áttað sig á því að hér væri eitthvað spennandi og eftirsóknarvert. Því er manni sem húinn er að starfa í útlöndum jafn lengi og ég, að mestu leyti við að benda á sérstöðu Islands, það áhyggjuefni að þurfa að byrja að afsaka það að við séum að færa okkur á stig þriðja heims þjóða í þessum efnum. Séum að fara að búa til fabrikku sem dælir út allt að fimmtán hundruð kílóum af ryki á dag og allt að þrjú þúsund tonnum af úrgangi út f flæðar- málið. Allt til að veita nokkur hundruð manns atvinnu, þar af svo og svo mörgum útlendingum - þegar næg atvinna er á svæðinu og óteljandi ný sóknarfæri á ýms- um sviðum. Það er annað viðhorf til þessara hluta nú en var fyrir þrjátfu árum þegar við fengum álver í Straums- vík og fannst það þvílíkur bú- hnykkur að það þurfti ekkert að vega og meta nánar. Því var skellt upp í mestu náttúruperlu Suð- vesturhomsins, við borgarhliðið í Reykjavík. Ég held að flestir geti verið sammála um það nú að það er fremur óæskieg staðsetning. Fyrir ferðaþjónustuna er það afar óheppilegt að fyrsta viðkynning af Islandi sé stóriðjuver. En það var þá. Núna eigum við að hafa alla burði til að geta veitt okkur tíma og svigrúm til að meta alla þætti sambærilegra fyrirætlana." Með öll spil á hendi „Island er næstminnst heimsótta Iand í Evrópu þrátt fyrir að gríðar- leg margföldun ferðamanna hafi orðið hingað síðari ár. Afþreying, skemmtanaiðnaður og ferðaþjón- usta eru stærstu vaxtarbroddar at- vinnulífs í heiminum. Við erum með öll þau spil á hendi og erum að fleygja þeim frá okkur til þess að Iáta gamaldags, úrelta stóriðju- drauma, fulltrúa gamla tímans, rætast. Þar með verðum við síð- ust Evrópuþjóða til að taka svona starfsemi inn á okkur eða af hverju vill enginn fá álfabrikku í nágrannalöndunum?" - Ætla Umhvetfisvinir að grípa til einhverra herbragða? „Hér er teflt um stóra hluti og við verðum að fá skynsamleg svör við spurningum okkar. Ef niður- staðan er sú að þetta sé gott verk- efni, þarft og skynsamlegt, skal ég vera fyrstur til að gefa mitt græna ljós. Fólkið í landinu á lagalegan og siðferðlegan rétt á að vega og meta þennan leik, því söfnum við undirskriftum og krefjumst lög- formlegs umhverfismats." - Ilvað Irýstu við mörgum nöfn- um á listann? „Við gerum okkur vonir um að slá fyrri met í undirskriftasöfnun á Islandi sem eru Varið land, þar sem safriað var tæplega 56.000 nöfnum." - Er langt stðan þú gerðist svona mikill umhverftssinni? „Ég hef alltaf verið umhverfis- sinni og þekki landið mitt mjög vel. Fyrir utan áratuga ferðalög um landið með Stuðmönnum var ég leiðsögumaður í gamla daga og ferðaðist vftt og breitt með útlendinga til að kynna þeim perlurnar okkar og útbreiða fagn- aðarerindið um þetta stórkostlega land." GUN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.